Morgunblaðið - 09.09.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.09.1983, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar: Norræna stærðfræði- sýningin á leið út á land — mikill áhugi meðal kennara og fleiri sýningar í bígerð í sumar hefur í Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar staðið yfir norræn stærðfræði-sýning, þar sem grunnskólakennurum gafst tækifæri til að bera íslenskt nárasefni saman við það sem best gerist í í nágranna- löndunum. Sýningin er að raestu leyti hingað komin fyrir tilstilli Önnu Kristjánsdóttur og Guðnýjar Helgu Gunnarsdóttur. Er þetta stærsta sýn- ing sinnar tegundar hér á landi til þessa og aö sögn Ingvars Sigurgeirs- sonar mæltist hún mjög vel fyrir. Sýn- ingunni er nú lokið hér í Reykjavik en verður hluti hennar settur upp bæði á Blönduósi og Akureyri á næst- unni. „Síðan Kennslumiðstöðin tók til starfa fyrir ári hafa kennarar kom- ið hingað í stríðum straumum og heimsóknirnar orðnar á fimmta þúsund," sagði Ingvar. j,Auk þess sem Kennslumiðstöðin er opin daglega milli kl. 1— 6 þá erum við með í bígerð að hafa námsgagna- sýningar annan hvern mánuð, þar sem kvikmyndasýningar, fyrir- lestrar, starfsdagar og vinnukvöld fléttast inn í. Verða þessar dag- skrár gerðar í samráði við náms- stjóra menntamálaráðuneytisins og starfsfólk Kennaraháskólans. Ætlunin er að byggja í hvert sinn á ákveðnu þema, svo sem í janúar “talvan og grunnskólinn". Það hef- ur sýnt sig að áhugi hjá kennurum er feikimikill, hér geta þeir komið og kynnt sér nýjungar á sínu sviði, undirbúið starfið og borið saman bækur sínar, og það nota þeir sér óspart og er oftast setið hér fram eftir kvöldum. Það virðist því vera mikil hreyfing og vakning meðal kennara, og má nefna að svo mikil eftirspurn er eftir námskeiðum til dæmis Kennarháskólans, að ekki hefur nándar nærri tekist að anna henni. Þá rekum við hér í Námsgagna- stofnun nokkurskonar neytenda- þjónustu fyrir grunnskólakennara, og gefum við upplýsingar og ábend- ingar varðandi kennslugögn og hjálpartæki." Ljósmynd.: Mbl./KÖE. Á norrænu stærðfræðisýningunni gátu kennarar skoðað það námsefni sem notað er við stærðfræðikennslu í grunnskólum nágrannalandanna. Hin nýja sjúkrastöð SÁÁ við Stórhöfða í Grafarvogi. Fyrsta skóflustungan var tekin 14. ágúst í fyrra, en stefnt er að því að byggingarframkvæmdum Ijúki um mánaðamótin okt.—nóv. Morgunbiaftið/Ói.K.M. Sjúkrastöð SÁÁ í Grafarvogi: Stefnt að verklokum í nóvemberbyrjun Það er hátt til lofts og vítt til veggja í sjúkrastöð SÁÁ. „ÞAÐ stefnir allt í að sjúkrastöðin verði tilbúin um mánaðamótin október-nóvember, sem þýðir að þetta hefur gengið vel eftir áætlun, án nokkurra tafa sem orð er á ger- andi,“ sagði Árni Reynisson hjá SÁÁ, aðspurður um gang mála i Grafarvogi, þar sem Samtök áhugamanna um áfengisvandaraál- ið eru að reisa nýja sjúkrastöð. Var fyrsta skóflustungan tekin þann 14. ágúst í fyrra. Hér er um að ræða tvö þúsund fermetra hús á tveimur hæðum, með 60 sjúkrarúmum. Þegar húsið kemst í gagnið flyst starfs- emin á Silungapolli yfir í þessa nýju sjúkrastöð við Stórhöfða í Grafarvogi. Arni sagði að áætlaður kostn- aður við bygginguna væri um 35 milljónir króna og væri búið að afla meirihluta þess fjár. Var það gert með almennri fjársöfn- un, happdrætti og gjafabréfa- söfnun, en út úr gjafabréfasöfn- uninni sl. vetur fengust tæpar 20 milljónir króna í gjafaloforðum. Að sögn Árna vantar þó enn herslumuninn að endar náist saman. I K:: í V | «: 1 \ " L % k Staksteinum varð obbolítið á (Leiðrétting við myndatexta) Það er alltaf leiðinlegt þegar fjölmiðlunum verður það á að fara með rangar fréttir eða byggja um- fjöllun sína á um mál á vondri fréttamennsku. Samt er þetta allt- af að gerast, jafnvel sómakærustu miðlar sleppa ekki, enda er víst mannlegt að skjátlast og mann- legt að gera mistök, einkum mannleg mistök. Nú gerðist það í síðustu viku að það henti sjálfa Staksteina að halla réttu máli og þar sem mitt lítilfjörlega nafn kom þar við sögu vil ég gerast svo djarfur að biðja Mbl. að birta eft- irfarandi leiðréttingar. Það sem um er að ræða er ör- stutt klausa í Staksteinum um að- gerðir Samtaka herstöðvaand- stæðinga (SHA) vegna s.k. kurt- eisisheimsóknar 5 NÁTO-herskipa til Reykjavíkur hér á dögunum. Klausan er í raun og veru mynda- texti með mynd af smáhópi fólks, sam stendur í höm í regngöllum einhvers staðar á víðavangi. Hún hljóðar svo: „Eins og útvarpshlustendur heyrðu um síðustu helgi vörðu Samtök herstöðvaandstæðinga stórfé til að auglýsa að þeir ætl- uðu um borð í herskipin í fasta- flota Atlantshafsbandalagsins á laugardag og sunnudag. Frá þess- ari heimsókn var að auki skýrt í fréttatíma hljóðvarpsins og jafn- framt þótti það í frásögur færandi að Árni Hjartarson hefði tekið til máls um borð í einu herskipanna. Fréttastofan sleppti því hins veg- ar, aldrei þessu vant, að láta hlustendur vita hvað herstöðva- andstæðingar hefðu verið margir um borð í herskipunum. Var þó auðvelt að telja það á fingrum sér þar sem þeir stóðu í hnapp á hafn- arbakkanum og söfnuðu kjarki áð- ur en gengið var um borð í víg- drekana. Myndin hér að ofan var tekin á laugardaginn og sýnir hóp her- stöðvaandstæðinga í Sundahöfn. Á mælikvarða samtaka þeirra var hér um fjölmenni að ræða og á mælikvarða hljóðvarpsins er það til frásagnar í kvöldfréttum að fimmtán til tuttugu manns fari saman um borð í erlent skip og einn úr hópnum kveðji sér hljóðs og flytji óhróður um skipin, áhafnir þeirra og þá sem standa vörð um sjálfstæði og öryggi ís- lensku þjóðarinnar." í þennan texta hafa slæðst inn fjórar meinlegar missagnir sem er nokkuð mikið fyrir ekki lengra mál. í fyrsta lagi kostuðu SHA ekki miklu til þessara aðgerða. Stórfé er að vísu afstætt hugtak en jafn- Vel öreigalýðnum á Mbl. getur ekki fundist 2.500 kr. fyrir þrjár litlar Útvarpsauglýsingar nein ógnarfúlga. Af hálfu samtakanna var alls ekki meiningin að fara út í neinar stóraðgerðir að þessu til- efni. Auglýsingarnar höfðu fyrst og fremst þann tilgang að láta menn vita að samtökin sitja ekki auðum höndum þegar herskipa- floti vaggar sér í höfninni. Sam- tökin hafa sýnt það og sannað að þau geta hvatt upp þúsundir manna til aðgerða þegar þau leggja sig fram um það. Það stað- festir t.d. friðargangan í sumar. Samtökin ákváðu hins vegar að eyða litlu púðri á þessi herskip. í öóru lagi er það þar af leiðandi rangt, að samtökin hafi gefið í skyn að um fjöldaaðgerðir hefði verið að ræða. Staðreyndin er nefnilega sú að ekkert verulegt fjölmenni kom til að skoða skipin. Sú sorglega staðreynd blasir við Staksteinum að Íslendingar hafa ósköp lítinn áhuga á herbúnaði og vígatólum en umtalsverðan áhuga á friðarhreyfingum. í þriðja lagi er það rangt að myndin sýni þann hóp herstöðva- andstæðinga sem lagði leið sina inn í Sundahöfn þennan dag. Vafalítið eru allmargir herstöðva- andstæðingar meðal þeirra óþekkjanlegu andlita sem á mynd- inni eru, enda má út frá líkinda- reikningi ætla, að hvar sem þrír menn eru samankomnir séu einn eða tveir herstöðvaandstæðingar í þeim hópi. Eftir þeim undirtekt- um sem aðgerðir samtakanna fengu áttu þau drjúgan liðsafla meðal þess fólks sem skoðaði skip- in þessa regnvotu daga. I fjórða lagi er það alls ekki rétt, að ég hafi flutt óhróður um skipin og áhafnir þeirra í þeim fátæklegu orðum sem ég lét falla um þessa flotaheimsókn af efra þilfarinu á ameríska tundurspillinum DEW- EY. Ég benti að vísu á að skipin væru hluti af kjarnorkuherafla. En ég hafði ekki orðið þess var að Staksteinar telji að það sé ljóður á ráði NATO þótt það veifi gereyð- ingarvopnum framan í veröldina. Það sem ég gerði að aðalumtals- efni mínu var hugarfarið innan ríkisstjórnarinnar, og einkum þó utanríkisráðuneytisins, að efna ölium að óvörum til hersýningar í Reykjavík sömu daga og bylgjur almennrar friðarbaráttu ólguðu um þjóðlífið, en eins og menn mun var á annað þúsund sjóliðum sleppt á land í borginni sama dag og konur héldu sinn mikla friðar- fund. Ég leyfði mér að halda því fram, að hersýningin væri svar ís- lenskra stjórnvalda við friðar- hreyfingunni í landinu. Stjórnvöld vildu sýna svarabræðrum sínum í NATO, að þrátt fyrir kröfur al- mennings um frið og afvopnun væru þau ráðin í að fylgja hernað- ar- og vígbúnaðarstefnu þeirra og mundu ekki hvika frá samþykki sínu við uppsetningu meðaldrægu eldflauganna í Evrópu né samúð sinni með nifteindasprengjum og efnavígvæðingu Bandaríkja- manna. Daginn eftir flutti ég reyndar aðra tölu um borð í sama skipi og þá á minni bjöguðu ensku og var að auki truflaður æ ofan í æ af taugaveikluðum dátum sem héldu víst að flotanum stafaði hernað- arleg ógn af mér. Þá vorum við herstöðvaandstæðingar að gera grín að tildurskap flotaforingj- anna á skipunum þar sem þeir létu dreifa sérstökum kynningum á sjálfum sér og afrekum sínum meðal fólks. Við dubbuðum upp Manninn með ljáinn og kynntum hann á sama hátt og flotaforingj- ana sem æðsta yfirmann alls her- aflans, sem með sanni má segja að hann sé. Ég fór um borð og hvatti sjóliðana til að marsera í land og heilsa foringja sínum Manninum með ljáinn að hermannasið. Svo saklaust var nú það. Hnjóðsyrði létum við herstöðvaandstæðingar ekki falla um dátana. Við létum þá meira að segja óáréitta í byssuleik uppi í kirkjugarði síðasta dag her- sýningarinnar. Staksteinar geta þess vegna tekið gleði sína á ný. En það liggur fiskur undir steini hjá Staksteinum. Aðaltilgangur klausunnar er ekki að skammast út í SHA heldur út í Ríkisútvarpið fyrir að birta fréttir af aðgerðun- um. Mbl. hefur löngum verið það ljóst, að besta aðferðin gegn málflutningi SHA er að þegja hana í hel því gegn honum eru svo fátækleg rök. Það er því segin saga að í hvert sinn sem ríkis- fjölmiðlarnir minnast á samtökin eða málstað þeirra er þegar í stað beitt þrýstingi af hálfu blaðsins gegn þessari fréttamennsku og þá oft á tíðum reynt að krossfesta einstaka fréttamenn. Hér sem oft endranær er sá munurinn á fréttamennsku Mbl. og RÚV að fréttir Útvarps voru bæði eðlilegar og réttar en frásögn Mbl. öll úr lagi færð. Vilji Mbl. segja öðrum fjölmiðlum til um starfshætti ætti það sjálft að byrja á,að temja sér vandaðri vinnubrögð. Með baráttukveðju, Árni Hjartarson Aths. ritstj.: Erfitt er að skilja hvers vegna Árni Hjartarson sendir Mbl. þessa athugasemd. Hún staðfestir hvert orð, sem í Staksteinum stóð! Að vísu var ofsagt I Staksteinum að her- stöðvaandstæðingar hefðu varið „stórfé" í útvarpsauglýsingar. Ástæðan var sú að Morgunblaðið taldi Samtökin fjárvana. Nú er komið í ljós, að svo er ekki. Her- stöðvaandstæðingar hafa nóg fé í auglýsingar. Hvaðan skyldi það koma?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.