Morgunblaðið - 06.10.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 06.10.1983, Síða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 228. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Walesa fagnað sem þjóðhetju í Póllandi Varsjá og víðar, 5. oklóber. AF. LECH Waiesa, leiðtogi Sam- stöðu, hinna ólöglegu verka- lýðshreyfinga í Póllandi, hlaut í gær friðarverðlaun Nóbels. Hann var úti í skógi í sveppatínsluferð er það var tilkynnt og er hann kom heim til sín á ný, tóku hundr- uð Pólverja á móti honum hrópandi nafn hans og nafn Samstöðu. Mikill fögnuður ríkti meðal almennings í Póllandi er tíðindin bárust. Útnefninguna hlaut Walesa vegna forstöðu sinnar í Sam- stöðu og þar með baráttu sinn- ar fyrir auknu persónufrelsi. Hann er nú hetja í augum al- mennings í Póllandi, ekki síst eftir að hann tilkynnti að verð- launaféð, hálfa sjöttu milljón króna, myndi hann láta renna til pólsku kirkjunnar. „Ég er djúpt snortinn og hrærður," sagði Walesa, en bætti við að útnefning sín væri viðurkenn- ing Vesturlanda á baráttu Samstöðu. „Ef Vesturlönd myndu gleyma mér, væri úti um mig. Ég verð sýknt og heil- Egil Aarvik, formaður Nóbelsverðlaunanefndarinnar, tilkynnir í gær að pólski verkalýðsleiðtoginn Lech Walesa hafi verið útnefndur að þessu sinni. Símamynd AP. agt að vara mig á því að gera ekkert sem yfirvöld gætu notað sem átyllu til að handtaka mig. Þessi útnefning á eftir að auka frelsi mitt til athafna í þágu Samstöðu," sagði Walesa enn fremur. Hann sagðist ekki reikna með því að fara sjálfur til Noregs að veita verðlaunun- um viðtöku af ótta við að fá ekki að snúa heim. Heldur myndi hann fara fram á það við einhvern ættingja sinn að nálg- ast verðlaunin, hugsanlega eig- inkonu sína. Viðbrögð voru á ýmsa lund. Páll páfi II sendi Walesa árnað- aróskir, svo og flestir eða allir leiðtogar Vesturlanda, auk margra annarra frægra manna. Pólsk yfirvöld sýndust lítt hrif- in og talsmenn þeirra sögðu að Nóbelsverðlaunin settu niður við slíka dellu að veita þau manni á borð við Lech Walesa. Sögðu talsmenn herstjórnar- innar enn fremur að veitingin væri augljóslega stórpólitísk og enn ein tilraun Vesturlanda til að klekkja á Pólverjum. Sjá nánar fréttir frá verð- launaveitingunni á blaösíóu 22. Líbanon: Vonlítið að friðarvið- ræður hefjist í vikunni Vopnahlésbrotum fjölgar dag frá degi Jiddha, Aþenu og Beirút, 5. október. AF. LÍKURNAR á því að hinar stríðandi fylkingar Líbanon myndu setjast að samningaborðinu í þessari viku voru heldur litlar í gær og þá fréttist einn- ig, að vopnahlésbrotum fari fjölg- andi í Beirút og fjöllunum í kringum borgina. Hins vegar virtist svo sem stjórnvöld í Líbanon hefðu fyrir sitt leyti samþykkt að hermenn frá bandalagi óháðu ríkjanna fylgdust með því að vopnahléið yrði virt, en ekki fulltrúar frá Sameinuðu þjóð- unum. Það voru drúsar sem kröfðust þessa og talið nær öruggt að Sýr- lendingar stæðu þar að baki. Sam- þykki Líbanonstjórnarinnar er túlkað sem dálítill sigur fyrir Sýrlendinga. Walid Jumblatt, leið- togi drúsa, er staddur í Grikklandi um þessar mundir þar sem hann hefur rætt við þarlenda ráða- menn. Sagði Jumblatt að hann óskaði þess að Indverjar, Grikkir og Júgóslavar fylgdust með vopna- hléinu. Sagði Jumblatt einnig, að deilur stæðu um hvar friðarvið- ræðurnar skyldu fara fram, ekki væru allir sáttir við Saudi Arabíu og að sjálfsögðu kæmi ekki til mála að þær færu fram í Líbanon. „Kannski í Genf,“ sagði leiðtoginn. Jumblatt sagði að drúsar myndu virða vopnahléið meðan eitthvert vit væri í því og að hann myndi taka þátt í friðarviðræðum. „En það verður að finna nýja frið- arformúlu og stjórnarskrána þarf að skoða ofan í kjölinn," sagði hann við fréttamenn. Vopnahléið sýndi sig í gær að standa á ótraustum brauðfótum, er skriðdrekar stjórnarhersins hófu skothríð á tvær stöðvar shíta í Beirút, eftir að þeir síðarnefndu höfðu skotið á stjórnarhermenn með sprengjuvörpum. Þá skutu leyniskyttur á hvað sem fyrir varð hér og þar í Beirút. Stjórnvöld í Saudi Arabiu lýstu yfir áhyggjum sínum á skærunum, sögðu að slíkt gæti eyðilagt mikið starf sem unn- ið hefur verið í þágu friðarins í landinu og gæti orðið til þess að skipta landinu endanlega í áhrifa- svæði. Yitzhak Shamir Shamir búinn að mynda nýja stjórn ÍSRAELSKA forsætisráðherraefnið Yitzhak Shamir tilkynnti hinginu í gær, að hann hefði myndað sam- steypustjórn og óskaði hann eftir því að þingið kæmi saman á mánu- dagsraorguninn og greiddi atkvæði með eða á móti henni. Yfirlýsing Shamirs kom 15 dög- um eftir að forseti landsins, Haim Herzog, veitti honum stjórnar- myndunarumboðið og gekk sannarlega á ýmsu í þreifingum Shamirs. óvíst er með öllu hvort þingið setur traust sitt á stjórnina eða ekki og úr því verður varla skorið fyrr en að atkvæðagreiðsl- an er um garð gengin. Erfiðleikarnir voru ýmsir, Shamir hafði mestan hug á því að mynda samsteypustjórn með sömu flokkum og stóðu að fráfar- andi stjórn Menachems Begin, en fjórir fulltrúar Agudatflokksins settu ýmis skilyrði fyrir áfram- haldandi stuðningi sínum og sex aðrir stuðningsmenn tilkynntu að þeir myndu ekki styðja Shamir nema að hann reyndi að fá Verka- mannaflokkinn með sér í þjóð- stjórn. Shamir náði samkomulagi við Agudatmennina, en tókst ekki að fá Verkamannaflokkinn til samvinnu. Þrátt fyrir það sögðu fimm hinna umræddu sex þing- manna að þeir myndu styðja Shamir þrátt fyrir það. Ekkert má út af bregða, því Shamir á ekki vísan stuðning nema 63 þing- manna á 120 manna þingi lands- ins. Stjórnarkreppan í landinu hefur stöðvað allar aðgerðir stjórnvalda til að hafa hemil á þriggja stafa verðbólgu í landinu. „Ykkur hafa orðið á grundvallarmistök“ sagði James Callaghan er Yerkamannaflokkurinn hafnaði tillögu um að Bretland afvopnaðist ekki einhliða Hri^hton. 5. októbrr. AP. BRESKI Verkamannaflokkurinn samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta á ársþingi sínu, að hvika hvergi frá fyrri stefnu sinni að Bret- ar ættu að afvopnast kjarnorku- vopnum sínum einhliða án tillits til aðgerða annarra kjarnorkuvekta. Samþykktin kom talsvert á óvart, því hinn nýkjörni formaður flokksins, Neil Kinnoch, hafði sótt það fast að slakað yrði á um- ræddri stefnu, en hún var talin öðru fremur vera ástæðan fyrir hinu mikla fylgistapi flokksins í þingkosningunum í sumar sem leið. Reyndi Kinnoch ákaft, en árangurslaust, að fá málið tekið af dagskrá og eftir að opinber at- kvæðagreiðsla hafði farið fram og ljóst var hver úrslit höfðu orðið, steig fyrrum forsætisráðherra Bretlands, James Callaghan, í ræðustól. Hinn 71 árs gamli Callaghan, persónugervingur hinna óróttæku meðlima flokks- ins, sagði: „Ykkur hafa orðið á grundvallarmistök, við töpuðum í dag milljónum atkvæða." Baulaði þingheimur ákaft á Callaghan er hann gekk aftur til sætis. Ronald Todd var ákaft í for- svari fyrir því að stefnubreyting yrði engin. Hann sagði að Bretar þyrftu ekki að skammast sín fyrir James Callaghan stefnuna, Margaret Thatcher væri að breyta Bretlandi í eitt allsherjar bandarískt flugmóð- urskip og síðan talaði hann um frú Thatcher og Ronald Reagan Bandaríkjaforseta sem „Bonnie og Clyde hins kjarnorkuvædda heims".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.