Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 Sævar efstur á haustmóti TR SÆVAR Kjarnason er efstur á haust- móti Tafirélags Reykjavíkur, sem nú stendur yfir. liann hefur lagt alla andsta-Ainga sína art velli að loknum fjórum umferóum. í fyrrakvöld sigr- aói hann íslandsmeistarann Hilmar Karlsson og Benedikt Jónasson í bióskákum og skaust upp á toppinn. Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson eru í 2.-3. sæti með Fiskmarkaðir: Þokka- legt verð SAMKVÆMT upplýsingum Landsambands íslenskra út- vegsmanna er markaóur nú þokkalegur fyrir fisksölur á breskum og þýskum fiskmörk- uóum. Mikið er af fiski á bresk- um markaði og er þaó vegna góós afla heimaháta, en ef um góóan fisk er aö ræða, má eftir sem áður fá gott verð fyrir afla íslensku bátana. Gjafar VE seldi í Hull á mánudag 54,2 tonn fyrir 1.417,500 þúsund, meðalverð 26,14 krónur. Hegranes var í Cuxhaven á mánudag og þriðjudag og seldi 187,4 tonn fyrir 3.335,2 þúsund, meðal- verð 17,18 krónur. Skarfur GH seldi 50,2 tonn í Hull á 1.271,9 þúsund, meðalverð 25,36 krón- ur. Otur seldi 179,8 tonn á 2.759 þúsund, meðalverð 15,35 krónur. þrjá vinninga og Róbert Harðarson hefur tvo og hálfan vinning og biðskák þar sem hann stefnir til vinnings. Arnór Björnsson er með tvo vinninga og biðskák, en hann gerði sér lítið fyrir og sigraði al- þjóðlega meístarann Margeir Pét- ursson, en Arnór er aðeins 17 ára gamall. Elvar Guðmundsson, TR, Halldór G. Einarsson og Benedikt Jónasson hafa hlotið einn og hálfan vinning, Dan Hansson hefur einn vinning og á tvær biðskákir, Karl Þorsteins hefur einn vinning og biðskák, Hrafn Loftsson hefur engan vinn- ing og á eina biðskák en lestina rek- ur Islandsmeistarinn Hilmar Karlsson, hann hefur tapað öllum skákum sínum. Fjögur umferðarslys í gær Mnrgunblaðið/Júlíus. FJÖGUR SLYS urðu í umferóinni í gær — þar af uróu tvö börn fyrir bifreió, — en enginn slasaðist alvarlega. Stúlka varó fyrir bifreió á leið heim frá ísaksskóla þegar hún var að fara yfir gangbraut í Stakkahlíð. Meiðsli hennar reyndust ekki alvarleg. f hádeginu varð drengur fyrir bifreið til móts við Ár- múla 23. Hann slasaðist ekki alvarlega. Þá fauk maður fyrir bifreið skammt frá Hótel Sögu laust fyrir klukkan sex og kona féll í strætisvagni á Háaleitisbraut laust fyrir sjö. Meiðsii þeirra reyndust ekki alvarleg. Breyttur afgreiðslutími í Hagkaupum á laugardag ,,VH) HÖFUM náð fullu samkomulagi við okkar starfsfólk. Á milli 20 og 30 manns af þessum 60 manna hópi sem þarna á í hlut treystir sér til að vinna til sjö, en hinir sem ekki treysta sér til þess hætta klukkan sex. Við teljum að ha-gt sé að halda opnu með þennan mannskap og reiknum með að byrja strax á laugardaginn með nýja af- greiðslutímann, hafa þá opið frá níu til fjögur,“ sagði Gísli Blöndal hjá Hag- kaupum, í samtali við Mbl. í gær, en undanfarna daga hafa staðið yfir við- ræður á milli fulltrúa starfsfólks og yfirmanna Hagkaupa, vegna fyrirhug- aðra breytinga á afgreiðslutíma í versl- un Hagkaupa í Skeifunni. „Það var eindregin ósk starfs- fólksins að byrja klukkan níu, en ekki tíu, eins og við höfðum hugsað okkur til að lengja ekki vinnutím- ann,“ sagði Gísli. „Við urðum fúslega við þeirri ósk, og því verður opið hjá okkur frá níu til sjö frá mánudegi til fimmtudags, frá níu til níu á föstu- dögum og til fjögur á laugardögum. Harma að margir virðast fara bónleiðir til búðar — segir félagsmálaráðherra um skuldbreytingu lána „MÉR FINNST bankarnir nokkuð óbilgjarnir. Þcgar ríkisstjórnin leitaði eftir samkomulagi um skuldbreytingu lána var fyrst leitað eftir 10—12 ára lánum, en síðan var fallist á tilboð bankakerfisins um 8 ára lán, eins og gert var 1981. Okkur fannst þetta útaf fyrir sig geta gengið,“ sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra, þegar Mbl. innti hann álits á ummælum Jónasar Haralz bankastjóra í Mbl. í gær þess efnis að lán sem væru til lengri tíma en fjögurra ára væru langtímalán og því þyrfti ekki að skuldbreyta þeim. „Ég reiknaði alltaf með því að lánum hefur verið gengið. Bæði af bankarnir yrðu eins sveigjanlegir og mögulegt væri, þannig að samn- ingar næðust innan þessa ramma. Mér sýnist margt benda til að mis- jafnlega sé á þessu tekið og það verður að harma að margir virðast fara bónleiðir til búðar. Ég viðurkenni að erfitt er að skilgreina þetta. Það er eins með þetta eins og svo margt í viðskipt- um undanfarið — í þessu verð- bólgufári sem gengið hefur yfir, að misjafnt hefur verið hvernig frá hálfu banka og lántakenda. Aðalatriðið í mínum huga var það að bankakerfið almennt gengi til samkomulags um það að gera eins vel við fólk í vandamálum þess og frekast yrði unnt. Sem betur fer verður maður víða þess var, að bankar og sparisjóðir framkvæma skuldbreytingar þannig að við- skiptavinir geti staðið í skilum. Að- alatriðið er að fólk geti staðið í skilum. Ég hef lagt á það r íka áherzlu að bankarnir veiti hús- byggjendum viðráðanleg lán. A síðasta fundi ríkisstjórnarinn- ar var ákveðið að ég og viðskipta- ráðherra færum til viðræðna við fulltrúa viðskiptabanka og spari- sjóða, bæði til þess að freista þess að fá fram meiri rýmkun á reglum og reyna að fá samkomulag um að bankarnir taki að sér fram- kvæmdalán til aðila í byggingar- iðnaði — bæði byggingarsam- vinnufélaga og verktaka, sem áður hafa sótt þessi lán til Byggingar- sjóðs ríkisins. Þetta mundi létta mikið á byggingarsjóði og færa okkur nær því markmiði, sem hlýt- ur að verða í framtíðinni, að bank- arnir komi smátt og smátt meira inn í húsnæðismál," sagði Alexand- er Stefánsson. „Við sem staðið höfum í forsvari húsbyggjenda, lítum svo á að fjög- urra ára lán sé skammtímalán en ekki langtímalán," sagði Pétur J. Eiríksson er hann var inntur álits á skilgreiningu bankastjóra Lands- bankans. Afgreiðslutíminn á laugardögum gildir þó einungis að vetrinum til. Að öðru leyti er þetta mál í hönd- um þeirra, sem ber að semja um af- greiðslutíma verslana. Við höfum á annað ár leitað eftir því að reglum um afgreiðslutíma verslana yrði breytt, en án nokkurs árangurs. Við tókum því þá ákvörðun að breyta okkar afgreiðslutima einhliða og láta reyna á kerfið. Því það er alveg ljóst að verslanir í Reykjavík hafa mun verri samkeppnisaðstöðu vegna þessarar reglugerðar en nágranna- sveitarfélögin." Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, hefur undanfarið átt viðræður við fulltrúa starfsfólks Hagkaupa og var síðasti fundurinn í gær. Bertha Bier- ing, trúnaðarmaður starfsfólksins, sagði blaðamanni Mbl. það í gær, að málið væri nú komið á það stig að Kaupmannasamtökin hefðu óskað eftir viðræðum við VR um verslun- artíma í Reykjavík almennt. „Á meðan á þeim viðræðum stendur semja yfirmenn Hagkaupa sérstak- lega við það fólk sem treystir sér til að vinna til sjö,“ sagði Bertha. Magnús L. Sveinsson sagði að VR-menn hefðu fyrir sína parta fall- ist á að taka upp viðræður við Kaup- mannasamtökin og einnig þyrfti Vinnuveitendasambandið að koma inn í þá mynd. „Næsta skrefið er,“ sagði Magnús, „að þessir aðilar hefji viðræður á breiðum grundvelli um þessi mál.“ Páll Sæmundsson stórkaupmaður látinn PÁLL Sæmundsson, stórkaupmaður, er látinn, 71 árs að aldri. Hann var fæddur í Reykjavík þann 15. septem- ber 1912, sonur hjónanna Sæmundar Magnússonar, verkstjóra og konu hans, Guðmundínu Guðlaugar Páls- dóttur. Páll heitinn stundaði nám við Uldals Handelsskole í Stafangri 1931—32 og gerðist verzlunarstjóri hjá KRON þegar hann kom heim frá námi. Árið 1941 gerðist ht nn með- eigandi Gísla Jónssonar frá Bíldu- dal í verzluninni Liverpool, sem þá var til húsa í Hafnarstræti 5. Síðar varð hann einkaeigandi. Árið 1955 flutti Liverpool í stórhýsi á Lauga- veginum, sem Páll reisti. Síðar leigði hann KRON verzlunina. Árið 1975 setti hann á fót heildverzlun Páls Sæmundssonar. Páll var formaður Kaupmanna- samtaka íslands á árunum 1956— 60. Sat í stjórn Eimskipafé- lags íslands 1963—67. Hann var gerður að heiðursfélaga Kaup- mannasamtakanna og sæmdur gull- merki samtakanna. Árið 1940 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Eygerði Björns- dóttur og eignuðust þau sjö börn. Markaðsverð á lýsi lækkar um 10 prósent iHHI Mynd Mbl. Kriðþjófur, A námskeiöi hjá ökukennurum Ökumönnum gafst í gærkvöldi einstakt tækifæri til þess að hressa upp á aksturs- hæfileika sína og rifja upp þau atriði, sem ef til vill höfðu gleymst frá því þeir tóku bílpróf. Ökukennarar í samvinnu við Umferðarráð, tryggingarfélögin og Bifreiðaeftirlit ríkisins héldu námskeið þar sem hin margvíslegustu atriði í sambandi við bifreiðir og umferð voru rifjuð upp. HEIMSMARKAÐSVERÐ á lýsi hefur á síðustu dögum lækkað um rúm 10% eða úr 440 til 450 dölum lestin í um 400 dali. Að sögn Jóns Reynis Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins, stafar þetta aðallega af auknu lýsisframboði Japana. Markaðsverð á mjöli hefur hins vegar staðið nokkuð í stað. Sagði Jón Reynir, að Japanir væru stærstu seljendur lýsis í Vestur-Evrópu og hefði því aukið framboð þeirra talsverð áhrif. Markaðsverð á lýsi og mjöli hefði hækkað fyrir um það bil mánuði í kjölfar samdráttar í soyjabauna- framleiðslu Bandaríkjanna og hruns ansjósustofnsins við strend- ur Perú í kjölfar heits straums, sem þar er kallaður „jólabarnið“! Markaðsverð á mjöli væri nú um 8 dalir á hverja próteineiningu. Jón Reynir sagði ennfremur, að þrátt fyrir þessa verðlækkun á lýsi væri það nú miklum mun hærra en í fyrra og fyrr á þessu ári, en þá fór það niður í um 300 dali lestin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.