Morgunblaðið - 06.10.1983, Side 3

Morgunblaðið - 06.10.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 3 Fræðslustjórinn í Reykjavík: Fer sjálfkrafa út af launaskrá — en á launum meðan hún gegnir starfinu „Á HVERJU ári gerist það með hundr- uð starfímanna hjá ríkinu, mestmegn- is kennara, að þeir falla sjálfkrafa út af launaskrá þegar ráðningartími þeirra eða setningartími er útrunninn. Þannig var með Áslaugu Brynjólfs- dóttur, fræðslustjóra í Reykjavík. Fyrir áramótin hafði okkur borist ósk um að halda henni inn á launaskrá fyrir októbermánuð, eða á meðan ekki væri búið að ganga frá hennar máli, en þegar sú ósk kom var þegar búið að tölvukeyra laun mánaðarins. Hún fær greidd sín laun í þessari viku,“ sagði Indriði H. Þorláksson, deildarstjóri launadeildar fjármálaráðuneytisins, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Eins og fram kom í blaðinu í gær rann út um mánaðamótin sá tfmi, sem Áslaug var sett til að gegna starfi fræðslustjóra f Reykjavík. Hún hefur óskað eftir að verða skip- uð í embættið, eins og venjulegast er með embættismenn sem settir hafa verið í eitt ár, en Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðherra hefur vísað erindinu til umsagnar fræðslu- ráðs Reykjavíkur. Á meðan gegnir Áslaug starfinu áfram án þess að vera í það formlega sett eða skipuð. Þar sem forrit launatölvu fjármála- ráðuneytisins gerði ráð fyrir að hún félli út af launaskránni um þessi mánaðamót fékk hún ekki sín laun fyrsta vinnudag mánaðarins, „enda þarf sérstakar aðgerðir til að halda henni á skránni og fyrirmæli um þær aðgerðir bárust of seint frá menntamálaráðuneytinu," eins og Indriði Þorláksson orðaði það. Selskrokkahakkavélin brotin: Beið lægri hlut fyr- ir útselsskrokki Selskrokkahakkavélin, sem Landsmiðjan smíöaði í sumar fyrir Hringormanefnd, reyndist ekki sem skyldi er hún var prófuð. Var hún ekki vanda sínum vaxin og varð að lúta í lægra haldi fyrir hálffrosnum útselsskrokkum. Er vélin nú í endur- bySK'ngu hjá Landsmiðjunni. Áð sögn Björns Dagbjartssonar, formanns Hringormanefndar, var vélin fyrst reynd með fiskúrgangi og smærri stykkjum og gekk henni vel að melta þá fæðu. Þegar loka- æfingin fór fram var hún mötuð á hálffrosnum útselsskrokkum. Höfðu þeir betur í viðureigninni við hakkavélina og brotnaði hún í átökunum. Ætlunin var að senda vélina norður til Grenivlkur og hafa hana þar i fóðureldhúsi loð- dýrabúsins Grávöru. Verður vélin send þangað að lokinni endur- byggingu, ef talið verður að hún valdi hlutverki sínu að fullu. Menntaskólinn við Hamrahlíð: Lyftan gæti verid tilbúin um áramót „ÞETTA MÁL á allt að vera komið í fullan gang eftir um það bil viku. Þá mun liggja fyrir hvaða lyftu við hyggj- umst kaupa, búið verður að panta hana og undirbúningur uppsetningar haf- inn,“ sagði Örnólfur Thorlacius, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, í sam- tali við Morgunblaðið um lyftu fyrir fatlaða nemendur í skólanum. Morg- unblaðið hefur undanfarið rakið sögu þessa máls og tafir þess innan skóla og utan. Örnólfur sagði að skólayfirvöld hefðu nú fengið á hreint að þeim væri heimilt að panta lyftuna og ganga frá málinu. „Eg er einmitt að fara út úr húsinu til að skoða lyftu af sömu tegund og við höfum fengið eitt tilboð um. Sú lyfta gæti verið komin upp um áramót en við viljum kynna okkur þetta mjög vel. Við höf- um fengið fleiri tilboð og erum ákveðnir í að láta setja hér upp al- menna lyftu, sem nýtist fleirum en okkar fötluðu nemendum. Eftir viku getum við væntanlega sagt frekari fréttir af þessu máli,“ sagði örnólfur Thorlacius. New York: íslendingar heiðra ívar Guðmundsson Á FJÖLMENNRI samkomu íslend- ingafélagsins í New York nýlega til- kynnti formaður félagsins, Kristján Ragnarsson læknir, að stjórn félagsins hefði einróma kjörið ívar Guðmunds- son aðalræðismann fyrsta heiðursfé- laga íslendingafélagsins. Formaður færði ívari skrautritað skjal og gat þess I ávarpi, að „ívar hefði á undanförnum árum unnið frábært starf í þágu Islands og Is- lendinga og vina íslands í heims- borginni og nágrenni. Hann hefði og eflt norræna samvinnu á staðnum. Fyrir þægilegt viðmót og vilja til að leysa hvers manns vanda hefði ívar hlotið virðingu og vinsældir meðal íslendinga og vina íslands". Á samkomunni skemmtu þær Selma Guðmundsdóttir og Rut Magnússon með píanóleik og söng við góðar undirtektir áheyrenda. fvar Guðmundsson Fyrir3500króna útborgun færöu 26 Philips litsjónvarp heim í stofu strax í dag! Nú setjum við nýtt met í sjónvarpstilboðum. Við bjóðum 26"CS-1006 Philips litsjónvarp með innan við 10% útborgun og eftirstöðvar má greiða á allt að 8 mánuðum. Pað fæst líka á frábæru staðgreiðsluverði, aðeins kr. 35.900.-. Við komum tækinu heim í stofu, stillum það og þið fáið vetrardagskrá sjónvarpsins eins góða og mögulegt er. Þetta köllum við sveigjanleika í samningum. I I Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.