Morgunblaðið - 06.10.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.10.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 15 Haukur Bergmann á svölum Slysavarnahússins í Reykjavík. talsverðu umstangi. Hafa menn jafnvel rætt um það að beita sekt- um, en það er vafasamt og hefur því ekki komið til framkvæmda. Þegar menn gleyma að tilkynna sig ganga malin þannig fyrir, að þegar tilkynningatíma er lokið flokkum við þau skip, sem ekkert hefur heyrzt frá, eftir strand- stöðvum. Við sendum þeim síðan nöfnin á skipunum og þær reyna að ná sambandi. Hafi það ekki borið árangur fyrir klukkan 16 á daginn er gripið til þess hvimleiða ráðs að auglýsa eftir skipunum í útvarpi. Það væri hugsanlegt að leysa þetta mál með þvi að tengja vekjaramerki inn á VHF-talstöðv- ar skipanna, þannig að þær geri vart við sig á ákveðnum tímum. Slíkt ætti ekki að vera mjög kostnaðarsamt og gæti sparað mikla fyrirhöfn, ef af yrði. Þ6 skip svari ekki strax eftir útvarpsaug- lýsinguna þýðir það ekki, að þegar sé farið að leita. Ákvörðun um það er ýmsu háð, svo sem veðurfari, síðustu staðsetningu og fleiru. Það er framkvæmdastjóri Slysavarna- félagsins, sem þá ákvörðun tekur, svo hún hvilir ekki á okkar herð- um. Auk þess þurfum við svo að sinna neyðarsíma Slysavarnafé- lagsins, sjá um sjúkraflutninga og fleira, svo nóg er að gera. Þetta hefur hins vegar verið ánægjulegt starf. Ég hef unnið með góðum mönnum, Hannes Hafstein fram- kvæmdastjóri er ábyrgur og traustur í starfi sínu og samvinn- an við Landsimann hefur verið góð,“ sagði Haukur Bergmann. Sveinn Egilsson hf. Skeifan 17. Sími 85100 SUZUKI sendibílar Suzuki Alto. Buröarþol 400 kg. Eyösla 5 I pr. 100 km. Framhjóladrif. Verð kr. 150.000 (Gengi l/t'' jiÆÆ auzuki ST 90. Buröarþol 600 kg. Eyðsla 7 I pr. 100 km. Byggöur á grind. Verd kr. 156.000 (Gengi 1/10 Suzuki sendibílarnir hafa veriö mest seldu sendibílarnir á íslandi síöastliöin 2 ár. Nú bjóöum viö 1983 árgeröina af þessum vinsælu bílum á veröi sem er í algjörum sérflokki. Framhjóladrlf - Supershift (sparnaöargír) - Útlspeglar beggja megln - ouarts klukka • Utað gler í rúöum - Rúllubeltl - upphltuö afturrúða - Stórt farangursrými - o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.