Morgunblaðið - 06.10.1983, Page 16

Morgunblaðið - 06.10.1983, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 Að moka flór Framsóknar eftir Jón Baldvin Hannibalsson Þversagnirnar í íslenzkri pólitík á þessu hausti eru næg- ar til að æra óstöðugan. Nokk- ur dæmi: Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar er 5ta ríkisstjórn framsóknarmanna frá upphafi verðbólguáratugarins 1971—74. Þetta er 3ja ríkisstjórnin undir forsæti framsóknarmanns. Samt er þessi 5ta framsóknarríkisstjórn lýðveldisins allt öðruvísi en fyrri ríkisstjórnir undir forystu eða með þátttöku sama flokks. Hvers vegna? Þessi ríkisstjórn er ekki að framkvæma stefnu Framsóknar- flokksins eins og hún hefur verið boðuð, a.m.k. frá 1978: lögbundin nióurtalning í áfongum. Þessi ríkis- stjórn boðar snöggt átak gegn verðbólgu (leiftursókn) með af- námi vísitölukerfis á laun og niðurskurði ríkisútgjalda. Þá stefnu boðaði Sjálfstæðisflokkur- inn fyrir kosningarnar 1979. En vegna dræmra undirtekta kjós- enda þá, féll Sjálfstæðisflokkur- inn frá þessari stefnu og minntist ekki á hana fyrir seinustu kosn- ingar. Sverrir Hermannsson kannaðist ekkert við leiftursóknina strax 1979; Albert vildi ekki af henni vita, þegar hann gerðist „guðfað- ir“ ríkisstjórnar Gunnars Thor- oddsen 1980. Steingrímur Her- mannsson vann kosningasigur 1979 út á það að hafna þessari stefnu. Hann sagði þá, að „allt væri betra en íhaldið" — og taldi að ríkisstjórn án þátttöku Alþýðu- bandalagsins („vinstristjórn") væri brot á sögulegri erfð og hug- sjónum Framsóknarflokksins („fé- lagshyggja"). HvaÖ er hvurs — og hvurs er hvad? Hvað hefur nú gerzt? í seinustu kosningum vann Sjálfstæðisflokk- urinn á, en Framsókn tapaði. Eftir kosningar varð ljóst, að ríkis- stjórn yrði ekki mynduð án Sjálfstæðisflokksins, og reyndar eðlilegast, að hún yrði undir for- ystu hans. Þingflokkur sjálfstæð- ismanna reyndist ekki vera þess- arar skoðunar. Yfirgnæfandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðis- flokksins taldi rétt að kjósa for- mann Framsóknarflokksins sem forsætisráðherra til þess að fram- fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem Sjálfstæðisflokkurinn var þó fallinn frá, eftir því sem kjósend- ur bezt vissu. Heyrzt hefur, að þetta hafi verið gert með þeim rökum, að þannig mætti fjölga ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins í Framsóknar- stjórninni. T.d. væri hægt með því að fórna forsætisráðherraembætt- inu, að skjóta ráðherrastólum undir Albert og Sverri — tvo yfir- lýsta andstæðinga leiftursóknar. Um leið hafnaði þingflokkur sjálfstæðismanna formanni sínum sem forsætisráðherra. Það var gert með þeim rökum, að hann hefði fallið í kosningum. Samt fékk hann fullt umboð til að leiða stjórnarmyndunarviðræður og mynda stjórnina fyrir Steingrím Hermannsson, sem hann gerði. Og nú er hann kominn á þing þrátt fyrir allt — fyrir slysni. Niðurstaðan er þessi: For- , maður Framsóknarflokksins, yfirlýstur andstæðingur stjórn- arsamstarfs með sjálfstæðis- mönnum og brjóstvörn „félags- hyggjufólks" gegn leiftursókn, var af sjálfstæðismönnum kos- inn forsætisráðherra leiftur- sóknarstjórnar, eftir að Sjálf- stæðisflokkurinn hafði fallið frá þeirri stefnu. Rökrétt niðurstaða, skýrar línur — ekki satt? Þrotabúsmaður í gervi skiptaráðanda Og 4 mánuðum eftir myndun F’ramsóknarstjórnarinnar fer for- sætisráðherra um landið og spyr: „Hvað hefur ríkisstjórnin gert fyrir þig?“ Svarið við þeirri spurn- ingu liggur í augum uppi: Þessi nýja Framsóknarstjórn er að framvísa almenningi í landinu gjaldróllnum óreiðuskuldum allra fyrri Framsóknarstjórna á verð- bólguáratugnum. Þessir reikn- ingar hljóða upp á tugi milljarða króna í gjaldföllnum skuldum og skertum lífskjörum. Hafi sjálfstæðismenn talið rétt að Framsókn mokaði sinn eigin flór, þá hefur það ekki tekizt. Það, sem ríkisstjórnin er að gera, er að láta almenning í landinu moka flór Framsóknar — á sinn kostnað — þ.e. almennings. Þegar þrotabú er tekið til gjald- þrotaskipta mun það ekki vera venjan að gjaldþrotamaðurinn sjálfur taki að sér hlutverk skipta- ráðanda. Algengara er, að hann haldi sig fjarri. Það er enn ein þversögnin á þessu undarlega hausti, að sjálf- stæðismenn kusu helzta prókúru- hafa þrotabús Framsóknaráratug- arins sem skiptaráðanda. Því að þessi 5ta ríkisstjórn framsókn- armanna hefur aðeins eitt verk- efni: Að jafna niður á þegnana gjald- róllnum vanskilaskuldum hinna fjögurra ríkisstjórna Framsóknar- áratugarins. Það liggur ekki alveg í augum uppi að formaður Framsóknar- flokksins sé rétti maðurinn til að stjórna þessum gjaldþrotaskipt- um. Ekki fyrst og fremst vegna persónulegra ávirðinga eins og t.d. að tvöfalda ráðherratekjur sínar með bílabraski á sama tíma og hann fer í krossferð um landið á hendur spillingu, sólund og ábyrgðarleysi, og krefur aðra um fórnarlund. Það mál er að vísu táknrænt fyrir pólitískar ávirðingar Fram- sóknarflokksins sl. 12 ár. Hann hefur stjórnað skv. mottóinu: Eyð- um fyrst — borgum seinna. Og það verður að segja eins og er, að enginn einn íslenzkur stjórnmála- maður, að öðrum þó ógleymdum, ber þyngri sök á þrotabúi Fram- sóknaráratugarins en einmitt hinn nýskipaði skiptaráðandi, hæstvirtur forsætisráðherra. Arfur fóstbræðra Hvernig var svo aðkoman, þegar formaður Framsóknarflokksins tók við af sjálfum sér, flokks- bræðrum sínum og fóstbræðrum í Alþýðubandalaginu, á bak kosn- ingum? Henni er helzt að líkja við Jón Baldvin Hannibalsson „Hvað er ríkisstjórnin að gera fyrir þig? — er spurt. Svar: Hún er að framvísa þér reikningum vegna vanskilaskulda Framsókn- aráratugarins. Nú átt þú að borga fyrir viðskipta- hallann, erlendu skuldirn- ar, glataða sparifjármynd- un, hallarekstur og skuldasöfnun Steingríms- togara, offramleiðslu í landbúnaði, niðurgreiddu lánin og arðlausu fjárfest- inguna, byggðastefnu- blekkinguna, fjárfest- ingarmistökin í orku- mannvirkjum, tapaðar tekjur af orkusölu í tíð Hjörleifs, glatað fé í Grundartanga, óhag- kvæmni í innflutnings- verzlun o.s.frv. — Allt þetta er fórnarkostnaður Framsóknaráratugarins, sem nú er gjaldfallinn.“ 1. grein aðkomu heimilisföður, sem hefur verið lengi fjarverandi, en kemur að búi sínu og híbýlum í rúst. Munurinn er bara sá, að formaður Framsóknarflokksins hefur enga fjarvistarsönnun. Þvert á móti. Hann var mikilvirkastur þeirra þrotabúsmanna að leggja búið í rúst. Þess vegna er það nú feimn- ismál. Engu að síður höfum við hans eigin orð fyrir aðkomunni í ræðuhöldum hans að undanförnu. ■ Steingrímur minnir á sívaxandi viðskiptahalla undir stjórn þeirra framsóknarmanna sl. þrjú ár (1980-1982). 1982 nam viðskipta- hallinn 3 milljörðum (10% þjóðar- framleiðslu); það er ca. byggingar- verð Kópavogskaupstaðar — skuldaraukningin erlendis á einu ári. ■ Steingrímur minnir á erlendar langtímaskuldir upp á rúma 30 milljarða (um 60% af þjóðar- framleiðslu). Það er rúmlega byggingarverð Kópavogskaup- staðar, Hafnarfjarðarbæjar og Akureyrar, eða 40 þús. manna byggðar í Breiðholti. Þetta gerðist undir stjórn Ragnars Arnalds á ríkisfjármálum. Albert Guðmundsson fór ljúfum viðurkenningarorðum um fjár- málasnilli Ragnars þegar hann tók við lyklum að fjármálaráðu- neytinu úr hendi hans. Steingrím- ur mætti staldra við á ferðum sín- um og spyrja: í hvað fóru erlendu lánin? Eins og Sigtúnskynslóðin og félagi Svavar vita, fóru þau ekki í að leysa húsnæðisvandann. Fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra, Steingrímur Hermannsson, er einmitt rétti maðurinn til þess að lýsa þeim hrikalegu fjárfest- ingarafglöpum, sem þessi erlendu lán hurfu að mestu í. En það er feimnismál — af eðlilegum ástæð- um. ■ Steingrímur minnir á, að önnur hver gjaldeyriskróna, sem sjó- menn, iðnverkafólk og aðrir leggja í þjóðarbúið, fer nú í að greiða afborganir og vexti af skuldum og til að borga fyrir erlenda aðdrætti útflutningsgreinanna. Skammt var í það, að engin gjaldeyris- króna væri eftir til frjálsra af- nota, en það er skilgreiningin á pólsku þjóðargjaldþroti. Flotinn ósigrandi ■ Steingrímur minnir á, að sjávar- útvegurinn, burðarás íslenzks at vinnulífs, var sokkinn í skuldir, undir handleiðslu Steingríms sjálfs 1980—’83. Að sögn Stein- gríms nema skuldir sjávarútvegs- ins 4 milljörðum, sem er um helm- ar. Það kom fram í framhjáhlaupi, að „Steingrímstogararnir" einir sér eru í vanskilum við Fiskveiða- sjóð upp á 800 milljónir. Af eðlilegum ástæðum lætur Steingrímur þess ekki getið, að ár- in 1980, 1981 og 1982 voru þrjú mestu aflaár fslandssögunnar. Að á árunum 1977—’82 höfum við verið að éta út afraksturinn af út- færslu landhelginnar í 200 mílur. Að á árunum ’77—’80 jókst fram- Lóðaúthlutanir og skipulag eftir VUhjálm Þ. VUhjálmsson Greinilegt er, að Alþýðubanda- lagið á um sárt að binda í skipu- lagsmálum. Það getur ekki enn sætt sig við, að Reykvíkingar höfnuðu mörgum skipulags- ákvörðunum þeirra, m.a. Rauða- vatnsævintýrinu og íbúðarbyggð í Sogamýri. Augljóst er af skrifum þeirra að undanförnu um lóðaút- hlutanir, einkum í Grafarvogi, að þeir telja sig eiga harma að hefna. Nú nýverið, þegar úthlutað var 196 einbýlishúsalóðum í fyrsta áfanga norðan Grafarvogs af 228 sem skipulagið gerði ráð fyrir og ljóst var að 63 úthlutunarhafar greiddu gatnagerðargjöld innan tilskilins frests, var það ein helsta niðurstaða Alþýðubandalagsins að ástæðan væri sú, að úthlutunar- hafarnir gætu ekki fellt sig við skipulag svæðisins. Pólitískur áróður Alþýðubanda- lagsins er oft æði lítilmótlegur. Hann miðast greinilega við það, að heilbrigð dómgreind fyrirfinn- ist tæplega meðal almennings. Það hefur sjaldan verið meira áberandi en í umfjöllun alþýðu- bandalagsmanna um lóðaúthlutun í Grafarvogi. Að sjálfsögðu vissu þeir 133 úthlutunarhafar, sem ekki treystu sér til að greiða gatnagerðargjöldin í Grafarvogi, um skipulag og skilmála á svæð- inu og auðvitað var þeim kunnugt um hvar Grafarvog væri að finna. Hins vegar mætti spyrja hverju það valdi, að Alþýðubandalagið hafi ekki áhyggjur af því, að af 57 einbýlishúsalóðum í Suður-Selási gengu aðeins 9 út. Þar er þó skipu- lag sem hlotið hefur blessun þeirra og reyndar að stofni til ákveðið á þeirra stjórnarárum. Tilgangurinn helgar meðalið, er þeirra mottó. Skipulag og skilmálar í Grafarvogi Við skipulag svæðisins í Grafar- vogi var lögð áhersla á, að lóðir undir einbýlishús væru ekki það litlar, að upp kæmi megn óánægja „Nú hefur það gerst í Reykjavík, í fyrsta sinn um margra áratuga skeið, að lóðaeftirspurn hefur verið fullnægt. Nægt framboð er af ein- býlis- og raðhúsalóðum í Grafarvogi, Selási og Seljahverfi og auk þessa hefur verið úthlut- að 466 íbúðum undir fjölbýli það sem af er kjörtímabilinu í Selási, Nýjum miðbæ og Ár- túnsholti.“ lóðahafa eins og t.d. hefur átt sér stað í sumum íbúðarhverfum sem vinstri meirihlutinn skipulagði. Alþýðubandalagið hefur klifað mjög á því, að einbýlishúsalóðir í Grafarvogi séu sérstakiega stórar og einungis stór hús verði byggð þar. Þetta er rangt eins og flest annað í málflutningi Alþýðu- bandalagsins um skipulagsmál Grafarvogssvæðisins. Skilyrði eru sett um ákveðna hámarksstærð, en innan þeirra geta ló ahafar byggt hvaða stærð sem þeim hentar. Lóðastærð undir einbýlishús í Grafarvogi er á bilinu 700—750 m2, en til samanburðar má geta þess að víða á Reykjavíkursvæð- inu eru einbýlishúsalóðir u.þ.b. 800—900 m2 að stærð. Hins vegar bregður svo við, að meðalstærð einbýlishúsalóða í Suðurhlíðum, sem skipulagt var undir stjórn Al- þýðubandalagsins, er u.þ.b. 760 m2. Hver var að tala um stórar lóðir? í Ártúnsholti, þar sem eru 136 ein- býlishúsalóðir, er meðalstærðin tæpir 700 m2. Hversvegna er lóða- stærð í Grafarvogi talin vera af hinu vonda þegar lóðastærðir í Ártúnsholti og Suðurhlíðum eru ámóta að stærð eða ívið stærri? Meðalstærð einbýlishúsalóða í Laugarásnum, sem skipulagt var í tíð vinstri manna, er hins vegar aðeins 407 m2. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 1 umsögn skrifstofustjóra borg- arverkfræðings til borgarráðs í tilefni af tillögu Sigurjóns Pét- urssonar, borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins, um að leita sam- komulags við lóðahafa um til-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.