Morgunblaðið - 06.10.1983, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983
Þú getur meira
en þú heldur
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Leikfélag Kópavogs:
GÚMMLTARZAN
eftir Ole Lund Kirkegaard.
Þýðing: Jón Hjartarson.
Leiktexti: Jón Hjartarson, Þórar-
inn Eldjárn og leikhópurinn.
Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson.
Tónlist: Kjartan Olafsson.
Búningar og leikmynd: Karl Aspe-
lund.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Hljóóstjóri: Egill Arnason.
Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund
Kirkegaard hefur víða notið
mikilla vinsælda. Bókin höfðar
til krakka í mörgum þjóðlönd-
um. Flestir kannast við Tarzan
og sögupersónan ívar er til á
fleiri stöðum en í Danmörku.
fvar verður fyrir aðkasti í
skólanum. Hann er utan við sig í
kennslustundum, lélegur í leik-
föður sinn. Þetta er auðvitað
skammgóður vermir því veru-
leikinn kemur aftur í heimsókn
þegar töfrunum sleppir. Niður-
staða verksins felst aftur á móti
í þeirri hvatningu að þú „getur
meira en þú heldur". Það ættu
allir að hafa í huga.
Sýning Leikfélags Kópavogs á
Gúmmí-Tarzan er mörgum góð-
um kostum búin. Andrés Sigur-
vinsson er kunnur fyrir að setja
á svið fjörmiklar leiksýningar og
nýta vel hæfileika ungs fólks. Að
þessu leyti bregst hann ekki
Leikfélagi Kópavogs. Sýningin
er yfirleitt lipur þrátt fyrir
stirðleika á köflum sem getur
stafað af æfingaleysi eða viðvan-
ingshætti sumra leikaranna. Eg
hef trú á þvi að þetta lagist,
enda er Gúmmí-Tarzan líklegur
til að hverfa ekki af sviði í bráð.
Þetta er um margt virðingarverð
leiksýning fyrir börn, fullorðn-
um ætti ekki að leiðast heldur.
Gúmmí-Tarzan er að stórum
fimi og stenst strákunum ekki
snúning í ýmsum leikjum og
hrekkjum. Hann er tilvalinn
skotspónn þeirra. En pabbi ívars
er yfir sig hrifinn af Tarzan-
bókunum og dreymir um að son-
ur hans líkist Tarzan. Slíkt ger-
ist ekki fyrr en ívar hittir
galdranorn sem lætur óskir hans
rætast, en aðeins einn dag. Ivar
fer á kostum í bekknum, saumar
að strákunum og reyndar stelp-
unum líka og jafnar auk þess um
Félag íslenskra símamanna:
Afnámi samn-
ingsréttar
mótmælt
Á FIINDI í félagsráði Félags ísl.
símamanna sem haldinn var 22.
september 1983 var samþykkt eftir-
farandi ályktun:
Félagsráð FÍS mótmælir harð-
lega bráðabirgðalögum ríkis-
stjornarinnar um afnám samn-
ingsréttar og bann við greiðslu
vísitölubóta á laun.
Skorar félagsráð eindregið á
ríkisstjórn og Alþingi að afnema
lögin og veita aftur þau sjálfsögðu
mannréttindi sem felast í samn-
ingsrétti launþega.
Félagsráð hvetur alla símamenn
til að taka þátt í undirskriftasöfn-
uninni sem nú stendur yfir og
einnig og fjölmenna á þá fundi
BSRB og FIS sem framundan eru
um þessi málv
Úr fréttatilkynningu
hlusta söngleikur. Lög Kjartans
Ólafssonar eru hin hressilegustu
og lífga mjög upp á sýninguna.
Ég ætla ekki að hætta mér út í
tónlistargagnrýni, en ekki var
hjá því komist að veita söngnum
athygli. Ég nefni til dæmis Eirík
Hjálmarsson í hlutverki Péturs
og Tinnu Sigrúnar Jónsdóttur.
Páll Hjálmtýsson var dálítið
hikandi í hlutverki ívars, en gaf
því lit með laglegum söng. Norn
Sigríðar Eyþórsdóttur var
kannski einum of yfirdrifin, en
Sigríði tókst að vekja kátínu í
salnum þegar hún greip til vél-
hjólsins, hondunnar. Það mætti
auðvitað nefna fleiri leikara sem
gerðu góða hluti, en þetta átti
ekki að vera tóm upptalning.
Leikmynd og búningum Karls
Aspelunds skal aftur á móti ekki
gleymt. Það var verk sem í ein-
faldleik sínum miðlaði réttum
hugblæ.
Þýðing Jóns Hjartarsonar á
leiktexta er smellin, en til liðs
við hann kemur Þórarinn Eld-
járn sem er að verða leikhúsun-
um ómissandi þegar söngtextar
eru annars vegar. Til marks um
gamansemi söngtextanna má
taka þýðingu Þórarins á fyrsta
erindi Tarzan og Jane:
Um þéttan frumskóginn ferðast ég,
í fléttum sveifla mér, á vopa spane.
Þar búa villidýr, voðaleg.
Það verður ef til vill minn bane.
En ég fer Tarzan apabróðir
og unnustan mín heitir Jane.
Svo að áfram sé getið góðra
verka skal minnt á leikskrá
Magnúsar Loftssonar. í henni er
alls ekki svo lítið efni fyrir
krakka, dægradvöl þegar heim
er komið eftir sýninguna.
SEPTEM 1983
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Enn eru Septem-menn komnir
á kreik með myndlistarsýningu að
Kjarvalsstöðum og er þetta ell-
efta sýningin á jafnmörgum ár-
um. Verður að viðurkenna, að það
er í meira lagi óvenjulegt, að
listhópur haldi jafn þétt saman í
þetta langan tíma hérlendis, en í
raun hafa þeir haldið saman frá
fyrstu Septembersýningunum
forðum daga. Þeir mynduðu
nefnilega lengi vel kjarnann á
hinu svonefndu Haustsýningum
Félags íslenzkra myndlistar-
manna, en hurfu flestir á braut,
er ný kynslóð tók við — mynduðu
þá með sér sérsamtök. Að þessu
sinni taka sex félagsmenn þátt í
sýningunni og auk þess eru þar
ellefu myndverk eftir Sigurjón
heitinn Ólafsson, flest gerð á dán-
arári hans og þar á meðal síðasta
verkið, er hann vann að. Þetta er
minningarsýning á nokkrum síð-
ustu verkum þessa fjölhæfa snill-
ings á mótunarsviðinu, en þó er
spurn, hvort sýningin, er hann
setti sjálfur upp á Septem í fyrra,
hafi ekki verið altækari minning-
arsýning. Undirritaður sýndi
nefnilega á eftir Septem-mönnum
í Vestursal og svo vildi til, að er
hann kom með myndir sínar, voru
öll málverkin á veggjunum farin,
en verk Sigurjóns ein eftir, og
fylltu þau salinn. Það var mögnuð
sjón að sjá verk meistarans svona
ein og sér, og í raun réttu var
þetta heil og fullgild sýning og
öllum þeim eftirminnileg, er sáu.
Sigurjón kom svo í eigin persónu
að sækja myndirnar, galvaskur og
kankvís að vanda, og tók að glett-
ast við mig og Freyju mína og
þýddi m.a. nafn sitt á ítölsku,
hróðugur mjög yfir merkingunni.
Þetta var í síðasta sinn, sem ég sá
Sigurjón og átti orðræður við
hann, og er gott til þess að minn-
ast, hve glaður og upplífgandi
hann var.
Myndverk Sigurjóns sýna það
og sanna, að maðurinn var á topp-
inum til hins síðasta, menn líti
einungis á myndir eins og „Han-
ar“ (82), „Mannsins ævi“ (85),
„Skúlptúr" (91) og lokaverkið
„Spor í sandinn" (91). Allt eru
þetta mögnuð verk sem og öll hin,
er ekki eru sérstaklega talin upp
hér.
Það má helst segja um þessa
sýningu, að hún er ein hin þrótt-
mesta er listhópurinn hefur hald-
ið frá upphafi og svo er einnig
samdóma álit þeirra, er ég hef tal-
að við.
Karl Kvaran er samur sér í
myndveröld sinni, litrlkari og
formsterkari. Einföldu myndirn-
ar svo sem „Sveifla“ (14), „Mjúkar
línur“ (16), „Haust" (20) og
„Sumar“ (21) eru allar hrifmiklar
í sínum stóru og voldugu formum.
Guðmunda Andrésdóttir á eina
sterkustu myndröð, er ég hef séð
frá hennar hendi og einkum eru
það verkin „Glæður" (1) og „Gró-
andi“ (7), sem vert er að vekja
athygli á. I þeim báðum birtist
samræmd og lifandi heild óró-
legra forma.
Kristján Davíðsson slær stórt
um sig í fjörlegum, litglöðum
myndum. Hér er „kóloristinn" lif-
andi kominn í sínum mesta ham
og fer á kostum. Ótrúlegt hvað
hann nær sterkum áhrifum úr
hinni litlu mynd sinni „Níutursól"
(29), andstæða hennar, en ekki
síður kröftug, er hin stóra mynd
„Flæðarmál VII“ (28).
Jóhannes Jóhannesson staðfestir
sem fyrr, hve traustur málari
hann er og á vafalítið jafnbestu
myndirnar. Þær eru hreinar og
ferskar í lit, formin umbrotamikil
og lifandi, en þeim er fyllilega
haldið í skefjum með sterkri
burðargrind. Ég vísa hér til
mynda eins og „A hvítum grunni"
(34), „Umbrot" (36), „Blátt &
Hvítt" (37), og „Dans litanna"
(40).
Það er langt síðan Valtýr Pét-
ursson hefur mætt jafn hressi-
legur til leiks. Nautnin af að mála
er auðsæ á myndum hans, sem þó
eru mjög misjafnar. Helst stað-
næmdist ég við myndirnar „Fugl-
zr‘“‘W), „Kvöld (55), „Athena“
(60) og „Skálar" (66). Allar þessar
myndir þykir mér eitt hið
sterkasta, er frá honum hefur
komið lengi.
Ekki ber á öðru en að nestor
listahópsins, Þorvaldur Skúlason,
sé enn í fullu fjöri, það sanna
margar mynda hans á sýningunni
og þá ekki síst hið öfluga málverk
„Nafnlaus" (74). Hér er hann í
essinu sínu, er hann beislar full-
komlega eldrauða litatóna og
fljúgandi form, þannig að mynd-
heildin virkar óhagganleg á
myndfletinum.
Sem fyrr segir, þá er þetta með
fjörlegri sýningum Septem-hóps-
ins, enda hefur hún gengið mjög
vel, sem sýnir, að samsýningar
eru að festast í sessi hérlendis,
vitund fólks að vakna fyrir gildi
þeirra. Og svo er einungis að bíða
eftir tólftu sýningunni eða þá
hvellinum, verði ekki af henni, svo
sem boðað er.
„Að halda lífi í kulda“:
Vel heppnuð og fjölsótt ráðstefna
Ráðstefnunni „Að halda lífi í
kulda“, sem haldin var um síðustu
helgi í Reykjavík á vegum Norrænu
samstarfsnefndarinnar um heilsu-
farsrannsóknir á norðurslóð, lauk á
sunnudagskvöld, en það var sam-
dóma álit ráðstefnugesta að hún
hefði tekist vel og verið mjög for-
vitnileg. Um 15 erlendir gestir sáu
ráðstefnuna og fluttu erindi ásamt
heimamönnum um ýmsa þætti er
flokkast undir heiti ráðstefnunnar.
Fjallað var um möguleikann á
að halda lífi I sjávarháska, bæði
frá lífeðlisfræðilegu og tæknilegu
sjónarmiði. Þá var fjallað um köf-
un umhverfis ísland, þjálfun kaf-
ara á íslenzkum fiskiskipum og
köfunarslys. Slysavarnafélag ís-
lands, Hjálparsveitir skáta,
Flugbjörgunarsveitin, Vinnueftir-
lit ríkisins og Rauði kross íslands
kynntu starfsemi sína og einnig
var fjallað um almannavarnir á
Svalbarða og til stóð að fulltrúi
Almannavarna íslands flytti er-
indi en það féll niður án þess að
forföll væru boðuð.
Þá voru flutt ýmis fagleg erindi.
Dr. Simo Nyha læknir frá Finn-
landi flutti erindi um fylgni
dauðsfalla, árstíða og hitastigs í
Finnlandi. Trausti Jónsson veður-
fræðingur flutti erindi um ógnir
veðurfarsins og einstaklinginn
undir heitinu: Er Island hluti
heimskautasvæðanna? Þá flutti
Juhani Leppaluoto lífeðlisfræð-
ingur erindi um klæðnað í kulda,
dr. Per-Ola Granberg flutti erindi
um möguleikann á að halda lffi til
fjalla, dr. Beate Lupton flutti er-
indi um sköddun vegna ofkælingar
og dr. Henrik Forsius prófessor
flutti erindi um augnsjúkdóma á
heimskautasvæðum.