Morgunblaðið - 06.10.1983, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983
19
Líf mitt og list
eftir Chagall
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Marc Chagall: Mit liv og min kunst.
Þýtt úr frönsku af
Merete Klenow With.
Útg. Dansk Gyldendal forlag.
Marc Chagall er án efa einn
frægastur myndlistarmanna, sem
uppi eru nú um stundir. Verk hans
þekkja allir, af bókum eða eftir-
prentunum, um manninn sjálfan
er ugglaust minna vitað. Marc
Chagall fæddist í bæ í Rússlandi,
Vitebsk, árið 1887 svo að hann á
ekki langt í öldina. Hann nam við
akademíuna í St. Pétursborg og
síðan hélt hann til Parísar og þar
tók hann þátt í fyrstu sýningu á
verkum sínum, en fyrsta einka-
sýning hans mun hafa verið hald-
in í Berlín 1914. Chagall fór aftur
til heimabæjar síns eftir rússn-
esku byltinguna og vann síðan að
skreytingum á gyðingaleikhúsinu
í Moskvu. Hann var næstu ár á
ferð og flugi um Evrópu og málaði
mikið og gerði ýmsar skreytingar,
sem heyra til helztu verka hans.
En árið 1941 flýði hann til Banda-
ríkjanna, þegar ofsóknir nazista á
hendur Gyðingum í Evrópu stóðu
sem hæst. Þar bjó hann í nokkur
ár, en eftir stríðið fór hann til
Evrópu á ný og hefur í áratugi
verið búsettur í Suður-Frakklandi.
Té
Bókin Ma Vie er ekki ný af nál-
inni, en hefur undanfarin ár verið
þýdd á allmörg tungumál og vakið
meiri athygli en þegar hún kom út
fyrst. Hér skrifar Chagall endur-
minningar sínar úr æsku sinni og
bernsku, þegar hann snýr aftur til
Rússlands, hvar hann neyðist
sýnilega til að tefja lengur en
hann hafði upphaflega ætlað sér.
Þessar endurminningar eru ákaf-
lega ljóðrænar og fallegar. Margt
sagt í fáum orðum og knappar
setningar en afar myndrænar og
áhrifin láta ekki á sér standa.
Þetta er ekki hefðbundin endur-
minningabók. Á einlægan hátt og
innilegan, ef ég mætti taka svo til
orða, leiðir hann lesanda um stigu
bernsku sinnar í Vitebsk og fær
hann til að trúa því öllu eins og
hann segir frá því. Það er einhver
galdur í frásögn Chagall og mér
finnst að hinum danska þýðanda
hljóti að hafa verið vandi á hönd-
um við þýðingu, en komið öllu með
sóma til skila.
Lítið skemmtilegt en
hallast að betri hliðinni
Hljóm-
plotur
Finnbogi Marinósson
Donna Summer
She works hard for the money
Mercury/ Fálkinn
Diskó er eitt af því sem ekki á
upp á pallborðið hjá flestum, sem
gagnrýnir eru á tónlist. Að sjálf-
sögðu eru til menn sem hlusta
ekki á neitt annað og eru gagnrýn-
ir á diskóið. Og víst er þetta allt
saman misgott. Til er afbragðs-
gott diskó og dettur mér þá fyrst í
hug tvöfalda albúmið með Donnu
Summer, „Bad Girl“. Platan sú er
í heild sinni afbragð og sum lag-
anna hrein gullkorn. Það hefur
líka verið merki Donnu að senda
frá sér vandað og gott léttmeti.
Nýlega sendi stúlkan frá sér
nýja plötu sem hún kallar „She
works hard for the money". Það er
nú annars einkennilegt hvað hún
virðist fíla vel þessa daðrandi
melluímynd sem til að mynda er
að finna á umslagi „Bad Girl“.
Sexý og strákar falla umvörpum.
Dálítið nokk sem stingur í stúf við
þær fullyrðingar að konan, og þá
allar konur, sækist eftir frelsi og
sjálfstæði. Nema hvað, sem fyrr er
tónlistin diskó af betri gerðinni,
eða á allan hátt gott, að einu und-
anskildu. Öll skemmtilegheitin
vantar og lítið gaman er hægt að
hafa af plötunni. Það er nóg að
draga að með einu góðu lagi, sem
er titillag plötunnar og láta rest-
ina vera bara áheyrilega.
Að vissu leyti olli platan mér
vonbrigðum, en vera kann, að þau
þurfi að venjast. Ef svo er, þá er
meira í þessa plötu spunnið en
mér er ljóst á þessari stundu. En
burt séð frá öllu slíku, þá ættu
unnendur þessarar tónlistar að fá
eitthvað fyrir sig með þessari
plötu.
Tónlistin ☆ * * xk
Hljómgæðin * * ☆ V4
Olympia compact
Rafeindaritvél í takt við tímann
Hraði, nákvœmni og ýtrasta nýtni á skrifstofurými.
Vél fyrir þá sem gera kröfur um afköst og hagkvœmni ekki síður
en heilsusamlegan og hljóðlátan vinnustað.
Prenttijólið skilar áferðarfallegri og-
hreinni skrift. Leiðréttingarminnið
hefur 46 stafi. Pappirsfœrslu og dálkasetningu
er stjórnað án pess að fœra hendur af
lyklaborði. Endurstaðsetning, leturpétting og
ýmsar leturgerðir.
KJARAINI
ÁRMULI 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022
Á aðalfundi HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS 21. mars 1983, var
samþykkt að þrefalda hlutafé félagsins með útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Jafnframt var ákveðið að innkalla öll áður útgefin hlutabréf og gefa út
ný í þeirra stað.
Þá samþykkti fundurinn að auka hlutafé félagsins um kr. 1.500.000,
þannig að hlutafé félagsins verði kr. 60.000.000.
Með skírskotun til þessara samþykkta hófst innköllun áður útgefinna
hlutabréfa 1. júní s.l. og er henni þannig háttað í aðalatriðum:
Öllum hluthöfum hefur verið send orðsending með yfirliti yfir hlutabréfa-
eign þeirra, samkvæmt hluthafaskrá félagsins og þeir beðnir um að
afhenda félaginu hlutabréf sín, þar sem þau falla nú úr gildi. Innköllun
bréfanna er nauðsynleg m.a. vegna gjaldmiðilsbreytingar krónunnar 1.
janúar 1981.
Þeir hluthafar, sem ekki hafa enn skilað hlutabréfum sínum, eru beðnir
að gera það við fyrstu hentugleika, svo hraða megi útgáfu jöfnunarhluta-
bréfanna. - Hluthafar, sem ekki koma því við að afhenda skrifstofunni
hlutabréf sín, geta sent þau í pósti til hlutabréfadeildar aðalskrifstofunnar
í Reykjavík.
Nýju hlutabréfin verða send hluthöfum síðar í ábyrgðarpósti.
í samræmi við samþykkt aðalfundar um aukningu á hlutafé félagsins, þá
eiga núverandi hluthafar forkaupsrétt að þeim aukningarhlutum í réttu
hlutfalli við hlutafjáreign þeirra gegn staðgreiðslu. Réttur þessi gildir til
31. desember 1983. - Hluthafar sem fyrirhuga kaup á þessum aukningar-
hlutum eru beðnir að senda félaginu skriflega pöntun þar að lútandi.
HLUTABRÉFADEILD
EIMSKIP
Sími 27100
KAUPTU AÐEINS
KAN rúmiö er framleitt úr massívri
lakkaöri furu, sérlega sterkt og
vandað rúm.
PAÐ BESTA Kr-13-510
Stærdir b. 140 x h. 55 x I. 205 cm,
náttborð b. 45 x h. 55 x d. 40 cm.
Hagsýnn velur þaö besta.
L-HÚSCAGNABÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410