Morgunblaðið - 06.10.1983, Síða 21

Morgunblaðið - 06.10.1983, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 21 Bókaútgáfan Vaka: Ævisaga Eysteins Jóns- sonar fyrrum ráðherra ÆVISAGA Eysteins Jónssonar, fyrrverandi ráðherra og formanns Framsóknarflokksins, verður meðal jólabókanna í ár hjá bókaútgáfunni Vöku. Það er annar fyrrum ráðherra, sem skrifað hefur bókina, Vil- hjálmur Hjálmarsson, en hann hefur síðustu árin helgað sig rit- störfum og meðal annars ritað og gefið út minningar frá ráðherratíð sinni. Hann hóf að skrifa ævisögu Eysteins fyrir um það bil tveimur árum og er það fyrri hluti hennar sem mun koma fyrir almenn- ingssjónir á þessu hausti. Að sögn ólafs Ragnarssonar, bókaútgefanda hjá Vöku, hafa þeir Vilhjálmur og Eysteinn fjöldamargt nýtt fram að færa í bókinni. Er þar ekki síst byggt á ýmsum heimildum, sem ekki hafa verið gerðar opinberar fyrr, svo sem atriðum úr gerðabókum Framsóknarflokksins og þing- flokks hans. Einnig er þar birt sitthvað úr minnisblöðum Ey- steins frá ýmsum tímum, en meg- inuppistaða verksins eru samtöl Vilhjálms við Eystein um feril hans, skoðanir og viðhorf, en í haust eru liðin nákvæmlega 50 ár frá því að Eysteinn Jónsson settist fyrst á Alþingi. í haust eru liðin nákvæmlega 50 ár frá því að Eysteinn Jónsson settist fyrst á Alþingi. Vilhjálmur Hjálmarsson höf- undur ævisögu Eysteins Jónsson- ar ásamt Eysteini í garðinum við heimili þess síðarnefnda við Ás- vallagötu í Reykjavík á dögunum. HAMRABORG 3, SIMI. 42011, KOPAVOGI Úrval húsgagna úr reyr og furu Stóll Veronika kr. 3.180. Stóll Venezia kr. 4.250. Prinsessustóll kr. 3.740. Stóll Eyrún kr. 2.860. Prinsessuborð kr. 2.150. Barcoborð kr. 2.150. Blaöaborö kr. 1.750. Náttborð/ símaborð m/glerplötum. kr. 1.980. Massíft fururúm — Sterkt og sætt 98x210 utanmál (dýna 90x200). kr. 6.870 með svampdýnu. kr. 7.960 með springdýnu. Massíf furukommóöa kr. 5.898. Klappstóll úr aski meö striga. kr. 1.975.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.