Morgunblaðið - 06.10.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.10.1983, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 22 Norska Nóbelsverðlaunanefndin: Persónugervingur þess er þráir frið og frelsi Osló, 5. október. AP. HÉR Á EFTIR fer opinber tilkynning norsku Nóbelsverðlaunanefndarinn- ar, sem dreift var um heim allan er verðlaunaveitingin var tilkynnt: „Norska Nóbelsverðlauna- nefndin hefur veitt Lech Walesa friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1983. Við ákvörðun sína tók nefndin hliðsjón af framlagi Walesa til að tryggja verkamönnum rétt sinn til að setja á stofn eigin verka- lýðsfélög þrátt fyrir að hann þyrfti að færa persónulegar fórnir fyrir vikið. Þetta framlag er mikilvægur liður í víðtækri baráttu fyrir rétti manna til skipulagningar um heim allan — mannréttinda eins og það hefur verið skilgreint af Sameinuðu þjóðunum. Störf Walesa einkennast af stálvilja til þess að leysa vanda- mál þjóðar sinnar með samninga- umleitunum og án þess að grípa nokkru sinni til ofbeldis. Hann hefur reynt að koma á viðræðum á milli samtakanna, sem hann er í forsvari fyrir, Samstöðu, og yfir- valda. Nefndin lítur á Walesa sem persónugerving þess, sem þráir frið og frelsi, eins og fólk gerir um alla veröld þrátt fyrir misjafnar aðstæður. Nefndin hefur í nokkrum tilvik- um við afhendingu friðarverð- launanna lagt áherslu á, að bar- áttan fyrir mannréttindum sé jafnframt barátta fyrir friði. Ennfremur telur nefndin, að til- raun Walesa til að komast að frið- samlegri lausn vandamálanna í heimaíandi hans muni leiða til minnkandi spennu á alþjóðavett- vangi. Á öld, þar sem slökunarstefna og friðsamleg lausn deilumála er mikilvægari en nokkru sinni, er framlag Lech Walesa fordæmi, jafnframt því að vera uppörv- andi.“ Lech Walesa ásamt konu sinni, Danutu, og börnum á göngu í Gdansk. Lífvörður hans fylgir í humátt á eftir. Lech Walesa á heimili sínu. Stormasamur ferill rafvirkjans frá Popowo Osló, 5. október. AP. Lech Walesa, handhafi friðarverðlauna Nóbels 1983: Segist ætla að gefa pólsku kirkjunni peningaupphæðina Osló, 5. október. AP. LECH WALESA, leiðtogi Samstöðu — hinna bönnuðu verkalýðs- samtaka í Póllandi, tilkynnti í kvöld, að hann myndi biðja ættingja sinn að veita friðarverðlaunum Nóbels viðtöku fyrir sína hönd, er honum var tilkynnt að hann væri handhafi þeirra í ár. Jafnframt tilkynnti hann, að hann myndi gefa peningaupphæðina, sem er verðlaunaveitingunni samfara, til rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Póllandi. llpphæðin nemur um 190.000 dollurum, eða sem svarar 5,3 milljónum ísl. króna. LECH WALESA fæddist þann 29. september árið 1943 í borginni Pop- owo í Póllandi. Hann Uerði rafvirkj- un og hóf störf sem slíkur hjá Len- ín-skipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1966. Hann kvæntist konu sinni Danutu árið 1969 og eiga þau 7 börn. Þegar hvað róstusamast var í Póllandi árið 1970 og Gomulka tók við af Gierek í embætti aðal- ritara pólska kommúnistaflokks- ins átti Walesa sæti í 27 manna nefnd innan Lenín-skipasmíða- stöðvarinnar, sem sá um að skipu- leggja aðgerðir. Athafnasemi hans í starfi verslunarafgreiðslu- manns leiddi til þess að honum var sagt upp störfum árið 1976. Neyddist hann til að grípa hvert það starf er bauðst til þess að brauðfæða fjölmenna fjölskyldu sfna. Sumarið 1980 gerði óróleiki vart við sig að nýju á meðal verkamanna í Lenin-skipasmíða- stöðinni í Gdsansk. Walesa var hjálpað til að komast inn á mót- mælafund verkamannanna og var kjörinn leiðtogi þeirra eftir að hann lagði til að þeir héldu til í stöðinni. Fjöldi verkfalla fylgdi í kjölfarið víðs vegar um landið og voru þau flest rakin til áhrifa Walesa. Svo fór að lokum, að yfir- völd neyddust til að beygja sig og semja við hann. Afleiðing samningaviðræðn- anna var Gdansk-samkomulagið, sem gert var 31. ágúst 1980, þar sem verkamönnum var veittur verkfallsréttur og veitt leyfi til að hefja skipulagningu sinna eigin verkalýðsfélaga án nokkurrar íhlutunar stjórnvalda. í kjölfar þessa var iitið á Samstöðu sem sjálfstæða verkalýðshreyfingu þótt forráðamanna hennar og stjórnvalda greindi oftlega á um hina eiginlegu stöðu hennar. Kaþ- ólska kirkjan studdi allan tímann við bakið á Walesa og því til stuðnings heimsótti hann páfa í Róm í janúar 1981. 1 febrúar það sama ár varð Jar- uzelski forsætisráðherra landsins og sambandið á milli Samstöðu og yfirvalda fór stórlega versnandi á næstu mánuðum. Herlög voru sett á í landinu í desember 1981 og forystumenn Samstöðu, þar á meðal Walesa, voru handteknir. Walesa var í haldi í næstum heilt ár. Honum var sleppt í nóvember í fyrra og hóf síðan fyrra starf sitt við Lenín-skipasmíðastöðina að nýju. Talsmaður pólsku stjórnar- innar sagði á hinn bóginn í morgun að það, að leiðtogi hinna bönnuðu verkalýðssamtaka, Samstöðu, hefði hlotið verðlaun- in varpaði rýrð á ágæti verð- launanna. Hann tók fram, að þetta væri hans einkaskoðun, ekki stjórnvalda. Dró hann jafn- framt í efa að stjórnin myndi nokkuð láta frá sér fara í tilefni verðlaunaveitingarinnar. Alexander Malachowski, einn 107 manna samstarfsnefndar Samstöðu, sagði, að verðlauna- veitingin staðfesti að Walesa væri mikill andlegur leiðtogi í Póllandi. „Við í Samstöðu erum himinlifandi. Það er málstaður- inn, sem öllu máli skiptir." Walesa var í morgun út- nefndur friðarverðlaunahafi Nóbels fyrir árið 1983 fyrir störf sín í þágu hinna frjálsu verkalýðssamtaka í landinu. Hann er fyrsti Pólverjinn, sem hlotnast þessi heiður, og aðeins annar aðilinn frá aust- antjaldslöndunum til að fá verðlaunin. Sovéski andófs- maðurinn Andrei Sakharov hlaut friðarverðlaunin 1975. Að sögn Nóbelsverðlauna- nefndarinnar var Walesa val- inn vegna framlags síns til „Ég er afskaplega ánægður því með þessari verðlaunaveitingu hefur Lech Walesa verið heiðr- aður fyrir hönd alls hins þjáða pólska almúga," sagði Henryk Jankowski, skriftafaðir Walesa og náinn vinur hans. „Walesa hefur verið ataður auri í miklum mæli að undanförnu. Þær að- ferðir eru þeim, sem beita þeim, til hneisu," bætti Jankowski við. „Gott, gott,“ sagði Jozef Glemp, yfirmaður kaþólsku kirkjunnar i Póllandi, er hann frétti að Lech Walesa hefði hlot- ið friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1983. Jóhannes Páll páfi II lét ekkert eftir sér hafa í sam- bandi við verðlaunaveitinguna. Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar þess að tryggja pólskum verkamönnum aðild að frjáls- um verkalýðsfélögum í land- inu. Hefði hann ekki hvikað frá stefnu sinni þótt öryggi hans og fjölskyldu hans hafi verið í hættu. Þá sagði nefndin ennfrem- ur, að Walesa „hefði unnið einarðlega að því að leysa vandamál þjóðar sinnar með samningaumleitunum og án þess nokkru sinni að grípa til ofbeldis". Walesa komst fyrst í heims- fréttirnar að nokkru ráði í Bandaríkjunum, John R. Roach erkibiskup, sagði verðlaui.aveit- inguna vera „stórkostlegan heið- ur fyrir stórkostlegan leiðtoga frelsis og mannréttinda". Ronald Reagan Bandaríkja- forseti lýsti yfir ánægju sinni með verðlaunaveitinguna er hann frétti af henni, að því er talsmaður Hvíta hússins, Larry Speakes, sagði. Hafði hann eftir forsetanum, að hann væri ánægður með þá viðurkenningu, sem Lech Walesa og allir þeir, sem barist hafa lengi og dyggi- lega fyrir friðsamlegri breyt- ingu, hefðu fengið með útnefn- ingunni. Allir þeir óbreyttu borgarar, sem AP-fréttastofan ræddi við á götum úti í Varsjá, lýstu yfir ánægju sinni með verðlaunaveit- inguna. Ummæli eins og „Ég er himinlifandi", „Réttlætinu hefur verið fullnægt" og „Þetta er eins sumarið 1980 við stofnun Samstöðu í kjölfar átakamik- ils sumars. Samstaða var fyrsta verkalýðsfélagið án að- ildar stjórnvalda í austan- tjaldslöndunum. Stjórnvöld í Póllandi bönnuðu starfsemi Samstöðu. Friðarverðlaun Nóbels hafa verið afhent 64 sinnum frá því árið 1901 er þau voru fyrst veitt. Árið 1978 komu þau í hlut Anwar Sadat, Egypta- landsforseta, og Menachem Begins, þáverandi forsætis- ráðherra ísraels, 1979 fékk móðir Theresa verðlaunin, 1980 Adolfo Perez Esquivel frá Argentínu, 1981 flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna og í fyrra fengu þau Alva Myrdal frá Svíþjóð og Alfonso Garcia Robles frá Mexíkó verðlaunin. og köld vatnsgusa framan í stefnu stjórnvalda" gefa til kynna hver viðbrögð fólks voru. Leiðtogar ítalskrar verka- lýðshreyfingar lýstu velþóknun sinni á útnefningunni og sögðu hana viðurkenningu á baráttu Lech Walesa. Sögðu þeir Walesa hafa fórnað persónulegu öryggi sínu og fjölskyidu sinnar í þágu baráttu sinnar. „Þetta eru verð- laun fyrir hugrekki sanns verka- lýðsleiðtoga," sagði Pierre Carn- iti, einn verkalýðsleiðtoganna úr röðum kristilegra demókrata. Alþjóðasamband verkamanna, sem verið hefur harðort í garð pólskra yfirvalda, fagnaði út- nefningunni og sagði að hún myndi verða pólskum verka- mönnum hvatning. „Það gleður mig, að verðlaunanefndin skuli hafa veitt verkamanni þessa við- urkenningu," sagði forseti sam- bandsins. „Walesa heiðraöur fyrir hönd hins þjáða pólska almúga" — segir skriftafaðir hans og vinur, Henryk Jankowski Wa.shington, Varsjá, Vatikaninu, Genf, 5. október. AP. LECH WALESA, sem vard fertugur sl. fimmtudag, var úti í skógi að tína sveppi, er fréttin um að hann hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels barst í morgun. Hann hefur að undanfornu verið i leyfi frá vinnu vegna raaga- sárs. Kona hans, Danuta, sagðist hins vegar vera „afar glöð“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.