Morgunblaðið - 06.10.1983, Síða 35

Morgunblaðið - 06.10.1983, Síða 35
« MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 35 > eiginkonu hans, háaldraðri móður og sonum innilegustu samúðar- kveðjur. Finnur Kristinsson Lítið er lunga í lóuþrælsunga þó er mun minna mannvitið kvinna. „Hataði leti og óhóf allt einfalda lífið hentast þótti“ Við Agnar vorum búnir að vera á „vænu“ kennderíi í nokkra mán- uði þegar við gerðum þann samn- ing fyrir 11 árum á Kambabrún við sólarupprás, að sá sem lifði hinn lengur skyldi rita minn- ingargrein sem hæfist á áður- greindri hendingu úr kvæði Bólu- Hjálmars. Til staðfestingar þessu samkomulagi, renndum við saman niður einni flösku á innan við mín- útu, brostum og skildum hvor annan. Að lokum sagði Agnar: „En Hilmar, gerðu það fyrir mig að ávarpa mig aldrei sem lík.“ Agnar Bogason er einhver mik- ilhæfasti maður sem ég hef kynnst. Gáfunum, hótfyndninni, einstakri þekkingu og meðborinni ást á íslenskri sögu og landi var sóað á öðru altari en því sem sæmt hefði reisn hans, því vissulega var hún mikil, en óvirkjuð, því miður fyrir komandi kynslóðir. Eitt lærði ég af Agnari, sem varð seinna hornsteinn að lífs- reynslu minni í störfum með og fyrir alkóhólista. „Bak við þykk- ustu skelina, er meyrasti maður- inn.“ Engri manneskju, sem ég hef kynnst, þótti vænna um konuna sína, börnin sín, hestana sína og þá örfáu vini, sem hann þorði að treysta og trúa. En skelin var hörð og oft braust væntumþykjan út í gálgahúmor sem fáir skildu. Eitt dæmi um hótfyndni Agnars var, þegar viðskiptabanki hans hringdi og tilkynnti honum yfir- drátt á ávísanareikningi sem hann yrði að greiða strax. Svar hans var stutt og laggott: „Ég ætla bara að láta yður vita, að ég er ekkert upp á yður kominn," og skellti á. Ég sé ennþá í anda svipinn á viðkom- andi bankastarfsmanni. Annað dæmi ásamt þúsund öðr- um gæti ég nefnt: eitt sinn sagði Agnar í blaðaviðtali um kvenfólk, en þessi vísa er að ég held eftir Sr. Pál Ólafsson: Þrátt fyrir þessa kaldhæðni, dýrkaði Agnar meira sterkara kynið eins og hann nefndi konur milli tveggja vina og er skemmst að minnast umhyggju hans fyrir konu sinni, Jóhönnu Pálsdóttur. Hvar sem hann fór hafði hann augu umhyggju fyrir henni í hnakkanum í bókstaflegri merkingu. Ennþá einu sinni er ég að reyna að segja, að bak við þykk- ustu skelina er meyrasti maður- inn. Ég minnist þess, að oft var grunnt á barnið í Agnari. Hvers- konar fegurð, hvort sem hún var í formi lands, sögu eða fólks, olli undarlegum breytingum í fari hans. Þá geislaði af honum og í bókstaflegri merkingu fékk hann stjörnur í augun. Sérstaklega minnist ég ferðalaga með honum, bæði hérlendis og erlendis. Hann var í orðsins fyllstu merkingu sögusjór. Margan grikkinn gerði Agnar samferðamönnum sínum og mér líka. Ég, eins og flestir aðrir, tók það ekki nærri mér; við vissum að Agnar harmaði þann grikk meir en við þó dult færi með það. Ég kveð því góðan vin og þakka honum samfylgdina, sem var mér ómetanleg lífsreynsla. Ekkju Agn- ars, Jóhönnu, og sonunum, Boga, Páli og Sturlu, flyt ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur í þeirri fullvissu að almáttugur Guð og lífsgæfan muni leiða þau hvort til sinnar handar, inn í hamingju áframhaldandi lífs, með minning- una um Agnar sem veglegt vega- nesti. Hilmar Helgason í dag verður gerð útför Agnars Bogasonar ritstjóra. Hann andað- ist á Landspítalanum mánudaginn 26. september eftir langvarandi vanheilsu sem hann bar með stakri karlmennsku. Agnar Bogason var Reykvíking- ur, fæddur hinn 10. ágúst 1921, sonur hjónanna Boga ólafssonar, Hamar og sög er ekki nóg NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ^ í Vegg- og loftklæðning í glæsilegu úrvali úr eik, aski, beiki, gullálmi, furu, antikeik, mahogany, palesander oa 10 tegundir til viöbótar. I BJÖRNINN HF Verd frá aöeins kr. 75 pr m’. Skúlatúni 4 - Simi 25150 - Reykjavik menntaskólakennara, og Gunn- hildar Jónsdóttur frá Akranesi. Hann var hinn eldri tveggja sona þeirra hjóna. Svo sem títt var með börn í Reykjavík á þeim árum dvaldist hann í sveit á sumrum, í Holtum í Rangárvallasýslu, en þaðan var föðurætt hans að nokkru og ennfremur var hann um tíma í Borgarfirði. Agnar varð snemma bráðþroska og harður af sér og hlífði sér lítt við sveita- störfin. Þegar fram liðu stundir hóf Agnar nám í Menntaskólanum í Reykjavík og tók þaðan stúd- entspróf árið 1940. Hann þótti góður málamaður í skóla og lagði sérstaka rækt við íslensku og ensku. Á sumrum stundaði hann almenn störf. Var háseti á fiski- bátum syðra og fór á síld fyrir norðan. Þá var hann um skeið há- seti á togara. Þessi Reykjavíkur- drengur lærði því snemma tökin á vinnu til sjós og sveita enda þótt hugur hans stæði til annarra starfa. Eftir stúdentsprófið sigldi Agnar til Bandaríkjanna. Hann gerðist léttadrengur á Goðafossi til að spara sér fargjaldið. Fyrst lá leið hans til Texas þar sem hann hóf undirbúningsnám í tannlækn- ingum við Southern Methodist University í þeirri frægu borg Dallas. Ekki undi Agnar þó lengi í tannlæknabransanum. Fluttist til Houston og innritaðist í háskól- ann þar með stjórnmálafræði og blaðamennsku sem aðalfög. Þaðan lá leiðin til Chicago þar sem hann hélt áfram námi í stjórnmála- fræði og blaðamennsku til ársins 1946. Á þessum tíma bauðst Agn- ari Bogasyni starf við fréttatíma- ritið Time í New York. Hann hafði áður neitað að gegna herþjónustu svo um slíkt starf í Bandaríkjun- um gat ekki orðið um að ræða. Hann afsalaði sér því þessu starfi og hvarf heim til íslands. Eftir heimkomuna gerðist Agnar kenn- ari við Menntaskólann í Reykjavík um hríð og stundaði jafnframt blaðamennsku. Var blaðamaður við Morgunblaðið 1947—1948 en gerðist þá eigin húsbóndi og stofn- aði Mánudágsblaðið sem hann gaf út og ritstýrði meðan kraftar ent- ust. Haustið 1949 kvæntist Agnar Jóhönnu Pálsdóttur úr Reykjavík. Þau eignuðust þrjá syni, Boga, stýrimann og þyrluflugmann, Pál, afgreiðslumann, og Sturlu, sem nú stundar nám í Danmörku. Jó- hanna hefur verið manni sínum mikil stoð og stytta alla tíð og ekki hvað síst í veikindum hans nú síð- ustu árin. Agnar Bogason var að flestra dómi margslunginn persónuleiki. Ég hygg að flestir sem lítið þekktu til hafi talið hann hrjúfan á skrápinn eins og forðum var sagt. Undir þeim skrápi var hins vegar persónuleiki sem aðeins fáir þekktu, drengur góður og tröll- tryggur vinum sínum. í grein sem Jökull Jakobsson skrifaði forðum í Vikuna sagði: „Agnar Bogason er gleðimaður mikill og tekur fullan þátt í samkvæmislífinu. Hann er hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kemur fyndinn, fjörugur og kátur stundum meinyrtur og snú- inn í andsvörum. Hann kann vel að mæla til fagurra kvenna og halda á góðu glasi. Hann er góður félagi á ferðalögum og hefur ein- stakt lag á að koma mönnum í gott skap ef sá gállinn er á honum. Agnar er félagslyndur og kann vel við sig í margmenni þar sem glatt er á hjalla en þó er hann mikill einstaklingshyggjumaður og læt- ur aldrei draga sig i neinn dilk. Hann fer jafnan sínu fram og þræðir eigin götur.“ Ég hygg að þarna hafi Jökull svo sem oft fyrr og síðar hitt nagl- ann á höfuðið. Óhjákvæmilegt var að Agnar, sem lét sér fátt óviðkomandi og stakk á ýmsu sem honum þótti miður fara í þjóðfélaginu, eignað- ist andstæðinga. Þó hygg ég að óvinir hans hafi verið fáir ef nokkrir. Kunningjafjöldi hans var mikill en mér segir svo hugur um að nánir vinir hafi verið fáir. Agnar mótaðist mjög í Banda- ríkjadvöl sinni á námsárunum og þekking hans á bandarísku þjóð- lífi og stjórnmálum var víðtæk. Hann fylgdist mjög vel með al- þjóðamálum og las erlend blöð og tímarit um þau til hinstu stundar.' Atvikin höguðu því svo að Agn- ar var oft þátttakandi f ferðum íslenskra blaðamanna sem undir- ritaður stjórnaði. Betri ferðafélagi var vandfundinn. Bæri vanda að höndum, þar sem hjálpar þurfti með í slíkum ferðalögum, var að- stoðin veitt af háttvísi sem aðeins heimsmönnum er töm. Hann var mikill áhugamaður og stuðnings- maður flug- og ferðamála. Sá sem fleiri, að heimskt er heimaalið barn og að ferðalög eru menntandi í besta máta ef rétt er að farið. Ég vil að leiðarlokum þakka Agnari vini mínum Bogasyni fyrir löng og góð kynni. Við hjónin sendum Jóhönnu, Gunnhildi móð- ur hans og öðrum í fjölskyldunni samúðarkveðjur. Sveinn Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.