Morgunblaðið - 06.10.1983, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983
4-v
‘f> jpú hrópaíir 5Í£>A5T ! NÚ má ég !
3SZ
I>að sem hrjáir mig, sálfræðingur,
er aö það er eins og öllum verði
svo starsýnt á fótleggina mína?
HÖGNI HREKKVÍSI
Ást er.
9
... að láta líða yfir hana
með rakspírailminum
TM Roq U S Pat Oft -all rights resorved
©1933 Los Anfleles Times Syndicate
Með
morgnnkaffinu
Nei, ég hef ekki borgað neitt, enda
stóð í auglýsingunni aö hún borg-
aði sig sjálf upp í topp.
Þessir hringdu . . .
Er málið dottið
upp fyrir?
Herluf Paulsen hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — I
framhaldi af því að Sovétmenn
skutu niður farþegaþotuna, þá
rifjaðist það upp fyrir okkur
vinnufélögunum, þegar þessi at-
burður var til umræðu, að
bandarísk herþota af Keflavík-
urflugvelli var nærri búin að
keyra niður Arnarflugsvéi hérna
fyrir sunnan land. Morgunblaðið
skrifaði mikið um þetta mál á
sínum tíma og gerði því ágæt
skil, en nú hefur ekkert frést af
því lengi. Okkur langar því til að
spyrja, hvort verið geti, að málið
hafi dottið upp fyrir í kerfinu.
Eða hvar er það nú til umfjöll-
unar?
Hjá saksóknara
Pétur Einarsson, flugmálastjóri,
sagði: — Þetta mál er nú í hönd-
um saksóknara. Farið hefur
fram framhaldsrannsókn í mál-
inu á vegum rannsóknarlögregl-
unnar og það er nú á ferð í dóms-
kerfinu. Að því er varðar banda-
ríska hermanninn er málið úr
okkar höndum. en mér er kunn-
ugt um að þao fékk sömu með-
ferð og gerist í slíkum tilvikum
hjá hernum.
Til umsagnar
í samgöngu-
ráöuneytinu
Þórður Björnsson, ríkissaksókn-
ari, sagði: — Hinn 28. júlí hefur
þetta mál verið sent til sam-
gönguráðuneytisins, til umsagn-
ar, að því er varðar flugumferð-
arstjórann. Herflugvélin kemur
ekki undir íslenska lögsögu.
Til athugunar
Ólafur Steinar Valdimarsson í
samgönguráðuneytinu sagði: —
Málið er í athugun og alls ekki
búið að leggja það til hliðar. Það
er engan veginn gefið mál,
hvernig á að afgreiða þetta. Mál-
ið kom til okkar í júlílok, á tíma
sumarleyfa, og hefur seinkað af
þeim sökum.
Varla hægt aö
reiðast þessu
G. á Sauðárkróki hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — í
nýja morgunútvarpsþættinum
sem hóf göngu sína i morgun
(þriðjudag), sagði karlmaðurinn
sem kynnti lagið „Hraustir
menn" með Guðmundi Jónssyni
og Karlakór Reykjavíkur að lag-
ið væri eftir Inga T. Lárusson, en
höfundur texta væri Jónas Hall-
grímsson. Mér finnst þetta nú
svo fjarstæðukennt, að það er
varla hægt að reiðast. En ekki
var beðist afsökunar á mistök-
unum né þau gerð að umtalsefni.
Mig minnir að lagið sé eftir
Romberg, en ekki man ég hver
gerði textann, nema hvað það
var ekki Jónas Hallgrímsson.
Upptakan orðin
30 ára, en
gengur enn
Við náðum tali af Guðmundi
Jónssyni og hann sagði: — Það er
rétt, að lagið er eftir Banda-
ríkjamanninn Sigmund Rom-
berg, en textaþýðinguna gerði
Jakob Jóhannesson Smári. Á
frummálinu heitir lagið
„Stouthearted Men“. Mig minnir
að við höfum sungið það inn á
plötu í Miðjarðarhafsferð sem
kórinn fór árið 1953. Upptakan
er því orðin 30 ára gömul, en
gengur enn.
„Nú andar
sudrid“ á sömu
plötusíðu
Olafur Þórðarson á tónlistar-
deild Ríkisútvarpsins hafði sam-
band við þáttinn og hafði eftir-
farandi að segja: — Mig langar
til að taka það fram vegna fyrir-
spurnar varðandi mistök við
kynningu á laginu „Hraustir
menn“ í morgunútvarpinu í
morgun, að upplýsingarnar, sem
kynnirinn hafði í höndunum
voru frá mér komnar. Það sem
gerðist var að ég fór óvart línu-
villt, þegar ég las á plötuumslag-
ið, en lagið „Nú andar suðrið",
sem er á sömu plötusíðu, er eftir
þá Inga T. Lárusson og Jónas
Hallgrímsson.
Mundi leiða sannleikann í ljós
Þorsteinn Guðjónsson skrifar:
„I bókinni Þónýal, eftir dr.
Helga Pjeturss, náttúrurfræðing
og heimspeking, er stutt grein sem
nefnist: „Fróðleg saga af
svonefndum draug", og er þar í
fáum dráttum rakið það málefni
sem þyngst varð í skauti dr. Helga
á efstu árum, og eftirlæti and-
stæðinga hans. En það er upphaf
greinarinnar að dr. Helgi fór (m.a.
vegna áhrifa frá verkum skáldsins
Goethe, sem einnig var náttúru-
fræðingur) að veita athygli því
fyrirbæri sem mefnt var „tele-
pati“, það er bein áhrif frá huga til
hugar eða frá lífi til lífs. Eftir
nokkurra ára athuganir Helga,
einmitt þau árin sem hann var at-
hafnasamastur sem jarðfræðing-
ur, komst hann að þeirri niður-
stöðu, að einhver — sem hann
vissi þá ekki hver var — vissi til
sín með þessum hætti. Liðu svo
enn nokkur ár, unz honum kom í
hug að nágranni sinn, L. banka-
stjóri, væri þessi maður, og hafði
orð á þessu í samtali við hann. En
hann lét á sér skiljast, að þessa
væri rétt til getið. Þegar þeir
ræddu þetta í annað sinn, virðast
orð ekki hafa fallið vel með þeim,
og segir dr. Helgi, að L. hafi þá
þrætt fyrir þetta. Þróaðist upp frá
þessu óvinátta milli þeirra, og
hafði bankastjórinn miklu hægari
aðstöðu í því tafli en fræðimaður-
inn. En margt er það sem styður
þá skoðun, að um samband hafi
verið að ræða, og er það vitanlega
aðalatriði málsins.
Löngu síðar gerðist það, að í
Ríkisútvarpi var tilkynnt, að L.
væri látinn, og segir dr. Helgi, að
hann hafi þá vænzt þess, að óþæg-
indi þau, sem hann hafði haft af
þessu sambandi væru úr sögunni.
En svo fór eki, og fór hann enn að
verða var við þessi áhrif, og eitt
kvöld þykir honum að L. segi við
sig (á dönsku, móðurmáli L.): „Nú
sá Magnús Stefánsson mig, og ég
varð hræddur." Þetta var greini-
leg „heyrn" sem ekki varð villzt á.
Þegar Helgi var kominn að
niðurstöðu um, hver þeirra manna
sem báru þetta nafn, kæmi helzt
til greina, hringdi hann til hans og
spurði hann eftir þessu. En mað-
urinn viðurkenndi að hfa séð L.
kvöldið áður, skammt frá húsi því
sem hann bjó í síðast. (Magnús tók
svo til orða við mig mörgum árum
síðar, að „ég var það barn að ég
sagði Helga eins og satt var“.
Hann hafði ætlað sér að leyna
þessu, og gerir það framburð hans,
sem hann stóð jafnan við hjá lög-
reglunni eftir þetta, enn athyglis-
verðari.)
„Var maðurinn vitanlega ekki í
vafa um að hann hefði séð draug,"
segir dr. Helgi í grein sinni um
þetta mál — og mun það hafa ver-
ið álit yfirvalda hér á þeim tíma,
að svo hafi verið, eftir að fram-
burður Magnúsar, sem var hinn
grandvarasti maður, ,iá fyrir.
Enda var engin rannsókn gerð í
málinu og hefur ekki verið gerð
síðan. Svör hafa verð býsna loðin,
þegar spurt hefur verið hvers
vegna ekki. Og enginn hefur enn
reynt að skýra, hvers vegna at-
hugunum tveggja manna bar sam-
an, á sömu stundu, á þann hátt
sem að ofan var lýst.
Mín skoðun er sú, að uppgröftur
— sem varla mundi kosta þúsund-
asta hluta af því sem til er kastað
á Skeiðarársandi, en verða mun
arðbærari — mundi skera úr um
þetta mál og leiða sannleikann í
Ijós.
Viðbót:
Vegna þeirra, sem jafnan hafa
það að viðkvæði að „slíkir hlutir
gerist ekki hér á landi", væri e.t.v.
rétt að minna á, að það hefur ný-
lega sannast fyrir dómstólum, að
mjög skuggalegt samsæri var gert
um líkt leyti og hér er til vísað,
varðandi Einar Benediktsson,
annan af frábærum andans
mönnum íslendinga á fyrri hluta
þessarar aldar — samsæri sem
allur almenningur hefur ekki haft
hugmynd um alla tíð síðan.
Enga löngun hef ég til að vekja
það mál upp frekar en orðið er, en
menn ættu ekki að vera of vissir
um að ekki hafi annað og enn
skugglegra samsæri verið gert
gegn Helga Pjeturss á efstu árum
hans, einmitt á þeim árum sem
mest reið á því, að boðskap hans
væri sú athygli veitt sem verðugt
var. Svarið við þesu álitamáli fæst
á einn hátt og aðeins einn, með því
að gera þá rannsókn með upp-
greftri, sem dr. Helgi fór fram á,
og að minnsta kosti fjórir mikils-
virtir íslendingar studdu með
undirskriftum sínum á þeim tíma.
— Ég vil ennfremur benda á
það, að hafi íslendingar raunveru-
lega á samvizkunni samsæri af
þessu tagi, hafa þeir í rauninni lít-
inn rétt til að dæma hart þá mis-
notkun geðlæknisfræðinnar, sem
Sovétmen eru nú sakaðir um, og
sagðir hafa beitt á mjög miskunn-
arlausan hátt gagnvart einstökum
mönnum.
Þ.G.“
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Leiknum var framlengt.
Rétt væri: Leikurinn var framlengdur.
(Ath.: Báturinn var lengdur; ekki: Bátnum var lengt.)