Morgunblaðið - 06.10.1983, Síða 45

Morgunblaðið - 06.10.1983, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 45 " n ~ . jj VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS n, iu™ ju Fer ekki í þennan garð aftur 9490—0476, Selfossi, skrifar: „Vegna greinar Sveinbjarnar I. Baldvinssonar í Mbl. og Velvak- andapistils 4192—7828 ákvað ég að láta verða af því að skrifa um sama efni, eins og ég hafði löngu ætlað mér að gera, en ég er báðum þessum aðilum innilega sammála. Spurningin virðist fyrst og fremst snúast um það, hvort um- gengni almennra borgara sé orðin svo slæm, að ekki sé unnt að leyfa þeim um frjálst höfuð að strjúka á almannafæri, eða hvort vörðurinn í Laugardalsgarðinum sé haldinn illkynjuðum embættishroka. Eða hefur honum verið fyrirskipað að sýna fávísu fólki dónaskap? Og hver hefur þá lagt honum orð í munn? Ég kom í umræddan garð fyrir einum 15 árum og varð þá ekki vör við neinn vörð. Eg reikaði þar um ásamt unnustanum, athugasemd- arlaust. Kannski allt sé í lagi, ef maður er ekki með neitt ungviði í eftirdragi. Svo liðu árin og ég fjölgaði mannkyninu og eignaðist líka kettling og hvolp, og hefur það allt gengið klögumálalaust þar til í sumar. Þá var svo komið, að ég hafði nýlega eignast lóð og fengið óskaplegan áhuga á garðyrkju, gerst félagi í Garðyrkjufélagi ís- lands, skoðað alla garða í bæjarfé- lagi mínu og keypt allar bækur um þessi efni, sem fáanlegar voru með góðu móti. En allir bentu mér á að skoða fyrrnefndan garð í Laug- ardal. Loksins þegar tækifæri gafst til að heimsækja höfuðborgina og skoða garðinn hafði mér nýlega áskotnast hvolpur af dverg- poodle-kyni. Þar sem ég bý er hægt að fá leyfi til að halda hund, að því tilskildu að hann sé tryggð- ur. Nú veit ég að hundahald er bannað í Reykjavík, enda þótt margir séu þar með hunda og viðri þá á almannafæri. Hvolpurinn okkar er minni en köttur og þarf að fylgja okkur hvert sem við för- um, því að hann er svo grátgjarn, greyið. Þegar við komum inn í Laugar- dal var ekki hægt að læsa bílnum og þorðum við ekki að skilja hann eftir, þar sem reynslan hefur sýnt, að ókunnug börn og jafnvel full- orðnir hafa verið fyrir að hleypa honum út. Og það leyst okkur ekki á i sjálfri höfuðborginni. Við tók- um hann því með okkur í ramm- gerðri hálsól og hélt ég á honum að auki. Vorum við þrjú um að gæta þessa „óargadýrs", sem aldr- ei hefur gert flugu mein. Ekki vorum við fyrr komin inn um hliðið en umræddur vörður í einkennisklæðum birtist. Ekki sagði hann, að bannað væri að koma með dýr í garðinn, heldur: „Burt, burt, út með ykkur, út með ykkur.“ Ég var svo einföld, að ég vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið. Var mér þá tjáð, að ég ætti að geta sagt mér það sjálf, þarna ættu hundar ekki að sjást. Þá tjáði ég manninum, að ég væri utan af landi og við ábyrgðumst dýrið. Sagði vörðurinn þá, að við þyrft- um ekki að vera algjörir hálfvitar, þó að við værum úr sveit. Ég sagð- ist ekki vera hálfviti; spurði, hvað hann hefði fyrir sér í því. Hann sagði að hann fengi ekki annað séð af þessum gjörðum okkar; sagði, að við hlytum að hafa aðgang að fjölmiðlum í okkar heimasveit. Nú var fokið í skapið á mér, og þótti mér maður þessi sýna ein- staka ókurteisi, því að ofan á allt annað glotti hann glaðbeittur. Ár- um saman hef ég reynt að temja mér geðprýði, en þarna kom að því, að mína lægstu hvatir fengu lausan tauminn eftir langt hlé. Eg sagði garðverðinum allt um fal- lega garðinn minn og glotti við honum, svo að skein í tanngarð- inn. Sonur minn og eiginmaður höfðu ætlað að byrja á því að fara á salerni, sem þarna er, af brýnni nauðsyn eftir langferðina, en er þeir höfðu orðið vitni að þessu, snerist þeim hugur. Fórum við öll út fyrir garðshliðið og nú var vörðurinn sýnilega ánægður með lífið. Hann stóð glottandi við hlið- ið og hélt yfir lásinn. Ég gat ekki stillt mig um að glotta á móti, meðan hann skoðaði utanbæjar- númerið á bíl hálfvitanna. Eitt er alveg víst: Ég fer aldrei í þennan garð aftur, þó barnlaus og hundlaus væri, fyrr en nýr vörður með nýja mannasiði verður ráð- inn. Við fórum til Hafnarfjarðar, þar sem við höfðum heyrt, þrátt fyrir búsetu í dreifbýlinu, að Hafnfirðingar væru húmoristar { besta lagi. Skipti það heldur eng- um togum, að við skoðuðum Hell- isgerði með óblandinni ánægju át- ölulaust og nú gátu allir létt á sér. Og ég held að við höfum ekki vald- ið neinum teljandi usla. Lifi náttúran og allir hennar þegnar." Góður ökumaður sýnir ábyrgð, dómgreind og tillitssemi í umferðinni. Hann virðir bið- og stöðvunarskyldu og er minn- ugur þess að rétt notkun stefnuljósa auðveldar alla umferð. Góður ökumaður gefur stefnuljós í tíma. 03^ SIGGA V/öGA £ \iLVtmi Utsala Seljum í dag og á morgun nokkrar útlitsgallaðar Victor tölvur á niður- settu verði. M.a. er aö finna á útsölunni: Victor 9000 eöa 384 kb innra minni og 2,4 Mb diskarými, einnig tölvur með 10 Mb höröum diski. Komið og grípið þetta einstaka tækifæri. TDLVUBUDIN HF Skipholtil. Simi 25410 HUGSAÐU þig tvisvar um áður en þú kaupir gufugleypi. Flestir gufugleypar eru eins, en Blomberg E 601 gufugleypirinn getur sparað þér mikla orku á köldum vetrarmánuðum. Með einu handtaki er hægt að breyta loftblæs- trinum frá útblæstri í hringrás um kolasíu. Hafðu þetta hugfast, þegar þú kaupir gufugleypi. Og það er 2ja ára ábyrgð á Blomberg, taktu eftir því. Blomberq - Stílhrein hágæða heimilistæki. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆn I0A Slml 16995

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.