Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 Minning: Jakob Sveins- son yfirkennari Þann 4. nóvember 1983 andaðist hér í Reykjavík Jakob Sveinsson, yfirkennari, eftir langvarandi veikindi. Með honum er genginn mætur samferðamaður. Jakob Sveinsson var hlédrægur og lét lít- ið á sér bera á opinberum vett- vangi og hefði því manna helst sem eiga honum svo margt að þakka, að ég tek mér það þessa- leyfi að skrifa nokkur orð um hann að honum látnum. Jakob Sveinsson var fæddur 19. júlí 1905, þriðji af átta börnum Sveins Helgasonar, b. á Hvítsstöðum í Álftaneshreppi á Mýrum, og konu hans, Elísabetar Guðrúnar Jóns- aðeins tvö á lífi, Magnús og Ingi- björg. Sveinn faðir hans andaðist '26. maí 1914 og fóru flest börn hans í fóstur á ágætis heimili í hreppnum. Jakob fór í fóstur til hjónanna Hallgríms Níelssonar, hreppstjóra á Grímsstöðum í Álftaneshreppi, og konu hans, Sig- ríðar S. Helgadóttur, og var mjög kært milli Jakobs og fóstursystk- ina hans. Hugur Jakobs stóð til mennta en ekki voru miklir mögu- teikar til slíks fyrir fátækan sveitapilt að ræða þá. Þó braust hann til þess að fara í alþýðuskól- ann á Hvítárbakka 1924—1925 og síðan í Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1925—1926 og kenn- araprófi frá Kennaraskóla íslands lauk hann 1929. Hann var kennari við andlát sitt. Jakob var samt dóttur, auk þess átti hann einr slíkur ágætismaður og svo margir hálfbróður. Áf systkinunum eri Arnardal og Skutulsfirði 1930—1931, en fór þá utan til + Mágkona mín, GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 28, + ÞORSTEINN MAGNÚSSON frá Vestmannaeyjum, Litlahjalla 7, Kópavogi, andaöist í Landspítalanum 13. nóvember. Fyrir hönd dóttur hennar, systkina minna og annarra vandamanna, lést 12 þ.m. Gunnar Ásgeirsson. Guörún Gunnarsson. + Sonur minn, stjúpsonur og bróöir, KRISTJÓN ÖRN KRISTJÓNSSON, þjónn, Mónahliö viö Suöurlandsveg, andaðist í Landakotsspítala laugardaginn 12. nóvember. Sólveig Siguröardóttir, Hreinn Ólafsson, Ásta Björgvinsdóttir. Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir, ÓLAFUR ODDGEIR KRISTINSSON, Fossheiöi 1, Selfossi, andaöist 13. nóvember í Sjúkrahúsi Suöurlands. Guörún Eiríksdóttir, börn og tengdabörn. + Móðir okkar og fósturmóöir, MARTA ÓLAFSDÓTTIR, Drópuhlíö 2, lést 12. nóvember. Karen Vilhjólmsdóttir, Steinunn Vilhjólmsdóttir, Manfreö Vilhjólmsson, Vilmar Kristinsson. + Eiginmaöur minn, HELGI KRISTJÁNSSON, húsasmíöameistari, Lambastööum, Seltjarnarnesi, andaöist sunnudaginn 13. okt. í Vífilsstaöaspítala. Katrín Magnúsdóttir. + Faöir okkar, GUDJÓN KRISTINN ÞORGEIRSSON, Sundlaugavegi 26, lést í St. Jósepsspítala, sunnudaginn 13. nóvember. Fyrir hönd vandamanna. Guölaug Guöjónsdóttir, Ágúst Guöjónsson, Úlfar Guöjónsson. + KRISTJÁN NÓI KRISTJÁNSSON, bótasmiöur, Túngötu 9, Húsavík, sem andaöist 7. nóv., veröur jarösettur frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 17. nóv., kl. 13.30. Hulda Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson. + Útför móður okkar. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og bróöir, BJÖRNTHEODÓRSSON, andaöist í Moss, Noregi, 11. þ.m. Gullborg Theodórsson, Kristín Theodórsson, Elín Theodórsson, Sigríður Theodórsdóttir, Soffía Theodórsdóttír, Helga Theodórsdóttir, Þórunn Theodórsdóttir, Póll Theodórsson, Steinunn Theodórsdóttir. ÞÓRNÝJAR JÓNSDÓTTUR, Bergstaöastrœti 6C, fer fram frá Fríkirkjunni Reykjavik miövikudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Þórlaug Guömundsdóttir, Vilhjólmur Guömundsson. Kveðjukaffi Hlýleg salarkynni fyrir erfisdrykkju og ættarmót. Uppiýsingar og pantanir í síma 11633. L Ki/oóíwiL Caté Roaanbarg. náms í kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn 1931—1932 og hóf kennslu við Austurbæjarskólann í Rvk. 1932 og kenndi þar síðan uns hann varð þar yfirkennari. Jakob var á kennaranámskeiði í Indsgavl 1933 og fór í námsferð til Norður- landa 1957. 19. júlí 1933 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ing- eborg Vaaben Mortensen, hjúkr- unarkonu, f. 24. ágúst 1905, dóttur Peders Mortensen, skólastjóra í Vester-Aaby á Fjóni, og konu hans, Huldu Vilhelmínu Morten- sen fædd Vaaben. Þau Jakob eign- uðust tvo syni, Steinar Bendt, rafmagnsverkfræðing og forstjóra DISA Elektronik AS í Kaup- mannahöfn, eins og stærsta fyrir- tækis á sínu sviði, og Svein Peder, doktor í jarðfræði og forstöð- umaður Náttúrufræðistofnunar íslands. Þau hjónin voru mjög samhent og yndisleg heim að sækja og vildu allt fyrir alla gera. Jakob var mjög glaðsinna, lifandi og skemmtilegur. Hann fór um allt nærfærnum höndum og rækt- unareðlið var sterkur þáttur í fari hans, þar sem hann vildi allt gera betur, hvort sem var mannræktin í kennslunni, hjá mannni sem allt vildi gera til þess að rækta hið góða hjá nemendunum eða gróð- urræktin, sem kom fram í mikilli og fagurri trjá- og gróðurrækt í sumarbústað þeirra hjóna við Álftavatn eða í fögrum skrúðgarði heima hjá þeim við Egilsgötuna. Má segja að ræktunin, einkum skógrækt, hafi verið aðaláhuga- mál hans og við sumarbústað sinn braut hann land til ræktunar og breytti í skóglendi, enda lagði hann sig mjög eftir að gera allt fegurra í kringum sig. Jakob var ákaflega vinsæll sem kennari enda elskaður af nemendum sínum. Átti hann einstaklega auðvelt með að umgangast þá enda léttur í lund og átti auðvelt með að setja sig í spor nemenda sinna. Jakob var ágætur sögumaður, kunni hann þess vegna frá mörgu að segja sem ekki stóð í bókum barn- anna. Sjálfum þótti honum sér- staklega vænt um að fá heimagerð jólakort frá nemendum sínum, enda mátu nemendur hans hann mikils. Jakob var mjög vel að sér í bókmenntum og hafði gaman af að ræða um skáldverk og skáldin sjálf og honum var sérstaklega lagið að leiða umræðurnar þannig að hægt væri að taka þátt í þeim, þó að kunnátta hans væri meiri en annarra. Sjálfur var Jakob vel hagmæltur þó að hann færi dult með það, svo sem með aðra hæfi- leika sína, en skáldskapargáfan var sterk í ætt hans. Þó átti hann til að skrifa ljóðabréf og alltaf gat hann gert að gamni sínu í bréfum sínum. Jakob var félagslyndur og áttu kennarar með honum margar gleðistundir í frítímum. Það sem einkenndi Jakob mest var hrein- lyndi hans og gamansemi. .Hann var heiðarlegur og stóð við hvert orð sem hann sagði. Jak- ob naut sín hvergi betur en heima hjá sér, enda átti hann afbragðs konu, ljúfa og gestrisna, og var hún honum mikil stoð og stytta og ekki hvað síst þegar mest á reyndi undir lokin. Guð gefi að minningin um góðan mann megi lifa og styðja og styrkja aðstandendur hans. Sigurgeir Þorgrímsson Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.