Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 NGER ER ALLTAF SPORIFRAMAR . | - _ TT Singer skapar meiri saumagleði Singer 7184 Einfold saumavél; Blindsaumur, fjölspora Zig-Zag og teygjanlegur saumur, sjálfvirkur hnappagata- saumur og fríarmur. Staðgreiðsluverð Kr. 8.730,- Singer 7110 Alhliða saumavél; Styrktur teygju- saumur, blindsaumur fyrir falda, Qölspora Zig-Zag, sjálfvirkur hnappagatasaumur, nokkur munstur fyrir útsaum og fríarmur. Staðgreiðsluverð Kr. 9.962,- Singer 2010 Fullkomin saumavél; Rafeindastýring, með minni fyrir 29 munstur, þræðari, stillanlegur blindsaumsfótur auk alls sem prýðir hinar þrjár. Staðgreiðsluverð Kr. 23.243,- Singer 7146 Fjölhæf saumvél; Rafeindastýring, auk alls sem prýðir Singer 7184 og 7110. Staðgreiðsluverð Kr. 11.510,- Rafeindastýring þýðir í raun aðeins eitt: Áreiðanleika. Góðir greiðsluskilmálar nm{oún (ÍHlUÚú SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900-38902 Björgvin Björgvinsson sýnir í Ásmundarsal BJÖRGVIN Björgvinsson, opnaði í gær sýningu í Ásmundarsal í Reykjavík. Á sýningunni eru 20 myndir og eru þær allar til sölu. „Þetta er mín fyrsta einkasýn- ing,“ sagði Björgvin, er blaðamað- ur ræddi við hann í gær. „Áður hef ég tekið þátt í samsýningum í þeim skólum, sem ég hef lært myndlist í. Ég var í Myndlista- og handíðaskólanum frá 1975—1979. Síðustu tvö árin var ég í kennara- deild, þannig að ég útskrifaðist þaðan sem myndlistarkennari. Árið 1980 fór ég til London og stundaði nám í Byam Shaw School of Art. Ég var þar í frjálsri deild og gat byggt námið upp að miklu leyti sjálfur. Kennararnir þar kenndu ekki í orðsins fyllstu merkingu, en þeir skoðuðu hjá manni verkin og gagnrýndu þau. Ég var eitt ár í Englandi og hélt þá til Júgóslavíu og innritaðist í Listaháskólann í Belgrad. Námið þar var mjög frjálslegt og mér fannst gaman að stunda nám þar. Það eru líka margar nýjungar í myndlist, sem koma upp í Belgrad, en margir halda að þarna fyrir austan sé allt svo einangrað að ekki sé möguleiki að koma þar að nýjungum á neinu sviði. Stað- reyndin er hins vegar sú, að Belgrad er orðin svo alþjóðleg borg að hún er svolítið sér á báti, hvað þetta varðar. Á þessari sýningu er ég með collage-myndir, eða klippimyndir. Síðan eru 14 myndir, þar sem ég nota blandaða tækni, akrílliti, pappír og svo eru collage-myndir þar sem akríllitir eru notaðir með. Það má kannski geta þess, svona í leiðinni, að meðan ég var við nám erlendis, vann ég töluvert við skúlptúra. Á þessari sýningu gætir þessara skúlptúráhrifa að nokkru leyti. Sýningin flokkast eiginlega undir popplist en er með abstrakt ívafi. Að öðru leyti get ég nú ekki skilgreint hana. Ég segi bara þess í stað að sjón sé sögu ríkari," sagði Björgvin að lokum. Sýningin verður opin til 20. nóv- ember, á virkum dögum kl. 16—22 og um helgar kl. 14—22. Bókaútgáfan Iðunn: Sex nýjar teiknimyndasögur HJÁ bókaútgáfunni Iðunni eru komnar út sex nýjar teiknimynda- sögur. Þrjár þeirra eru um Sval og félaga hans og nefnast þær Með kveðju frá Z, Svamlað í söltum sjó og Sjávarborgin. Þá eru komnar út tvær bækur um Viggó viðutan og eru nú alls komnar út níu bæk- ur um hann. Nefnast þær Með kjafti og klóm og Mallað og brall- að. Sjötta bókin er um þá félaga Samma og Kobba og heitir hún Aldraðir æringjar. í bókinni eru tvær sögur, í annarri gerast þeir félagar gæslumenn á fjörugu elli- heimili, en seinni sagan nefnist Vélmenni í vígahug. Bjarni Fr. Karlsson hefur þýtt allar teiknimyndasögurnar og eru bækurnar gefnar út í samvinnu við a/s Interpresse. Úr fréttatilkynningu. BlLBELTI AFTURf BJARGAR! Samkvæmt skýrslum Umferðarráös slösuðust 166 farþegar í bílum fyrstu 9 mánuöi 1983, þar af sátu 79 í aftursæti — án bílbelta. Ljóst er að margir hefðu sloppið við meiðsli, ef þeir hefðu notað bílbelti. Til þess að örva notkun bílbelta í aftursæti og þar með fækka slysum á farþegum, býöur ÁBYRGÐ HF., fyrst tryggingarfélaga, ennþá betri tryggingarvemd þegar aftursætisfarþegar nota bílbelti. Framyfir aðrar tryggingar greiðum við 50.000 krónur við dauðsfall og allt að 150.000 krónur við örorku ef farþegar í aftursæti í einkabílum, tryggð- um hjá ÁBYRGÐ HF., slasast alvarlega þrátt fyrir notkun bílbelta. Þessi aukatrygging gildir einnig um ökumenn og farþega í framsæti í einkabílum með ökumanns- og farþegaslysatryggingu hjá ÁBYRGÐ HF., slasist þeir alvarlega þrátt fyrir notkim bílbelta. Tryggingafélag bindindismanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.