Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
43
„Athöfn og Orð“ til
heiðurs dr. Matthíasi
Jónassyni áttræðum
Forseti ICD, hárgreiðslumeistarinn
Uexandre, med frönskum hár-
greiðslumönnum úr keppnishópi sín-
um í Ríó. Annar frá vinstri er Gérard
Vintin,
Þessi mynd er birt í ítalska hárgreiðslublaðinu Estetica. Kringum forseta
ítalska hárgreiðslusambandsins og listrænan ráðunaut þar, eru nokkrir er-
lendir gestir frá Ríó. Þar á meðal (nr. 2 og 3 frá hægri) íslendingarnir
Guðbjörn Sævar og Elsa Haraldsdóttir.
Hárgreiðslusýning á Broadway:
Franskur meistari gestur
f KVÖLD, þriðjudaginn 15. nóvem-
ber, gangast íslenskir félagar í
alþjóðasamtökum hárgreiðslumeist-
ara, Intercoiffure, fyrir hárgreiðslu-
sýningu í Broadway í Breiðholti. í
tilefni þess er kominn til landsins
kunnur franskur hárgreiðslumeist-
ari frá samtökunum, en hann starfar
með meistaranum Alexandre í París.
Mun hann sýna gala-hárgreiðslur á
sýningunni.
Að öðru leyti munu íslenzku
hárgreiðslumeistararnir, sem eru
þátttakendur í Intercoiffure, sýna
tilbrigði við tískulínuna í hár-
greiðslu fyrir árið 1983—84. Þá
verður skemmtiþáttur. Og hár-
greiðsluhópurinn frá Islandi, sem
sýndi í Rio de Janeiro í fyrra við
mjög góðar undirtektir mun nú í
Broadway setja upp sömu sýningu
og þeir voru með þar. En myndir
af þeirri sýningu hafa birst I blöð-
um víða um heim, þar sem ís-
lenzka ullin og gærur voru uppi-
staðan í búningum. M.a. eru í ít-
alska blaðinu Estetica, sem var að
Hugtök og
heiti í bók-
menntafræði
ÚT ER komin á vegum Bók-
menntafræðistofnunar Háskóla
íslands handbókin Hugtök og
heiti í bókmenntafræði. Mál og
menning gefur bókina út.
Hér er fjallað um helstu hug-
tök í bókmenntafræði í víðri
merkingu, að meðtöldum skyld-
um greinum svo sem bók-
menntasögu, leiklistarfræði,
bragfræði, stílfræði og þjóð-
fræði. Margir sérfróðir menn
leggja hönd að þeim rösklega
700 greinum sem í bókinni eru,
en ritstjóri hennar er dr. Jakob
Benediktsson. Áhersla er lögð á
að gera grein fyrir ýmsum nýj-
ungum í bókmenntafræði sem
lítið hefur birst um áður á ís-
lensku, en einnig er fjallað ítar-
lega um atriði úr íslenskri bók-
menntasögu.
Þetta er ekki handbók sér-
fræðinga heldur er hún ætluð
öllu áhugafólki um bókmenntir,
almennum lesendum, kennur-
um, nemendum og rithöfundum.
Bókin er 318 bls., sett og
prentuð hjá Prentstofu G. Bene-
diktssonar en bundin hjá Bók-
felli.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
koma út, myndir frá sýningunni í
Ríó og á einni þeirra mynd af
tveimur af íslenzku hárgreiðslu-
meisturunum.
Sýningin í Broadway hefst kl.
21.00. Meðlimir ICD á íslandi eru
Elsa Haraldsdóttir, Guðbjörn
Sævar, Hanna Kristín Guðmunds-
dóttir, Bára Kemp, Marteinn Guð-
mundsson, Sigríður Finnbjörns-
dóttir, Lovísa Jónsdóttir, Pálína
Sigurbergsdóttir, Helga Jóa-
kimsdóttir, Sigurður G. Benónýs-
son.
Dr. Matthías Jónasson uppeld-
isfræðingur varð áttræður fyrir
rösku ári og af því tilefni er nú
komið út ritið Athöfn og orð til
heiðurs honum. Að útgáfunni
standa: Háskóli íslands, Kenn-
araskóli íslands, Kennarasam-
band fslands, Hið íslenska kenn-
arafélag, Sálfræðingafélag ís-
lands og Skólarannsóknadeild
menntamálaráðuneytisins, en
þessi samtök og stofnanir hafa
lengi notið starfskrafta dr.
Matthíasar. Var afmælisbarn-
inu afhent ritið í húsakynnum
háskólans hinn 13. okt. síðastlið-
inn við hátíðlega athöfn.
Athöfn og orð er 287 síður í
stóru broti, gefið út hjá Máli og
menningu. I ritinu eru alls
sautján greinar af fræða- og
áhugasviði Matthísar eftir
kunna fræðimenn, auk skrár um
rit hans eftir Einar Sigurðsson
háskólabókavörð. Um uppeldis-
og skólamál skrifa Andri ís-
aksson, Edvard Befring, Gerður
G. Óskarsdóttir, Hrólfur Kjart-
ansson, Jónas Pálsson, Margrét
Margeirsdóttir, Ólafur J.
Proppé, Sigmar Ólafsson, Sig-
ríður Þ. Valgeirsdóttir, Sigurjón
Björnsson, Þórólfur Þórlindsson
og Þuríður J. Kristjánsdóttir.
Um sálarfræði skrifa Grétar
Marinósson, Kristinn Björnsson
og Magnús Kristjánsson. Sagn-
fræðilegar greinar skrifa Loftur
Guttormsson og Lýður Björns-
son. Grein um málþroska barna
eiga saman Indriði Gíslason,
Randa Mulford og Ásgeir S.
Björnsson. Fremst í ritinu er
greinin Athöfn og orð eftir
Brodda Jóhannesson um ævi og
störf Matthíasar Jónassonar.
Ritstjóri verksins var Sigur-
jón Björnsson prófessor. Það er
unnið að öllu leyti í Prentsmiðj-
unni Odda hf. Cr rréUatilkxnningu
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!
m
^OffWíl
Beint samband við París
og Bordeaux
Með beinu sambandi við nýjar
þjónustuhafnir í París og
Bordeaux höfum við enn
á ný bætt nýju landi í
vikulega siglingaþjónust
Eimskips til meginlands
Evrópu.
Alhliða flutningaþjónustan
„alla leið heim á hlað” er að
sjálfsögðu í fullu gildi í
Frakklandi. Við sækjum vöruna
til verksmiðjudyra eða skilum henni'
beint í hendur kaupanda hvar sem er í
Frakklandi.
Hagstæðir samningar við þrautreynda og
örugga umboðsmenn og flutningafyrirtæki
auka afgreiðsluhraða og lækka
heildarkostnaðinn.
Einmitt þannig á góð
flutningaþjónusta að vera!
Umboðsmaður í Bordeaux:
Alfred Balguerie S.A.
447 Bd. Alfred Daney
33075 Ðordeaux Cedex
Sími: (56) 393333
Telex: 560031
Umboðsmaður í París:
Alfred BalguerieS.A.
c/o Jean Faucher
Bassin N1 - Hall A8
92230 Gennevilliers
Sími: 5620343
Telex: BALAN 650461
Allar nánari upplýsingar um Frakklandsþjónustuna
eru veittar í meginlandsdeild Eimskips
Flutningur er okkar fag ■ I r
E ir AS\ K P 1 h
Sími 27100