Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 33 Hin nýkjöma stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur ásamt fráfarandi formanni félagsins og fundarstjóra á aóalfundi. Á myndinni eru frá vinstri: Thomas Möller, Stefán Pálsson, Stefán Friðfinnsson, Jónas Ingi Ketilsson, Ólafur Oddsson, Tryggvi Agnarsson, Ólafur Egilsson, Jónas Elíasson, Kristinn Ragnarsson og Gestur Steinþórsson. Ljósm. Mbl. Kðe Aðalfundur Stúdentafélags Reykjavíkur: Tryggvi Agnarsson lögfræðing- ur kjörinn formaður félagsins Aðalfundur Stúdentafélags Reykjavíkur var haldinn 14. okt. 1983, í húsakynnum Bandalags há- skólamanna að Lágmúla 7, Reykja- vík. Fundarstjóri var kjörinn Ólafur Egilsson sendiherra og fundarritari Gestur Steinþórsson skattstjóri. Fráfarandi formaður Ólafur Oddsson cand. mag. setti fundinn. Hann minntist Jóns E. Ragnars- sonar hrl. fyrrverandi formanns félagsins. ólafur rakti sögu fé- lagsins í stuttu máli og gat ýmissa verka þess, en það var stofnað árið 1871. Síðan flutti hann skýrslu stjórnar sinnar um störf liðins starfsárs. Á hinum hefðbundna og sívinsæla fullveldisfagnaði Stúd- entafélagsins í des. sl. flutti dr. Gylfi Þ. Gíslason prófessor hátíð- arræðu og Guðni Guðmundsson rektor var veislustjóri. Stúdenta- félagið gekkst og fyrir stofnun Háskólasjóðs. Sjóðurinn er sjálfs- eignarstofnun og hefur það hlut- verk að styrkja ýmis verkefni Há- skóla fslands svo og stúdenta við Háskólann, samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar. f stjórn sjóðsins sitja 2 tilnefndir af Stúdentafélag- inu og 2 tilnefndir af Háskólaráði. Þessir 4 skipa sameiginlega fimmta stjórnarmanninn. Til að afla fjár fyrir sjóðinn gekkst Stúdentafélagið á sl. sumri fyrir skemmtun í Háskólabiói þar sem fram kom margt ágætra lista- manna, þar á meðal grínistinn heimskunni Viktor Borge. Háskól- asjóður Stúdentafélags Reykja- víkur hefur nú ákveðið að hefja sölu minningarkorta. Háskólinn hefur tekið að sér sölu þeirra. Að lokinni skýrslu formanns skýrði féhirðir Stúdentafélagsins, Jónas Elíasson prófessor, reikninga fé- lagsins. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn: Formaður Tryggvi Agnarsson lögfræðingur. Áðalstjórn: Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri, Gest- ur Steinþórsson skattstjóri, Jónas Elíasson prófessor, Stefán Frið- finnsson viðskiptafræðingur. Varastjórn: Bjarni Gunnarsson menntaskólakennari, Kristinn Ragnarsson arkitekt, Stefán Pálsson hæstaréttarlögmaður, Jónas Ingi Ketilsson hagfræðing- ur og Thomas Möller hagverk- fræðingur. Endurskoðendur: Sig- urður Baldursson hrl. og Haraidur Árnason. Til vara Einar Árnason lögfræðingur og Kristinn Bald- ursson. Fullveldisfagnaður Stúdentafé- lagsins verður haldinn í Lækj- arhvammi, Hótel Sögu, 2. desem- ber nk. Ræðumaður verður Stefán Benediktsson alþingismaður og veislustjóri Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari. Út gekk annar maður ... Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Mannrán í El Salvador, sönn frá- sögn manns, sem var gísl hryðju- verkamanna í El Salvador: Fausto Bucheli & J. Robin Maxson. Jónas Gíslason þýddi. Útg. Bókaútgáfan Salt 1983. Mannrán hafa orðið æ tíðari glæpaverk á síðustu árum í ýms- um löndum heims. Þau eru í öllum tilvikum framin af samtökum eða hópum, sem telja að það gæti orð- ið málstað viðkomandi samtaka til framdráttar, venjulega í áróðurs- stríði við stjórnvöld, en langoftast eru þessir glæpir framkvæmdir til að fá hátt lausnargjald fyrir hinn rænda. Þær píslir og niðurlæging sem sá handtekni má síðan sæta af hálfu mannræningjanna er óhugnaður meiri en svo að hægt sé að gera sér þá raun í hugarlund. Aukin heldur er fórnarlömbum haldið í óttagreipum og ógnar að minnsta kosti á meðan verið er að semja um iausnargjaldið. Oft hef- ur það svo gerzt, að þrátt fyrir að gengið hafi verið að kröfum mannræningjanna sem oftar en ekki — eru bæði háar peningaupp- hæðir og venjulega fylgir fleira með, til dæmis að sleppt verði úr haldi ákveðnum pólitískum föng- um ellegar glæpamönnum hefur fórnarlambið verið myrt. í bókinni Mannrán í E1 Salvador segir frá verkfræðingnum Fausto Bucheli sem var sendur á vegum bandarísks fyrirtækis til San Salvador nokkrum sinnum til að kanna framleiðsluörðugleika hjá dótturfyrirtæki þess bandaríska og reyna að endurskipuleggja rekstur þess. Bucheli fer nokkrar ferðir til landsins í þessu augna- miði. Hann virðist einbeita sér að því verkefni, sem honum hefur verið falið, og hvergi kemur fram að hann sé á einn né neinn hátt flæktur í stjórnmál. Spennan 1 landinu fer vaxandi og kona Buch- elis verður kvíðafyllri með hverri ferð sem hann fer. Daginn áður en" hann á að snúa heim er honum og forstjóra nefnds dótturfyrirtækis rænt af hópi skæruliða. Þeir eru síðan í haldi í 47 daga og í bókinni lýsir Bucheli veru sinni hjá skæruliðunum, þeirri niðurlæg- ingu sem hann sætir og er um tíma útlit fyrir að fangavistin muni ríða honum að fullu. Einnig er svo brugðið upp frásögnum af fjölskyldu hans, framvindu samn- ingamálanna og loks er það fyrir- ferðarmikill þáttur í bókinni þeg- ar Bucheli finnur að lausn hans og lífsvon liggur í því að lesa Nýja Testamentið og hugleiða það. Þangað sækir hann styrk og von- arglætu þessa vondu og löngu daga og þegar hann er loks frjáls maður er hann annar en sá sem hann var þegar mannræningjarn- ir klófestu hann. Þetta er býsna áhrifamikil bók, mestur fróðleikur er þó í lýsingum Buchelis sjálfs, en einnig er at- hyglisvert að lesa um viðbrögð umhverfisins, þ.e. bæði fjölskyldu og samstarfsmanna. Bókin er þörf lesning á þessum síðustu og verstu tímum. Þýðing Jónasar Gíslason- ar er ekki nógu þjál og undarlega misjafnlega vel/þokkalega unnin. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar 7>úsnædi~: íboöi .1 Til leigu miðsvæðis: 1. Stór 4ra herb. íbúð. Heimilis- gróöurhús. 2. Bílskúr m. hita og rafm. Uppl. í sima 28156. VEROBRÉFAMARKAOUR HUSl VEHSLUNAHINNAR SÍMI 8 33 20 KAUP OG SALA VÍÐSKULDABHEFA Pípulagnir — Viðgerðir Önnumst allar smærrl viðgeröir á bööum, eldhúsum, þvottahús- um. Vanir fagmenn. Sími 31760. Hilmar Foss Lögg. skjalaþýö. og dómtúlkur, Halnarstræti 11, sími 14824. Víxlar og skuldabréf i umboössölu. Fyrirgreiöslustofan, Vesturgötu 17, sími 16233. Þorleifur Guö- mundsson, heima 12469. Heildsöluútsalan selur ódýrar sængurgjafir o.fl. Freyjugötu 9. Opiö frá kl. 13—18. Ljóömæli Herdísar og Ólínu og Litla skinnið til sölu á Hagamel 42. Sími 15688. -yvv- *WT’ tilkynningar' Ármenningar skíðafólk Haustfagnaöur veröur haldlnn laugardaginn 19. nóvember aö Brautarholti 6 kl. 10. Fjölmennlö. Skiöadeild Ármanns. handmenntaskólinn 91 - 2 76 44 FÁW KYWmWGARRIT SKíVAWS SENT HEIM | HMÍ ct bréfaskóli nefmndur okkar um alit iand.læn teiknimtu.útrailLskríri n£ fl.i sjnum tnm-ilftl :ó4rrl banwlámskri^ Q EDOA 598311157—1 Frl. IOOF Rb. 4 = 1331115 E.T. 2.8% — 9 III. IOOF OB-IP = 16511158 % = I.E.T;I.T. I.O.O.F. 8 = 16511168% = □ Hamar 598311157 = 2 í R. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur bibliulestur i kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Einar J. Gíslason. Ad KFUK Amtmanns stíg 2B Fundur i kvöld kl. 20.30. Séra Ólafur Jóhannsson hefur bibliu- lestur um bænina. Kaffi eftir fundinn. Allar konur velkomnar. I.O.G.T. Þingstúka Reykjavíkur. Fundur í kvöld kl. 8.30. Páll Eiríksson læknir ræöir um heilbrigöi og vímuefni. Þt. Þriöjudag kl. 20.30. Fagnaöar- samkoma fyrir majórana Sól- veigu og Svend Björdal, æsku- lyösleiötoga Hjálpræöishersins. Ingibjörg og Óskar Jónsson stjórna. Fjölmenniö á her. jsá? lomhjólp Biblíuleshringur í kvöld kl. 20.30. Samhjálp. | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna | Starf bæjarritara Garðabæjar er laust til um- sóknar. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skilaö á skrif- stofu bæjarsjóðs, Sveinatungu við Vífils- staöaveg fyrir 25. nóvember nk. Bæjarstjóri Prentari Hæðarprentari óskast. Upplýsingar i síma 29540 kl. 8—17. Húsaeinangrun óskar eftir að ráða mann í fullt starf í 2—4 mánuöi.Um er að ræða vinnu bæði í Reykja- vík og úti á landi. Viðkomandi þarf að uppfylla eftirfarandi: 1. vinna sjálfstætt, 2. taka sjálfstæðar ákvarðanir, 3. vera vel inni í uppbyggingu húsa, 4. vera reglusamur, 5. vera stundvís, 6. vera úrræðagóöur. Húsaeinangrun sf. sími 15934, ki. 9— 16. Auglýsinga- síminn er224 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.