Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 41 Kaupmannahöfn: Fréttabréf úr Jónshúsi Jónshúsi, 3. nóvember. ER HAUSTA tekur fær lífið í Jónshúsi á sig nokkuð annan blæ. Heim- sóknum ferðamanna fækkar, félagsheimilið opnar seinna, það koma færri í minjasafn Jóns Sigurðssonar, en unga fólkinu fjölgar, námsmenn streyma að og láta skrá sig í félag sitt og Rússagilli er haldið. Þá hefjast einnig nokkrir fastir liðir í starfi íslendingafélagsins, bókasafnið er aftur opið á sunnudögum, konukvöldin byrja í október, einnig félagsvist, hraðskákmót og þrjú-bíó fyrir börn á sunnudögum. Enn standa þó rósirnar í Austurgarði og Konungsgarði og trén skarta haustlitum. Oft er margt um manninn í fé- lagsheimilinu, einkum þá er is- lenzkur matur er í boði hjá gest- gjafa. Si. laugardagskvöld borð- uðu þar um 70 manns nýtt slátur með rófustöppu og næst verða þar svið og er slík tilbreyting að von- um vinsæl. Þá er jurtamatur fram borinn á miðvikudagskvöldum. Félagsheimilið opnar nú kl. 17 nema á laugar- og sunnudögum kl.14 eins og var í sumar. Þar er nú málverkasýning Hjálmars Þorsteinssonar eins og frá hefur verið sagt í Mbl. Aðalfundir beggja félaganna, Námsmanna- og íslendingafélagsins, voru haldnir í október og 5. tbl. Þór- hildar í þessum fyrsta árgangi kom út. Fyrsta félagsvist haustsins var fásótt og munaði þar mest um skipverja af Mælifellinu. En konu- kvöldið svokallaða, sem er annan þriðjudag í hverjum mánuði, var fjölmennt og mikið spjallað, sung- in íslenzk lög, undirrituð talaði um mun þess að vera prestskona í sveit og stórborg, og Sæunn Andr- ésdóttir kynnti starf málfreyja á íslandi, en sá félagsskapur mun ekki til hér í Danmörku, enda kominn vestan frá Bandaríkjun- um heim til íslands. Á næsta konukvöldi mun Kjartan ólafsson ritstjóri, sem dvelur í fræði- mannsíbúðinni, segja frá. Sl. sunnudag var fjölmenn guðs- þjónusta í St. Paulskirkjunni, en þar er messað á fslenzku síðasta sunnudag í hverjum mánuði auk stórhátíðardaga. Lék Guðrún Kristjánsdóttir organisti á Stað í Hrútafirði nú á orgelið og er mik- ill fengur að aðstoð hennar, einnig við æfingar kirkjukórsins, sem nú telur orðið 10 félaga og eru fleiri nýir væntanlegir. Þá var nýr með- hjálpari við guðsþjónustuna Hall- dór Leifsson, sem nemur uppeldis- fræði hér í borg. Á eftir var sam- koma fyrir aldraða fólkið í félags- heimili Jónshúss og voru þar rúmlega 60 manns, sem tóku lagið við undirleik Guðmundar Eiríks- sonar og hlýddu á upplestur Sverris Hólmarssonar og á frá- sögn af Guðrúnu Lárusdóttur al- þingismanni og rithöfundi. For- söngvari var Steinn Stefánsson frá Seyðisfirði, en síra Finnur Tulinius, sem meðfylgjandi mynd er af, var aldursforseti og heið- ursgestur samkomunnar, 95 ára, og ávarpaði hann gesti, en síra Ágúst Sigurðsson stýrði skemmt- uninni. Ólík er æfisaga margra ís- lendinga hér sögu þeirra, sem ætíð hafa dvalið í sinni fæðingarsveit, en margir hafa átt hér heima í um og yfir 50 ár, en tala þó móður- málið óaðfinnanlega. Sögu þeirra sumra mætti gjarnan skrá líkt og frásagnir af Vestur-íslendingum og væri verðugt verkefni að gefa öldnum íslendingum í Höfn orðið, jafnvel á bók. G.L.Ásg. höfná Vikulegar siglingar til Immingham Eimskip hefur nú hafið vikulegar siglingar til Immingham á Bretlandi, nýrrar hafnar sem í sívaxandi mæli gegnir lykilhlutverki í öllum flutningi frá Humbersvæðinu. Þannig' spörum við íslenskum inn- og útflytjendum bæðitímaog kostnað, varan fer beint um borð í ekjuskip og er komin til áfangastaðar á örfáum dögum, - milliðliðalaust. Nú siglum við vikulega til Felixstowe og Immingham og á 2ja vikna fresti til Weston Point. Vikulegur flutningur frá þjónustuhöfnum í London, Leeds og Birmingham og að sjálfsögðu sækjum við eða sendum heim á bæjarhlað hvar sem er í Bretlandi. Felixstowe London M.G.H. Lld. McGregor Cory Cargo Services Trelawny House Unit 2 The Dock, Felixslowe Fairview Estate Suftolk IP 118TT Gascoigne Road Sími: 0394-285651 Barking Telex: 98557 Essex, IG11 7NQ Simi: 01-594-7171 Telex: 896416 Immingham Leeds M.G.H. Ltd. Archbold Freightage Ltd. Dock Office Albert Road Immingham Dock Morfey Sími: (0469) - 72261 Nr. Leeds, LS 27 8TT Telex: 527451 Sími: Morley 538716 Telex: 557555 Weston Point Birmingham C. Shaw Lovell and Sons Ltd. Guymers (Transport) Ltd. 1 Dockside Ten Acres ! Weston Point Docks Station Road j Runcorn Cheshire. WA 7 4HG Rushall Bj Sími: 09285-75945/6/7 Statfs | Telex: 629205 Sími: 0922-24651 H Telex: 336663 W Flutningur er okkar f ag EIMSKIP Sími 27100 Leikffangakassar Þrjár stærðir " ÁRMÚLA 42 i STOFNAO 1903 ARMÚLA 42 . HAFNARSTRCTI 21 oc ALFA-LAVAL VAKMA SKirrvK LANDSSMIÐJAN vekur athygli a ALFA-LAVAL varmaskiptum til notkun- ar vid upphitun á vatni til neyslu og fyrir midstödv- arkerfi. ALFA-LAVAL er sænsk gæðavara. Um þad eru allir sammála sem reynt hafa. Helstu kosti ALFA-LAVAL varmaskipta teljum vió vera: X Þeireru virkir og einfaldir X Plöturnar úr ryðfrlu stáli semtaerast ekki viðöll venjuleg skilyrði X Hreinsun auðveld X Þrýstiþol mikið X Breytingar auðveldar X Þeirtaka Iftið pláss X Nýtingin mjög góð LANDSSMIÐJAN hefur einkaumboö fyrir ALFA- LAVAL á íslandi, og get- ur vottað um að áratuga löng reynsla á hitaveitu- svæðum um allt land hefur sannað ágæti þessara varmaskipta. Við veitum allar tækni- legar upplýsingar, svo og hvers konar upplýs- ingar aðrar um ALFA- LAVAL varmaskiptana. LANDSSMIDIAN ö 20 6-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.