Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 „Ósanngjarnt ef annað liðið hefði tapað“ - sagði Keith Burkinshaw eftir frábæran leik Spurs og Liverpool Fré Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaösins í Englandi. MEISTARAR Liverpool vörðust vel síðustu tuttugu mínúturnar gegn Tottenham á White Hart Lane í London á laugardaginn. Eftir aö hafa tvívegis tekið forystuna í leiknum stóðst Liverpool mikla pressu Tott- enham í lokin og endaði leikurinn meö jafntefli. Liverpool er því enn á toppnum þar sem Manchester United gerði jafntefli í Leicester, og datt liðið niöur í þriðja sœti. West Ham skaust upp í annað sætið í staðinn meö sigri í Wolverhampton. „Til aö sigra i deildinni veröa liö aö sigra Liverpool á heimavelli. En þeir eru í mjög góöu formi um þessar mundir. Fyrir tveimur árum á sama tíma heföu þeir burstaö okkur meö leik sem þessum,“ sagöi Keith Burkinshaw, stjóri Spurs eftir leikinn. „Þaö heföi veriö ósanngjarnt ef annaö liöiö heföi tapaö. Bæöi léku þau opinn sókn- arleik allan tímann og geröu allt til aö ná sigri," sagöi Burkinshaw. Liverpool hefur nú leikiö viö Lund- únaliðin í höfuöborginni og er þetta eina stigiö sem liðiö hefur tapaö þar í vetur. Stórgóður leikur Leikur liöanna var stórkostleg- ur, en enginn lék þó betur en Glenn Hoddle. „Loksins sáum viö hinn sanna Hoddle gegn Liver- pool,“ sagöi Joe Fagan, stjóri Liv- erpool, eftir leikinn. „Hann hefur harðnaö og hann hefur þroskast. Hann er á toppnum." Mike Robin- son kom Liverpool á bragðið meö marki á fimmtu mín. og lan Rush fékk dauöafæri einni mín. síöar en brenndi af. Steve Archibald jafnaöi fyrir Spurs eftir frábæra sendingu Hoddle gegnum vörnina, og áöur en Liverpool náöi forystu á ný varöi Bruce Grobbelaar tvívegis glæsilega og einu sinni bjargaöi varnarmaöur Liverpool á línu. Á 68. mín. átti Kenny Dalglish þrumuskot aö marki Spurs — Ray Clemence varöi en hélt ekki bolt- anum, og þaö hefur sýnt sig oftar en einu sinni aö slíkt er stórhættu- legt þegar lan Rush er nálægur. Hann skaust aö boltanum og skor- aöi örugglega. Aöeins tveimur mín. síöar togaöi Alan Kennedy Gra- ham Roberts niöur inni í teignum og dæmd var vítaspyrna. Glenn Hoddle skoraöi af öryggi úr henni: sendi Grobbelaar í öfugt horn. Eft- ir markið sótti Spurs meira, og Liv- erpool mátti þakka fyrir annaö stigið. Bobby Robson, landsliös- einvaldur Englands, var á leiknum, og var hann ánægöur meö stór- góöan leik Glenn Hoddle, en á morgun á England aö leika í Lux- emborg. Áhorfendur voru 45.032. Devonshire hinn dásamlegi Annar enskur landsliösmaöur var í sviösljósinu á laugardag: Alan Devonshire hjá West Ham. Hann átti frábæran leik er liöiö sigraöi Wolves 3:0 á Molyneux. Devon- shire byggöi upp mörkin þrjú og John Lyall, stjóri Hammers, sagöi eftir leikinn aö hann heföi leikiö „dásamlega. Hann er stórgóður leikmaöur." Hawkins, stjóri Wolv- es, sagöi: „Devonshire var stór- kostlegur.“ West Ham-liðiö lék mjög vel í Wolves og sigurinn var öruggur. Trevor Brooking skoraöi fyrsta markiö á fimmtu mín. Devonshire sendi fyrir og David Swindleshurst skallaöi til Brooking. Eftir undir- búning Devonshire gaf Frank Lampard svo fyrir mark Wolves er Swindlehurst skoraði annaö mark- iö á 58. mín. — hans fjóröa mark á átta dögum. Paul Bradshaw hélt Wolves á floti meö frábærri mark- vörslu, hann varöi m.a. vítaspyrnu frá Ray Stewart á 79. mín., en hann réö ekki viö skot Tony Cottee á síöustu mín. Áhorfendur: 12.062. United yfirspilað í fyrri hálfleik Leicester hefur nú fengiö sex stig úr síðustu fjórum leikjum. Liö- iö yfirspilaöi Manchester United í fyrri hálfleiknum, en heppnin er ekki oft meö neöstu liöunum. Dauöafæri fóru forgöröum og til að kóróna allt saman skoraöi Bry- an Robson eina mark hálfleiksins fyrir Manchester United eftir sendingu Arthur Graham á síöustu mínútunni. Steve Lynex jafnaöi svo fyrir Leicester á 53. mín. eftir hroöalegan misskilning milli Kevin Moran og Gary Bailey. Leicester missti Peter Eastoe útaf meiddan á 71. mín. og eftir þaö réö United lögum og lofum á vellinum en Mark Wallington í marki Leicester sá um aö mörkin yröu ekki fleiri. Áhorfendur voru 23.012. Mark Chamberlain iék laglega á tvo varnarmenn Aston Villa og skoraöi mark Stoke einni mín. fyrir • Bruce Grobbelaar, markvörður Liverpool, er fyrri til að ná til boltans og kýla hann frá áður en Totten- ham-leikmaöurínn Mark Falco nær að skalla. 40 þúsund áhorfendur voru á White Hart Lane, leikvelli Tottenham, er liðin léku þar á laugardag. MorgunbiaMö/símamynd ap leikhlé. Peter Withe jafnaöi á 52. mín. Villa missti Colin Gibson meiddan útaf, en þrátt fyrir þaö sótti liöiö án afláts. Vörn Stoke var föst fyrir og stóöst öll áhlaup. Áhorfendur: 19.272. Gott gengi Southampton þrátt ffyrír mikil meiðsli Þrátt fyrir aö mikiö sé um meiðsli hjá Southampton er liöiö í fjóröa sæti í deildinni — sigraði WBA á The Dell á laugardag. Steve Moran skoraöi eina markiö á 19. mín. úr víti. Vítiö var dæmt er Romeo Zondervan braut á Moran í teignum. Áhorfendur voru 16.450. Robert Hopkins skoraði fyrir Birmingham snemma í leiknum Corrigan fékk góðar móttökur - en þurfti að hirða knöttinn fjórum sinnum úr netinu Frá Bob Henneasy, tráttamanni MorgunblaOains í Englandi SHEFFIELD Wednesday gerði 1:1 jafntefli viö Fulham á föstu- dagskvöldiö og er enn í efsta sæti 2. deildar. Man. City gjör- sigraði Brighton 4:0 á laugar- dag, og Newcastle steinlá á Stamford Bridge í London gegn Chelsea með sömu markatölu. 24.562 áhorfendur voru á Maine Road í Manchester er Brighton kom í heimsókn. Joe Corrigan, sem lék um árabil meö City viö frábæran oröstír, stend- ur nú í marki Brighton og tóku áhorfendur vel á móti honum. „Eftir þessar frábæru móttökur vildi ég standa mig vel, en ég átti ekki möguleika á aö koma í veg fyrir neitt þessara marka," sagöi Corrigan eftir leikinn. Baker 2, Tolmie og Parlane skoruöu fyrir City. Spackman, Rhodes-Brown og Speedie 2 skoruöu fyrir Chelsea. Lítiö fór fyrir Kevin Keegan í leiknum, en ungur skoti i Chelsea-liöinu, Pat Neven að nafni, stal algerlega senunni. Hann var keyptur í sumar frá Clyde fyrir 90.000 pund og Newcastle-vörninni var líkt viö taugahrúgu í leiknum vegna stór- leiks hans. „Viö lékum sérstak- lega vel í dag. Pat sýndi vel hvers hann er megnugur meö knöttinn þegar hann fær tækifæri til þess,“ sagöi John Neai, stjóri Chelsea. Áhorfendur á Stamford Bridge voru 30.628. gegn Luton en Brian Stein jafnaöi á 16. mín. Stein fékk gulliö tæki- færi til aö tryggja Luton sigur á 53. mín. en skoti hans var bjargað á línu. Luton hefur ekki enn tapaö á heimavelli á tímabilinu. Áhorfendur voru 11.111. Skemmtileg talal! Slæm mistök O’Leary Eric Gates tryggöi Ipswich sigur á Arsenal. Hann skoraöi eina mark leiksins á 53. mín. eftir aö hafa komist inn í hræöilega sendingu David O’Leary, fyrirliöa Arsenal, aftur til Jennings í markinu. George Burley braut á Charlie Nicholas í teignum í fyrri hálfleik, en dómarinn dæmdi ekki víti, öll- um á óvart. Áhorfendur voru 21.652. Rafvirkinn í stuði!!! Coventry, sem komiö hefur mest allra liöa á óvart í vetur, sigr- aöi QPR, og er nú í sjötta sæti. Dave Bamber skoraöi eina mark leiksins á elleftu mín. og Rangers mátti þakka Peter Hucker í mark- inu fyrir aö tapa ekki mun stærra. Stuart Pearce lék frábærlega í liöi Coventry, en þetta var hans fyrsti leikur. Hann er vinstri bakvörður, en aöeins eru þrjár vikur síöan hann hætti sem rafvirki hjá borg- inni!! Áhorfendur: 11.755. Sunderland hefur ekki tapaö nema einum af síöustu níu leikjum, og á laugardag burstaöi liöiö Wat- ford. „Mína menn skortir sjálfs- traust," sagöi Graham Taylor, stjóri Watford, eftir leikinn. Liöinu gengur vel í Evrópukeppninni, en í deildinni gengur því allt í óhag um þessar mundir. Gamla kempan Leighton James var stjarna Sund- erland í leiknum og lagöi hann upp öll mörkin þrjú. Colin West skoraöi þaö fyrsta meö skalla á 26. mín., Mark Proctor geröi annaö markiö — hans fyrsta deildarmark fyrir liðið — á 47. mín., og Gordon Chisholm geröi þriöja markið á 72. mín. Sunderland átti tvö skot í stangir Watford-marksins, en þess má geta aö á síðasta keppnistíma- bili sigraöi Watford Sunderland 8:0. Áhorfendur: 15.407. Sigur en vonbrigöi! Andy Gray lék sinn fyrsta leik meö Everton og lagöi upp eina mark leiksins sem Adrian Heath skoraöi á elleftu mínútu. Gray hafði aöeins æft meö sínum nýju félögum í eina klukkustund fyrir leikinn. Hann kom bara á föstu- dagsæfinguna. Þrátt fyrir sigurinn sagöist hann hafa oröiö fyrir viss- um vonbrigöum: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég skora ekki í mínum fyrsta leik hjá nýju félagi. En ég hef trú á því að þetta eigi eftir aö blessast og vona bara aö áhang- endur liðsins muni taka mér vel.“ Áhorfendur voru 17.546. Norwich heppið Mark Barham skoraöi fyrir Norwich á 18. mín. gegn Notts County. County var meö ólíkindum óheppiö í leiknum. Dómarinn sleppti augljósri vítaspyrnu á Norwich og þrívegis átti Justin Fashanu skot í stöng. Hann skor- aöi eina mark County aöeins þremur mín. eftir aö Barham skor- aöi. Áhorfendur: 7.882.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.