Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 2
2 Kveikt í glugga- tjöldum í fjöl- býlishúsum KLDUR var borinn að glugga- tjöldum í þremur fjölbýli.shúsum í Breiðholti á sunnudagskvöldið og hafði slökkviliðiö í nógu að snúast. Fyrst var kveikt í glugga- tjöldum í stigagangi í fjölbýlis- húsinu að Kötlufelli 1 laust fyrir miðnætti. Síðan í Gyðufelli 4 skömmu síðar og lokst Gyðufelli 16. I*á var kveikt í ruslatunnum við verslunina KRON. Greiðlega gekk að slökkva eldinn í öllum tilvikum og reyndust skemmdir ekki miklar. Tveir piltar voru handteknir vegna þessa máls, 13 og 14 ára gamlir, en þeim var sleppt í gær. Þá var slökkviliðið í Reykja- vík kallað að húsinu Aðal- stræti 16 í Reykjavík á laug- ardagskvöldið. Allt tiltækt lið var sent á vettvang þar sem óttast var að mikill eldur væri laus, en Aðalstræti 16 er stórt timburhús. En ótti manna reyndist ekki á rökum reistur. Búið var að slökkva eldinn þeg- ar slökkviliðið kom á vettvang. Hæstiréttur: Gæzluvardhald staðfest í Lagar- fossmálinu HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest 45 daga gæzluvarðhald yfir 26 ára gömlum manni, sem í síðustu viku var kveðið upp í Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum, en úr- skurðurinn var kærður til Hæsta- réttar. Maðurinn var úrskurðaður í gæzluvarðhald vegna rann- sóknar fíkniefnadeildar lög- reglunnar á umfangsmiklu fíkniefnamáli, sem upp kom þegar liðlega 5 kíló af hassi, 240 grömm af amfetamíni og 20 grömm af kókaíni fundust í Lagarfossi. Einn skipverja var handtekinn og hefur hann við- urkennt að hafa reynt að smygla fíkniefnunum inn í landið. Samkvæmt heimildum Mbl. er talið að fíkniefnin hafi verið keypt í Hollandi. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæzlu- varðhald var staddur í Hol- landi þegar Lagarfoss lá við festar í Rotterdam og liggur undir grun að hafa átt þátt í að fjármagna kaupin. Talið er að söluverðmæti fíkniefnanna sé á markaði hérlendis um 4,4 milljónir króna. Sprengjuhótun í Stjórnarráðinu ADFARANÓTT mánudagsins var hring til lögreglunnar í Reykjavík og tilkynnt að sprengju hefði verið komið fyrir í Stjórnarráðinu og að hún spryngi klukkan fjögur um nóttina. Gerðar voru viðeigandi ráðstaf- anir en upphringingin reyndist gabb. Þeir sem verða uppvísir að slíku eiga yfir höfði sér háar fjár- sektir og fangelsi. Lýst eftir bifreið LÖGREGLAN í Reykjavfk lýsir eftir Lada-skutbíl, árgerð 1976. Bifreiðin ber einkennisstafina R—46270 og er Ijósgul að lit. Bif- reiðinni var stolið aðfaranótt mánudagsins 7. nóvember frá Safamýri 27. Þeir sem kunna að vita um afdrif bifreiöarinnar eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band við lögregluna. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 Janúar — september: Um 12,7% aukning á flutningum Eimskips Heildarflutningsmagn hefur dregizt saman HKILDAKKUTNINCAR Kimskipafélags íslands fvrstu níu mánurti ársins jukust um 12,7'i, |>egar flutt hiil'ðu verirt lirt- lega 4!I2 þúsund tonn, borið saman við 436,5 þúsund tonn á sama tíma í fyrra, að sögn Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskips. Morgunblaðið/Snorri Snorrason. Flutningaskipið Mávur, sem strandaöi í Vopnafirði fyrir nokkrum árum, er smám saman að brotna og grafast niður í sand. Væntanlega líða ekki mörg ár uns Ægir konungur hefur afmáð öll merki um strandið. Varaformannskjör landsfundar Alþýðubandalags: Konur sameinaðar um kjör Vilborgar Harðardóttur ALÞÝÐUBANDALAGSKONUR hafa komiö sér saman um að standa samein- aðar að kjöri Vilborgar Harðardóttur til varaformanns Alþýðubandalagsins á landsfundi flokksins um næstu helgi. Þessi ákvörðun var tekin eftir að Gerður Óskarsdóttir hafði lýst yfir að hún gæfi ekki kost á sér. Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar tjáði blaðamanni Mbl. í gær, að hann væri ekki í neinum framboðshugleiðingum. Þá staðfesti Guðmundur J. Guðmundsson það í viðtali við Mbl. í gær, að hann myndi ekki sitja fundinn, en hann var kjörinn landsfundarfulltrúi á hlutkesti. Gerður Öskarsdóttir sagði í við- tali við blaðamann Mbl. í gær, að hún hefði gefið neikvætt svar við beiðni um að hún gæfi kost á sér til varaformanns. Mbl. er kunnugt um að gengið hefur verið frá því við Vilborgu Harðardóttur að hún verði fulltrúi kvenna í varafor- mannskjörinu, en konur hafa lagt mjög mikla áherslu á að fá vara- formann úr sínum röðum, og unnið sleitulaust að því að ná þessari samstöðu. Eins og Mbl. hefur einnig skýrt frá fór Guðmundur J. Guðmunds- son eindregið fram á að Þröstur Ólafsson yrði í framboði til vara- formanns fyrir hönd verkalýðs- hreyfingarinnar, en honum hefur Guðmundur treyst bezt til að rétta hlut verkalýðsarms flokksins, sem Guðmundur telur að sé að þurrkast út. Miklar deilur urðu í kjölfar þessarar kröfu Guðmundar, enda hafði Ásmundur Stefánsson mælt með Grétari Þorsteinssyni til framboðs úr hópi verkalýðsforust- unnar. Þröstur sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann væri ekki í neinum framboðshugleiðingum, hann hefði nógu að sinna í sínu starfi. Staða kvennanna virðist sterk þar sem þær hafa náð saman um Þessi aukning á flutninfþim vek- ur athygli, þegar höfð er hliðsjón af því, að heildarflutningar um ís- land hafa dregizt nokkuð saman á árinu. Sem dæmi um það má nefna, að samdrátturinn í inn- flutningi er talin vera á bilinu 20- 25%. Hins vegar hefur útflutning- ur landsmanna aukizt um 10% á árinu. Samkvæmt upplýsingum Harð- ar jókst útflutningur Eimskips á einn frambjóðanda. Vilborg virðist þó, samkvæmt viðtölum við Al- þýðubandalagsfólk, eiga á brattann að sækja meðal ýmissa landsfund- arfulltrúa. Nöfn Steingríms Sig- fússonar og/eða Hjörleifs Gutt- ormssonar eru enn til umræðu, en ekki ljóst hvort þeir draga sig til baka eða láta reyna á kjörfylgið. Eins og Mbl. hefur skýrt frá er Guðmundur J. Guðmundsson mjög óánægður með afstöðu flokks síns til verkalýðshreyfingarinnar og hefur hann m.a. sagt, að flokkurínn sé orðinn „kjaftaklúbbur her- stöðvaandstæðinga og gamalla rauðsokkukerlinga". í viðtali við Mbl. í gær sagði Guðmundur það rétt vera að hann myndi ekki mæta á þennan landsfund, „og ég mun heldur ekki koma á þing á næst- unni“, bætti hann við. Hann kvaðst reikna með því að Ólafur Ragnar Grímsson tæki sæti sitt sem vara- maður í dag eða á næstu dögum. umræddu níu mánaða tímabili um tæplega 38%, þegar út voru flutt um 263 þúsund tonn, borið saman við tæplega 191 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Innflutningur Eimskips var um 220 þúsund tonn fyrstu níu mán- uði ársins, borið saman við 239 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn milli ára er liðlega 9%. „Samdrátturinn í innflutningi hefur aðallega komið fram í var- anlegum neyzluvörum, eins og bíl- um og heimilistækjum," sagði Hörður. Þá kom það fram hjá Herði Sig- urgestssyni, forstjóra Eimskipafé- lagsins, að flutningur félagsins milli hafna erlendis hefði nær fjórfaldast fyrstu níu mánuði árs- ins, en samtals voru flutt liðlega 3.500 tonn. Strandflutningar stóðu hins vegar nokkurn veginn í stað. Happdrætti Sjálfstæðis- flokksins ÚTDRÁTTUR í Hausthapp- drætti Sjálfstæðisflokksins fór fram síðastliðinn laugar- dag hjá borgarfógetanum í Reykjavík. Þar sem þá höfðu ekki enn borist allar skila- greinir í happdrættinu voru vinningsnúmerin innsigluð og verða birt næstkomandi fimmtudag. Fréttatilkynning. Frjálsu framtaki óheimilt að kalla tímarit sitt „Líf“: Samkeppni um nýtt nafn á ritið HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt, aó útgáfufyrirtækinu Frjálst framtak sé óheimilt aó nota oröið líf, sem nafn á tímaritinu „Líf“ og var dómurinn kveðinn upp síóastlióinn fimmtudag. Dómur Hæstaréttar er svo- hljóðandi: „Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guðmundur Jóns- son, Halldór Þorbjörnsson, Sigur- geir Jónsson og Jónatan Þór- mundsson, prófessor. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með áfrýj- unarstefnu 16. september 1981 og gert þá dómkröfu að stefnda verði dæmt óheimilt að nota orð- ið „líf“ sem titil á tímaritinu „Líf“. Þá krefst hann málskostn- aðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti. f máli þessu er deilt um það hvort hætta sé á að villst verði á vörumerki því, sem áfrýjandi fékk skráð hér á landi 14. sept- ember 1949 og hefur að aðalatriði orðið LIFE og nafn tímarits stefnda, „Líf“. Enska orðið life og íslenzka orðið líf eru að rithætti mjög lík, enda að uppruna til sama orðið. Þau merkja nokkurn veginn hið sama og merking hins enska orðs má teljast alkunn hér á landi. Áfrýjandi notar vörumerki sitt sem nafn á tímariti, enda var það upphaflega skráð í Washington 4. maí 1937 fyrir vikurit. Tímaritið LIFE er þekkt hérlendis, og framkvæmdastjóra stefnda var kunnugt um það. Verður sam- kvæmt þessu að telja hættu á að villst verði á nafni tímarits stefnda og hinu skráða vöru- merki. Ennfremur ber á það að líta að ætla má að vörumerki áfrýjanda hafi náð slíkri mark- aðsfestu að heiti tímarits stefnda sé til þess fallið að vekja hjá al- menningi þá trú að um viðskipta- tengsl milli aðilja sé að ræða. Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið og samkvæmt 37. gr. sbr. 1. og 4. gr. laga nr. 47/1968 um vörumerki, ber að taka til greina dómkröfur áfrýjanda. Málskostnaður til áfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti verður ákveðinn 30.000 krónur. Dómsorð: Stefnda, Frjálsu framtaki hf., er óheimilt að nota orðið „líf“, sem nafn á tímaritinu „Líf“. Stefndi greiði áfrýjanda, Time Incorporated, samtals 30.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri að- för að Iögum." Þór Vilhjálmsson og Guðmundur Jónsson skiluðu séráliti og töldu að ekki yrði um villst á vörumerkjum áfrýjanda og tímaritsheiti stefnda og því bæri að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Að Frjálsu framtaki sé heimilt að nota orðið líf sem nafn á tímariti sínu. Mbl. ræddi við Magnús Hregg- viðsson, framkvæmdastjóra Fráls framtaks. „Þessi niðurstaða er tvíþætt áfall fyrir okkur. í fyrsta lagi getum við ekki notað nafnið „líf“ áfram, jafnt þekkt og gott það var orðið, og I öðru lagi særir það okkur sem íslendinga að erlend fyrirtæki geti fengið einkarétt á að nota íslenzkt nafn sem er jafn algengt og viðurkennt orð og „líf“ er. Dómur féll í undirrétti 13. júlí 1981. Þá voru allir dómarar sam- mála um að dæma okkur í hag, þeir Gaukur Jörundsson, Knútur Hallsson og Hrafn Bragason. Þeir voru allir sammála um að enska orðið life og íslenzka orðið líf væru ólík — að islenzka orðið líf einkenni íslenzka tungu en life enska. Þeir álitu hverfandi líkur að hægt væri að rugla þessu saman. Hæstiréttur telur hins vegar verulegar líkur á að fólk rugli saman Life Magazine og Líf. Við erum með jólablað Lífs á lokastigi, en munum að sjálf- sögðu hlíta dómi Hæstaréttar. Því höfum við ákveðið að finna nýtt nafn á blaðið og vonumst til að sem flestir hjálpi okkur við það og höfum ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni. Nýtt nafn verður að vera til fyrir helgi og eftir undirtektum fólks að dæma í dag, þá er ég sannfærður um að það tekst. Símalínur hafa verið rauðgióandi hjá okkur og hefur fólk undantekningalaust lýst furðu sinni á dómi Hæstaréttar," sagði Magnús Hreggviðsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.