Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
47
Beint samband
við MÍIANO á Ítalíu
Með nýrri þjónustuhöfn fyrir Eimskip
á Ítalíu tengjum við nýtt land við
vikulegarsiglingar frá meginlandi
Evrópu. Árangurinn er styttri
flutningstími, lægri flutnings-
kostnaður, betri vörumeðferð
og áreiðanlegt upplýsinga-
streymi frá fyrsta til
síðasta hlekks í
flutningakeðjunni.
Alla léió(meö u |"
EIMSKIP * .
Sími 27100 ----- 7
I
*
Haustfagnaður
Átthagasamtaka
Héraðsmanna
ÁRLEGUR haustfagnaður Átthaga-
samtaka Héraðsmanna verður hald-
inn í Domus Medica, fimmtudaginn
17. nóv. og hefst hann kl. 20.30.
Nú er nýlokið ellefta starfsári
Átthagasamtakanna. Helstu verk-
efnin hafa verið áframhaldandi
endurnýjun á gamla læknisbú-
staðnum á Hjaltastað og undir-
búningur að gerð styttu af Sigfúsi
Sigfússyni, þjóðsagnaritara. Er
styttan gerð í samvinnu við aust-
-firska aðila og stendur til að af-
hjúpa hana á 130 ára fæðingar-
afmæli Sigfúsar, sumarið 1985.
í Milano
starfar
Eimskip
með stærstu
vörumóttöku-
stöð Ítalíu,
Eurodocks. Þar
sjá þrautreyndir
menn um að
sækja vöruna til
seljanda og setja
hana í gáma áður en
hún er send af stað til
Rotterdam þar sem
áætlunarskip Eimskips
taka við. Nú er flókið mál
orðið einfalt - Eimskip annast
flutninginn alla leið.
Umboðsmaður í Milano:
Thomas Carr & Son SPA
c/o Eurodocks
Via Dante 132
20090 Limito Pioltello
Milano
Sími: 02-6701451
Telex: 334857 carrmi
„Val kvikmyndagagnrýn-
enda kom verulega á óvart,“
segir Egill Eðvarðsson
„Eintakið af myndinni sem fór á
kvikmyndahátíðina, var nýtt og
með enskum texta," sagði Egill
Eðvarðsson, kvikmyndagerðar-
maður og leikstjóri „Hússins", er
blaðamaður ræddi við hann í gær.
„Við fengum þarna þrenn verð-
laun, en í raun voru það aðeins ein
þeirra sem komu mér verulega á
óvart. Það var val kvikmynda-
gagnrýnenda á þessari mynd, sem
bestu mynd hátíðarinnar. Lilja
Þórisdóttir, að öðrum leikurum
myndarinnar ólöstuðum, skilaði
sínu hlutverki á frábærlega góðan
hátt og á hátíðinni vakti það veru-
lega athygli að þetta er hennar
fyrsta hlutverk í kvikmynd. Snorri
Þórisson er frábær kvikmynda-
tökumaður og á því er enginn vafi
að hann er samkeppnishæfur á
öðrum og enn stærri vettvangi en
þessari kvikmyndahátíð."
„Hef enn ekki séð íslenska
mynd, sem gæti eyðilagt
markaðinn“
„Viðurkenning kvikmyndagagn-
rýnendanna kemur sér vel að því
leyti að þarna áttu í hlut menn frá
hinum ýmsu löndum. Nú halda
þeir til síns heima og skrifa að
sjálfsögðu um myndina, en ekki
eingöngu þessa mynd, heldur á ég
von á því að þeir fjalli um kvik-
myndagerð á Islandi almennt. Og
ið“ hlaut mjög góðar undirtektir
þar og stóð síst að baki framlagi
frænda okkar og félaga. Ég var í
Ástralíu í þrjár vikur og kynntist
sömuleiðis því helsta sem er að
gerast í kvikmyndagerð þar um
slóðir, en kvikmyndagerð þar hef-
ur nú komist verulega á skrið, eft-
ir að skattalögum var breytt í þá
veru að nú geta hin ýmsu fyrir-
tæki iátið hluta af eigin hagnaði
renna til kvikmyndagerðar án
íhlutunar skattayfirvalda.
Ég held að persónuleg samskipti
kvikmyndagerðarmanna séu
okkur öllum til hins betra. Við
lærum hver af öðrum og kynn-
umst því helsta sem er að gerast
hjá öðrum þjóðum. Ég er mjög
ánægður að hafa fengið tækifæri
til að fara í þessar tvær ferðir, þ.e.
til Brússel og Ástralju, og ég lít
ekki á þær ferðir sem ávinning
fyrir örfáa einstaklinga, heldur
fyrir íslenska kvikmyndagerð í
heild."
„Hósið“ hlaut þrenn verðlaun
á alþjóðlegri kvikmyndahátíð
ÍSLENSKA kvikmyndin „Húsið“
hlaut þrenn verðlaun á alþjóðlegri
kvikmyndahátíð, sem haldin var í
Briissel dagana þriðja til ellefta nóv-
ember. Verðlaunin voru veitt fyrir
bestu leikkonuna (Lilja Þórisdóttir),
bestu kvikmyndatökuna (Snorri
Þórisson) auk þess sem myndin
hlaut sérstaka viðurkenningu kvik-
myndagagnrýnenda sem besta kvik-
mynd hátíðarinnar.
Anna Bjarnadóttir, fréttaritari
Morgunblaðsins í Brússel, sagði að
þetta væri í fyrsta sinn, sem kvik-
myndahátíðin væri haldin og
fengi hún fjárhagslegan stuðning
frá belgíska ríkinu og fyrirtækj-
um þar í landi. Einnig sagði Anna
að alls hefðu 43 myndir verið
sýndar og veitt hefðu verið 15
verðlaun. „,,Húsið“ hlaut flest
verðlaunin og vakti verulega at-
hygli," sagði hún. „Belgíska sjón-
varpið gerði sjónvarpsþátt um há-
tíðina og verður hann sýndur í
flæmsku sjónvarpsstöðinni þann
18. desember næstkomandi.
Verðlaunaafhendingin fór fram
á laugardag við hátíðlega athöfn.
Hörður Bjarnason, sendiráðu-
nautur í íslenska sendiráðinu í
Brússel, tók á móti verðlaunum
fyrir hönd aðstandenda myndar-
innar.“
Þrír aðstandendur „Hússins". Frá vinstri: Sigurður Þórisson,
Egill Eðvarðsson og Lilja Þórisdóttir.
hvert orð sem skrifað er um kvik-
myndagerð á íslandi og hver
mynd, sem kynnt er erlendis hlýt-
ur að vera kvikmyndagerð hér á
landi til góða. Ég hef að minnsta
kosti enn ekki séð neina íslenska
mynd, sem gæti eyðilagt markað-
inn fyrir öðrum íslenskum mynd-
um.
í haust hlaut ég ferðastyrk frá
Kvikmyndasjóði Islands til Ástr-
alíufarar. Tilgangur fararinnar
var að kynna nokkrar af athyglis-
verðustu kvikmyndum Norður-
landa í seinni tíð ásamt með al-
mennri kynningu á kvikmynda-
gerð í hverju landi fyrir sig. „Hús-