Morgunblaðið - 19.11.1983, Side 1

Morgunblaðið - 19.11.1983, Side 1
48 SÍÐUR tXJ LESBÓK STOFNAÐ 1913 266. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reiner vill ekki dæma Stokkhólmi, 18. nóvember. AP. FYRRUM SÆNSKI dómsmálarád- herrann Ove Reiner sagði í gær að hann myndi ekki taka við embætti hæstaréttardómara, embætti sem hann var skipaður í strax eftir að hann sagði af sér ráðherraembætt- inu í síðustu viku. Reiner sagði af sér ráðherra- embættinu vegna umtals um fjár- og skattamál hans. Eru fjármál hans í rannsókn og af þeim sökum sagði hann í gær að það væri ekki rétt af sér að taka sæti hæstarétt- ardómara. Rússar og Norðmenn: Semja um loðnu- og þorskveiði ()sló, 18. nóvember. Krá Per A. Borglund, fréttam. Mbl. SOVÉTMENN og Norðmenn náðu í gær samkomulagi um sameiginlegan þorsk- og loðnukvóta við Norður- Noreg og í Barentshafi á næsta ári. Samkvæmt samkomulaginu, mega Norðmenn veiða 180.000 tonn af þorski á þessum slóðum, en Rússar 60.000 tonn. Aðrir mega veiða 20.000 tonn samkvæmt samkomuiagi. Er þetta mun meiri afli heldur en alþjóðahafréttarráðið hafði mælt með. Af loðnu kveður samningurinn á um að veiða megi 1,5 milljón tonna, 600.000 tonn af vetrar- loðnu, en 90.000 tonn af sumar- fiski. Norðmenn fá 60 prósent af aflanum, Rússar 40 prósent. Grein er í samkomulaginu sem heimilar stöðvun loðnuveiða í september, ef fiskifræðingar telja stofninum hætt. - 4 'ýss,ý< ' t , < , 4* f; i .' »> . ,4. 'u J* ■t Alexander Kielland sekkur Símamynd: Verdens Gang. Olíuborpallurinn Alexander Kielland, sem mikið var haft fyrir að rétta við á dögunum, var í gær sendur niður á hafsbotn í Melandsfirði í Noregi. Sprengjusérfræðingar sprengdu pallinn og sökk hann. Sjá nánar frétt á blaðsíðu 22. Harðir bardagar í Trípólí: Arafat-fylking PLO náði aftur Baddawi — Amal-fylking shíta hótar hefndum Trípólí, 18. nóvember. AP. PALESTÍNUSKÆRULIÐAR, fylg- 1 snemma í gærmorgun Baddawi- ismenn Yassers Arafat, náðu I flóttamannabúðunum aftur á sitt Afvopnunarviðræðurnar í Genf: Sovétmenn gefa til- slökunarvilja í skyn Washington, Bonn, Lundúnum og Genf. 18. nóvember. AP. SOVÉTMENN hafa gerið í skyn að þeir séu tilbúnir til vissra til- slakana í afvopnunarmálunum, nú þegar Bandaríkjamenn eru að flytja hinar fyrstu af 572 meðal- drægum kjarnorkueldflaugum NATO-landanna austur um haf til niðursetningar. Hafa Rússar gefið ýmsar eftirgjafir í skyn og við- brögð vesturveldanna verið mis- jöfn. Háttsettir bandarískir embættismenn sögðu í gær, að afvopnunarfulltrúi Sovétmanna í Genf, Yuli Kvitsinski, hefði sagt í óformlegum viðræðum, að stjórnvöld í Kreml væru hugs- anlega reiðubúin til að fækka meðaldrægum flaugum sínum í Austur-Evrópu um helming og í formlegum samningaviðræðum sagði hann að Sovétmenn væru reiðubúnir til að sleppa kjarn- orkuvopnum Breta og Frakka í heildardæminu. Eiga Sovétmenn hátt á fimmta hundrað meðal- drægar flaugar sem þeir beina að Vestur-Evrópu, bæði SS-20 flaugar auk eldri gerða. Skilyrð- in fyrir tilslökunum eru þau, að ekki ein einasta hinna 572 flauga NATO verði sett niður. Viðbrögð vesturveldanna hafa verið hin og þessi. Larry Speaks, talsmaður Hvíta hússins, sagði að í raun væru þetta ekki nýjar tillögur hjá Rússum og Banda- ríkjamenn gætu aldrei gengið að þeim meðan krafan væri að NATO bætti ekki við sig vopn- um. f mjög varlega orðaðri til- kynningu frá breska utanríkis- ráðuneytinu sagði að Rússar kepptu greinilega eftir sem áður að því að halda ákveðnum yfir- burðum í meðaldrægum kjarn- orkuvopnum, en hins vegar benti eitt og annað til þess að þeir væru í þann mund að slaka á ýmsum áður óaðgengilegum kröfum. Vestur-þýska utanríkisráðu- neytið sendi einnig frá sér til- kynningu þar sem því var fagnað að Sovétmenn væru reiðubúnir að sleppa kjarnorkuvopnum Breta og Frakka úr dæminu. Hins vegar þýddi ekkert að bjóða NATO upp á tillögur þar sem Sovétmenn hefðu eftir sem áður hernaðaryfirburði á sviði meðaldrægra kjarnorkuvopna. Peter Bönisch, helsti talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar sagði í gær, að Sovétmenn væru greinilega að stíga spor í rétta átt, en enn væri langt í land að kröfur þeirra og tillögur væru aðgengilegar fyrir Vesturlönd. Yasser Arafat heldur glaðklakkalegur frá Trípólí áleiðis til vígstöðvanna í Baddawi. Simamynd AP. vald, aðeins um sólarhring eftir að þeir voru hraktir þaðan af andstæð- ingum PLO-leiðtogans. Hörfuðu menn Arafats þá til Tripólí, en Badd- awi var þeirra síðasta vígi. Síðast er fréttist sátu menn Arafats enn sem fastast í búðunum, en uppreisnar- mennirnir innan PLO, með aðstoð sýrlenska hersins, héldu uppi linnu- lausri fallbyssuskothríð, bæði á Baddawi og nokkur hverfi í Trípólí. Talsmenn PLO sögðu Arafat sjálfan hafa farið í broddi fylk- ingar, stjórnað öllum aðgerðum, og gengið síðan um stræti Badd- awi og rætt við fólkið. Mikið mannfall var í liðum beggja stríðsaðila, auk þess sem óbreyttir borgarar supu seyðið af skothríð- inni. 40 óbreyttir borgarar særð- ust einnig í Trípólí. Shítar eru æfir út í Frakka og ísraelsmenn vegna loftárása þeirra á búðir Amalsveita shita, sem eru hvað sterkast grunaðir um að hafa staðið á bak við sprengingarnar miklu á dögunum sem felldu hundruð Frakka, Bandaríkjamanna og ísrales- manna. Trúarleiðtogi shíta, Mo- hameð Shameddin, sagði skýr- ingar Frakka fyrir árásinni vera „yfirklór“, og heimtaði afsökun- arbeiðni og skýringar sem hlust- andi væri á. Hernaðarleiðtogi Amal-fylkingarinnar, sem hefur aðsetur í Bekaa-dal undir vernd- arvæng írana, sagði að ísraels- mönnum yrði „refsað". „Við send- um þeim nokkra sjálfsmorðsbíl- stjóra í líkklæðum úr sprengjum," sagði leiðtoginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.