Morgunblaðið - 19.11.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983
3
Rás 2 byrjar
1. desember
KÁS 2 hofur útsendingar kl. 10 að morgni 1. desember næstkomandi og er
gert ráð fyrir að „höfundur" rásarinnar, Andrés Björnsson útvarpsstjóri,
verði fvrstur manna til að taka til máls, að sögn l>orgeirs Ástvaldssonar,
forstöðumaður rásarinnar. I*ann dag verður sent út í samtals átta kiukku-
stundir, þar af tvær í samtengingu við
„Ég hef óskað eftir því að yfir-
bragð fyrsta dagsins verði íslenskt
— að íslensk tónlist verði í önd-
vegi,“ sagði Þorgeir Ástvaldsson í
samtali við Mbl. „Þá á ég við að
tónlistarflutningurinn verði bor-
inn uppi af því fólki, sem hæst
hefur haldið á lofti merki íslenskr-
ar dægurtónlistar, allt frá Hauki
Morthens til Bubba Morthens."
Þorgeir sagði að fyrsti útsend-
ingardagurinn miðaðist að nokkru
leyti við að kynnt yrði dagskráin,
stöðin og starfsmenn hennar.
„Þessi fyrsti dagur hlýtur að verða
með nokkuð óvenjulegum hætti en
einkenni dagskrárinnar, sem við
viljum byggja upp, eiga þó að
koma vel í ljós,“ sagði hann. „Út-
varpsráð hefur í dag (föstudag)
fengið til umsagnar 25 nafna lista
yfir þá, sem við höfum leitað til og
boðið hafa fram krafta sína til
dagskrárgerðar. Sá listi er alls
ekki tæmandi, því við höfum próf-
að marga óreynda hæfileikamenn
og munum halda því áfram. Þessir
tuttugu og fimm munu ekki allir
byrja. Dagskráin verður að mótast
fyrstu vikurnar og mánuðina og
nauðsynlegar breytingar verða
gerðar ef við teljum að annað
Rás 1.
muni koma betur út.“
Öll tæki eru nú komin í hús og
unnið er af miklu kappi svo út-
sending á Rás 2 geti hafist á til-
settum tíma. „Fólk er hér að
skrúfa og tengja og heilmargt
fleira —■ það er alveg nóg að gera,“
sagði Þorgeir Ástvaldsson.
Auglýsingareglur rásarinnar
hafa verið samdar og kynntar
væntanlegum auglýsendum. Aug-
lýsingar verða í mesta lagi níu
mínútur á klukkustund, sem skipt
verður niður í þrjá þriggja mín-
útna kafla, er auðkenndir verða
sérstaklega. Auglýsingar munu
ekki verða látnar rjúfa dagskrár-
liði. Að öðru leyti munu gilda
sömu reglur um auglýsingar og al-
mennt gilda hjá RUV.
Á nafnalistanum, sem útvarps-
ráð hefur fengið, er m.a. að finna
nöfn nokkurra þeirra, sem bera
uppi byrjunardagskrá rásarinnar.
Þeirra á meðal eru Páll Þorsteins-
son, Guðjón Arngrímsson, Þórður
Magnússon, Kristján Sigurjóns-
son, Ásta R. Jóhannesdóttir, Helgi
Már Barðason, Jón Ólafsson og
Hróbjartur Jónatansson — en rétt
er að leggja áherslu á, að sá
nafnalisti er ekki tæmandi.
SUrfsfólk Rásar 2.
Morgunblaðið/ KÖE.
Frá 6. landsfundi Alþýðubandalagsins sem haldinn er á Hótel Loftleiðum um helgina. Fundinn sitja 243 af 251 sem
rétt eiga til fundarsetu.
Landsfundur Alþýðubandalagsins:
Sit ekki undir keppni við
kapítalista Sjálfstæðisflokks
— sagði einn fundarmanna vegna tillöguflutn-
ings gegn einokun á framleiðslu og sölu eggja
„ÉG GET ekki setið undir því að hingað á landsfund Alþýðubandalagsins
komi sérlegir fulltrúar kapítalismans og að verið sé i keppni við kapítalistana
í Sjálfstæðisflokknum í tillöguflutningi. Ég sé ekki betur en undir þessa
tillögu skrifi blóminn úr verkalýðsstéttinni með Ásmund Stefánsson í broddi
fylkingar," sagði Guðmundur B. Þorgeirsson, landsfundarfulltrúi á lands-
fundi Alþýðubandalagsins, m.a. í gær í tilefni af framkominni tillögu sem
felur í sér mótmæli við hugmyndum um framleiðslu- og sölueinokun á
eggjum, kjúklinga- og svínakjöti. í tillögunni segir m.a. að Framleiðsluráð
landbúnaðarins hafi sett fram þessar hugmyndir með stuðningni landbúnað-
arráðherra.
Flutningsmenn tillögunnar eru
Jóhannes Gunnarsson, Ásmundur
Stefánsson, Arnmundur Bach-
man, Björn Arnórsson, Þröstur
Ólafsson, Böðvar Pétursson, Guð-
mundur Jónsson, Hörður Berg-
mann og fleiri. Jóhannes gerði
grein fyrir tillögunni og hafði á
orði að tillaga sama efnis hefði
verið flutt á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins nýverið, en ekki hlotið
þar endanlega afgreiðslu, sem
hann kvaðst vona að landsfundur
Alþýðubandalagsins bæri gæfu til
að gera.
Rökstuðningur mótmælanna í
tillögunni er svohljóðandi: „Slík
einokun er skaðleg bæði fyrir
neytendur og íslenska bændastétt,
þar sem hún hindrar eðlilega
framleiðsluþróun í þessum bú-
greinum. Landsfundurinn mót-
mælir sérstaklega því athæfi þess-
ara aðila að nota kjarnfóðurskatt-
in sem valdatæki til að knýja
framleiðendur til að fallast á þess-
ar hugmyndir yfirvalda um einok-
un.“
Hljómflutningstækin þín vevóa aldrei betri en hátalaramir
sem þú tengjr við þau!
Það er næstum því sama hvað tækin þín heita
- Akai, Marantz, Pioneer, Fischer, Philips,
Sony, Sanyo eða Plupp - tóngæðin byggjast
mest megnis upp á hátölurunum.
Auðvitað skiptirtalsverðu máli hversu
góð tækin eru, en þó er miklu mikilvægara
hvaða hátalara þú notar. Þess vegna beröllum
„stærri spámönnum” saman um að verð
hátalara megi nema allt að 70% af heildarverði
samstæðunnar.
Þar af leiðandi hljóta flestir að kynna sér Bose,
því Bose hátalarar eru viðurkenndir jafnt af
áhugamönnum sem atvinnumönnum.
Komdu og kíktu á okkur • og Bose
ÓTRÚLEG VERÐLÆKKUN
á Bose 501, Bose 601 og Bose 901 hátölurum.
Opió á laugardögum í Sætúni 8.
ÖSA
Yfirburðir Bose felast í fullkomnu samspili
beinnaog endurkastaðra tóna.
eimilistæki
Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.