Morgunblaðið - 19.11.1983, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983
Peninga-
markaöurinn
GENGISSKRÁNING
NR. 217 — 17. NÓVEMBER
1983
Kr. Kr. Toll-
Eia. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
1 Dollar 28,140 28,220 27,940
1 St.pund 41.626 41,744 41,707
1 Kan. dollar 22,744 22,809 22,673
1 Donsk kr. 2,9022 2,9104 2,9573
1 Nor.sk kr. 3,7612 3,7718 3,7927
1 Saensk kr. 3,5503 3,5604 3,5821
1 Fi. mark 4,8837 43976 4,9390
1 Fr. franki 3,4355 3,4452 3,5037
1 Belg. franki 0,5148 0,5163 0,5245
1 Sv. franki 12,9522 12,9890 13,1513
1 Holl. gjllini 9,3361 9,3627 9,5175
1 V-þ. mark 10,4513 10,4810 10,6825
1 ÍLlíra 0,01729 0,01734 0,01754
1 Austurr. sch. 1,4854 1,4896 1,5189
1 PorL escudo 0,2190 0,2196 0,2240
1 Sp. peseti 0,1816 0,1821 0,1840
1 Jap. ven 0,11944 0,11978 0,11998
1 írskt pund 32,558 32,651 33,183
SDR. (SérsL
dráttarr.) 16/11 29,5534 29,6377
1 Belg. franki 0,5113 0,5128
V
Vextir: (ársvextir)
Frá og með 21. október 1983
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóðsbækur............32,0%
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1).34,0%
3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán.1)... 38,0%
4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar. 0,0%
5. Verötryggöir 6 mán. reikningar. 1,0%
6. Avisana- og hlaupareikningar... 19,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæður í dollurum..... 7,0%
b. innstæöur í sterlingspundum. 8,0%
c. innstæöur i v-þýzkum mörkum... 4,0%
d. innstæöur í dönskum krónum.... 7,0%
1) Vextir tæröir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
HÁMARKSVEXTIR
(Verðbótaþáttur í sviga)
1. Víxlar, forvextir......... (27,5%) 30,5%
2. Hlaupareikningar ......... (28,0%) 30,5%
3. Afuröalán, endurseljanleg (25,5%) 29,0%
4. Skuldabréf ............... (33,5%) 37,0%
5. Vísitölubundin skuldabréf:
a. Lánstími minnst 6 mán. 2,0%
b. Lánstími minnst 2% ár 2,5%
c. Lánstími minnst 5 ár 3,0%
6. Vanskilavextir á mán..............4,75%
Lífeyrissjóðslán:
Liteyrissjóður starfamanna ríkisins:
Lánsupphæð er nú 260 þúsund ný-
krónur og er lániö vísitölubundiö meö
lánskjaravísitölu, en ársvextlr eru 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Lífeyrissjóður verzlunarmsnna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lifeyrissjóðnum 120.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár
bætast viö lániö 10.000 nýkrónur, unz
sjóösfelagi hefur náö 5 ára aöild aö
sjóðnum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára
sjóðsaöild bætast viö höfuöstól leyfi-
legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á
hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára
sjóösaöild er lánsupphæöin oröin
300.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild
bætast viö 2.500 nýkrónur fyrir hvern
ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekk-
ert hámarkslán í sjóönum.
Höfuðstóll lánsins er tryggður með
byggingavisitölu, en lánsupphæöin ber
2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár
að vali lántakanda.
Lánskjaravísitala fyrir nóvember
1983 er 821 stig og er þá miöaö við
vísitöluna 100 1. júní 1979.
Byggingavísitala fyrir október—des-
ember er 149 stig og er þá miöaö viö
100 í desember 1982.
Handhafaskuldabréf i fasteigna-
viðskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
íltvarp kl. 20.10:
Risaskjaldbakan
- ævintýri um samhjálp dýra og manna
„l’átturinn í dag verður óvenju
langur," sagði Bjarni Felixson, er
hann var spurður um íþróttaþáttinn
í dag. „Þátturinn hefst klukkan
15.30 á því að sýndur verður fyrri
hálfleikur þriðja úrslitaleiks Los
Angeles Lakers og Philadelphia um
bandaríska meistaratitilinn í körfu-
knattleik.
Eftir fyrri hálfleik kemur
kennsiuþátturinn í ensku, „Fólk á
förnum vegi“, og á eftir honum
verður sýndur síðari hálfleikur
rússneskur drengur að nafni Dim-
itri Belozertchef. Hann er alveg
hreint frábær fimleikamaður.
Enginn hefur hlotið tíu í einkunn
eins oft og hann. Dimitri byrjaði
að æfa fimleika þegar hann var
átta ára gamall. Faðir hans vildi
að hann yrði íshokkíleikari og
strákurinn vildi það reyndar líka.
Það urðu báðum því mikil von-
brigði, þegar hann var settur í
fimleikaæfingar í skólanum og
sagt að verða fimleikastjarna!
körfuboltaleiksins. Þetta er mjög
skemmtilegur leikur, þarna er
spilaður körfubolti eins og hann
gerist bestur í heiminum.
Ég verð með úrslit dagsins á
eftir körfuknattleiknum og síðan
ræði ég við Atla Eðvarðsson
hérna í sjónvarpssal.
Heimsmeistaramótið í fimleik-
um verður einnig á dagskrá. Úr-
slit karla verða sýnd og aðal-
stjarnan þar er 16 ára gamall
Ekki saga,
heldur leikrit
í samtali við Kristínu Waage í
blaðinu í gær, er m.a. haft eftir
henni: „Ég las einu sinni sögu,
sem Einar Benediktsson þýddi.
Það var sagan um Pétur
Gaut..." Þýðing Einars, sem
hér um ræðir, er alls ekki saga,
heldur leikrit og er hér með beð-
ist velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Jæja, það verða einnig sýndir
valdir kaflar úr leik FH og Macc-
abi Tel Aviv í handknattleik, en
sá leikur var spilaður í Laugar-
dalshöllinni i gær. Á eftir þessum
dagskrárliðum verður gert hlé á
meðan unglingamyndin er sýnd.
„Enska knattspyrnan" verður svo
á dagskrá klukkan 18.55.
Þannig er, að verkföll standa nú
yfir í Englandi. Því verða sýndir
leikir úr safni sjónvarpsins. Ég
sýni kafla úr Evrópukeppni lands-
liða í knattspyrnu, t.d. Grikkland
— Danmörk, Luxemburg — Engl-
and og Holland — Spánn.“
Aðspurður um hvort ekki væri
erfitt að vera í útsendingu svo
langan tíma, sagði Bjarni að það
ætti ekki að verða svo erfitt í dag,
a.m.k., því efnið væri að miklu
leyti tilbúið. — En ertu alveg
hættur að vera taugaóstyrkur í
beinni útsendingu?
„Já, blessuð vertu, annars væri
ég löngu hættur þessu,“ sagði
Bjarni Feiixson umsjónarmaður
íþróttaþáttarins, sem í dag hefst
klukkan 15.30.
Bandarískur körfubolti —
fimleikar — handknatt-
leikur og verkföll
„Þó að þessi saga sé ævintýri, er
hún eiginlega bæði fyrir börn og
fullorðna,“ sagði Guðbergur
Bergsson, sem þýddi Ævintýrið
um risaskjaldbökuna, en það verð-
ur lesið í útvarpinu í kvöld.
„Höfundurinn var frá Suður-
Ameríku. Hann hét Horacio
Quiroga og lést árið 1923, að mig
minnir. Ævintýrið um risa-
skjaldbökuna er í flokki, sem
nefnist „Ævintýri úr frumskóg-
inum“. Horacio varð fyrir því
óláni, að deyða vin sinn. Voða-
skot hljóp úr byssunni hans og
deyddi besta vin hans. Honum
varð svo mikið um, að hann
fluttist lengst inn í frumskóginn
með fjölskyldu sinni og þar
skrifaði hann margar sögur fyrir
börnin sín.
Þessi frumskógur er nyrst í
Argentínu og svæðið sem Horac-
io bjó á, gengur undir nafninu
„Misiones", sem á íslensku út-
legðist „Trúboðsstöðin". Nafnið
er þannig til komið, að jesúítar
voru þarna á ferð fyrir nokkrum
öldum og boðuðu trú sína. Prest-
ar vildu reisa kirkjur og þarna
er að finna margar fornminjar.
Horacio Quiroga skrifaði ekki
eingöngu barnabækur, eða sögur
fyrir börn, en þær bækur hans
eru algjör snilldarverk, þær eru
skrifaðar á fremur einföldu máli
og það er gott að þýða þær.
Þessi saga fjallar um sam-
hjálp milli dýra og manna. Mað-
ur, sem er veiðimaður, bjargar
skjaldbökunni frá dauða, er tígr-
isdýr ætlaði að drepa hana.
Veiðimaðurinn fer aftur inn í
frumskóginn seinna og þá veik-
ist hann þar. Skjaldbakan kemur
þá til hans og launar honum
lífsbjörgina með því að fíytja
hann á bakinu til mannabyggða.
Auðvitað er þetta barnaævin-
týri, en hugsunin um samhjálp
og greiðvikni kemur þó glögg-
lega fram og hún á ekki síður
erindi til fullorðinna en barna,"
sagði Guðbergur Bergsson, að
lokum.
Þórunn Hjaltadóttir les sög-
una um risaskjaldbökuna klukk-
an 20.10 í kvöld.
Útvarp Reykjavfk
L4UG4RD4GUR
19. nóvember
MORGUNNINN
7.00 Vedurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og kynn-
ir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð-
urfregnir. Morgunorö: — Jón
Helgi Þúrarins.son talar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.).
Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
9.05 Óskalög sjúklinga. Helga Þ.
Stcphensen kynnir. (10.00
Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.)
Oskalög sjúklinga, frh.
11.20 Hrímgrund — útvarp barn-
anna. Stjórnandi Sólveig Hall-
dórsdóttir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
íþróttaþáttur. Umsjón: Her-
mann Gunnarsson.
SÍÐDEGIO
14.00 Listalíf. l'insjón: Sigmar B.
llauksson.
15.10 Listapopp. — Gunnar Sal-
varsson. (Þátturinn endurtek-
inn kl. 24.00.)
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 íslenskt mál. Jón Aðal-
steinn Jónsson sér um þáttinn.
16.30 Nýjustu fréttir af Njálu. Um-
sjón: Einar Karl Haraldsson.
17.00 Síðdegistónleikar: Arnþór
Jónsson og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir leika á selló og pí-
anó.
a. Tvær einleikssvítur, nr. 1 í
G-dúr og nr. 3 í C-dúr, eftir Jo-
hannes Sebastian Bach.
b. Sellósvíta nr. 5 í e-moll eftir
Antonio Vivaldi og ítölsk svíta
eftir Igor Stravinsky.
18.00 Af hundasúrum vallarins. —
Einar Kárason.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
KVÖLDIÐ
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Enn á tali. Umsjón: Edda
Björgvinsdóttir og Helga
Thorberg.
20.00 Ungir pennar. Stjórnandi:
Dómhildur Sigurðardóttir
(RÚVAK).
20.10 „Kisaskjaldbakan", ævin-
týri úr frumskóginum eftir Hor-
acio Quiroga. Guðbergur
Bergsson þýddi. Þórunn Hjart-
ardóttir les.
20.40 Fyrir minnihlutann. Um-
sjón: Árni Björnsson.
21.15 Á sveitalínunni. Þáttur
Hildu Torfadóttur, Laugum í
Reykjadal (RÚVAK).
22.00 „Opið“, smásaga eftir Lars
Gyllensten. Arnaldur Sigurðs-
son þýddi. Guðjón Ingi Sigurðs-
son les.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Harmonikuþáttur. Umsjón:
Bjarni Marteinsson.
23.05 Danslög
24.00 Listapopp. Endurtekinn
þáttur Gunnars Salvarssonar.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
■m
LAUGARDAGUR
15.30 íþróttir. Körfuknattleikur
NBA (Bandaríska meistara-
keppnin).
Los Angeles Lakers og Phila-
delphia leika í þriðja sinn til
úrslita.
16.15 Fólk á fornum vegi 3.
Nýir skór.
Enskunámskeið í 26 þáttum.
16.30 fþróttir — framhald.
L.A. Lakers — Philadelphia.
Síðari hálfleikur. Úrslit dagsins
/HM í fimleikum karla. Hand-
knattleikur.
18.55 Enska knattspyrnan.
Umsjónarmaður Bjarni Felix-
son.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Ættarsetrið.
Þriðji þáttur. Breskur gaman-
V_________________________________
myndaflokkur í sex þáttum.
Þýðandi Guðni KOIbeinsson.
21.10 Söngvaseiður.
Við opnun útvarps- og sjón-
varpssýningar í Berlín nýlega
voru haldnir tónleikar til minn-
ingar um frönsku söngkonuna
Edith Piaf, sem lést fyrir réttum
20 árum. Á tónleikunum komu
fram Milva, Georges Moustaki,
Ingrid Caven, Hcrman van
Veen og hljómsveit, Charles
Dumont, Michael Heltau og
Fílharmóníusveitin í Berlín og
fluttu lög sem Edith Piaf gerði
kunn. Kynnir Michael Heltau.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
22.50 Sybil — Síðari hluti.
Bandarísk sjónvarpsmynd frá
1976. Aöalhlutverk: Joanne
Woodward og Sally Field.
Þýðandi Heba Júlíusdóttir.
OO.JIO Dagskrárlok.