Morgunblaðið - 19.11.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983
5
Sjávarútyegsráðuneytið:
Jón L. Arnalds
tekur eins árs leyfi
Þorsteinn Geirsson settur ráðuneytisstjóri á meðan
JÓN L. Arnalds, ráöuneytisstjóri
sjávarútvegsráöuneytisins, hefur
fengið leyfi frá störfum frá 1. maí
nk. til 30. júní 1985.
Jafnframt hefur Þorsteinn
Geirsson, skrifstofustjóri í fjár-
málaráðuneytinu, verið settur
ráðuneytisstjóri sjávar-
útvegsráðuneytisins sama tímabil.
Þorsteinn Geirsson er fæddur
Smáþorskur á
Kögurgrunni
VEGNA mikillar gengdar smá-
þorsks á Kögurgrunni hefur nú
þremur svæöum þar veriö lokað til
hráðabirgða. Reyndist smáfiskur í
afla togara þar vera verulega yfir
leyfilegum mörkum samkvæmt upp-
lýsingum sjávarútvegráðuneytisins.
Á miðvikudag var tveimur
svæðum lokað og einu á fimmtu-
dag. Þessi svæði eru vestan og
sunnan við Kögurhólfið. Leyfilegt
magn þorsks undir 57 sentímetr-
um er 30%, en þarna hefur þorsk-
ur undir þessum mörkum farið
upp í 59% eða tæp 30% umfram
viðmiðunarmörk. Þarna voru
nokkur skip að veiðum, en þau
hafa nú haldið á önnur svæði.
í upphafi síðustu viku fengu
togarar góðan afla vestur af Pat-
reksfirði og töldu menn að þar
hefði verið um „Grænlandsþorsk"
að ræða. Hann hvarf síðan af mið-
unum og lentu togararnir þá á
tímabili i þessum smáþorski.
15. febrúar 1941 í Reykjavik, stúd-
ent frá MA 1961, cand juris frá
Háskóla íslands 1966. Hann var
fulltrúi hjá Árna Guðjónssyni hrl.
frá 1. júni 1966 til ársloka 1972 og
jafnframt fulltrúi í fjármálaráðu-
neytinu frá 1. desember 1971.
Hann varð hdl. 1967 og hrl. 1972.
Hann var skipaður deildarstjóri í
fjármálaráðuneytinu frá 1. janúar
1973 og hefur verið skrifstofu-
stjóri fjármálaráðuneytisins frá 1.
ágúst 1974. Þá var Þorsteinn sett-
ur ráðuneytisstjóri fjármála-
ráðuneytisins í fjarveru ráðuneyt-
isstjóra frá 1. mars 1981 til júní-
loka sama ár. Þorsteinn Geirsson
á sæti í ýmsum nefndum fyrir
fjármálaráðuneytið og er m.a. for-
maður samninganefndar ríkisins í
launamálum frá 1977 og formaður
tollskrárnefndar frá sama tíma.
Hann hefur verið í stjórn Lífeyr-
issjóðs starfsmanna rfkisins og er
tilnefndur af fjármálaráðherra
sem dómandi i Félagsdómi frá
1981 og síðan.
Þorsteinn Geirsson var kvæntur
Guðrúnu K. Sigurðardóttur (d.
08.03.1983) og á þrjú börn.
(Fréttmtilkynning)
Vigri seldi í
Bremerhaven
SKUTTOGARINN Vigri RE seldi
í gær 148,6 lestir af fiski í Brem-
erhaven. Heildarverð var 3.970.000
krónur, meðalverð 26,72. Uppi-
staða aflans var karfi, en eitthvað
fylgdi með af grálúðu og ufsa.
Þorbjörg og Trítla stilltu sér upp á milli tveggja málverka sem biðu þess að verða hengd upp á vegg. Málverkið
vinstra megin ber heitið „Gjáin" og hægra meginn er „Jökullinn".
„Flæki saman mann-
virkjum og landslagi"
Spjallað við Þorbjörgu Höskuldsdóttur sem opnar málverkasýningu í dag
„SVEI mér þá ef maður lítur ekki á verkin sín með öðrum augum þegar
maður sér þau í nýju umhverfi," sagði listamaöurinn Þorbjörg Höskuldsdótt-
ir, þegar blaðamaður leit inn til hennar í Listmunahúsið í gær. Þar var unnið
af kappi við að Ijúka uppsetningu á verkum Þorbjargar, en sýning hennar
opnar kl. 14.00 í dag.
Sýningin í Listmunahúsinu er
fjórða einkasýning Þorbjargar.
Hún sýndi á Kjarvalsstöðum 1981
og 1977 og í Gallerí Súm 1972. Þá
hefur Þorbjörg átt verk á mörgum
samsýningum m.a. á „Vetrar-
mynd“, sem nýlega var haldin i
Listasafni ASt. Nú sýnir hún um
fjörutíu málverk og teikningar,
þar af nokkur samsett verk úr
tveimur eða fleiri myndum. Teikn-
ingarnar vinnur Þorbjörg með
blandaðri tækni, olíukrít og blý-
anti, en öll stærri verkin á sýning-
unni eru unnin í olíu.
„Grunnurinn í myndunum er
landslag með ýmsum fjarvíddum,"
sagði Þorbjörg „það má segja að
ég flæki saman mannvirkjum og
landslagi. Hvað varðar samsettu
verkin þá vel ég þessa lausn til að
komast hjá því að enda með mjög
aflanga mynd. Þegar þau eru kom-
in upp á vegg er búið að brjóta upp
myndflötinn en heildarmyndin
heldur sér eftir sem áður.Ég á
nefnilega ekki auðvelt með að
mála litlar myndir og hef til-
hneygingu til að teygja verkin
talsvert þannig að þau enda oft
stærri en áætlað var þegar fyrsta
pensilstrikið var tekið."
Sýningin stendur til 4. desem-
ber. Hún verður opin um helgar
frá kl. 14.00 til 18.00 og á virkum
dögum frá kl. 10.00 til 18.00 en
lokað er á mánudögu.
FIA T ER MEST SELDIBÍLL íEVRÓPU
EGILL
VILHJÁLMSSON HF.jj
/// .
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202
219.000
FIATUNO '84AKR.
FIA T ER NÚ AFTUR ORÐINN MEST SELDI BÍLL í
EVRÓPU. ÞESS VEGNA BJÓÐA F/AT VERK-
SMIÐJURNAR SÉRSTAKT VERÐ Á ÞESSARI UNO
SEND/NGU
FRÁBÆR FIA T-UNO-KJÖR
1. Þú semur um útborgun, allt niður í 50.000 kr.
á þessari einu sendingu.
2. Við tökum gamla bílinn sem greiðslu uppí
þann nýja. Það er sjálfsögð þjónusta,
því bílasala er okkar fag.
3. Við lánum þér eftirstöð-
varnar og reynum að
sveigja greiðslu-
tímann að
þinni
getu.
OPIÐ ALLA
DAGA TIL KL. 19.
LAUGARDAGA 10-17.
SÝNINGARBÍLAR Á STAÐNUM