Morgunblaðið - 19.11.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983
13
Eaffihúsasýningar
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það er mikið rétt hjá Ólafi M.
Jóhannessyni, að sýningar skipti
meira máli en kaffið, sem kann
að vera drukkið á staðnum. Og
það skiptir máli í hvaða um-
hverfi sýningin er haldin og
þannig stenst ég ekki freisting-
una og get góðrar sýningar rek-
ist ég inn á kaffihús þar sem ein
slík er í gangi. Það vel veit ég til
hlutanna að ég get fullyrt að þau
kaffihús, sem ég þekki og hafa
það fyrir venju, að setja nokkuð
reglulega upp sýningar, gera það
sjaldnast til að „... prómótera
veitingasölu," sei, sei, nei. Þau
gera það öllu frekar til að lífga
upp á veggina og til að skapa
vissan menningarlegan andblæ,
og svo til að halda fram verkum
listamanna. Sjálfur naut ég þess
nokkrum sinnum fyrir tveim
áratugum er það voru nær ein-
ungis útlendingar er keyptu verk
eftir mig — og minnist þess
þakklátum huga.
Vísast er það æðra stig menn-
Ólafur M. Jóhannesson
ingar, að fjölmiðlar ... prómot-
eri fyrir hljómplötum og íþrótt-
um, sem þeir gera og enda af
mikilli virkt, en nóg um það ...
Annað mál er, að tímarnir eru
breyttir og fjöldi sýningarsala á
höfuðborgarsvæðinu, er taka
þarf tillit til, orðinn slíkur, að
það hefur lengi kallað á nýtt
form og endurmat almennrar
listrýni. Þá er eðlilegt að þróun-
in verði sú, að jafnvel menning-
arlegar kaffihúsasýningar mæti
nokkrum afgangi. Yfirleitt geta
erlendir fjölmiðlar ekki slíkra
sýninga nema að það séu ein-
hverjir miklir bógar í listinni
sem í hlut eiga eða sérlega at-
hyglisvert framtak sé á ferðinni
er ástæða þykir að vekja athygli
á.
Það þykir mér nú einmitt með
sýningu Ólafs M. Jóhannessonar
í veitingahúsinu Mensu við
Lækjargötu. Myndir hans komu
mér mjög á óvart fyrir næma
Ijóðræna tilfinningu og ágætt
form sem litaskyn. Sumar
myndirnar þóttu mér beinlínis
óvenju fallegar og með því betra
sem gert er á þessu sviði hér-
lendis. Fullkomlega lausar við
alla tilgerð og „flottheit", — sem
sagt blessunarlega opinskáar og
gerandanum til mikils sóma.
Annað mál er, að það er fjarska
erfitt að skoða myndir á þessum
stað yfir höfuð fólks enda ekki
gert ráð fyrir endurtekningu á
framtakinu. En það var þó gott
sem slíkt.
Rannveig Pálsdóttir
Persónulega vildi ég bíða frek-
ari umfjöllunar þar til bókin er
komin út, er var tilefni sýn-
ingarinnar, því að þá gefst mér
tóm til að skoða þær í næði.
- O -
í leiðinni er vert að geta
þekkilegrar sýningar Rannveigar
Pálsdóttur á Mokka. Rannveig er
útskrifuð úr vefnaðarkennara-
deild Myndlista- og handíða-
skóla fslands (1979) og er þetta
fyrsta sýning hennar. Rannveig
sýnir 17 myndir sem flestar eru
gerðar á þessu ári og minnist ég
einkum myndar nr. 8, sem er lík-
ust óræðu ljósbliki á bláum
grunni svo og myndarinnar „Við
sjóndeildarhring“ (9), sem er
byggð upp á hugmyndafræði-
legan hátt.
— Báðar þessar sýningar
falla undir það, sem vert er að
fjalla um væru þær settar upp í
einhverjum viðurkenndum sýn-
ingarsal borgarinnar og einnig í
menningarlegu kaffihúsi ef því
verður við komið.
Nvju hljómtækin
IOMEER
Kynnum í dag
írákl.10— 16.00
Sýnum sérstaklega
nýju línuna
í ,,Pickup“ frá
orlofons
Gestum gefst kostur á
að kynnast af eigin raun
frábærum tóngæóum
og möguleikum ORTOFON
SUPRA KAPLAR
Sérstakir hátalarakaplar
fyrir þá ALLRA kröfuhöröustu
gt-
4stórglæsilegar
hljómtækja
samstæður
HUÐMBÆR
HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
m
íeðw'’ X A5 2x4ow
Sa«^st* Kr. 36.261,-*'
X-A7 2 X 54W
Kr. 41.030,-gr
X-A9 2 X 78W
m. tónjafnara
Kr. 62.975,
\