Morgunblaðið - 19.11.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983
15
Hagnaður Bang & Olufsen jókst um 15% á síðasta ári:
Næsta ár verður það
bezta í sögu okkar
- segir Berge Nilsen, aðalforstjóri fyrirtækisins
REKSTRARHAGNAÐUR danska fyrirtækisins Bang & Olufsen á síöasta
reikningsári, sem endaði 31. maí sl., var um 72 milljónir danskra króna, en
var til samanburðar um 62,6 milljónir danskra króna árið á undan. Aukning-
in á rekstrarhagnaði milli ára er því liðlega 15%.
Á blaðamannafundi sem for-
ráðamenn fyrirtækisins boðuðu til
á dögunum kom fram, að heildar-
velta Bang & Olufsen var á síðasta
ári um 1.302,1 milljón danskra
króna, en var árið á undan um
1.159,7 milljónir danskra króna.
Veltuaukningin milli ára er því
tæplega 12,3%.
Rekstrarhagnaður sem hlutfall
af heildarveltu var um 5,5% á síð-
asta ári, en til samanburðar var
þetta hlutfall 5,4% árið þar á und-
an, en það hefur verið á bilinu
5,1—5,4% síðustu árin. Forystu-
menn fyrirtækisins sögðust vera
mjög ánægðir með að hlutfall
þetta færi hækkandi, sem sýndi að
stefnt væri í rétta átt.
Börge Nilsen, aðalforstjóri Bang
& Olufsen, sagði á fundi með
blaðamönnum að forystumenn
fyrirtækisins væru bjartsýnir
hvað framtíðina áhrærði, því öll
teikn bentu til þess, að efnahagslíf
Vesturlanda væri að færast til
betri vegar. „Við höfum stöðugt
verið að auka veltu og rekstrar-
hagnað okkar og gerum ráð fyrir
að næsta ár verði það bezta í sögu
fyrirtækisins."
Gjaldeyrisstaða
banka hefur
rýrnað verulega
GJALDEYRISFORÐI í Seðlabank-
anum í lok septembermánaðar sl.
var um 3.882 milljónir króna og
hafði hann aukizt um liðlega 47%
milli ára, en hann var um 2.639
milljónir króna í lok september
1982. Hækkun umreikningsgengis á
þessu tímabili er hins vegar liðlega
91%, þannig að gjaldeyrisforðinn
hefur rýrnað verulega milli ára.
Á umræddu tólf mánaða tíma-
bili jókst frjáls gjaldeyrir um lið-
lega 55,5%, en hann fór úr 2.464
milijónum króna í lok september
1982 í 3.832 milljónir króna í sept-
emberlok sl.
Skuldir í frjálsum gjaldeyri
námu í septemberlok sl. um 1.672
milljónum króna, en til saman-
burðar um 1.105 milljónum króna
fyrir ári síðan. Aukningin milli
ára er því liðlega 51%.
Nettógjaldeyrisstaðan í Seðla-
bankanum var í septemberlok sl.
an í innanlandsfluginu betri en
oftast áður og reyndar hefðum við
verið í nágrenni við núllpunktinn
þar ef ekki hefði komið til um-
ræddur samdráttur í fluginu."
Um flugið almennt á næsta ári
sagði Sigfús: „Við verðum með
svipaða áætlun bæði innanlands
og á Evrópuleiðum, en munum
hins vegar auka ferðatíðnina á
Norður-Atlantshafinu. Við gerum
ráð fyrir um 18% aukningu á haf-
inu, en farnar verða 18 ferðir á
viku yfir háannatímann, en þegar
verst lét flugum við aðeins 9 ferðir
í viku.“ Aukningin í Atlantshafs-
fluginu hefur verið veruleg undan-
farin misseri. Á árinu 1982 fjölg-
aði farþegum um 32%, væntan-
lega um 23% í ár og síðan gera
áætlanir ráð fyrir um 18% aukn-
ingu á næsta ári.
Að síðustu kom það fram hjá
Sigfúsi Erlingssyni, framkvæmda-
stjóra markaðssviðs Flugleiða, að
svokölluðum „stop over“ farþegum
hefði fjölgað verulega á þessu ári.
„Fjölgunin verður væntanlega í
kringum 30%. Þessir farþegar
stoppa stutt við, en þetta er eigi að
síður góður túrismi. Þetta fólk
eyðir miklum gjaldeyri í landinu.
Við höfum undanfarin misseri
minnzt sérstaklega á Keflavík og
fríhöfnina í öllum okkar auglýs-
ingum og það virðist vera að skila
sér í vaxandi mæli.“
um 2.210 milljónir króna, en til
samanburðar um 1.534 milljónir
króna á sama tíma í fyrra. Staðan
hefur því aðeins batnað um liðlega
46,3% milli ára.
Erlendar eignir viðskiptabanka
námu um 552 milljónum króna í
septemberlok, en til samanburðar
um 397 milljónum króna á sama
tíma í fyrra. Þær jukust því um
39%. Erlendar skuldir námu um
778 milljónum króna í september-
lok sl., en um 317 milljónum króna
á sama tíma í fyrra. Þær hafa því
aukist um liðlega 145,4% milli
ára. Nettóstaða viðskiptabank-
anna er af framansögðu neikvæð
um 226 milljónir króna, en var
jákvæð um 80 milljónir króna á
sama tíma í fyrra.
Gjaldeyrisstaða bankanna nettó
er af framansögðu um 1.984 millj-
ónir króna, en var til samanburð-
ar um 1.614 milljónir króna á
sama tíma í fyrra. Aukningin
milli ára er því aðeins tæplega
23%, en gengið hækkaði hins veg-
ar um liðlega 91%, eins og áður
sagði. Gjaldeyrisstaðan hefur því
rýrnað verulega milli ára.
Fer í mál við Flug-
leiðir og Sun-Time
vegna bágborins
veðurfars á íslandi!
„ÉG borgaði 1.000 dollara fyrir ferð
til íslands. Þegar ég kom til íslands
var þar rigning og landsmenn'sögðu
mér, að rignt hefði síðustu tvö árin,“
sagði maður einn sem mætti í rétt í
Chicago í septembermánuði sl. og
sagði farir sínar ekki sléttar.
„Ég sneri hið snarasta heim á
leið og vil kæra Flugleiðir fyrir að
flytja mig til íslands og Sun-
Times fyrir ferðadálk blaðsins, en
þar sagði að ísland væri huggu-
legur staður."
Frétt um þennan atburð er að
finna í bandaríska blaðinu Chic-
ago Tribune 18. september sl. Þar
segir að ákærandinn, sem heitir
Phil Kozlowski, sé þekktur fyrir
ýmsa skringilega tilburði fyrir
rétti, en hann hefur komið fram
með furðulegustu ákærur.
BVGGMGAR
HAPPDRCm
SAÁ1983
Vegna mikillar þátttöku og
fjölda áskorana hefur verið
ákveðiðaðframlengjatil 6. des
skilafrest í verðlauna-
samkeppni SÁÁ um nafn á
nýju sjúkrastöðina. Dregið
verður í happdrættinu þann
sama dag.
BJARNI DAGUR AUGL TEIKNISTOfA