Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1983
Verður er verka-
maðurinn launa
- um hlutfall
— eftir Árna Johnsen
í þingræðu fyrir skömmu á Al-
þingi gerði ég samanburð á lægstu
tekjum verkafólks og námslána-
möguleikum sem íslenzka þjóðfé-
lagið býður menntamönnum sín-
um. Laun eru eitt og lán eru annað
og í rauninni er ónákvæmt að bera
þar saman, nema að því leyti að
bæði verkamaðurinn og námsmað-
urinn eiga að hafa framfæri sitt af
þeirri fjárupphæð sem um er að
ræða í hvoru tilviki, verkamaður-
inn af 10.960 kr. á mánuði, en
námsmaðurinn af 13.000 kr. á
mánuði. Þennan mismun kalla ég
hrópandi óréttlæti, ekki vegna
þess að námsmaðurin sé of sæll af
þeirri fjárupphæð sem hann getur
fengið að láni, heldur vegna þess
að það er til skammar fyrir þjóð-
félagið að lægstu laun skuli vera
svo lág sem raun ber vitni. Sam-
anburðurinn á lægstu launum og
námslánum kemur til vegna þess
að hlutfallið á milli þessara
tveggja þátta hefur raskazt hrika-
lega verkamanninum í óhag á
undanförnum 6 mánuðum, en á
þeim tíma hafa námslán hækkað
um liðlega 30% umfram launa-
hækkanir til verkafólks. Þá eru
lánakjör námsmanna mun hag-
stæðari en þau kjör sem almennir
lántakendur eiga kost á í banka-
kerfi landsmanna.
Fárra kosta völ
í vegtyllum
Það er ástæðulaust að vega í
þann knérunn að námsmenn hafi
úr of miklu að moða, svo mikilvæg
sem menntun er í nútímaþjóðfé-
lagi. Nám, menntun og þekking er
ein arðsamasta fjárfestingin í
nútímaþjóðfélagi og veigamikill
þáttur mannréttinda, en ég þekki
fáa menntamenn sem ekki hafa
fulla samúð með þeim lægst laun-
uðu í þjóðfélaginu og eiga fárra
kosta völ í vegtyllum og forrétt-
indum sem svo margur hærra
launaður býr við, hvort sem um er
að ræða stjórnmálamenn, emb-
ættismenn eða sæmilega vel laun-
aða einstaklinga í ýmsum at-
vinnugreinum.
Það er hins vegar sorgleg stað-
reynd að óstjórn á efnahags- og
atvinnumálum landsins hefur ver-
ið slík um árabil að launabilið er
sífellt að breikka og að sama skapi
vex tortryggnin í samfélagi þar
sem tillitssemi stéttar við stétt
hefur um langan aldur verið kjöl-
festa þjóðfélagsins.
námslána og
Launaskekkja vegna óstjórn-
ar um árabil
Þótt ef til vill sé unnt að gagn-
rýna námslán til einstakra aðila í
þjóðfélaginu, er fjarri því að ég sé
að leggja alla námsmenn að jöfnu
og tilgangurinn er ekki sá að gera
þá tortryggilega í augum þeirra
sem minnst mega sln, enda
tryggja námslánin að þeir sem
minna mega sín geti stundað nám
við sama borð og þeir sem betur
eru settir fjárhagslega. Ástæða er
til að tryggja betur að fjármagn
sjóðsins nýtist þeim sem mest eru
þurfandi og skila eðlilegum
árangri. Fyrrgreindur saman-
burður leiðir hins vegar í ljós
skekkju sem hefur orðið á stuttum
tíma varðandi möguleika fólks til
þess hreinlega að lifa frá degi til
dags, skekkju sem talsmenn Lána-
sjóðs námsmanna hafa staðfest í
samtali við mig að þeim þyki mjög
miður að skuli vera staðreynd þótt
þeir á hinn bóginn séu þakklátir
fyrir að halda sínum hlut. Það er
vert að minnast á það í þessari
umræðu, sem er vissulega við-
kvæm, að það er ef til vill ekki sízt
iáglaunafólkið sem gleðst og fagn-
ar yfir því, að námsmenn þurfi
ekki að lepja dauðann úr skel, því
það hefur sízt efni á því að veita
börnum sínum þá miklu fjárhags-
legu aðstoð, sem nauðsynleg er í
langskólanámi. Það hlýtur hins
vegar að þurfa að gagnrýna og
iagfæra í því þjóðféiagi sem býður
upp á svo lága lægstu launaskala
sem raun ber vitni. Þar hefur
miðstýring af hálfu ríkisvalds
brugðizt samhliða því að ráðandi
forystumenn í verkalýðshreyfing-
unni hafa alið á vaxandi launa-
mismun. Nú er launafólk í landinu
að súpa seyðið af þessum mistök-
um, en ef við náum því að kveða
verðbólguna í kútinn, efla fram-
leiðni og hagsæld til sjávar og
sveita eigum við alla möguleika á
að rétta tiltölulega fljótt við með
ríkulegri tekjum til handa þeim
sem vinna við framleiðsluna og
fleyta samfélagi okkar áfram frá
degi til dags.
Refsað fyrir að vinna
Sé gerður samanburður á
lægstu launum verkafólks og
námslánakjörum, er að sjálfsögðu
talsverður munur þar á að mörgu
leyti. í fyrsta lagi þarf launþeginn
ekki að greiða til baka af launum
sínum nema skatta og skyldur, en
námsmaðurinn eykur skuldir sín-
ar. Námsmaðurinn á að greiða lán
lægstu launa
Árni Johnsen
„Mismunurinn í fjárupp-
hæðum á þessu tímabili er
því liðlega 30%, því náms-
lánin hafa hækkað um
48,9% á sama tíma og laun
hafa hækkað um 14,3%.
Launafólk hefur þannig
orðið að taka á sig skerð-
ingu verðbóta á laun á
sama tíma og námslánþeg-
inn hefur sitt á þurru.
sín aftur en kjörin eru mjög hag-
stæð og námslánakerfið býður upp
á það að hluti námsmanna greiði
aldrei aftur alla þá upphæð sem
fengin var að láni. Þá eru hæstu
námslán einnig miðuð við það að
námsmaðurinn hafi sem minnstar
tekjur sjálfur, en það er spurning
hvort það sé skynsamlegt að refsa
þannig þeim sem vill vinna og get-
ur unnið með námi, en hossa þeim
sem leggur sem minnst hönd á
plóginn í almennri vinnu í þjóðfé-
íaginu.
Skerðing hjá
launafólki en
ekki námsmönnum
Lánshlutfall á nemanda er 95%
af framfærslukostnaði þeim sem
Lánasjóður námsmanna miðar
við, en það eru í dag kr. 13.681
þannig að 95% af þeirri upphæð
eru 13.000 kr. Til þess að náms-
maður fái fullt námslán má hann
hafa haft 11.265 kr. í laun á mán-
uði yfir þrjá sumarmánuðina, eða
alls 33.795 kr., en það sem náms-
maðurinn hefur umfram þá upp-
hæð í launum yfir sumarið dregst
frá námslánum hans fyrstu þrjá
mánuði skólaársins. Ef námsmað-
urinn hefur til dæmis haft 13.000
kr. umfram 33.795 yfir sumarið,
þá fellur niður til hans fyrsta
námsiánagreiðsla þegar skóli
hefst að hausti. Lánasjóður
námsmanna byggir á ákveðnu til-
búnu kerfi þar sem ætlunin er að
úthluta ákveðnu fjármagni með
því að taka afmarkað tillit til ým-
issa þátta, svo sem maka náms-
manns, tekna maka, eða barna á
framfæri námsmanns. Ef maki er
heimavinnandi fæst 50% námslán
fyrir hann, og börn námsmanna
gefa einnig möguleika á lánahluta.
Þá er komið að þeim þætti sem
ég lagði út frá í samanburði á
lægstu launum verkafólks og
námslánum sem boðið er upp á I
okkar þjóðfélagi í dag. í sumar og
haust hefur útreikningur á fram-
færslukostnaði og fjáröflunar-
möguleikum verkafólks og náms-
manna skekkzt svo um munar.
Framfærslukostnaður náms-
manna hefur hækkað sífellt, en
framfærslukostnaður verkafólks
og annarra launþega hefur ekki
fylgt eftir. Á tímabilinu marz-maí
var framfærslukostnaður náms-
manna 9.131 kr., en þá voru lægstu
laun verkafólks kr. 9.581 kr. 1. júní
hækkaði framfærslukostnaður
námsmanna um 23,37% og náms-
lán samkvæmt því, en iaun þeirra
lægst launuðu hækkuðu þá um
10% og önnur laun um 8% vegna
verðbótaskerðingar stjórnvalda í
baráttunni við verðbólguna og að-
gerðum til þess að ná stjórn á
efnahagsmálum landsins. 1. sept-
ember sl. hækkaði framfærslu-
kostnaður námsmanna síðan aftur
um 21.,45% eða í kr. 13.681, en al-
menn laun hækkuðu ekkert fyrr
en 1. okt. sl. og þá um 4%. Mis-
munurinn í fjárupphæðum á þessu
tímabili er þvl liðlega 30%, því
námslánin hafa hækkað um 48,9%
á sama tíma og laun hafa hækkað
um 14,3%. Launafólk hefur þann-
ig orðið að taka á sig skerðingu
verðbóta á laun á sama tíma og
námslánþeginn hefur sitt á þurru.
Þannig búa námsmenn á þessu ári
því jafnvel við betri kjör en
örorkuþegar sem fengu hærra
bótahlutfall em var aðeins rétt
ofan við almennar launahækkanir.
6.000 af 10.000
námsmönnum njóta
námslána
Um 10 þúsund manns hafa rétt
til að sækja um lán hjá Lánasjóði
námsmanna og hér er því um að
ræða fjármagn sem varðar
5—10% af þegnum landsins. Um
60% námsmanna sækja um lán úr
Lánasjóðnum, eða um 6.000
námsmenn og þar af eru um 4.000
við nám hérlendis, en um 2.000 er-
lendis. Um 4.000 námsmenn sækja
um lán ár eftir ár, en 1.500—2.000
sækja um annað hvert ár eða jafn-
vel þriðja hvert ár. Um 70% af
námslánþegum sem nema hér
heima stunda háskólanám og all-
flestir af þeim 2.000 sem nema er-
lendis og njóta námslána, en aðrir
lánþegar stunda nám við hin ýmsu
fræðslustig landsins, svo sem iðn-
nám, fiskvinnslu, hjúkrunarnám,
tækninám, vélskólanám og fleira.
Mikill munur
á lánakjörum
Námsmönnum er ætlað að
leggja inn lokapróf til Lánasjóðs-
ins að loknu námi og hefja endur-
greiðslur á lánum þremur árum
síðar, en sjóðurinn hefur haft öðr-
um hnöppum að hneppa en fylgj-
ast með lokaprófum. Hins vegar er
kerfi sjóðsins tölvuvætt og þremur
árum eftir að síðasta umsókn
kemur frá námsmanni gerir tölv-
an ráð fyrir fyrstu endurgreiðslu.
Námslánin eru verðtryggð en
vaxtalaus og lánakjörin eru þann-
ig að lánþegi á að greiða 3,75% af
árslaunum sínum, nánar tiltekið
útsvarsstofni. Maður sem var með
200 þús. kr. í útsvarsstofn á árinu
1982 og á að hefja endurgreiðslu
námslána á þessu ári, greiddi
4.398 kr. 1. febr. sl. og 9.542 kr. 1.
sept. sl. eða alls 13.880 kr. sem eru
þá vegna mikillar verðbólguhækk-
unar 6,94% af árslaunum hans, en
þessi einstaklingur getur verið að
greiða skuld sem er á bilinu frá
200 þús. kr. til 1 milljón kr. og
jafnvel meira ef menn hafa verið í
dýru sérfræðinámi erlendis. Verð-
bólgulækkun kemur námsmönn-
um sérlega vel til góða I endur-
greiðslu lána.
Einstaklingur I hópi almennra
launþega sem þarf að greiða árs-
vexti af 200 þús kr. bankaláni með
37% vöxtum þarf hins vegar að
greiða kr. 74.000 í vexti á ári, svo
þarna er augljós munur á lána-
kjörum enda er unnt að greiða
námslánin til baka á nokkrum
áratugum. Þingmaður, til dæmis,
sem hefur 38 þúsund kr. í laun á
mánuði og skuldar Lánasjóði
námsmanna a.m.k. 200 þúsund kr.
þarf að greiða alls 31.230 kr. á ári
í afborgun námslána. Reikna má
með að þeir sem skulda tiltölulega
lítið í námslánum muni greiða upp
skuld sína verðtryggða en vaxta-
lausa, ef þeir vinna reglulega á
annað borð að loknu námi, en hins
vegar er kerfið þannig byggt upp
að þeir sem skulda mikið munu
aldrei greiða upp alla sína skuld,
enda er reiknað með 80—90% skil-
um í sjóðinn.
Vonandi skilar sú rækt sem við
leggjum við öflun þekkingar, til
handa ungu fólki lands okkar,
þeim arði að kjör þeirra lægst
launuðu verði mannsæmandi, að
sá skilningur dafni að við eigum
að byggja land á stétt með stétt
þar sem verkamaðurinn er verður
launa sinna, hvort sem unnið er að
framleiðslu, þjónustu eða við öfl-
un þekkingar I þágu þjóðarinnar.
Arni Johnsen er alþingismaður
Sjálísíæðisflokksins tyrir Suður-
landskjördæmi.
Alþjóðleg vörusýning í Laugardalshöll á næsta ári:
Búist við þátttöku 200
fyrirtækja í fiskiðnaði
Alþjóðlega vörusýningin kynnt, talið frá vinstri: Patricia Foster, John V.
Legate, Þórleifur Ólafsson og Sigmar B. Hauksson.
„ICELANDIC Fisheris Exhibit-
ion“ nefnist alþjóðleg vörusýning í
fiskiðnaði og sjávarútvegi, sem
haldin verður í Laugardalshöllinni
í Reykjavik dagana 19. til 23. sept-
ember 1984. Það er breska fyrir-
tækið Industrial and Trade Fairs
Ltd. sem gengst fyrir sýningunni í
samstarfi við umhoðsaðila sinn hér
á landi, Alþjóðlegar vörusýningar
sf. sem er fyrirtæki í eigu þeirra
Þórleifs Olafssonar, ritstjóra, Sig-
mars B. Haukssonar, útvarps-
manns, Eiríks Tómassonar, lög-
fræðings, og Péturs J. Eiríkssonar,
hagfræðings.
A blaðamannafundi, sem efnt
var til í Reykjavík í tilefni
ákvörðunarinnar um sýninguna
kom fram, að þegar væri mikill
áhugi fyrir henni erlendis. Um
200 fyrirtæki taka líklega þátt í
sýningunni, og fjöldi manna víðs
vegar um heim hefur þegar látið
í ljós áhuga á að koma, svo sem
frá Bandaríkjunum, Kanada,
Ástralíu, Grænlandi, Færeyjum,
Bretlandi og ýmsum löndum á
meginlandi Evrópu. John V.
Legate, framkvæmdastjóri, og
Patricia Foster, sölustjóri hjá
Industrial Trade Fairs, sem hér
eru stödd þessa dagana, sögðu að
helsta áhyggjuefnið væri að
Laugardalshöll væri of lítil og
hótelrými í Reykjavík væri
takmarkað. — En meðal annars
þess vegna væri septembermán-
uður valinn, er aðalferðamanna-
tíminn væri liðinn. Gott sam-
starf sögðu þau vera við Flug-
leiðir hf. vegna þessa máls, og
myndi fyrirtækið auglýsa ferðir
hingað til lands vegna sýningar-
innar.
Á blaðamannafundinum kom
fram að upphaf þess að ákveðið
var að halda sýninguna hér á
landi, mætti rekja til sýningar í
Kaupmannahöfn nýlega. Þar
hefði komið í ljós mikill áhugi
fyrirtækja í fiskiðnaði að setja
upp sýningu í Reykjavik, auk
þess sem Þórleifur ólafsson, rit-
stjóri Fiskifrétta, hefði rætt
þessa möguleika við hið breska
fyrirtæki. Fulltrúar þess komu
síðan hingað til lands í septem-
ber síðastliðnum, og litu á að-
stæður, og var þá ákveðið að
efna til sýningarinnar á næsta
ári.
Stofnuð hefur verið ráðgjafa-
nefnd til að aðstoða og leiðbeina
íslenskum fyrirtækum vegna
sýningarinnar, og eiga I nefnd-
inni sæti fulltrúar eftirtalinna
aðila: Alþjóðlegar vörusýningar
sf., sjávarútvegsráðuneytið,
Fiskifélag íslands, Félag ísl.
iðnrekenda, Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins, Landssamband ísl.
útvegsmanna, Verslunarráð ís-
lands, SÍF, S.H., sjávarafurða-
deild Sambandsins.