Morgunblaðið - 19.11.1983, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983
19
50.000. farþeginn með
Herjólfi frá áramótum
V eHtmannaeyjum, 17. nóvember.
ELÍSABET Arnoddsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur og húsmóðir í
Vestmannaeyjum, hlaut höfðing-
legar móttökur þegar hún steig
um borð í Herjólf sjöleytið í morg-
un, áður en skipið lagði upp i sína
daglegu áætlunarferð til Þorláks-
hafnar.
Elísabet reyndist vera 50 þús-
undasti farþeginn með skipinu á
þessu ári og færði ólafur Run-
ólfsson, forstjóri útgerðar Herj-
ólfs, henni fagran blómvönd af
þessu tilefni.
Aldrei fyrr hafa farþegaflutn-
ingar verið meiri með Herjólfi en í
ár. Mesti fjöldi, sem fluttur hafði
verið á einu ári til þessa, var
48.030 farþegar árið 1981.
Nú er farþegatalan hins vegar
komin upp í 50 þúsund og hálfur
annar mánuður til ársloka. Á
þessu ári eru ferðir skipsins orðn-
ar 323 og hefur skipið flutt 155
farþega í hverri ferð að meðaltali.
Herjólfur hóf siglingar milli
Eyja og Þorlákshafnar 7. júlí 1976.
Hefur skipið alls flutt 328.076 far-
þega og 66.980 bifreiðir, auk mik-
ils magns af alls konar varningi.
Alls eru ferðir skipsins orðnar
2.517 og er ákaflega sjaldgæft að
ferðir falli niður hjá skipinu, sem
hefur tryggt öruggar samgöngur
við Eyjar.
— hkj.
MorgunblaÓid/Sigurgeir.
50.000 farþeginn sem feróast með Herjólfi milli Vestmannaeyja og Þorláks-
hafnar kom um borð á fimmtudagsmorgun klukkan um 7.00 Það var Elísa-
bet Arnoddsdóttir og á móti henni tóku ión R. Eyjólfsson, skipstjóri, og
Ólafur H. Runólfsson, framkvæmdastjóri. Færðu þeir frúnni blómvönd. Frá
upphafi, í júlfbyrjun 1976, hafa samtals ferðast 328.076 farþegar með Herj-
ólfí.
22
VO
mi
Þrjar goðar
Dereraltid noget
man er god til,
man skal bare
finde ud af,
hvad det er —r
•jhlOí*]
✓ whatafeelms
S0KEN KKAGH JACOBSEN
Laugardag frumsýning kl. 2.30
Sýning kl. 5.
Sunnudag sýnd kl. 5.
Mánudag sýnd kl. 5.
It s as far as you can 30.
Foringi og fyrirmaður
Laugardag sýnd kl. 7.
Sunnudag sýnd kl. 7 og 11.15
Mánudag sýnd kl. 7 og 11.15.
Sunnudag synd kl. 9.
Mánudag sýnd kl. 9.
Skipulag miðsvæðisins
afgreitt í borgarstjórn
Á fundi borgarstjórnar á
fimmtudag var nýtt skipulag að
miðsvæði nýja miðbæjarins í
Kringlumýri samþykkt með 12 at-
kvæðum sjálfstæðismanna.
Fyrir viku var tillögunni vísað'
til umsagnar í umhverfismálaráði
og í bókun meirihluta ráðsins
kemur fram að ráðið telji að um-
hverfismynd svæðisins sé jákvæð,
einkanlega torg á milli Borgar-
leikhúss, Borgarbókasafns og
stórmarkaðar. Ráðið vekur at-
hygli á þeim nýmælum sem felast
í yfirbyggðri göngugötu stórmark-
aðarins, þar sem borgarbúar
munu eiga þess kost að njóta fjöl-
breyttrar verziunargötu í skjóli
fyrir veðri og vindum. Að ráðið
telji að tillaga í heild sé góður
grundvöllur fyrir frekari vinnu á
deiliskipulags- og hönnunar-
grundvelli og vekur athygli á
nokkrum atriðum sem huga þurfi
að við nánari úrvinnslu þess.
Varða þær ábendingar hönnun
torgsins m.t.t. skjóls, gróðurs og
efnisvals á yfirborði, götutengsl
yfir Kringlumýrarbraut, meðal
annars m.t.t. umferðar fatlaðra,
gangstíga meðfram Miklubraut-
inni, yfirbragð bílastæða, hönnun
aðalgötunnar inn í hverfið og
óskar ráðið eftir því að fá að fylgj-
ast með frekari úrvinnslu varð-
andi gatnahönnun, útivistarsvæði,
torg og götustíga um svæðið. Þrír
fulltrúar í umhverfisráði sátu hjá
við atkvæðagreiðslu á umsögn
ráðsins um tillöguna. í bókun
Guðlaugs Gauta Jónssonar og
Guðrúnar Ólafsdóttur kom m.a.
fram að þau teldu að skipulag
göngustíga og útivistarsvæða
væri á slíku frumstigi að ekki væri
tímabært að taka afstöðu til til-
lögunnar að svo komnu máli. I
bókun Álfheiðar Ingadóttur segir
m.a. að skipulagstillagan beri þess
merki að hún væri unnin án
minnsta samráðs við umferðar-
nefnd og umhverfismálaráð. Gerði
hún jafnframt athugasemdir
varðandi aðstöðu gangandi fólks
og opin svæði.
Á fundi borgarstjórnar í gær
lagði Álfheiður fram tillögu um að
afgreiðslu málsins væri frestað og
skipuiagið yrði skoðað m.t.t.
ábendinga umhverfismálaráðs.
í máli Davíðs Oddssonar borg-
arstjóra kom fram að hann teldi
ekki efni til frestunar, hann teldi
allar ábendingar umhverfismála-
ráðs vera til bóta og að tillit yrði
tekið til þeirra við frágang á þessu
svæði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
formaður skipulagsnefndar mót-
mælti fullyrðingum Álfheiðar
Ingadóttur um að ekki hefði verið
haft samráð við umhverfismála-
ráð eða umferðarnefnd. Umferð-
arnefnd hefði fjallað um málið
a.m.k. á tveimur fundum sínum
eftir að málinu var vísað til henn-
ar á sínum tíma og varðandi um-
ferðarþáttinn á svæðinu þá ynnu
umferðarsérfræðingar á vegum
borgarskipulags að þeim málum.'
Kvaðst hann hins vegar vilja
benda á svæðið við nýopnaðan
stórmarkað við höfnina þar sem
augljóst væri að ekki hefði verið
hugað að þessum þáttum sem
skyldi við það svæði.
I máli Huldu Valtýsdóttur,
formanns umhverfismálaráðs
kom fram að hún efaðist ekki um
það, að tillit yrði tekið til sjón-
armiða ráðsins við endanlega úr-
vinnslu á svæðinu.
Við atkvæðagreiðslu um málið
gerði Hilmar Guðlaugsson borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
grein fyrir atkvæði sínu og sagðist
gera fyrirvara um aðkomu að
norðan um göng undir Miklu-
brautina, sem ráð er fyrir gert í
skipulagstillögunni. Kvað hann
óljóst á hvern hátt hún yrði fram-
kvæmd. Að öðru leyti greiddi
hann atkvæði með tillögunni eins
og hún lá fyrir.
____________0,5 1 á aöeins 29.60-______________________
5 bragðtegundir: Jarðaber , blandaðir ávextir, sveskjur, trefjaog mandarínur
HAGKAUP