Morgunblaðið - 19.11.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983
21
Á síðasta áratug hefur orðið
bylting í útgáfu ljóðabóka. Það
hefur aukizt mjög, að höfundar
gæfu út eigin bækur og liggja
eflaust ýmsar ástæður til þess.
Kostnaður hefur lækkað, sumir
höfundar vilja ráða miklu meira
um útlit bóka sinna en forlög eru
reiðubúin að leyfa þeim, sumir
fá ekki útgefið hjá forlögum. Ég
veit ekki, hvort bókaforlög hafa
gerzt tregari til að gefa út ljóða-
bækur samhliða því, að auðveld-
ara hefur orðið fyrir höfundana
sjálfa að koma verkum sínum á
framfæri á eigin kostnað.
Kannski hafa ljóðin versnað. Ég
hef ekki hugmynd um það, hver
þessara skýringa kann að reyn-
ast rétt. En Jóhann árelíuz, höf-
undur þessarar bókar, gaf hana
út á eigin kostnað og hafði mikið
fyrir því að koma henni í þann
búning, sem hann taldi viðeig-
andi. Það hefur raunar verið
nokkurt fyrirtæki og „ekki
áhættulaust auralausu skáldi",
eins og höfundurinn orðar það
við mig. Enda þurfti hann að
hafa mikið fyrir því að koma
bókunum til kaupenda, bóksala
og annarra, sem áhuga höfðu á
þessu fyrirtæki. Það er áhætta
og erfiði að gefa út bók. Þessi
bók er raunar í vandaðra broti
en tíðkazt hefur með þær ljóða-
bækur, sem höfundar hafa gefið
út á eigin kostnað. Hún hefur því
kostað sitt.
Ljóðin í þessari bók eru samin
á árabilinu 1971 til 1982. Mér
sýnist þau vera af ekki ósvipaðri
gerð og þau Ijóð, sem hafa verið
ort af ungum skáldum á þessum
tíma. Það er í þeim lífsþróttur,
uppgjör við hass, áhrif frá dæg-
urtónlist, öðrum ljóðskáldum. í
fyrsta ljóðinu má til dæmis
greina áhrif frá einu þeirra
skálda, sem eru af þeirri kyn-
slóð, sem fyrst orti órímað og
óstuðlað á íslenzku. Það heitir:
ég vil mála mitt líf:
ég vil mála mitt líf
mjúkum harmónískum litum
blátt áfram beint upp og niður
ég vil skreyta augu mín sýnum
villtum dýrum hráu kjöti
ungu grænmeti heitu brauði
ég vil lifa skóginn vindinn vatnið
andrúmió allt
með höfuð mitt þungt milli handa
ég vil mála mitt líf.
En það er ekki einungis að hér
sé að finna tilvísanir, leyndar og
ljósar, til annarra skálda og rit-
höfunda af kynslóð atómskálda,
heldur er hér að finna mun fjöl-
breytilegri gróður sem sprottinn
er úr jarðvegi þeirrar kynslóðar,
sem nú er að fara í fullorðins-
skóna, búin að slíta barnsskón-
um. Henni hefur ekki allt tekizt
vel og þurft að glíma við gátur,
sem birtust í nýjum búningi,
eins og eilífðargáturnar gera
ævinlega. Það er rétt eins og al-
valdurinn vilji sífellt reyna
hverja nýja kynslóð og býður
henni upp á sífellt nýjan vanda
að leysa, sem er þó, þegar allt
kemur til alls, ávallt hinn sami.
Það er til að mynda ekkert nýtt,
að ungt fólk þurfi að lifa mikil
átök, sveiflast á milli ólíkra
skoðana á réttu og röngu í öldu-
róti mikilla atburða. Mér finnst
sem fulllítið kenni hinna stærri
atvika, sem snert hafa kynslóð
höfundarins síðastliðinn áratug
eða svo. Þau atvik, sem hér er
ort um, eru mörg hver mjög
einkaleg. Slík yrkisefni eru að
sjálfsögðu jafnmerkileg og önn-
ur, en þau verða svolítið einhæf,
nema frá þeim sé sagt af þeim
mun meiri íþótt. „Hin granna
Paradís", sem hér er nefnd, og er
sú Paradís, sem skilur á milli
gæfu og ógæfu, er merkileg
skepna og afar erfitt að höndla
hana og enn erfiðara að lýsa
henni. Það er einn kosturinn á
bókinni, að höfundurinn gerir
sér grein fyrir, að hana er ekki
að finna í mörgum þeim lífsgild-
um, sem kynslóð hans taldi vera
mikilvægust og dýpst. Þau
reyndust vera tálsýn ein.
Ég veit ekki, hvort þessi bók
mun teljast þung á vogarskálum
skáldgyðjunnar, þegar fram líða
stundir. Ég er löngu hættur að
þykjast kunna skil á þeim eig-
indum ljóðabóka. En hún er ein-
læg og sönn á sinn hátt og mér
þótti hún nokkuð skemmtileg.
Guðmundur Heiðar Frímannsson
er menntaskólakennari i Akureyri
og skrifar reglulega um bókmennt-
ir í Morgunblaðið.
A:cord
á Honda bílum árg. ’83
Civic 3h beinsk.
Civic 3h sjálfsk.
Civic 3h „sport“ Uppseldur
Civic 4h Sedan beinsk.
Civic 4h Sedan sjálfsk.
Quintet 5h beinsk.
Accord 3h beinsk.
Accord 4h Sedan beinsk.
Accord 4h Sedan beinsk. EXS
Accord 4h Sedan sjálfsk. EXS
Prelude 2h beinsk. EX
Prelude 2h beinsk. EX + P.S.
Var Nú aðeins Lækkun kr.
259.600 238.500 21.100
293.800 273.500 20.300
311.400 291.900 19.500
312.000 287.200 24.800
320.500 297.200 23.300
361.500 339.100 22.400
382.500 326.000 56.500
396.100 341.100 55.000
434.500 374.200 60.400
451.200 384.500 66.700
447.500 422.700 24.800
458.000 432.900 25.100
Öll verð miöuð viö bankagengi Yen: 0.11998 og tollgengi Yen: 0.11998.
Góðir greiösluskilmálar
Tökum notaða
bíla uppí
Opið 1—5 í dag.
A ISLANDI
Vatnagörðum 24,
Símar 38772 — 39460 — 82089