Morgunblaðið - 19.11.1983, Page 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraidur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsscn.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið.
Orsakir hækk-
andi orkuverðs
Hátt orkuverð hér á landi á
að drjúgum hluta rætur í
rangri verðstýringu á liðnum
áratug. Á tímabilinu 1973—1982
hækkaði orkuverð til notenda í
sjö stærstu iðnríkjum heims um
200% til iðnaðar og 100% til
heimilisnotkunar, umfram
hækkun á vörum og þjónustu. Á
sama tíma hækkaði raforkuverð
hér á landi tiltölulega lítið og
verð á heitu vatni lækkaði veru-
lega að raunvirði.
Ólafur Davíðsson, hagfræðing-
ur, sagði á vetrarfundi SÍR og
SÍH, að gjaldskrá Landsvirkjun-
ar til almenningsveitna hafi
lækkað að raungildi um 40%
1971—1978. Verð á heitu vatni
frá Hitaveitu Reykjavíkur lækk-
aði um 45% að raunvirði frá
ársbyrjun 1971 til ársloka 1981
og er þá meðtalin niðurfelling
söluskatts af heitu vatni 1972.
Þessi verðstýring orkunnar,
sem fléttaðist saman við vísitölu-
brellur stjórnvalda, leiddi til
skuldasöfnunar, lánsfjárþarfar
og fjármagnskostnaðar, sem
setti alvarlegt strik í rekstrar-
dæmi orkufyrirtækja.
Elías Elíasson, yfirverkfræð-
ingur, víkur að þessu atriði á
vetrarfundi SÍR, og segir:
„Frá árinu 1977 hefur söluverð
raforku verið undir kostnaðar-
verði, sem hefur leitt til þess að
reksturinn hefur ekki skilað
neinu fé til nýframkvæmda og
hefur því þurft að fjármagna
nýjar virkjanir svo til eingöngu
með erlendum lánum. Þetta hef-
ur valdið óeðiilegri skuldasöfnun
og hækkandi vaxtakostnaði, sem
aftur kallar á hærra orkuverð.
Vaxtakostnaður á selda orkuein-
ingu hefur hækkað um 150% frá
1976 til 1982 og er fjármagns-
kostnaður nú um 80% alls fram-
Ieiðslukostnaðar í kerfi Lands-
virkjunar."
Elías Elíasson sagði ennfrem-
ur, hefði „orkuverð til almenn-
ingsveitna verið látið fylgja vísi-
tölu byggingarkostnaðar frá
1971, þá hefðu skuldir Lands-
virkjunar verið um 100 milljón-
um dollara lægri og þar með
hefði greiðslubyrði vaxta orðið
450 m.kr. lægri í ár, miðað við
núverandi gengi og lánakjör und-
anfarinna ára.“
Röng verðstýring innlendrar
orku á þessum árum þýddi að
orkufyrirtækjum var gert að
selja framleiðslu sína undir
kostnaðarverði, safna skuldum
og kosta nýframkvæmdir alfarið
með erlendu lánsfé. Erlendur
lánsfjárkostnaður hækkaði jafnt
og þétt, bæði með hækkandi
vöxtum erlendis og lækkun ís-
lenzku krónunnar gagnvart
gjaldmiðli lánardrottna. Þetta
hlaut að leiða til verðspreng-
ingar, fyrr eða síðar, ef fyrirtæk-
in áttu í senn að rísa undir þjón-
ustuhlutverki sínu inn á við og
standa við skuldakvaðir sínar út
á við. Almenningur og atvinnu-
vegir súpa nú seyðið af þessum
syndum fortíðar í verðstýringu
orkunnar.
Hátolluð aðföng orkufyrir-
tækja og óhófleg skattlagning
orkunnar segja og til sín í orku-
verði og koma endanlega niður á
neytendum. Aðalsteinn Guðjohn-
sen, formaður SÍR, spurði af
þessu tilefni á vetrarfundi SÍR:
• „Vita menn, svo dæmi sé tekið,
að þegar Orkubú Vestfjarða, sem
ríkissjóður á að tveimur fimmtu
hlutum, reisir háspennulínu fyrir
30 m.kr., verður fyrirtækið að
greiða þessum eiganda sínum 10
m.kr. af þessari upphæð vegna
tolla og aðflutningsgjalda?"
• „Og vita menn að af þeim 3,46
krónum á kílówattstund, sem
raforka til heimilisnota kostar
hér í Reykjavík, fara um 1,50
krónur til Landsvirkjunar, rösk-
lega ein króna til ríkissjóðs,
RÁRIK og Orkubús Vestfjarða
— og afgangurinn, rúmir 90 aur-
ar, til rafmagnsveitunnar sjálfr-
ar til reksturs og framkvæmda?"
Hér að framan hafa tveir höf-
uðþættir hækkandi orkuverðs
verið tíundaðir, stóraukinn fjár-
magnskostnaður, sem rætur á í
rangri verðstýringu stjórnvalda
á sl. áratug, og óhófleg skatt-
lagning aðfanga og orku. Almenn
verðþróun í landinu hefur að
sjálfsögðu einnig sagt til sín í
orkubúskapnum.
Dreifingarkostnaður, þ.e.
dreifikerfið, í stóru og strjálbýlu
landi, vegur og þungt í kostnað-
ardæmi og verðlagningu orkunn-
ar.
Fleiri þættir koma og við sögu,
þó erfiðara sé fyrir leikmenn að
glöggva sig á þeim. Þar skal fyrst
til nefna virkjunarkostnað. Gild-
ir sú gullvæga regla í virkjana-
gerð á íslandi að fá sem mesta
orku fyrir sem minnstan kostn-
að? Og hvað um yfirbyggingu
orkufyrirtækjanna, Orkustofn-
unar, Landsvirkjunar og Raf-
magnsveitna ríkisins? Má þar ná
fram sömu þjónustu með minni
tilkostnaði? Aðhaldskröfur um
vinnuhagræðingu og arðsemis-
fjárfestingu eiga ekki síður við í
orkubúskap fslendinga en öðrum
undirstöðuþáttum samfélagsins.
Þeir kostnaðarþættir orku-
búskaparins, sem safnað var í
skuldalón opinberrar verðstýr-
ingar á liðnum verðbólguáratug,
hafa nú sprengt stífluna, sem
ekki þoldi lengur álagið. Það er
eðlilegt að fólk, sem ekki þekkir
málavexti, eigi erfitt með að átta
sig á því, hvað hefur gerzt í verð-
þróun orkunnar. Það verður því
að teljast eðlilegt að gerð verði
hlutlaus úttekt á verðþáttum
orkunnar og niðurstöður tíund-
aðar almenningi. Stjórnvöld eiga
að sinna upplýsingaskyldum við
almenning.
/
„Það næsta ég man
að ég var á kafi í sjó“
— segir Svavar Aðalsteinsson, sem var á flekanum þegar krananum hvolfdi
„Vlö fórum tveir á flekanum út aö stöplinum. Annar okkar fór upp á hann, en
ég var áfram á flekanum og var aö vinna við stöpulinn niöri viö sjávarflötinn.
Hinir voru hífðir út í miöstöpulinn til að ná í eitthvert dót sem var þar. Þeir voru
svo á leiöinni til baka yfir í þennan stöpul, sem viö vorum að vinna við, þegar ég
verð var viö einhvern hávaða, sem ég geri mér nú ekki grein við hvað var. Mér
er litið svona til hliðar og þá sé ég aö karfan með þeim í er að fara í sjóinn,"
sagði Svavar Aðalsteinsson, sem var á flekanum, sem kranabóman hvolfdi.
„Þá kemur hugsunin um það að
reyna að komast til þeirra, ég vissi
ekkert hvað var að gerast og það
næsta sem ég man er að ég er á kafi
í sjó. Ég finn að það kemur eitthvað
ofan á mig þegar ég er kominn á
kaf. Þegar mér skýtur upp þá náði
ég að synda að flekanum, en það
voru ekki nema nokkrir metrar að
honum. Ég komst ekki upp á hann
strax. Ég ætlaði að reyna að komast
út til þeirra og reyndi að ýta flekan-
um í þá áttina, en hann var fastur í
kaðli, sem lá frá honum og í land og
var fastur undir bómunni. Þá
reyndi ég að losa flekann með því að
ýta honum í áttina að landi, en það
tókst ekki heldur, svo ég reyndi að
snúa flekanum við og við það fór
hann yfir bómuna. Ég gat spyrnt í
bómuna og komst upp með því móti
upp á flekann. Þá voru þeir búnir að
skera á kaðalinn í landi og ég gat
spyrnt mér frá bómunni og farið út
að stöplinum til þeirra.
Maðurinn sem var upp á stöplin-
um var búinn að príla niður og ann-
ar þeirra sem var í sjónum náði í
lappirnar á honum og gat vegið sig
upp og náð taki á planka og bolta
sem stóð út úr þilinu. Þeir komust
báðir upp á flekann, þegar ég kom
með hann og við komumst á honum
til baka í land. Það var kaðall sem
var strengdur milli stöpulsins og
lands og við handlönguðum okkur
eftir honum,“ sagði Svavar.
— Þér hefur ekkert orðið meint
af volkinu?
„Nei, nei, mér varð ekki meint af
þessu. Ég fékk eitthvert högg á
höndina, ég veit ekki frá hverju, en
það er bara mar. Ég er að vísu hálf-
máttlaus ennþá í hendinni og hálf-
sofinn. Ég veit ekki hvort það var
bóman eða flekinn, sem orsakaði
þetta, en bóman hvolfir flekanum
þegar ég fer í sjóinn. Þeir segja, sem
horfðu á, að bóman hafi komi niður
á milli mín og stöpulsins. Ég hef
sennilega verið búinn að ýta mér frá
stöplinum eftir að ég sá þá í sjónum,
annars get ég ekkert fullyrt um það,
þetta gerðist svo skyndilega. Mér
skildist á manninum, sem sá þetta,
að hann hefði haldið að bóman hefði
farið í mig, hún fór svo nálægt,"
sagði Svavar að lokum.
Gunnar Sigurðsson, sem var uppi á öðrum stöplinum er slysið varð. Kraninn og flckinn í baksýn, sem kranabóman féll á
og mennirnir björguðust upp á.
Kraninn á hvolfi.
Morgunblaóió/RAX.
„Gat rétt honum
aðra löppinau
„ÉG VAR UPPI á stöplinum að bíða
eftir mönnunum í körfunni til að taka
á móti þeim og tækjunum sem þeir
voru með og höfðu verið að sækja yfir
á hinn stöpulinn. Ég sneri baki í kran-
ann og sá því ekki hvað gerðist þar, en
skyndilega húrruðu mennirinir í körf-
unni í sjóinn og bóma kranans á eft-
ir,“ sagði Gunnar Sigurðsson, sem var
uppi á stöplinum þegar óhappið varð.
„Ég klifraði niður að sjávarborð-
inu til að hjálpa þeim. Einn þeirra
var að sökkva, því hann var svo
þungur á sér, vegna þess að hann
var með smíðasvuntu á sér, fulla af
verkfærum. Ég hélt mér í teinana á
uppslættinum um stöpulinn og gat
rétt honum aðra löppina, sem hann
gat haldið sér í. Hann var búinn að
súpa talsverðan sjó og orðinn þrek-
aður þegar þeir komu með flekann
og náðu honum upp á hann. Það
munaði ekki miklu að illa færi,“
sagði Gunnar Sigurðsson, ennfrem-
ur.
Landsfundur Alþýðubandalagsins:
Kjaftæði að þúsundir bíði
eftir að komast í flokkinn
Stefánsson — Harðar
— sagði Ásmundur
Landsfundarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins sem Mbl. ræddi við í gær voru á
einu máli um það að Vilborg Harðardóttir
yrði ein í kjöri til varaformanns Alþýðu-
bandalagsins á morgun, sunnudag.
Steingrímur Sigfússon, sem nefndur
hefur verið sem hugsanlegur frambjóð-
andi, lýsti því yfir í gær, að hann gæfi
ekki kost á sér. Hjörleifur Guttormsson
hafði nokkru fyrr á fundinum lýst því
yfir í ræðu að hann teldi rétt að flokk-
urinn kysi konu sem varaformann við
hlið Svavars Gestssonar. Forustumenn
í verkalýðsstétt á landsfundinum sátu
langan fund síðdegis í gær og ákváðu
þar m.a. að bjóða ekki fram til vara-
formanns, en leggja þess í stað megin-
áherslu á að þeirra maður verði kosinn
ritari flokksins. Ekki var ákveðið hver
sá frambjoðandi verður. Hilmar Ing-
ólfsson Garðabæ býður sig fram til
gjaldkera, en í gær gekk undirskrifta-
listi meðal fundarmanna til stuðnings
Ásmundi Ásmundssyni, Kópavogi, í
gjaldkerastarfið.
Hátt í 50 ræður voru fluttar á fundin-
um í gær. Bar þar mest á umræðum
kvenna um kvennapólitík og jafnrétt-
ismál. Konurnar komu tvívegis tvær í
einu í ræðustól og fluttu mál sitt á víxl,
sögðu þær þann hátt á hafðan til að
sýna að þær stæðu saman. Þá var ekki
minna áberandi í málflutningi manna
hræðsla við það breiða bil sem menn
voru sammála um að sé orðið á milli
verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðu-
bandalagsins. Björn Arnórsson fjallaði
m.a. um þetta og sagðist harma það að
í öllu því pappírsflóði sem gengi yfir
fundarmenn skyldi ekki vera eitt ein-
asta skjal sem væri stefnumótandi í
kjaramálum. Hann deildi einnig hart á
Svavar Gestsson fyrir málflutning hans
varðandi kjaramál í setningarræðu í
fyrradag og sló í brýnu milli þeirra á
meðan Björn flutti mál sitt. Björn var
ekki einn um að deila á setningarræðu
formannsins, annar fundarmaður las
nokkur slagorð úr ræðunni við mikinn
hlátur fundarmanna.
Þá urðu snörp orðaskipti í lok fund-
arins í gærkvöldi vegna frumvarps til
nýrra laga Alþýðubandalagsins. Ragn-
ar Arnalds hafði fyrr um daginn lýst
sig andvígan skipulagsbreytingunum,
hann notaði það orð að með þeim gæti
flokkurinn lent í grautargerð miðju ís-
lenskra stjórnmála. Svavar Gestsson og
Steingrímur Sigfússon lýstu sig mjög
fylgjandi tillögunum, en þær gera m.a.
ráð fyrir breytingu á félagaformi,
þannig að svæðisbundin félög verði Iögð
niður, en í staðinn opnaður möguleiki á
stofnun ýmissa sérhópa í kringum
ákveðin málefni, svo sem sérstakan hóp
deilur vegna tillagna
i
herstöðvaandstæðinga o.s.frv. Þá er og
gert ráð fyrir ákveðinni kvótaskiptingu
í stofnanir og stjórnir flokksins, þannig
að konur skipi a.m.k. 40% sæta og karl-
ar 40%. Mönnum sýndist sitt hvað um
þá hugmynd einnig.
í málflutningi kom m.a. fram, að
menn óttast að með breytingu á félaga-
formi bjóði flokkurinn upp á sérfram-
boð. Bent var á hversu skammt hefði
verið í sérstakt framboð verkaiýðs-
manna fyrir síðustu kosningar og töldu
menn að breytingin yrði til þess að
óánægjuöflin innan verkalýðsarms
flokksins fengju þar kjörið tækifæri til
stofnunar sérfélags og sérframboðs í
framhaldi af því. Einnig bentu menn á
hrakfarir Alþýðuflokks, varðandi stofn-
un Bandalags jafnaðarmanna. Höfðu
menn á orði, að ef tillögurnar yrðu sam-
þykktar yrðu þingflokkar Alþýðubanda
lagsins fleiri en einn eftir næstu kosn-
ingar.
Ásmundur Stefánsson v»ar mjög
harðorður og lýsti sig algjörlega and-
vígan breytingunum. Tillögurnar voru
til umfjöllunar á fundi verkalýðsleið-
toganna stuttu áður og byggði Ásmund-
ur málflutning sinn á niðurstöðum um-
fjöllunar þeirra. Þá beindi hann spjót-
um sínum að flokksformanninum og
sagði m.a. að vandamátið í skipulagi
í skipulagsmálum
flokksins væri fyrst og fremst það, að
miðstjórnin væri ekki nægilega virkt
tæki. Breytingarnar væru eingöngu til
þess að sundra flokknum — stilla upp
andstæðum hópum. „Það er kjaftæði að
þúsundir bíði í röðum eftir að komast
inn í flokkinn," sagði hann og vitnaði
þar til setningarræðu formannsins.
Nokkuð var rætt um atvinnumál og
áberandi var hversu margar skriflegar
tillögur komu fram um hin ýmsu mál
Einn ræðumanna, Guðmundur B. Þor-
geirsson, kvaðst hafa áhyggjur af
hversu fyrirliggjandi tillögur væru yfir
höfuð harðorðar. Hann sagði ansi mikla
breytingu á orðna frá því hann sat síð-
asta fund flokksins á sama stað. Þá
hefði verið lögð fram neyðaráætlun til
fjögurra ára og menn mættu minnast
þess að ástand þjóðmála væri nú mjög
erfitt. Þá sagði hann það koma sér
spánskt fyrir sjónir að sjá í tillögu-
bunkanum annars vegar lagt til að
sparnað ætti að auka og hins vegar að
stofna skyldi tvö ný ráðuneyti, þ.e.
efnahags- og umhverfismálaráðuneyti.
I gærkvöldi störfuðu umræðuhópar.
Fundinum verður framhaldið í dag en
honum lýkur annað kvöld, sunnu-
dagskvöld. Á morgun fara fram kosn-
ingar nýrrar forustu flokksins og mið-
stjórnar.
Listasafn ASÍ:
Yfirlits-
sýning á
verkum
Jóhanns
Briem
I DAG verður opnuð í Listasafni Al-
þýðusambands Island, yfirlitssýning
á verkum Jóhanns Briem, og spanna
málverkin fimmtíu ára listferil mál-
arans. Sýningin er haldin í tilefni
þess að í vikunni kom út bók um
Jóhann og list hans, sem bókaforlag-
ið Lögberg og Listasafn ASÍ gefa út.
Á sýningunni í Listasafninu eru
39 olíumálverk, og eru þau ýmist í
opinberri eigu eða í eigu einstakl-
inga. Meðal málverkanna eru flest
kunnustu málverk Jóhanns, sem
tvímælalaust er í hópi kunnustu
listmálara núlifandi.
Hagvangur hf.:
Niðurstöður í skoðana-
könnun um stóriðju
Telur þú aö aukning á stóriðju frá því sem nú er muni efla íslenskt
atvinnulíf?
Karlar KonUr
Já 69,8 58,5
Nei 22,5 25,7
Veit ekki 7,6 15,8
%
Já 64,1
Nei 24,1
Veit ekki 11,8
Telur þú að aukning á stóriðju frá því sem nú er hafi í för með sér
óhagkvæmar fjárfestingar?
%
Já 50,8
Nei 27,5
Veit ekki 21,7
Karlar Konur
Já 47,3 54,8
Nei 35,8 19,3
Veit ekki 17,3 25,9
Telur þú að aukning á stóriðju frá því sem nú er stuðli að hagkvæm-
ari nýtingu á okkar eigin orku?
%
Já 65,5
Nei 18,5
Veit ekki 15,9
Karlar Konur
Já 67,8 63,4
Nei 19,2 17,9
Veit ekki 12,9 18,7
Telur þú að aukning á stóriðju frá því sem nú er geri okkur of háða
erlendum aðilum?
Karlar Konur
Já 42,2 57,3
Nei 48,4 30,1
Veit ekki 9,4 12,7
Telur þú að aukning á stóriðju frá því orkuverði til almennings? sem nú er stuðli að hærra
% Karlar Konur
Já 38,0 Já 33,8 42,7
Nei 46,5 Nei 55,8 36,7
Veit ekki 15,5 Veit ekki 10,4 20,5
auknum gjaldeyristekjum?
Já % 75,8
Nei 8,8
Veit ekki 15,4
Telur þú að aukning á stóriðju frá því sem nú er:
Muni efla íslenskt Já Nei Veit ekki
atvinnulíf Hafi í för með sér óhag- 64,1 24,1 11,8
kvæmar fjárfestingar Stuöli að hagkvæmari nýt- 50,8 27,5 21,7
ingu á okkar eigin orku Geri okkur of háða 65,5 18,5 15,9
erlendum aðilum Stuðli að hærra orku- 49,3 39,4 11,2
verði til almennings Skapi möguleika á auknum 38,0 46,5 15,5
gjaldeyristekjum 75,8 8,8 15,4