Morgunblaðið - 19.11.1983, Side 27
Smáfréttir úr
Borgarnesi
BorgarneHÍ, 17. nóvember.
Brákarsunds-
brúin aö gefa sig?
Á fundum hafnarnefndar
hefur verið rætt um viögerðir á
brúnni „út í eyju“, þaö er Brák-
arey. Mikil þungaumferð er um
brúna en hún er komin til ára
sinna og þarfnast viðgerðar.
Hafa nefndarmenn áhyggjur af
því aö járnabinding brúarinnar
er stendur út úr aö hluta og
voru þeir samþykkir því aö
finna leiöir til aö lagfæra
brúna.
Minnsti
árangurinn
í einnl fundargerö skóla-
nefndar kemur fram aö í
Grunnskóla Borgarness hófu
322 nemendur nám í haust í
18 bekkjardeildum og er þaö 9
nemendum færra en síöastliö-
iö ár. Kom fram aö 6 ára deild-
in er minnsti bekkurinn og
fámennasti árgangur sem
komið hefur inn i skólann á
síðustu áratugum. i fram-
haldsdeild eru 19 nemendur
og 20 í öldungadeild. Kennar-
ar eru 33, þar af 8 stunda-
kennarar og kom fram á fund-
inum aö aöeins 2 nýjir kennar-
ar voru ráönir aö skólanum í
upphafi þessa skólaárs sem er
nýlunda þar sem oftast hafa
veriö örar kennarabreytingar
viö skólann.
Tölvubúnaöur
er dýr
Á skólanefndarfundi var
rætt um tækjakaup fyrlr skól-
ann og ýmsan búnaö. Höföu
nefndarmenn áhuga á tölvu-
búnaöi fyrir skólann, en þótti
þeim slíkur búnaður dýr. Áætl-
aö er aö slíkur tölvubúnaöur
myndi kosta skólann 'h milljón
sem jafngildir um 60% af öllum
rekstrarkostnaöi hans nú.
Lögum illa
framfylgt
Viö umræöur um skóla-
bókasafn í skólanefndinni kom
fram aö aöeins 18% skóla á
Vesturlandi framfylgja lögum
um skólabókasöfn. Töldu
nefndarmenn aö enda þótt í
Borgarnesi væri gott almenn-
ingsbókasafn, væri skóla-
bókasafn allt annaö mál og
nauösynlegt fyrir nemendur og
kennara.
Hrollur í
skólanefndinni
Nú segir frá skoöunarferö
skólanefndar í nýja viöbygg-
ingu grunnskólans, þar sem
tvær kennslustofur voru tekn-
ar í notkun í haust. „Fundi var
nú formlega slitiö en síðan
gengu nefndarmenn út í ný-
bygginguna og leist allvel á
nýju stofurnar miöað viö
ástand þeirra, en svo kalt var
þar inni aö hroll setti að nefnd-
inni og vildi hún ekki þurfa aö
dvelja heila kennslustund viö
svo lágt hitastig". Þetta bókar
skólanefndin, en hvernig ætli
henni myndi líða eftir heilan
skóladag í þessum stofum).
HBj.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983
27
Danski leikstjórinn Sören Kragh-Jacobsen (t.v.) og forstjóri Háskólabíós,
Friðbert Pálsson.
Háskólabíó frumsýnir Gúmmí-Tarzan:
Verulegur uppgangur í
danskri kvikmyndagerð
— segir leikstjórinn, Sören Kragh-Jacobsen
HÁHKOLABÍÖ frumsýnir í dag dönsku verðlaunamyndina Gúmmí-Tarzan,
sem byggð er á samnefndri sögu eftir danska rithöfundinn Ole Lund Kirke-
gaard. Myndin hefur verið sýnd í 21 landi víðs vegar um heim og unnið til
fjölda verðlauna. Leikstjóri Gúmmí-Tarzan er Sören Kragh-Jacobsen, en
hann er talinn einn efnilegasti leikstjóri Dana um þessar mundir. Hefur
hann hlotið mikla frægð fyrir þessa mynd, sem og myndina Viltu sjá sæta
naflann minn, sem sýnd var á kvikmyndahátíð í Reykjavík fyrir þremur
árum. Jacobsen er nú staddur á íslandi og spjallaði hann við fréttamenn í
gær um kvikmyndina Gúmmí-Tarzan og danska kvikmyndagerð.
Gúmmí-Tarzan segir frá átta
ára snáða, ívan Oisen. Honum
gengur illa í skóla, er smávaxinn
og dreyminn einfari, og verður
þess vegna oft fyrir barðinu á
hrekkjusvínum, sem stríða honum
og gera honum lífið leitt á ýmsan
máta. Pabbi ívans er mikill að-
dáandi Tarzans og að sama skapi
óánægður með hugleysi og aum-
ingjaskap sonar síns. Hann gefur
honum nafnið Gúmmí-Tarzan,
þegar ívan kemur heim úr skólan-
um eftir að hafa pissað í sig í 117.
skipti (hver taidi?). ívan fær upp-
reisn æru, eins og nærri má geta,
en áhorfenda vegna er rétt að
segja ekki meira.
Jacobsen sagði að vinsældir
myndarinnar mætti hiklaust
skrifa fyrst og fremst á frábæra
frammistöðu stráksins sem fer
með hlutverk ívans. „En myndin
er tölvert frábrugðin sögunni eins
og menn þekkja hana úr bókinni,"
sagði Jacobsen. „Við tókum þá
ákvörðun að gera hana raunveru-
legri, slepptum til dæmis norn-
inni, sem kemur við sögu í bókinni
og létum raunverulegt fólk taka
við hlutverki hennar. Þá er sagan
mjög stutt frá höfundarins hendi
og því eru ýmsar viðbætur í mynd-
inni.“
Það kom fram í máli Jacobsens
að Danir framleiða i kringum 15
kvikmyndir á ári og nemur styrk-
ur danska ríkisins til kvikmynda-
gerðar 48 millj. danskra króna.
Ríkið borgar 80% af kostnaði við
gerð kvikmyndar, en setur það
skilyrði að fjórði partur styrk-
upphæðarinnar renni til fram-
leiðslu barnamynda.
Jacobsen hefur nú nýlokið við
eu stóru mynd sína, sem heitir
;lar, og verður hun frumsýnd í
Danmörku í desember. „ísfuglar
er skáldleg, skítug Kaupmanna-
hafnarsaga," sagði Jacobsen,
„nokkurs konar Midnight Cow-
boy-saga, sem gerist í Kaup-
mannahöfn — vona ég, að minnsta
kosti. Ég hef yfirleitt tilhneigingu
til að fjalla um fólk sem stendur
illa að vígi í lífsbaráttunni, og læt
það þá gjarnan koma út í lokin
sem sigurvegara. Því það er í
rauninni alltaf eitthvað sem hver
maður getur gert vel — það er
aðeins spurning um að uppgötva
hvar hæfileikar manns liggja.“
í Danmörku vinna um 600
manns við kvikmyndagerð, fyrir
utan þá em starfa við sjónvarpið
og auglýsingar. Danir eru þó ekki
sérlega iðnir við að fara í bíó. Það
er talið að hver Dani sjái að jafn-
aði tvær til þrjár myndir á ári, en
á íslandi er meðaltalið ellefu til
tólf myndir á mann á ári. Aðeins
ítalskir bíógestir eru áhugasamari
en íslendingar af Evrópuþjóðum.
Sagði Jacobsen að undanfarin ár
hefði verið mikill uppgangur í
danskri kvikmyndagerð og taldi
hann að hinn rausnarlegi ríkis-
styrkur ætti sinn þátt í því.
Friðbert Pálsson, forstjóri Há-
skólabiós, sagði að ákveðið hefði
verið að gera sérstakt átak í því að
kynna dönsk verk í bíóinu og hefði
önnur dönsk mynd þegar verið
keypt, Kundskabens Træ. Nor-
ræna ráðherranefndin hefur
styrkt báðar dönsku myndirnar til
sýninga hér á landi.
Sýningin á Gúmmí-Tarzan í dag
hefst klukkan 14.30 og hefur mikl-
um fjölda verið boðið á sýninguna,
en stærsti hópurinn kemur frá
grunnskólum og framhaldsskólum
á Reykjavíkursvæðinu.
Þess má geta að Gúmmí-Tarzan
hefur verið sýndur á fjölunum hjá
Leikfélagi Kópavogs undanfarið.
Bergþóra
Árnadóttir í
Asmundarsal
Vísnasöngkonan Bergþóra
Árnadóttir leikur nokkur lög í
Ásmundarsal í dag og hefjast
tónleikarnir kl. 14.30. Hún flytur
lög sín í tengslum við sýningu
myndlistarmannsins Björgvins
Björgvinssonar, sem nú sýnir verk
sín í Ásmundarsal.
Bandarísk
þjóðlög á
Crafts USA
BANDARÍSKI þjóðlagasöngvar-
inn Paul Halpern, öðru nafni Paul
Westwind, mun leika og syngja
bandarísk þjóðlög eftir Guthrie,
Dylan og fleiri að Kjarvalsstöðum
í dag, laugardag, 19. nóvember.
Tónleikarnir eru ókeypis.
Halpern mun og koma fram í
Félagsstofnun stúdenta eftirtalda
daga: Sunnudag 20. nóvember kl.
21.00. Fimmtudag 24. nóvember kl.
21.00. Sunnudag 27. nóvember kl.
21.00.
t
Málverk og
teikningar í
Gerðubergi
í Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi opna myndlistarmennirnir
Birgir Andrésson og Kristján Guð-
mundsson, sýningu kl. 15.00 í dag. Á
sýningunni eru um 40 málverk og
teikningar. Öll verkin eru til sölu.
Sýningin er opin mánudag til
fimmtudags kl. 16.00—22.00, en
föstudag, laugardag og sunnudag frá
kl. 14.00—18.00. Sýningunni lýkur
27. nóvember og er aðgangur ókeyp-
is.
TOPPmerkin
í íkíóavörum
öftíð d úxuc^xnAac^um
ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA
FALKINN 105 REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670
TYROLIA
DACHSTEIN
adidas ^
Yfirförum Fischer skíði og Tyrolía
bindingar fyrir veturinn.
Stillum Tyrolía bindingar að kostnað-
arlausu.
Skjót og góð þjónusta.
A FISCHER
Vertu klár
í slaginn!
Gódon daginn!