Morgunblaðið - 19.11.1983, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983
*
Ur greinargerð Þorvalds Búasonar:
Afurðalánin uppspretta
fjármuna vegna vaxtakjara
Hér fer á eftir annar kafli, sem
Morgunblaðið bírtir úr greinargerð
Þorvalds Búasonar, eðlisfræðings,
um rekstrarkostnað vinnslustöðva
landbúnaðarins, afurðalán, niður-
greiðslur o.fl. Það skal enn ítrekað
að krónutölur í þessum texta eru í
gömlum krónum á verðlagi septem-
bermánaðar 1980. Eitt þúsund gaml-
ar krónur frá september 1980 svara
til 47 kr. í nóvember 1983. Þá er rétt
að hafa í huga að tölur í töflum
varða 1000 kg af dilkakjöti. Til að fá
mynd af heildarupphæðum fyrir
landið allt þarf að margfalda þær
tölur með u.þ.b. 10500. Miðað við
landið allt greiddu vinnslustöðvar
þannig u.þ.b. 23 milljónum minna til
baka af haustlánum en þær fengu
lánað haustið 1980. Það svarar til
u.þ.b. 1 milljón kr. á verðlagi í dag.
Af afurðalánum greiddu vinnslu-
stöðvar árið 1980—1981 1,2 milljörð-
um kr. minna til baka, en þeir fengu
að láni, sem svarar til nær 55 millj-
óna kr. á verðlagi í dag. Af rekstrar-
lánum greiddu vinnslustöðvarnar
175 milljónum kr. minna til baka en
fengið var að láni, sem svarar til
rúmlega 8 milljóna kr. á verðlagi í
dag.
Miðað við að gert væri upp við
bændur samkvæmt reglu 2, sem svo
er kölluð í greinargerðinni, hefðu
bændur borið minna úr býtum en tii
var ætlast, sem næmi rúmlega 150
milljónum kr. eða rúmlega 7 milljón-
um kr. á verðlagi í dag. Ails má því
ætla, að verðbólgan hafi fært
vinnslustöðvunum á silfurfati 73
milljónir kr. 1980—1981 á verðlagi
nóvember 1983, miðað við forsendur
greinargerðarinnar.
Haustlán til
vinnslustöðva
Haustið 1980 fengu vinnslu-
stöðvar lánað upp í afurðalán þeg-
ar í september og síðan aftur í
október, en í nóvember komu af-
urðalán til útborgunar. Upphæð
haustlána á 1.000 kg afurða er hér
fengin með því að deila heildar-
failþunga viðkomandi haust upp í
heildarlánsupphæð. Lántökugjald
1% var reiknað af lánsupphæð, en
lánin að öðru leyti greidd upp
ásamt vöxtum (miðað við 29%
ársvexti) í nóvember. Lántöku-
gjaldið hélzt sem lántökugjald
fyrir afurðalánin. Tafla VIII gefur
yfirlit yfir hreyfingar fjármuna
vegna haustlána. 11. og 2. dálk eru
færðar lántökur og endurgreiðslur
á breytilegu verðlagi. í 3. og 4.
dálk eru sömu upplýsingar færðar
á föstu verðlagi. Samkvæmt
niðurstöðutölum töflunnar hefur
verið greitt minna til baka, en
fengið var að láni, sem nemur
4.431 kr. Hagur vinnslustöðvar af
þessu láni er reyndar enn minni.
Lántökugjaldið var ekki endur-
greitt heldur flutt yfir á afurða-
lánin. (2.209 kr. á föstu verðlagi.)
Þessi lán hafa nú verið aflögð.
Afurðalán
Vegna þeirra vaxtakjara, sem
gilda um afurðalán, má segja að þau
séu uppspretta fjármuna. Þau voru á
29% og 33% nafnvöxtum þegar verð-
bólga mældist um 50%. Allar fram-
leiðslugreinar njóta þessara lána.
Afurðalán eru tvenns konar og á
tvenns konar kjörum. 50,25% af
skilavirði birgða mega á hverjum
tíma standa sem lán á 29% vöxt-
um. Við lántöku í nóvember er
tekið 1% lántökugjald. Þetta lán
er hér kallað A-lán. 21% af skila-
virði birgða í lok næsta mánaðar á
undan mega á hverjum tíma
standa sem lán á víxilvaxtakjör-
um (þ.e. 33% á þeim, sem hér um
ræðir). Gert er ráð fyrir 0,65%
þjónustugjaldi af þessum síðar-
töldu lánum (sjá skýrslu starfskil-
yrðanefndar, jan. 1982), sem hér
eru kölluð B-lán. Skilaverð breyt-
ist á þriggja mánaða fresti. Til að
fá mynd af hreyfingu fjármuna og
lána er í 2. dálki í töflu færðir
0,4975 (= 0,5025x0,99) hlutar skila-
virðis birgða næstu mánaðamóta
á undan, sem gefur upplýsingar
um höfuðstól A-láns á hverjum
tíma og í 3. dálk eru færðir 0,2086
(= 0,2100x0,9935) hlutar skilavirðis
birgða næstu mánaðamót á undan,
sem gefa þá upplýsingar um höf-
uðstól B-láns á hverjum tíma.
(Tekið hefur verið tillit til áhrifa
lántökugjalda.) Lántökugjald hef-
ur nú fallið niður.
í 4. og 5. eru færðar breytingar
á 2. og 3. dálki milli mánaða
(nema fyrsta breyting er milli
nóvember og janúar). Þær tölur
gefa til kynna, hve stór hluti lán-
anna hefur gjaldfallið í viðkom-
andi mánuði. í 7. og 8. dálk er
færður hinn gjaldfallni hluti
ásamt vöxtum, (og tekið tillit til
þess, að endurgreiða þarf lántöku-
kostnað).
í töflu IX eru dregnar saman
hreyfingar A- og B-lána á föstu
verðlagi. Niðurstöður í 2. og 4. dálki
sýna, að af A-láni er greitt 82.226 kr.
minna til baka, og af B-láni 28.025
kr. minna til baka, en upphaflega
fékkst að láni. Verðbólgan og vaxta-
kjör mala skuldurum gull.
Rekstrarlán
til bænda (eða
vinnslustöðva?)!
Umrædd lán eru í raun veitt
vinnslustöðvum, þótt tilgangurinn
sé að fjármagna rekstur sauðfjár-
búa. Hvernig lánsféð ratar til
bænda, er með mismunandi hætti.
Sumar vinnslustöðvar skipta láns-
upphæðinni á viðskiptareikning
bænda eftir magni afurða næsta
haust á undan, aðrar ráðstafa þeim
til þeirra bænda, sem það árið þurfa
sérstaklega á lánum að halda. Þessi
endurlánastarfsemi hefur ekki verið
„kortlögð“ og ekki hefur verið unnt
að fá hreinar línur í lánamyndina.
Hér er gert ráð fyrir að vinnslu-
stöð leggi rekstrarlán inn á við-
skiptareikning bænda og öll við-
skipti bænda við ráðstöfun þessa
rekstrarfjár sé við eða gegnum
vinnslustöð. Er þá nærtækt að
ætla, að meðhöndla megi lánið
eins og það hafi verið veitt
vinnslustöð beint. I viðauka 1 er
sérstaklega fjallað um þessi
rekstrarlán og sett upp líkan, sem
virðist gefa vísbendingu um að
þessi forsenda sé sæmilega traust.
Lánsupphæð á 1.000 kg og dreif-
ing útborgana á mánuði er fundin
út frá upplýsingum Seðlabanka ís-
lands um heildarútlán á mánuði í
þessu skyni vorið 1981 og heild-
arfallþunga haustið 1980.
í 1. dálk í töflu XI eru færð haf-
in lán eftir mánuðum, í 2. dálk
vaxtagreiðsla (nafnvextir 29%) og
í 3. dálk endurgreiðsla. í 4. og 5.
dálk eru hafin lán og endur-
greiðslur færðar á föstu verðlagi. í
niðurstödutölum í 5. dálki kemur
fram, að 16.585 kr. minna hefur ver-
ið greitt til baka, en upphaflega
fékkst að láni. Vegir verðbólgunnar
eru e.t.v. órannsakanlegir, en marg-
ar krónur rata þó leiðina í vasa
þeirra, sem fá ódýr lán.
Greiðslur til bænda
Greiðslur til bænda fyrir sauð-
fjárafurðir eru með mismunandi
hætti. Meginregla er, að bændur fái
80% heildargreiðslunnar í nóvember
og eru þá ekki reiknaðir vextir. 20%
eiga þeir að fá í aprfl og reiknast þá
innlánsvextir á þá greiðslu frá nóv-
ember að telja. Litið er svo á, að
bændur eigi afurðirnar og
vinnslustöð sé einungis með þær í-
umboðssölu. Verð breytist á
þriggja mánaða fresti. Þegar af-
uiðirnar hafa verið seldar er reiknað
meðalverð og bændum greiddur mis-
munur á meðalverði og upphaflega
áætluðu verði í nóvember (1981) og
reiknast vextir af þeirri upphæð frá
nóvember árinu áður (1980).
Gera má greinarmun á tveimur
reglum um greiðslur til bænda. 1)
Greiðslurnar eru einfaldlega innt-
ar af hendi, bændur fá ávísun,
peninga, eða lagt er inn á banka-
reikninga bænda. 2) Greiðslan fer
fram með þeim hætti að á við-
skiptareikninga bænda eru færðar
inneignir. Bændur taka síðan út
vörur eða peninga jafnt og þétt
eftir þörfum (og eign).
Fyrrnefndi hátturinn verður
hér kallaður regla 1 en hinn síðari
regla 2. Regla 1 á sennilega við t.d.
þar sem Sláturfélag Suðurlands á
í hlut. Bændur hafa þar ekki
viðskiptareikninga. Regla 2 á hins
vegar sennilega oftast við, þegar
vinnslustöð er rekin í tengslum við
kaupfélag og verzlun. Hlutdeild
Sláturfélags Suðurlands í markaði
í þessu samhengi er einungis um
15%, svo reikna má með því, að
regla 2 sé meginregla.
Töflur XII og XIII eru yfirlit yf-
ir greiðslur til bænda samkvæmt
ofangreindum tveimur reglum. í 1.
dálki í töflunum er sýnt grund-
vallarverð á hverjum tíma og end-
anlegt gundvallarverð eða meðal-
verð í nóvember-línu (sjá (1) línu í
töflu II). Upphæðin, sem greiða á
bændum byggist á grundvallar-
verði í sept. 1980, en 1,85% eru
dregin frá grundvallarverði, —
svokölluð sjóðagjöld. í 2. dálk eru
færðar greiðslur til bænda (tafla
DII) eða úttektir frá mánuði til
mánaðar (tafla XIII). í 3. dálk eru
færðar vaxtagreiðslur, í 4. dálk
heildargreiðslur. Loks eru heild-
argreiðslur færðar á föstu verð-
lagi í 5. dálk.
Ef fylgt er reglu 1 kemur í Ijós að
bændur hafa borið meira úr býtum,
en áætlað var í sept. 1980, eða
187.809 kr. miðað við 1.000 kg D1
(sjá töflu XII). Myndin er allt önn-
ur ef fylgt er reglu 2. Þá hefur dæm-
ið snúizt við, bændur myndu bera
minna úr býtum, sem næmi 14.556
kr. samkvæmt þeirri reglu.
Þessi tvö dæmi sýna hve afger-
Yfirlit yfir hre TAKl.A yfingar rekstrarlána til bænda XI (vinnslustöóva ?) !, (miðað vió 1.000 kg D1)
f yr ir árið sept. 1980 - ág. 1981.
1 2 3 4 5
llaf in Vextir Endurgr. Hafin lán Endurgr.
1 án ásamt f as t ásamt vöxt.
vöxtum verðlag fast verðl.
kr. kr. kr . kr. kr .
1980 sept.
okt.
nóv.
des.
1981 j an •
febr.
marz 153.943 121.246
apr í 1 66.632 51.120
ma I 334.692 249.279
júní 35.231 25.595
júl í 48.251 34.220
ág- 48.251 33.163
sept.
okt.
nóv. - 102.033 789.033 498.038
687.000 514.623 498.038
-514.623
-16.585
TAFl.A XII
Yfirlit yfir gre ióslur til bænda fyrir sauófj árafurðir samkvæmt reglu 1 (mióaó við 1.000
kg Dl> árið sept . 1980 til ág. 1981.
1 2 3 4 5
Grundv.- Greitt Vextir Greiðs1a Greiðsla
veró til gr. til samt. samt. á
bænda bænda föstu verðl
kr/kg kr. kr. kr. kr.
1980 sept. okt 2.378
nóv. " 1.867.206 1.867.206 1.740.049
des. 2.707
1981 j an. febr. M -
marz 2.945 2)68.075
apr í 1 " 466.801 534.876 410.357
ma í
jún í 3.360
júlí
ag-
sept. okt. nóv. 2.824) ai50.659 588.408 371.403
2.521.809
-2.334.000
Umfram áætlun 187.809
1) Endanlegt eda meóa1grundva11arveró.
2) Gert hefur verió ráó fyrir, aó vextir séu reiknaóir vió greiðslu til bænda.
Yfirlit yfir greióslur til TAFLA XIII bænda fyrir sauófiárafuróir samkvæmt reglu 2 (miðaó vió 1.000
kg Dl) ár i ð sept. 1980 til ág. 1981.
i 2 3 4 5
Grundv. Ottektir Vaxtagr . Ottektir Ottektir
verð bænda samt. samt. á
föstu verðl
kr/kg kr. kr. kr. kr.
1980 sept. 2.378
okt. "
nóv. " 194.501 194.501 181.255
des . 2.707 194.500 194.500 175.750
1981 jan. 194.501 194.501 168.068
febr. 194.500 194.500 161.027
marz 2.94 5 194.501 194.501 153.189
apr í 1 194.500 194.500 149.220
ma í 194.501 194'. 501 144.864
juní 3.360 194.500 194.500 141.304
júl í 194.501 194.501 137.940
ág • 194.500 194.500 133.680
sept_. 194.501 194.501 130.160
okt. 194.501 ,223.578 418.079 271.584
nóv. '(2.824) 437.749 n50.659 588.408 371.403
2.319.444
_______-2.334.000
Vai.tar á áætlun -1A.556
1) Endanlegt eóa meðalgrundva11arveró.
2) Gert hetur verið ráð fyrír, að vextir séu reiknaðír við greiðslu til bænda eða í
lok árs (nóv. - okt.)