Morgunblaðið - 19.11.1983, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983
Tuttugu ár frá útkomu Rauðu bókarinnar
Alþýðubandalagsforingjar við nám í Austur-Evrópu:
Þeir höfnuðu
aldrei Sovétkerfinu
í þessari lokaupprifjun á SÍA-
skýrsiunum, sem forystumenn í Ai-
þýðubandalaginu skrifuðu, meðan
þeir voru við nám austantjalds, verð-
ur rakin afstaöa þeirra til stjórnar-
farsins í einræðisríkjum kommún-
ismans.
SÍA-menn, sem tekið hafa við
forystunni í Alþýðubandalaginu á
síðustu 10—15 árum, hafa haldið
því fram, að þeir hafi snúist önd-
verðir gegn sovétkerfinu vegna
persónulegrar reynslu sinnar af
flokkseinræðinu. Þessi reynsla
hafi hjálpað þeim að vísa Alþýðu-
bandalaginu nýja leið tii sósíal-
isma, sem tryggt geti frelsi og lýð-
ræði á íslandi. Hvernig ber slíkum
yfirlýsingum saman við skýrsl-
urnar, sem SÍA-menn notuðu til
að tjá skoðanir sínar af fullri
hreinskilni og í trúnaði? Fylltust
forystumenn Alþýðubandalagsins
andstyggð á stjórnarfarinu í gisti-
löndum sínum? Er núverandi
stefnuskrá Alþýðubandalagsins til
sannindamerkis um það? Það, sem
rakið hefur verið hér að framan
um tengsl SlA-manna við stjórn-
völd í Austur-Evrópu, sýnir hve
varlega verður að taka yfirlýsing-
um forystumannanna. Það gekk
ekki hnífurinn á milli þeirra og
„félaganna" austantjalds. Skýrsl-
urnar um afstöðu SÍA-manna til
sósíalismans leiða enn betur í ljós,
að þeir höfnuðu aldrei megininn-
takinu í stefnunni, sem þeir segj-
ast nú hafa snúið baki við. Hana
má líka finna í næsta heilu lagi í
stefnuskrá Alþýðubandalagsins
árið 1983.
Deilt um einræðið
Undantekningin sannar regl-
una. Tveir menn, sem koma við
sögu SÍA, Arnór Hannibalsson og
Skúli Magnússon, risu gegn þeim
sósíalisma, sem þeir kynntust í
framkvæmd. Skúli, sem stundaði
nám í Kína, varð fyrri til. Hann
hafnaði einræði Flokksins í einka-
bréfi til Hjalta Kristgeirssonar,
en bréfi þessu var síðan dreift til
hinna ýmsu deilda SÍA. Varð
þetta upphafið að mikilli deilu um
kenningu sósíalismans og fram-
kvæmd hans.
Skúli hóf bréf sitt með því að
kvarta undan þeirri gegndarlausu
inrætingu, sem kommúnistar
stunduðu í kínverskum háskólum.
Sagði hann, að vísindin liðu fyrir
kreddur og einstrengingshátt yfir-
valda, og stúdentar hefðu varla
tíma til að stunda nám sitt nema i
frítímum. Af lestri sínum á mál-
gagni Sí A, sagðist Skúli vera kom-
inn á þá skoðun, að SÍA-menn
væru flestir „geðþekkir menn, en
enn í hálfrökkri". Þeir sæju ekki
gegnum „allan byssnesinn", en svo
nefndi hann þær fjarstæður, sem
kommúnistar héldu að fólki um
stjórnarfar sitt.
Hjalti Kristgeirsson, sem var
við nám í Ungverjalandi, tók
óðara upp hanskann fyrir einræð-
iskerfið. í bréfi til Skúla sagði
hann það aðalatriðið, að kínversk-
ir kommúnistar væru að „þróa
framleiðsluöflin" með sósíalískum
hætti. Gallarnir, sem Skúli hefði
fundið á kínversku þjóðfélags-
byggingunni, væru „ekki fólgnir í
hinum sós(íalísku) framleiðslu-
aðstæðum, heldur a) arfi frá kap-
ítalismanum í hugsunarhætti
fólksins o.s.frv., b) fjandsamlegu
umhverfí, c) vanþróuðum fram-
leiðsluöflum" (bls. 64). í augum
Hjalta var sósíalisminn heilagur
og fullkominn en umhverfið spillt
af syndum kapítalismans. Hinn
þröngi vegur til sæluríkisins var
þyrnum stráður, „en verum menn
til að viðurkenna „hið nauðsyn-
lega slæma"; gerum okkur grein
fyrir því, að hið góða er oft ekki
hægt að realisera nema gegnum
hið slæma". (bls. 64). Að áliti
Hjalta voru þeir, sem ekki viður-
kenndu þessi sannindi (sbr. Skúli
Magnússon), „menn í hálfrökkri".
í víti sósíalismans
Skúli snerist til varnar í næsta
bréfi sínu. Hjó hann nú að rótum
þess kerfis, sem Hjalti hafði lofað
og prísað. Skúli hafði orðið sjón-
arvottur að þeim hörmungum,
sem hlotist höfðu af framkvæmd
sósíalismans í Kina. Lýsingar
hans á þeim voru slíkar, að fátt
mun finnast til jafnaðar:
Þegar ég (Skúli Magnússon, inn-
skot Mbl.) hafði dvalizt nokkra
mánuði í landi þessu upphófst
mikill annatími. Hann var ekki
falinn í þeim störfum, sem ég
þekkti vestan af fjörðum:
hrognkelsa- og silungsveiði,
smölunum og réttum vor og
haust, heyskap á sumrum né tó-
vinnu á vetrum. Hann var fal-
inn í sjálfsmorðum. Sumir átu
nagla, títuprjóna og glerbrot,
aðrir stukku niður af þriðju og
fjórðu hæð, enn aðrir köstuðu
sér í vötn þau, sem hér eru í
campusinum. Einn prófessor
var t.d. dreginn upp úr vatninu
og barinn af stúdentum sínum
með þeirri yfirlýsingu, að hann
hefði gjörla vitað, að vatnið
væri of grunnt til að drekkja sér
þar í og væri hann bara í þykj-
ustuleik; og var téður prófessor
hið snarasta sendur á geð-
veikrahæli (vinnubúðir). Einn
stúdent kastaði sér niður af
þriðju hæð og braut á sér báða
fætur. „Framvarðalið" verka-
lýðsins: Flokkurinn" (með stór-
um staf eins og Guð) rak niður
tvo þölla á staðnum og negldi
þar kassafjöl á með slíkri áletr-
an: „Hvaða óhreina plan gegn
fólkinu hafði téður stúdent í
huga, þegar hann kastaði sér
hér niður?"
Hér voru á ferðinni þeir menn,
sem orðið höfðu við áskorun
Maos í ræðu hans 27. febrúar
1957 um blómin og skólana, svo
sem frægt er orðið, að segja hug
sinn allan.
Á þessm mönnum var síðan bar-
ið á þann hátt, að æstur var upp
skríll, þeir settir í miðjuna í
hring, sem skríllinn myndaði,
(aðeins einn í hvert skipti að
sjálfsögðu) og látnir hneigja
höfuð, síðan öskrar skríllinn
skammir og svívirðingar að
þeim; og við útlendingar hér
heyrðum óhljóðin, þegar við fór-
um í hressingargöngur á síð-
kvöldum. Þeir, sem hættulegri
þóttu fengu enga hvíld, hvorki á
degi né nóttu. Það var gert á
þann hátt, að sendur var hópur
manna til að atyrða þá, þegar sá
hópur hafði dvalið um stund var
annar sendur og svo koll af
kolli, dag og nótt, sólarhringum
saman. Ein stúlka, örvilnuð af
öllu saman, svipti sig öllum
klæðum, svo að karlmennirnir
kynnu ekki við að dvelja lengur,
þá voru stúlkur bara sendar í
staðinn. Síðar frétti ég, að
stúlkuauminginn hefði sturlazt.
Þetta var að því er skólunum
viðkemur, fólk í blóma lífsins
auðvitað, um tvítugt, flest það
gáfaðasta. Engan stúdent þekki
ég, hvers ég á annað borð hef
traust til, sem ekki þjáist undir
þessu skipulagi, eins og það er í
Árni Bergmann.
Hann leitaði að afsökunum fyrir
harðstjórninni og taldi að Sovétríkin
hefðu horfið frá henni.
heild sinni, sem þorir að segja
meiningu sina á hinum daglegu
fundarhöldum og ekki gerir sér
upp falskt hugarfar. Ég tel, að
þeir séu þó til, en þar er um
undantekningar að ræða og
vafasamt, að andleg starfsemi
heilabúsins sé normöl.
Hverju mannsbarni hlýtur að
vera ljóst, að allir eru alltaf að
njósna um alla. Margir stúdent-
ar eiga engan trúnaðarvin með-
al skólafélaga sinna; þeir lifa
ekki normölu andlegu lífi. Börn
fara hér á skrifstofur „fram-
varðasveitar verkalýðsins“ og
gefa reglulegar skýrslur um for-
eldra sína. Kona og maður og
börn þeirra njósna hvort um
annað; eðlilegt mannlegt sam-
band milli fólks er rofið, en í
stað þess iiggja allir þræðir um
lófa „Flokksins".
Ég fæ ekki betur séð en, að
Kommúnistaflokkur Kína sé
með verstu úrhrökum, sem ver-
aldarsagan greinir. Eignist
kínverskur stúdent okkur að
vinum og ef upp kemst, eru þeir
oftast nær skammaðir og bann-
að að hafa við okkur samneyti.
Fellum við ást á stúlkum,
hverfa þær sporlaust...
Allt vald er í höndum eins aðila.
Verði honum á mistök er honum
innan handar að breiða þar yfir.
Öll smávægileg og tilviljunar-
kennd spilling og óréttlæti, sem
hreinlega getur stafað af mann-
iegum breyskleika margfaldast
sjálfkrafa með þúsundföldum
hraða, þvi að enginn er til að
hafa þar eftirlit á. Ekkert afl er
í landinu, sem getur myndað
mótvægi gegn gerræði flokks-
Hjalti Kristgeirsson,
hugmyndafræðingur Alþýðubanda-
lagsins. Hann varði einræði sósíal-
ismans.
ins, haldið honum innan viss
ramma. Hver einstaklingur er
eins og sprek í ólgusjó, getur
engu valdið um framtíð sína;
getur aðeins lotið boði að
ofan ...
Hvað sýnir þetta? að leiðtogarn-
ir svonefndu skeyta hvorki um
rétt né rangt, heldur aðeins geð-
þótta sinn. Það myndu líka bæði
ég og þú gera í þeirra stöðu, því
að annað væri ofurmannlegt.
Allt þetta fæ ég ekki skýrt með
þínu ABC. Kerfið er despótík,
þar liggur meinsemdin grafin.
Til varnar vítinu
Skúli Magnússon hafði uppgötv-
að, að sósíalisminn, sem hans eig-
in flokkur hafði á stefnuskrá
sinni, var í eðli sínu einræðis-
stefna og hörmungar Kínverja
mátti rekja til þess. Þetta þoldi
„línumaðurinn" Hialti Kristgeirs-
son ekki að sjá. I svarbréfi sínu
kallaði hann Skúla „revisjónista"
(endurskoðunarsinna) og taldi
hann kominn „hættulega nálægt
hinum alþjóðlega imperíalisma
(heimsveldisstefnu, innskot Mbl.)
í sumum atriðum". í gistilöndum
SÍA-manna höfðu slíkar ásakanir
til skamms kostað menn fangels-
is- eða jafnvel liflátsdóm, þannig
að hátt var nú reitt til höggs.
Glæpirnir, sem kínverskir komm-
únistar höfðu framið á þjóð sinni,
urðu Hjalta ekki tilefni til að for-
dæma einræðið í Kína. Þvert á
móti, hann gagnrýndi landa sinn
fyrir að taka þjáningar Kínverja
nærri sér og benda á undirrót
þeirra. Hann jafnaði ástandinu í
Kína við ógnarstjórn stalínista í
Ungverjalandi 1950—53, og lýsti
henni með þessum orðum:
„1952 er talið, að 100.000 manns,
1% þjóðarinnar (ungversku,
innskot Mbl.) hafi verið hér í
vinnubúðum, margir fyrir litlar
eða engar sakir. Enginn var
óhultur um líf sitt eða limu; öll
andstaða og mögl gegn ríkjandi
skipulagi var barin niður i
bókstaflegri merkingu). Fram-
leiðsla jókst að vísu, en lífskjör
versnuðu engu að síður. Verka-
menn voru að mestu sviptir
frelsi til að ráða vinnustað,
bændur kúgaðir með afurðaaf-
hendingarskyldu. í andlegu lífi
ríkti skematískur formalismi á
hæsta stigi.“ (bls. 76).
Orsakir þessarar ógnarstjórnar,
eins og hinnar kínversku, fullyrti
Hjalti að mætti rekja til þeirra
leifa „kapítalismans", sem hann
hafði áður fullyrt að hindruðu
menn í að höndla að fullu sælu
sósíalismans (fjandsamlegt um-
hverfi og svo frv.);
„Á svona viðsjárverðum tímum
... er sentralísering (miðstýr-
ing, innskot Mbl.) valdsins eðli-
leg ... Það er sem sé ekki hægt
að treysta á frumkvæði fólksins,
heldur telst nauðsynlegt að reka
það áfram eins og sauðfé í rétt.
Hér kemur og til greina atriði,
sem ég sannast sagna gleymdi í
fyrra bréfi ... óhæfir kaderar
(fyrirliðar í Kommúnistaflokkn-
um, sbr. SÍA-menn, sem með
námi og starfi sóttust eftir því
að vera ábyrgir og pólitískt
þroskaðir „kaderar" á austur-
þýskan mælikvarða. Innskot
Mbl.)...
Gerði Flokkurinn sig sekan um
villur á umræddum tíma? Vafa-
laust... Samt vil ég fullyrða, að
í grundvallaratriðum hafi ekki
verið um aðra leið að velja fyrir
Ungverjaland, ef það átti ekki
að hafna sósíalismanum, hvers
basis (grundvöllur, innskot
Mbl.) var þó sannanlega lagður
á þessum tírna" (bls. 77).
Hjalti var sjálfum sér sam-
kvæmur. Árið 1956 hafði ung-
verska þjóðin gert uppreisn gegn
því kúgunarkerfi, sem hann lýsti
hér að ofan. Sovéski herinn hafði
skorist í leikinn, brotið uppreisn-
ina á bak aftur og fangelsað og
líflátið fjölda ungverskra föður-
landsvina. Þegar blóðbaðið í
Ungverjalandi stóð sem hæst
haustið 1956, hafði Hjalti komið
hér fram í Ríkisútvarpinu og látið
í ljósi velþóknun sína á íhlutun
Rauða hersins. Hafði þetta vakið
þjóðarathygli á íslandi. Af bréfinu
til Skúla, sem skrifað var tæpum
fjórum árum eftir þessa atburði,
má sjá, að Hjalti var enn sömu
skoðunar. 1 trausti þess að bréfið
kæmi aldrei fyrir almenningssjón-
ir, gekk Hjalti raunar enn lengra
en í Ríkisútvarpinu og réttlætti
ógnaræði stalínista á tímabilinu
1950—53. Að þessu leyti má segja,
að hann hafi verið kaþólskari en
páfinn, því að eftir dauða Stalíns,
höfðu ungversk stjórnvöld for-
dæmt verstu hryðjuverk fyrri
valdhafa og látið grafa upp lík
sumra fórnarlambanna og „endur-
reist" mannorð þeirra.
Sósíalismi er það
Það stjórnarfar, sem nú ríkti í
Ungverjalandi í skjóli sovésks
hervalds, var Hjalta líka mjög að
skapi:
„Við, sem erum hér vestur í
álfu, en fyrir austan tjald þó,
lifum í hugmyndaheimi, þar
SÍA-menn töldu ógnarvcrk Stalíns hafa verið í þágu sósíalismans og því
réttlætanleg.