Morgunblaðið - 19.11.1983, Side 36

Morgunblaðið - 19.11.1983, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 t Konan mín, UNNUR HLÍF JÓNSDÓTTIR HILDIBERG, Sólbergi viA Nesveg, andððist að morgni fimmtudags 17. nóvember. Kristjén Jónsson. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR THORSTEINSSON, lést á Landspítalanum þann 17. nóvember. Þorsteinn Thorsteinsson, Hannes Þóróur Thorsteinsson, Ragna Thorsteinsson, Kristjana Milla Thorsteinsson, Ragnheióur Thorsteinsson. t Eiginmaður minn og faöir okkar, HANS JÖRGEN ÓLAFSSON, Austurvegi 8, Selfossi, andaöist í Borgarspitalanum 16. nóvember. Ólöf Guömundsdóttir og börn. t Faöir minn, tengdafaöir og afi, SIGFÚS GUNNLAUGSSON, lést 18. nóvember í Borgarspítalanum. Fyrir hönd vandamanna, Bryndís Sigfúsdóttir, Oddgeir Júlíusson, María Sif Kristjénsdóttir. t Eiginmaöur minn, SNORRI HALLDÓRSSON, forstjóri Húsasmiöjunnar, lést aö morgni 18. þessa mánaöar í Landakotsspitala. Inga B. Jóhannsdóttir. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, HERMANN STEFÁNSSON, fyrrv. menntaskólakennari, Hrafnagilsstræti 6, Akureyri, andaöist í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri aö kvöldi 17. nóvember. Þórhildur Steingrímsdóttir, Stefén Hermannsson, Birgir Hermannsson. t Eiginkona mín, móöir og amma, ÓLAVÍA JÓNA HAFLIOADÓTTIR fré Fossi, Kirkjulæk í Fljótshlíð, lést í Landspítalanum 5. nóvember. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þökkum auösýnda samúö og vinarhug. Böövar Brynjólfsson, Sigríður Böövarsdóttir, Brynjólfur Gislason, Guöni Birgir Gíslason. t Móðir okkar, fósturmóöir og tengdamóöir, MARTA ÓLAFSDÓTTIR, Drépuhlíð 2, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. nóvember kl. 13.30. Manfreö Vilhjélmsson, Erla Sigurjónsdóttir, Steinunn Vilhjélmsdóttir, Karl Ottó Karlsson, Karen Vílhjélmsdóttir, Þorvaldur Óskarsson, Vilmar Þór Kristinsson, Unnur Gunnarsdóttir. Stefán Ingólfur Jónsson - Minning Fæddur 21. júlí 1922 Dáinn 14. nóvember 1983 í dag, 19. nóvember, verður bor- inn til hinstu hvíldar Stefán Ing- ólfur Jónsson, húsasmíðameistari, Silfurgötu 3, fsafirði. Stefán var fæddur á Þæfusteini, Neshreppi ytri, Snæfellsnessýslu þann 21. júlí 1922. Hann var sonur hjónanna Jóns Bjarnasonar (1889—1946) og Lilju Guðmunds- dóttur (1901—1968). Jón var fædd- ur á Kirkjuhóli í Staðarsveit og var elstur 10 systkina, en Lilja var fædd á Litla-Kambi í Breiðuvík- urhreppi og var ein þriggja systk- ina. Stefán var elsta barn þeirra hjóna, en saman eignuðust þau 11 bðrn. 7 þeirra eru enn á lífi. Þegar sambúð þeirra Jóns og Lilju hófst var Jón ekkill. Hann hafði misst fyrri konu sína, Valgerði, af barnsförum. Þau höfðu eignast einn son, Bjarna, er lést fyrir þremur árum. Lilja og Jón bjuggu á Þæfu- steini til ársins 1944 og þar ólst Stefán upp. Börnin byrjuðu ung að taka þátt í störfum hinna full- orðnu,- eins og tíðkast hefur til sveita. Þar sem búið var ekki ýkja stjórt, sótti Jón alltaf sjóinn af og til. Á vetrum reri hann frá Hell- issandi, en frá Rifi á sumrin. Stef- án var vart fermdur er hann fór fyrst á sjó, og létti hann á þann hátt undir með foreldrum sínum. Til Reykjavíkur fór Stefán fyrst fyrir stríð og vann þar um sinn almenn verkamannastörf. Á stríðsárunum stundaði hann að mestu sjóinn, lengst af sem matsveinn. Hann var á bátum sem gerðir voru út frá Reykjavík, Njarðvík og fleiri stöðum sunnan- lands. Síðar fór Stefán að vinna við smíðar og aflaði sér fljótlega réttinda sem húsasmíðameistari. Árið 1947 kvæntist Stefán Jó- hönnu Vilhjálmsdóttur frá ísa- firði. Þau hófu búskap sinn í Reykjavík, en fluttust til ísafjarð- ar árið 1952, og bjuggu þar ætíð síðan. Stefán og Jóhanna eignuðust 6 börn. Þau eru Jón Kristinn (1948), Sesselja Sveinbjörg (1951), Lilja Svanhvít (1954), Stefán Jóhann (1957), Haraldur Hersir (1960) og Elín Þóra (1965). Hálfbróðir þeirra systkina ólst upp með þeim, Bjarni Þór Friðþjófsson (1940), en hann er sonur Jóhönnu af fyrra hjónabandi. Barnabörn Stefáns og Jóhönnu eru átta. Á ísafirði vann Stefán fyrst og fremst við húsasmíðar. Haustið 1981 veiktist Stefán. Sjúkdómur- inn lagðist það þungt á hann að hann gat ekki sinnt smíðunum sem áður. Hann ákvað í fyrstu að fá sér einhverja létta vinnu, sem þó reyndist honum um megn. En Stefán bar sig vel sem endranær. Stefán átti sín áhugamál og + Útför eiginmanns míns, GUÐMUNDAR SIGURBJÖRNSSONAR fré Litlu-Tungu, Holtahreppi, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. nóvember kl. 10.30. Jarösett veröur aö Árbæ sama dag. Margrét Ólafsdóttir. Útför eiginmanns míns og fööur, ÞÓRHALLS KARLSSONAR, flugstjóra, Rauöahjalla 11, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju, þriöjudaginn 22. nóvember nk., kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Slysavarna- félag islands. Aöalheiöur Ingvadóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir, Elías Þórhallsson, Hrafnhíldur Þórhallsdóttir. Þökkum vinarhug og samúö viö andlát og útför EMILS PÁLSSONAR, Torfufelli 13, Léra Eövarðsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. + Hugheilar þakklr tll allra þeirra fjölmörgu ættingja, vina, félaga- samtaka og fyrirtækja er auösýndu okkur sarpúö og vináttu vegna andláts VALDEMARS BALDVINSSONAR, stórkaupmanns, Ásvegi 27, Akureyri, og viröingu vottaöa minningu hans. Kristjana Hólmgeirsdóttir, Sigrún Valdemarsdóttir, Ingólfur Ingólfsson, Valgeröur E. Valdemarsdóttir, Baldur Guðvinsson, Þórhildur S. Valdemarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Hólmgeir Valdemarsson, Birna Björnsdóttir, Baldvin Valdemarsson, Eva Rögnvaldsdóttir og barnabörn. hugðist iðka þau frekar, loks þá tími gafst til. Stefán fylgdist vel með þjóðmálum, hafði áhuga á þjóðlegum fróðleik og málvöndun var þáttur í fari hans. Hann hafði mikinn áhuga á ættfræði, enda bar hann sterkar taugar til æsku- stöðva sinna. Hann viðaði að sér bókum um ættfræði og hugðist vinna upp úr þeim. Stefán var mikill dýravinur, enda var það líf hans og yndi hin síðari ár að sinna hestum sem hann átti. En hesta- mennskan krafðist talsverðs þróttar, ekki síður en ættfræðin. Yfir þeim þrótti bjó Stefán hins vegar ekki, og varð því minna úr en skyldi. Ég kom fyrst á heimili þeirra Stefáns og Jóhönnu fyrir rúmum 4 árum. Það var einstaklega gott að sækja þau heim. Þau tóku ávallt á móti manni með opnum örmum og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að gera dvölina á ísafirði sem ánægjulegasta. Eftir að Stefán veiktist kom hann oft suður til að leita sér lækninga. Þá færði hann okkur ósjaldan vestfirskt góðmeti eða annað þarflegt í poka frá þeim hjónum. Stefán var ætíð léttur í skapi. Hann var ræðinn og hafði frá mörgu að segja. Þegar síðast var kosið til Alþingis sátum við Stefán tvö saman og fylgdumst með gangi mála. Hann var þá í Reykja- vík vegna veikinda sinna, og gisti þá meðal annars á heimili mínu. Um kvöldið skrapp hann í heim- sókn til annarra ættingja, en sagðist myndu verða mjög fljótur, því hann vildi vera mér innan handar, þar sem hann vissi að ég var hálflasin. Á þessari stundu var ég þó ekki mikið lasin sam- anborið við Stefán. Þessi um- hyggja hans lýsti hins vegar vel þeirri velvild sem hann sýndi öðr- um. Hann var ávallt tilbúinn til að reiða fram hjálparhönd, oft meira af vilja en mætti. Stefán var mikill vinur. Ég þakka honum góða viðkynningu og sendi kveðju lítils afastráks sem því miður fékk notið samfylgdar hans allt of skamman tíma. Blessuð sé minning Stefáns. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Krossar á leiöi Framleiöi krossa á leiði. Mismunandi geröir. Uppl. í síma 73513.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.