Morgunblaðið - 19.11.1983, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
, ^ TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu . .
Of langt gengið
Stefanía Pálsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Mér blöskraði alveg þegar ég var
að lesa grein um Sædýrasafnið í
Mbl. í dag (fimmtudag). Er það
tilfellið, að ætlunin sé að sýna
þar karlmenn og kvenfólk? Eða
á greinarhöfundur við karlapa
og kvenapa? Talað er um, að það
sé „vonlaust að ætla tveimur
körlum einn kvenmann". Er
þetta ekki einum of langt gengið,
að tala um dýrin eins og um fólk
sé að ræða? Nema þeir ætli að
hafa kvenfólk hjá karlöpunum.
Fær venjulegt
fólk inngöngu?
Guörún Kristjánsdóttir hringdi
og hafði eftirfarandi að segja: —
Ég er aðallega að hringja af því
að ég er ekkert ánægð i dag. Ég
er vond út í samtök sem kalla sig
SÁÁ, fyrir að senda manni
sníkjuhappdrættismiða á hverju
ári. Mér þykir það einum of mik-
ið. Mér finnst þetta óþarfi, þeir
geta bara byggt þetta hús sitt í
sjálfboðaliðsvinnu. Það var nú
aðallega þetta sem ég er vond út
í og ég veit ekki, hvort ég er góð
út í nokkurn hlut í dag. Nema
hvað ég kaupi alltaf miða hjá
happdrætti Styrktarfélags van-
gefinna, þegar ég fæ þá heim.
Svo langar mig til þess að spyrja
sjónvarpið að því, hvort ekki sé
hægt að koma með eitthvað af
þessum góðu myndum, sem mað-
ur sá fyrir svona 30—40 árum.
Þær eru miklu betri en þessar
nýtískumyndir. Ég man ekki,
hvort ég er ánægð með eitthvað.
Það væri þá helst morgunút-
varpið. Mér finnst þetta nýja
fólk alveg ágætt. Annars sé ég
nú svolítið eftir Gull í mund. En
þetta er mjög svipað. Svo ég víki
aftur að því sem ég talaði um
fyrst, þá langar mig til að spyrja
SÁÁ-menn, hvað það muni kosta
að vera á þessu meðferðarheim-
ili þeirra og hvort venjulegt fólk
fái inngöngu þar. Eða á húsið að
heita „Snobb-Hill“?
Einir löggæslu-
manna án ein-
kennisbúninga
Fyrrverandi sjómaður hjá Land-
helgisgæslunni hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Það
hafa sjálfsagt margir veitt því
athygli, m.a. nú nýlega, að sumir
skipverja um borð í íslensku
varðskipunum, þ.e.a.s. undir-
menn á dekki, klæðast vinnu-
göllum sínum, jafnvel þótt til-
efni virðist kalla á annað. Ég
minnist þess að hafa sjálfur lent
í þeirri aðstöðu, þegar heiðurs-
gestir voru um borð hjá okkur,
m.a. forseti íslands, að við dekk-
mennirnir þurftum að vera ber-
höfðaðir og í snjáðum og slett-
óttum vinnugöllum innan um
gestina og prúðbúna skipsfélaga
okkar í svörtum einkennisklæðn-
aði. Þess vegna leyfi ég mér að
spyrja forstjóra Landhelgis-
gæslunnar: Hvers vegna þurfa
þessir varðskipsmenn, einir ís-
lenskra löggæslumanna, að sæta
því að hafa engan einkennis-
klæðnað til afnota, ekki einu
sinni við tækifæri, þegar slíkt
virðist sjálfsagt?
Ungur og efni-
legur fræðimaður
Jón Valur Jensson, ísafirði,
skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Við og við birtast í þáttum þín-
um afar fróðlegar greinar eftir
Skúla Magnússon í Keflavík. Hafa
þær fjallað mest um byggðasögu,
einkum Keflavíkur og Suðurnesja,
Sögð vera
Guðs orð
Sóley Jónsdóttir, Akureyri, skrif-
ar:
„Velvakandi.
Samþykktir presta eru ekki
Guðs Orð. Það vitum við. í nýju
kirkjuhandbókinni eru engu að
síður orð, sem aðeins eru sam-
þykktir presta, sögð vera Guðs Orð.
Það eru eftirfarandi orð og er þau
að finna í kaflanum um skírnina
(barnaskírnina):
„Hann tekur oss að sér í heilagri
skírn, að vér verðum hans eign og
börn vors himneska föður í eilífu
riki hans.“
Hefur umsjónarmaður kristn-
innar á íslandi, herra Pétur Sigur-
geirsson biskup, ekki í hyggju að
gera viðeigandi ráðstafanir í þessu
alvarlega máli?
Með kærri kveðju."
Kemur þetta ekkert
illa við metnað
fjölmiðlamanna?
Útvarpshlustandi skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Það hefur varla farið framhjá
neinum sem hlustað hefur á
sunnudagsþáttinn í útvarpinu,
Vikan sem var, að hann var ná-
kvæmlega sniðinn eftir föstum
þætti sem Páll Heiðar Jónsson
hafði á hendi í fyrra eða undan-
farna vetur. Kaflaskiptingar,
spurningar og niðurröðun þeirra
eru eftir forskrift Páls, en hann þó
hvergi nærri.
Kemur þetta ekkert illa við
metnað fjölmiðlamanna eða
kunna þeir því ágætlega að ganga
í fötum hverjir af öðrum?"
en einnig hefur hann skrifað um
ýmsa merka menn seinni tíma
sögu o.fl. efni og hefur þar varpað
nýju ljósi á ýmislegt, sem mörgum
var áður óljóst eða ókunnugt um.
Nú síðast birtir hann í dálkum
þínum ágrip af sögu byggðasafna í
landinu, og er fengur að slíku yfir-
liti, þótt stutt sé. Skúli er einn
fróðasti maður um þessi efni, enda
hefur hann um árabil unnið að
sögu Keflavíkur og kynnt sér
fjölda heimilda um almenna
byggðasögu, eins og skrif hans
bera vitni.
Með fullri virðingu fyrir þáttum
Velvakanda, sem orðið hafa efn-
ismeiri og málefnalegri hin síð-
ustu ár, þá vil ég hreyfa þeirri
hugmynd við Morgunblaðið, að
það birti söguþætti Skúla héðan í
frá sem sjálfstæðar greinar, sem
hann þiggi ritlaun fyrir, og að
greinar hans verði að sjálfsögðu
myndskreyttar, eftir því sem
ástæða er til.
Skúli er ungur og efnilegur
fræðimaður, sem gerir meiri kröf-
ur til sjálfs sín en annarra, og er
okkur, sem þekkjum hann, kunn-
Skúli Magnússon
ugt um, að hann hefur litla umbun
hlotið fyrir fræðistörf sín. Eru
þau þó hans aðaliðja, eftir að veik-
indi gerðu hann ófæran til að
stunda erfiðisvinnu.
Það væri fengur að því, ef Mbl.
gæti rétt þessum manni örvandi
hönd með því að bjóða honum að
birta greinaflokk í blaðinu eða í
Lesbókinni, og mættu, þess vegna,
ýmsir þættir missa sig úr blaðinu
í staðinn, svo sem hið endalausa
svartagallsraus Jóns Þ. Árnason-
ar.
Virðingarfyllst."
Margt þarf að varast í haust og vetrarumferð.
Ökumenn: Hafið ljósker bifreiðanna hrein og ljósin rétt stillt.
Slæmt skyggni krefst aukinnar aðgæslu.
Vegfarendur: Endurskinsmerki veita ykkur aukið öryggi í um-
ferðinni. Sýnum öldruðu fólki, blindu og sjóndöpru tillitssemi
í umferðinni og réttum því hjálparhönd.
Nemendur: Munið endurskinsmerkin.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Um eitthvað slíkt samkomulag er að ræða.
Rétt væri: Um eitthvert slíkt samkomulag er að ræða.
V
\
SKYRTUR
MELKA TWIN
er mest selda '/ ^
skyrtan í Svíþjóö.
Fyrsta flokksefniögB
fragangur. ■■■■■ "
Auöveld í þvotti, þarfj ■-
ekki aö strauja.HBl
Veröiö sérlega hagstætt.l
FÆST í ÖLLUM HELSTlÍl
HERRAFATAVERSLUNUM
landsins.HMHBÉ
y
Viðskiptafræðingar — Hagfræðingar
Aðalfundur
Aöalfundur Félags viöskiptafræöinga og hagfræö-
inga verður haldinn aö Hótel Holti fimmtudaginn 24.
nóvember kl. 16.00.
Aö aöalfundarstörfum loknum mun Jónas Blöndal.
hagfræöingur Fiskifélags íslands, flytja erindi sem
hann nefnir:
„Ný viðhorf í
sjávarútvegsmálum“
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA.
Fríðríks Ólafssonar
Vetrarnámskeiö 1983 —
Innritun hafin
Að þessu sinni býður skólinn upp á eftirtalin námskeið:
I. Námskeið í skákbyrjunum
Þar veröa byrjanirnar í komandi áskorendaeinvígjum
Kasparovs og Korchnois, Riblis og Smyslovs, lagöar til
grundvallar. Fræöileg umfjöllun um baráttuna í London.
II. Endataflstækni
Helstu reglur og undirstööuatriði sem allir ættu aö geta
hagnýtt sér. Peðsendatöfl, hróksendatöfl o.fl.
III. Barna- og unglinganámskeið
Hin sívinsælu barna- og unglinganámskeiö milli 17 og
19 á daginn halda áfram.
Innritun
Alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma í síma
25550 eöa á skrifstofunni, Laugavegi 51,3. hæð.
Námskeiðsgjald
Fullorðnir kr. 1300,- Börn, 14 ára og yngri, kr. 1000,-
Skákskóli Friðríks Öiafssonar
Laugavegl 51 Síml: 25550.
Friörik Ólafsson, CuömundurSigurjónsson, Helgi Ólafsson,
Jón L. Árnason, Margeir Pétursson.