Morgunblaðið - 19.11.1983, Qupperneq 48
Bítlaæðið
cboADW/C
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983
VERÐ I LAUSASÖLU 20 KR.
Lánskjaravísitala hækkuð um 1,83%:
FH-ingar í átta liða úrslit
Morgunblaðið/ Friöþjófur
FM-ingar verAa að teljast komnir í átta liöa úrslit Evrópukeppninnar í handknattleik eftir stórsigur á ísraelska
liðinu Maccaby Tel Aviv í Laugardalshöll í gærkvöldi. Hér skorar I»orgils Óttar Mathiesen eitt af mörkum FH
í leiknum.
Enn dregur úr
verðbólguhraða
SEÐLABANKI íslands hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir desember-
mánuö og reyndist hún vera 836 stig, en hún var 821 stig í nóvembermánuði.
Hækkunin milli mánaða er 1,83%, sem jafngildir tæplega 24,2% árshraða
verðbólgunnar.
Lánskjaravísitala er saman sett
af framfærsluvísitölu að % hlut-
um og byggingarvísitölu að Vi
hluta. Framfærsluvísitala hækk-
aði á dögunum um 2,74%, en bygg-
ingarvísitala var hins vegar áætl-
uð 0,11% í vikunni.
Verulega hefur dregið úr verð-
bólgu undanfarna mánuði, en
hraði hennar, miðaður við hækkun
lánskjaravísitölu, er nú um 24,3%
eins og áður en sagt. Verðbólgu-
hraðinn var hins vegar töluvert á
annað hundrað prósent á fyrri
hluta ársins.
Sérfræðingar gera ráð fyrir að
framfærsluvísitala hækki nokkuð
minna í næsta mánuði, en í nóv-
ember, þannig að enn muni draga
úr verðbólgu.
Skoðanakönnun Hagvangs hf.:
64,1% telja aukna stór-
iðju efla atvinnulífið
RÚMLEGA 64% þjóðarinnar eru
þeirrar skoðunar, að aukning stór-
iðju frá því sem nú er muni efla
íslenskt atvinnulíf. Kemur þetta
fram í skoöanakönnun, sem Hag-
vangur hf. hefur framkvæmt og
Morgunblaðið hefur birtingarrétt á.
Hins vegar svarar tæplega fjórðung-
ur þeirra sem spurðir voru eöa 24,1%
þessari spurningu neitandi. Karlar
hafa meiri trú á stóriðju að þessu
leyti en konur. I»annig svöruðu
69,8% karla spurningu um þetta efni
játandi en 58,5% kvenna.
Aðspurðir um það, hvort aukn-
ing stóriðju mundi stuðla að hag-
kvæmari nýtingu okkar eigin
orku, svöruðu 65,5% játandi en
18,5% neitandi. Yfirgnæfandi
meirihluti þátttakenda taldi, að
aukin stóriðja mundi skapa mögu-
leika á auknum gjaldeyristekjum
eða 75,8% en 8,8% svöruðu þeirri
spurningu neitandi.
Af þeim sem spurðir voru svör-
uðu 46,5% neitandi spurningu um
það, hvort aukin stóriðja mundi
leiða til hærra orkuverðs til al-
mennings en 38% svöruðu þeirri
spurningu játandi.
Tæplega helmingur þátttakenda
eða 49,3% taldi, að aukning stór-
iðju mundi gera okkur of háða er-
lendum aðilum en 39,4% svöruðu
spurningu um það neitandi. Loks
taldi liðlega helmingur eða 50,8%,
að aukning á stóriðju mundi hafa í
för með sér óhagkvæma fjárfest-
ingu en 27,5% svöruðu þeirri
spurningu neitandi. Skoðanakönn-
un Hagvangs hf. náði til landsins
alls og voru 1.300 þáttakendur
valdir úr af handahófi úr þjóðskrá
af Reiknistofnun Háskóla íslands
•fneð leyfi Hagstofu íslands og
tölvunefndar.
Svarprósenta af brúttóúrtaki
var 76,9% en af nettóúrtaki 85,7%.
Könnunin fór fram í gegnum síma
og stóð yfir frá 28. október til 6.
nóvember sl.
Sjá nánar yfirlit um
skoöanakönnun Hagvangs
hf. um stóriðju á miðopnu.
Breyttur afgreiöslutími
verslana í Reykjavík:
Breyting-
arnarí
gildi í dag
REGLUR um breyttan afgreiðslu-
tíma verslana í Reykjavík taka
gildi í dag, föstudag, samkvæmt
upplýsingum sem Morgunblaðið
hefur aflað sér.
Borgarstjórn Reykjavíkur
samþykkti breytingar þessar á
fimmtudagskvöld og voru breyt-
ingarnar síðan staðfestar j fé-
lagsmálaráðuneytinu í gærmorg-
un. Þá var og í gær gefin út hin
nýja reglugerð í Stjórnartíðind-
um, þannig að breytingarnar
taka gildi í dag.
Samkvæmt reglunum er heim-
ilt að hafa verslanir opnar til
klukkan 20, mánudag til fimmtu-
dags, til klukkan 22 föstudaga og
laugardaga til kl. 16.
Hæstiréttur:
Skylt að framreikna
veðlán í kaupsamningi
HÆSTIRÉTTUR hafnaði, i dómi sem
kveðinn var upp nýlega aði'kaupanda
fasteignar væri skylt að'gefa út skulda-
bréf fyrir þeim hluta láns frá Veðdeild
Landsbanka íslands, sem stofnað hafði
verið til vegna verðtryggingar láns, frá
þeim tíma sem lánið var tekið og þar til
eignin var seld.
Eins og venja er í fasteignavið-
skiptum greiddi kaupandi út tals-
verðan hluta kaupverðs, gaf út
skuldabréf fyrir eftirstöðvum og tók
að sér áhvflandi skuldir á fasteign-
inni. í kaupsamningi segir um fyrr-
greint veðdeildarlán: „Kaupandi tek-
ur að sér að greiða eftirtaldar eftir-
stöðvar áhvílandi veðskulda: Á 1.
veðrétti: Upphaflega krónur
Fjórir menn sluppu naumlega er krani valt í Örfirisey:
Mikil mildi að allir sluppu ómeiddir
FJÓRIR menn sluppu naumlega, er krani valt úti í Órfirisey í gærmorgun,
þar sem unnið er við byggingu viðlegukants fyrir olíuskip. Ekkert var í gær
hægt að segja um orsakir slyssins, en Vinnueftirlit ríkisins hefur rannsókn
málsins með höndum.
Unnið var við að rífa utan af
tveim stöplum sem steyptir höfðu
verið út í sjó. Krani, sem stóð á
bryggjunni, hífði tvo menn í körfu
frá stöpli sem búið var að rífa
utan af, að öðrum sem hefja átti
störf við, þegar slysið varð. Einn
maður vann við stöpulinn á fleka
og fjórði maðurinn var uppi á
stöplinum. Þegar karfan átti
skammt eftir að stöplinum hvolfdi
krananum fram af bryggjunni og
karfan með mönnunum tveimur
fór i sjóinn. Bóma kranans féll á
flekann og hvolfdi honum og mað-
urinn sem á honum var kastaðist í
sjóinn. Mennirnir komust um borð
í flekann og á honum í land. Sá
sem var á flekanum marðist á
upphandlegg, en að öðru leyti
sluppu mennirnir ómeiddir að
öðru leyti en því, að þeir voru
kaldir eftir volkið. Þeir voru flutt-
ir á slysadeild, en fengu að fara
heim að rannsókn lokinni.
„Það er ljóst að það hefur farið
undan einum stuðfætinum, þeim
sem lá næst því, þar sem verið var
að hífa,“ sagði Reynir Hjálmtýs-
son, einn eigandi kranans sem
hvolfdi, en hann er í eigu Orra.
Hann sagði það mikla mildi að
engin slys hefðu orðið á mönnum
og þeir allir sloppið óskaddaðir.
Slysið varð um klukkan 8.30.
ístak vinnur að þessum fram-
kvæmdum og var kraninn í leigu
hjá þeim. Sjá viötöl á miösíðu.
Platan undir stuðfæti kranabílsins sem fór undan, þannig að kraninn
valt út af bryggjunni. Morgunblaftið/ RAX.
1.700.000 (gkr. innsk. Mbl.), vísitölu-
tryggðar samkvæmt 3 veðbréfum
dagsettum 17.9.’75, 1.6.’76 og 5.10.’76,
eftirstöðvar án vísitölu ca. 1.630.000.“
Kaupverð fasteignarinnar var 57
milljónir gkr.
t dómi Hæstaréttar segir, að í
kaupsamningnum séu engin ákvæði
sem gefi ótvírætt til kynna að samið
hafi verið um annað og hærra heild-
arsöluverð, en fyrrgreindar 57 millj-
ónir gkr. Hækkun höfuðstóls lána
veðdeildar Landsbanka fslands
vegna umsaminnar vísitöluhækkun-
ar hafi ekki verið reiknuð út við gerð
kaupsamningsins, en áætlunarfjár-
hæð tilgreind varðandi eftirstöðvar
án vísitöluhækkana. Þá segir Hæsti-
réttur: „Þar sem ákvæðin gefa ekki
ótvírætt til kynna að söluverð skyldi
vera hærra, og stefnda (seljanda,
innsk. Mbl.) hefur ekki með öðrum
hætti tekist að færa sönnur að því að
samið hafi verið um annað söluverð
en 57.000.000 gkr., sem greinir í
kauptilboði frá 13. maí 1980 og
framangreindum kaupsamningi,
verður að leggja þá fjárhæð til
grundvallar sem heildarsöluverð
eignarinnar."
Lögmenn málsaðila voru þeir
Gunnar Sólnes, sem fór með mál selj-
anda eignarinnar, og Othar Örn Pet-
ersen, sem var lögmaður kaupanda.
Varðandi fordæmisgildi þessa
dóms Hæstaréttar sagði Othar Örn
Petersen, að kaupsamningar gætu
verið mismunandi, þannig að þessi
dómsniðurstaða væri ekki algild, en i
málum sem jafna mætti til þessa
máls, hlyti dómurinn að hafa for-
dæmisgildi.