Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 2
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983
Fylgist
Bókmenntír
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Einar Kárason:
ÞAR SEM DJÖFLAEYJAN RÍS
Skáldsaga. 208 bls. Mál og menning.
Árið 1981 sendi Einar Kárasbn
frá sér fyrstu skáldsögu sína,
„Þetta eru asnar, Guðjón", og féll
hún í ágætan jarðveg. í henni kom
berlega í ljós hæfileiki höfundar-
ins til að segja sögu á skemmtileg-
an hátt án þess að textinn verði
innihaldslítil runa af litlum
bröndurum, eins og stundum get-
ur átt sér stað. Söguefnið og aðal-
með frá
persónan var kannski hvorugt
óskaplega áhugavert, en bókin var
engu að síður ánægjuleg lesning
og persónusköpun með þeim hætti
að lesandinn fékk samúð með fólk-
inu sem hrærðist í heimi sögunn-
ar, en það er auðvitað algert frum-
atriði þegar saga er rituð. Þetta
virðist hafa gleymst nokkuð mörg-
um á síðustu árum og mest lagt
upp úr því að höfundar hefðu
þjóðfélagslega meðvitund eða það
sem kallað er hugmyndaflug og
virðist oft vera einhvers konar
uppgjöf gagnvart veruleikanum.
Hin nýja skáldsaga Einars
Kárasonar er skemmtilegasta ís-
lenska skáldsagan sem ég hef
lengi lesið. í henni er af næmi og
lipurð sögð saga fjölskyldu sem
byrjun
upplifir á sjálfri sér þá hastarlegu
léttasótt er fylgdi því þegar hag-
sældin kom svífandi yfir hafið,
blóði drifin að vísu, en dásamlega
áþreifanleg.
Sögusviðið heitir Thulekampur
og er eins konar samnefnari fyrir
hiar ýmsu aflóga herbúðir er sá
hluti þjóðarinnar flutti inn í eftir
stríð, sem ekki hafði verið nógu
handfljótur, eða komið full seint
til „Klondyke" til að verða sér úti
um betri samastað. Sagan gerist á
fyrstu árunum eftir stríð, svona í
kringum 1950. Aðalpersónurnar
eru Karólína spákona, Tómas
kaupmaður og börnin sem þau ala
upp, einkum þó strákarnir;
hrekkjusvín, fótboltahetjur og síð-
ar brilljantíngangsterar.
Það er óvinnandi vegur að ætla
að rekja efni bókarinnar. Það er
svo margt sem kemur fyrir þessa
fjölskyldu og nágranna hennar og
eins er sagan sögð í epísóðum, eða
smásögulegum köflum, fremur en
að vera ein samhangandi fram-
vinda. Þessi frásagnaraðferð hæf-
ir efninu vel, því með þessu móti
fær lesandinn tækifæri til að
kynnast mörgum persónum og
þannig mörgum hliðum mannlífs-
ins í Thulekampi. Sem betur fer er
styrkur Einars sem rithöfundar
ekki hvað síst fólginn í persónu-
sköpun og þess vegna verða allar
þessar mörgu persónur sjálfstæðir
og lifandi einstaklingar, sem
mann dauðlangar að kynnast enn
betur. Suma finnst manni reyndar
maður hafa þekkt í öll þessi ár að
meira eða minna leyti.
Sá böggull fylgir skammrifi
þegar epísóðuformið er notað að
ávallt er nokkur hætta á því að
samhengi eða heildarmynd verði
óskýr. Ekki er því að leyna að
fyrir þessu vottar í „þar sem
djöflaeyjan rís“. Það er líkt og
Einari hafi að þessu leyti daprast
aðeins flugið í síðari hluta verks-
ins. En svo hátt hefur lesandi svif-
ið í fyrri hlutanum að hann þarf
aldrei að óttast að rekast á fjalls-
tind eða háhýsi þótt flugfar hans
tapi nokkurri hæð er á líður. Þá
þykir mér ekki ólíklegt að höfund-
ur hafi lendingu í huga, þótt síðar
verði. Altént þykir mér augljóst
að sagnabrunnur fjölskyldunnar í
„Gamla húsinu" í Camp Thule er
hvergi nærri þurr orðinn. Saga
þessa fólks endar ekki á blaðsíðu
208, aðeins þessi bók.
Ég held að íslendingar séu um
það bil að eignast mjög gott
sagnaskáld, þar sem er Einar
Kárason. Sagnaskáld sem á tím-
um vaðandi meðalmennsku, eftir-
öpunar á útlenskum tískustefnum,
innihaldslausra hjáfræða og
meinleysisgjálfurs í bókmenntuin,
hefur kjark og dug til að fást við
það sem skáldsagnaritun í eðli
sínu er, þ.e. að segja á skemmti-
legan hátt sögu sem skiptir máli.
Ég trúi ekki öðru en læsir íslend-
ingar noti nú tækifærið þegar það
gefst og fylgist með frá byrjun.
Að lokum þykir mér rétt að gefa
lesendum örlítið sýnishorn af
texta bókarinnar. Ég held að þetta
brot sé nokkuð gott dæmi um
þann anda sem svífur yfir vötnun-
um í sögunni. Þetta er hluti af
lýsingu á þróunarsögu fólksins í
„Gamla húsinu" í Thulekampi:
„ ... Og auðvitað lágu svo allar
leiðir aftur heim í Gamla húsið sem
var fullt af skvaldri og tónum: {
eldhúsinu voru tuldruð spádómsorð
og galdraþulur. í einni stofunni yfir
rjúkandi kaffi stigu harmonikkutón-
ar fjörugan vals. Einhver sagði lyga-
sögur flóttalegri röddu. Börn sungu,
grétu og hlógu og töff gæjar með
greiðslu og sólgleraugu smelltu
fingrum eftir öflugum takti rokks-
ins.
— Er heimurinn að farast? var
spurt.
í það minnsta dóu sumir og einn
myrkan dag máðist sjálft Gamla
húsið út. Einhverjum tókst samt að
forða Ijósinu og bera það með sér út
úr rústunum ..." (blas. 11).
Útlit bókarinnar og frágangur
er með ágætum og er það vel til
fundið að henni skuli fylgja upp-
dráttur af Thulekampi.
Stofna friðar-
samtök kvenna
á Þórshöfn
FRIÐARSAMTÖK kvenna á
Þórshöfn og nágrenni voru stofn-
uð á dögunum, en stofnfélagar eru
21. Á fundi hinna nýstofnuðu sam-
taka voru eftirfarandi ályktanir
samþykktar:
1. Fundurinn lýsir yfir stuðningi
við Friðarhreyfingu íslenskra
kvenna.
2. Fundurinn lýsir yfir andúð
sinni á vígbúnaði þeim sem á
sér stað í austri og vestri, og
krefst friðar og framtíðar fyrir
allt líf á jörðinni.
3. Fundurinn fordæmir hverskyns
ofbeldi og brot á mannréttind-
um, og lýsir yfir stuðningi við
sjálfsákvörðunarrétt þjóða og
skoðanafrelsi einstaklingsins.
4. Fundurinn mótmælir öllum
áformum um ný hernaðar-
mannvirki á Norðurlandi
eystra sem og annars staðar á
landinu.
TJöföar til
XX fólks í öllum
starfsgreinum!