Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 23
V MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 63 r VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI , TIL FÖSTUDAGS Niðurrifsöflin vantar aldrei sjálfboðaliða Árni Helgason skrifar: „Velvakandi. Valdhafar hafa séð sig knúða til að rýra kaup landsmanna á þessu ári, og kannski ekki að ástæðu- lausu. Þeir hafa einnig hvatt þjóð- ina til sparnaðar og varað við allri skaðlegri eyðslu. Því vekur það undrun mína að varaformaður Alþýðuflokksins sér nú það eitt til heilla landi og lýð að hefja bruggun sterks bjórs í stórum stíl og bæta þannig við þau vímuefni sem fyrir eru. Að sama aðila detti í hug að minnka heldur það sem fyrir er, t.d. með því að bæta fyrir afgiöp Sighvats Björg- vinssonar á sinni tíð? Síður en svo, og svo á fólkið að kalla þennan ósóma yfir sig. Um leið og heilbrigðisþjónusta Sameinuðu þjóðanna varar við allri viðbót, um leið og Norðmenn frændur vorir stynja undir afleið- ingum bjórþambs og að maður tali nú ekki um Dani, sem hafa bætt pillunum við, og Svíum sem eyða í slór og slark á bjórkrám, sjá þess- ir alþingismenn sem nú standa að þessu, ekkert heillavænlegra en auka neyslu þess sem einungis skaðar einstaklinginn. Og er það ekki tímanna tákn að þeir sem eru í fararbroddi eru þeir sem telja sig málsvara alþýðunnar og smæl- ingjanna. Með þessu fullyrða þeir að fólk hafi nóga peninga til að eyða á skemmtistöðum og bjór- búllum og heimilin séu aukaatriði. Hverskonar hugarfar er þetta? Er nema von að menn spyrji. Nú er rokið upp til handa og fóta og ábyggilega ætla þessir „alþýðuvin- ir“ landsmönnum þetta i jólagjöf. Ekki svo að þeir ætli sér sjálfir að vinna þetta verk. Þeir verða að hafa tækifæri til að þvo hendur sínar á eftir eins og Pílatus forð- um, þegar ódæðið er orðið. Ætla almenningi að hafa vit fyrir þing- mönnum og er vel ef svo skyldi takast, en þar sér áfengisauðvald- ið um áróður og vita því flutn- ingsmenn að þeim er nóg að standa á bak við. Svona er nú hugarfarið á árinu 1983; árum menningar og þekk- ingar. Menn eru undrandi á öllum herbúnaði, undrandi á að fólk skuli leggjast á drykkju og eitur- efni, en gleyma því að í stað þess að sporna á móti þessum ófögnuði hamast þingmenn við að opna sem flestar flóðgáttir og eru hissa á því á eftir að fólk skuli vera svo vitlaust að flækja sig í netinu sem þeir sjálfir hafa lagt. Ég minnist æsku minnar þegar Alþýðuflokkurinn var skeleggast- ur í baráttu fyrir bindindi og holl- um siðum, þegar hann var kyndill á leið alþýðunnar til betri tíma og bera svo saman við daginn í dag, þar sem hann er orðinn „lampa- ljós á leiðinni oní gilið“. Niðurrifsöflin í heiminum vant- ar aldrei sjálfboðaliða og nógir eru til að loka augunum fyrir mis- tökum og afsaka sig og þykjast góðir á eftir. Ég hefi aldrei vitað til þess að þeir sem nú eru í framvarðarsveit bjórfrumvarpsins á Alþingi hafi lagt nokkurn skerf til mannbóta eða hollra þátta í þjóðfélaginu, enda hefir hugarfarið kannski alls ekki staðið til þess. Nú, ef að þess- ara manna áliti er hollast fyrir land og þjóð að drekkja manndómi og lífsgæfu í bjór og brennivíni þá er það viðhorf út af fyrir sig; og þá er hugsun í því að betra sé illt að gera en ekki neitt." • • Orugg þróun vænlegust til árangurs í framleiðslu- og sölumálum búvara Þráinn Bjarnason skrifar: „Velvakandi. Éftirminnilegum og jafnframt ánægjulegum landsfundi Sjálf- stæðisflokksins er lokið. Störf hans einkenndust af fuilkominni samstöðu fundarmanna um stefnumörkun flokksins og nýja forystu hans. Jafnframt fór ekki framhjá neinum er þennan fund sóttu, að fundarmenn kunna vel að meta og þakka einarða, þrotlausa og drengilega baráttu fráfarandi for- manns, Geirs Hallgrímssonar, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þrátt fyrir erfiðar aðstæður að ýmsu leyti. Eitt var það þó sem olli mér nokkrum vonbrigðum á þessum fundi, en það voru tilraunir nokk- urra þéttbýlismanna til þess að slá sig til riddara í augum neyt- enda landbúnaðarvara með til- löguflutningi um málefni land- búnaðarins, sem mér sýnist að sanni hvort tveggja, mikla van- þekkingu þessara manna á fram- leiðslu- og markaðsmálum land- búnaðarins, svo og takmarkaða velvild þessara aðila í garð þess fólks sem í sveitum býr, að ekki sé fastar að orði kveðið. Sem betur fór voru tillögur þessar ekki samþykktar á fundin- um, heldur vísað til miðstjórnar að tillögu fráfarandi formanns flokksins og fá þar vonandi þá af- greiðslu, sem þeim hæfir. í Það er slæmt athæfi, þegar gerð er tilraun til þess að skapa óvild og sundurþykkju milli stétta þjóðfélaginu. Við skulum, Sjálf- stæðismenn, láta öðrum öflum eft- ir það hlutverk. Enda skal dregið úr þeirri nauð- syn sem á því er að neytendur fái sem ódýrastar og bestar landbún- aðarvörur. Þar fara saman hags- munir bænda og neytenda. Að sjálfsögðu má ýmsu breyta til batnaðar í framleiðslu- og sölu- málum búvara. Þar mun örugg þróun vera vænlegust til góðs árangurs. Hitt, að ætla að koll- varpa því fyrirkomulagi sem þró- ast hefir, væri ekki til góðs, hvorki fyrir bændur né neytendur." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisröng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklcga þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Veðurfræðingar segja að þetta sé mesti stormur sem komið hefur í mörg ár. Rétt væri: Veðurfræðingar segja að þetta sé mesti stormur sem komið hafi í mörg ár. Eða: Að sögn veðurfræðinga er þetta mesti stormur sem komið hefur í mörg ár. S2P SIGGA V/öGA £ ‘llLVtRAM Viðskiptavinir athugið! Vöruafgreiöslur okkar veröa opnar föstudagana 2., 9. og 16. desember til kl. 18.45. EIMSKIP Vöruafgreiösla. Hún veit hvaö hún vill — og þaö er aðeins það besta Schwarzkopf 9 i • ^ hársnyrtivörur í hágæöafiokki. ,/0/v1 VÓ*/S>Nr SOH SR •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.