Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 57 fclk í fréttum Tina Turner enn a fullu a e meistar Mana Octavia Issa varð Dan- merkurmeistari í líkamsrækt á móti, sem haldið var fyrir skömmu. -i- Bandaríska rokksöngkonan Tina Turner er lifandi sönnun fyrir því, aö sumar konur veröa kynþokkafyllri og því fallegri sem aldurinn færist yfir þær, en nú nýlega hélt hún mikla tón- leika í Árósum í Danmörku og munaöi þá minnstu aö þakiö rifnaöi af húsinu, svo var stemmningin mikil. Tina Turner, hin ókrýnda drottning rokksins, er þriggja barna móöir og 44 ára gömul en lítur hins vegar ekki út fyrir aö vera deginum eldri en þrí- tug. Hafa sumir getiö sér til aö þaö stafaöi af stööugum lík- amsæfingum í anda Jane Fonda, en Tina er ekki aldeilis á því: „Ég þarf ekki aö engjast sundur og saman á gólfinu eftir myndbandi. Ég fæ nóga hreyf- ingu þegar ég er á sviðinu. Fólk vill, aö ég sé villt og æsandi og ég er þaö líka og þess vegna er alltaf fullt hús hjá mér þótt ég hafi ekki sungiö inn á plötu í sjö ár.“ + Tvöföldum Danmerkurmelstara i likamsrækt, Maria Octavia Issa, var vísaö frá Danmörku nú fyrir nokkrum dögum. Maria er nefnilega ekki dönsk aö ætterni, heldur frá Venezuela, og var búin aö vera lengur í landinu en lög kveöa á um. Maria kom til Danmerkur til að læra hljómsveitarstjórn en aö náminu loknu fékk hún sér vinnu í Danmörku. Samtímis því fór hún aö æfa líkamsrækt og náöi svo góöum árangri, aö í otkóber sl. var hún valin til aö vera fulltrúi Dana í heimskeppninni í líkamsrækt. Varö hún nr. 7 í keppninni. Maria var hins vegar búin aö vera of lengi í landinu og þar kom, aö lögreglumenn frá innflytjendaeftirlitinu bönkuöu upp hjá henni og sögöu henni aö koma sér hiö snarasta úr iandi. Tók Maria sér þetta mjög nærri því aö henni líkaði vel í Danmörku og vildi helst gerast danskur ríkisborgari. Um þaö er þó ekki aö ræöa enda oröiö mjög erfitt fyrir útlendinga aö setjast aö á Noröurlöndum. Glæsilegir munir úr BYGGIR KOMIO OG SKOOIÐ FALLEGA SÉRSTÆOA VÖRU hf. Grensásvegi 16, sími 37090. Þúsundir ánægöra lesenda um víöa veröld fá blaöiö okkar reglulega Eru vinir þínir meðal þeirra? Sendu þeim gjafaáskrift að lceland Review — hún kostar aðeins Sendingarkostnaöur um allan heim er innifalinn • Hverri nýrri áskrift 1984 getur allur árgangur 1983 fylgt á sérstökum kjörum meðan birgöir endast. • Útgáfan sendir viötakanda jóla- kveöju i nafni gefanda, honum aö kostnaðarlausu. • Hvert nýtt hefti af lceland Review styrkir tengslin viö vini í fjarlægö. • Ódýrt, en umtram allt þægilegt. Iceland Review Hófðabakka 9, aimi 84966, Raykjavík. □ Undirritaöur kaupir . . . gjafaáskrift(ir) að lceland Review 1984 og greiði áskriftargjald kr. 595 pr. áskrift aö viðbættum send- ingarkostnaöi kr. 100 pr. áskrift. Samtals kr. 695. □ Árgangur 1983 veröi sendur til viötakanda (enda) gegn kr. 200 pr. áskrift. (Sendingarkostnaöur um allan heim innifalinn). Ofangreind gjöld eru í gildi til ársloka 1983. Nafn áskrilanda Sími Heimilisfang Nafn móttakanda Heimilisfang Nöfn annarra móttakenda gjafaáskrifta fylgja meö á sérstöku blaði. Sendist ásamt greiðslu til lceland Review, Höfðabakka 9, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.