Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 14
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF ______— UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL — Renault kynnir nýjan lúxusbíl Hugsaöur í samkeppni við BMW og Benz, segir talsmaður Renault „Hugmyndin með þessum bíl, sem ekkert hefur verið til sparað í, er að framleiða bíl, sem líkist meira þeim bílum, sem við viljum keppa við í þessum stærðarflokki, það er BMW og Mercedes Benz,“ sagði talsmaður Renault á fundi með blaðamönnum. Ef litið er á útlínur bílsins er hann mitt á milli þess að vera í hatchback-útfærslu og hinni hefð- bundnu sedan-útfærslu, en hins vegar er möguleiki að breyta stærð farangursrými hans eins og í hatsback-bílum. Talsmaður Renault sagði að auk þess sem lögð yrði mikil áherzla á sölu bílsins í Frakklandi, yrði haf- in mikil markaðssókn á næstu mánuðum og misserum í Vestur- Þýzkalandi og Bretlandi. „Hlutur lúxusbíla í heildinni í Frakklandi er um 12% en hins vegar um 26% í Vestur-Þýzkalandi. Það segir sig því nokkurn veginn sjálft, að þar munum við leggja hart að okkur.“ Á síðast ári var hlutur lúxusbíla um 16% af heildinni í Evrópu, en í framleiðslu Renault var hlutfall Renault 20 og Renault 30 aðeins um 4% og hafði farið minnkandi. FKANSKI bílaframleiðandinn Ken- ault kynnti í vikunni nýjan lúxusbíl, sem hlotið hefur nafnið Kenault 25, en stærðarlega séð er hann mitt á milli Kenault 20 og Kenault 30, sem framleiddir hafa verið um árabil. Nýi bíllinn er fyrst og fremst hugs- aður fyrir Kvrópumarkað í upphafi, að sögn talsmanns fyrirtækisins. Iðnaðarfram- leiðsla eykst í Bretlandi Iðnaðarframleiösla jókst um 0,1% í september sl. á ársgrundvelli í Bretlandi, samkvæmt upplýsingum brezkra stjórnvalda. Hins vegar dróst framleiðsla í verksmiðjuiðnaði saman um 0,4% á umræddu tímabili. Til samanburðar við þessa 0,1% aukningu í september má geta þess, að iðnaðarframleiðsla dróst saman um 0,3% í ágústmánuði sl. og þá dróst verksmiðjuframleiðsla saman um 1,1% á ársgrundvelli. Hagnaður SAAB-Scania jókst um 36% milli ára Heildarsala SAAB-Scania-sam- steypunnar sænsku jókst um 9% fyrstu átta mánuði ársins, þegar hún var samtals 12.733 milljónir sænskra króna, borið saman við 11.656 milljónir sænskra króna á sama tíma í fyrra. Tekjur sam- steypunnar jukust á umræddu átta mánaða tímabili um 36%, þegar þær voru 1.071 milljón sænskra króna á móti 790 milljónum sænskra króna á sama tíma í fyrra. Hlutfall hagnaðar af heildar- sölu hækkaði verulega milli ára, eða fór úr 6,8% á fyrstu átta Heildarsala fólksbfla jókst um 39% mánuðum 1982 í 8,4% á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Ef litið er á söluna kemur í ljós, að aukningin í sölu fólks- bíla frá SAAB jókst um 39% á umræddu tímabili, þegar salan fór úr 3.496 milljónum króna á síðasta ári í liðlega 4.859 millj- ónir króna á þessu ári. Salan hjá Scania dróst hins vegar saman á fyrstu átta mán- uðum ársins, þegar hún var um 4.454 milljónir sænskra króna, en var til samanburðar um 5.006 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Söluaukningin hjá flugvéla- verksmiðjum samsteypunnar var um 48% á fyrstu átta mán- uðum þessa árs, þegar hún var samtals 920 milljónir sænskra króna, borið saman við 622 milljónir sænskra króna á sama tíma í fyrra. Eastern Airlines ramb- ar á barmi gjaldþrots Fyrirtækið getur ekki staðið við fjárskuldbindingar GRÍÐARLEGIR erfiðleikar eru nú í rekstri bandaríska fiugfélags- ins Eastern Airlines, sem er eitt stærsta fiugfélag heims. Fyrirtæk- ið mun ekki geta staðið í skilum með fjárskuldbindingar sínar í árslok, nema það geti knúið fram breytingar á greiðslufyrirkomu- Hulunni svipt af A.P. Möllier: Fyrirtækið hefiir ver- ið verulega vanmetið NYBIKT skýrsla óháðs ráðgjafa- fyrirtækis hefur svipt hulunni af starfsemi dönsku samsteypunn- ar A.F. Moller, en hingað til hafa mjög takmarkaðar upplýs- ingar fengist um starfscmi henn- ar. Afkoma og staða samsteyp- unnar er mun betri en hingað til hefur verið talið. Hlutabréf í tveimur megin- fyrirtækjum A.P. Moller, D/S 1912 og D/S Svendborg hækk- uðu nokkuð í verði þegar í síð- ustu viku, þegar orðrómur fór á kreik um útkomu skýrslunn- ar. Hlutabréf hækkuðu þegar í verði Þegar skýrslan, sem unnin er af fyrirtækinu Borsinform- ational, var loks birt í liðinni viku, sagði talsmaður fyrir- tækisins, að fyrirtækin A/S 1912 og A/S Svendborg væru verulega vanmetin. Þá væri ljóst, að hagnaður A.P. Moller samsteypunnar myndi aukast um a.m.k. þriðjung á næstu tveimur árum. Við þessar fréttir hækkuðu hlutabréf í fyrirtækjunum enn frekar í verði og var hækkunin á bilinu 12—18% á þremur dögum. Efnahagssérfræðingar í Danmörku segja, að útkoma skýrslunnar muni hafa ótrúleg áhrif, því fólk hafi aldrei feng- ið neinar alvöruupplýsingar um afkomu eða stöðu A.P. Molier. A.P. Moller er fjölskyldufyr- irtæki, sem var stofnað árið 1904 af Arnold Peter Moller, sem var forstjóri þess fram til ársins 1956 að hann lézt. Þá tók sonur hans, Maersk McKinney Moller, við og situr reyndar enn við stjórnvölinn. I umræddri skýrslu kemur fram, að væntanlega muni hagnaður samsteypunnar á ár- inu 1985 verða í kringum 2,65 milljarða, danskra króna, en til samanburðar sé hann um 2,02 milljarðar danskra króna á þessu ári. Aukningin er því liðlega 31%. Talsmaður fyrir- tækisins neitaði að gefa yfir- lýsingu vegna útkomu skýrsl- unnar. lagi lána og að starfsmenn sam- þykki endurreisnaráætlun stjórn- enda fyrirtækisins. í skýrslu, sem Eastern Airlin- es sendi bandarískum stjórn- völdum, segir að fyrirtækið muni komast í greiðsluþrot þeg- ar í upphafi 1. ársfjórðungs 1984, nái það ekki samkomulagi um breytingar á afborgunum af lánum, sem Eastern Airlines fékk hjá 28 bönkum á árinu 1980. Stjórnendur Eastern Airlines kynntu á dögunum áætlun sína um endurreisn félagsins, en hún felur m.a. í sér gífurlega mikinn niðurskurð á útgjöldum félags- ins, auk þess sem gert er ráð fyrir hagræðingu í ýmsum þátt- um starfseminnar. Þá er gert ráð fyrir nokkurri fækkun í starfsliði, sem hefur mælst mjög illa fyrir hjá verkalýðsfor- ingjum, sem þó segjast tilbúnir til viðræðna við forystumenn fyrirtækisins. Tap Eastern Airlines á 3. ársfjórðungi 1983 var um 34,4 milljónir dollarar og er heild- artap fyrirtækisins á þessu ári því orðið liðlega 100 milljónir dollara. „Það segir sig sjálft, að við slíkar aðstæður getur ekkert fyrirtæki starfað," sagði tals- maður Eastern Airlines á blaðamannafundi í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.