Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 22
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 ■ 1983 Umv.flll Pr... S.naic.l. pÁ. bíjrjum vi&.' Farðu fyrsl úr ©fan." TM Reo U S Pat Otl all rights res«rved C19Ö3 Los T,mos Syndicate ást er... /'r-, p.r\ , o UjLc> ... kvöldspjall. I>etta er nú óþarfi. — Kkki gerói ég neitt í þessa áttina þegar hún mamma þín var væntanleg! HÖGNI HREKKVlSI „ HAKlM ER /MEE> FAR/M!E7A1." Þarf meira en skemmtanir, bænir og sálmasöng ef tak- ast á að draga úr vínflóðinu Ingjaldur Tómasson skrifar: „Fyrir nokkru urðu snarpar rit- deilur milli háttvirts doktors og þekkts templara, sem aldrei hefir stundað víndrykkju, um „nytsemi og nauðsyn" brennivíns fyrir þjóð okkar. Doktorinn lét í ljósi það álit sitt (sem reyndar margir drykkju- elskendur hafa gert), að þeir sem aldrei drykkju vín, væru eiginlega vart gjaldgengir til eins eða neins i þjóðfélagi okkar, allavega stæðu þeir alls staðar skör lægra en vín- drykkjumenn. Og doktorinn lýsir þá menn sem berjast gegn of- drykkju ofstækismenn. Og hann telur að bindindi eigi alls ekki að boða í kirkjum landsins. Doktorinn og aðrir drykkjuaðdá- endur þurfa sannarlega ekki að kvarta að þessu leyti yfir bindind- isræðum presta í dag, því að segja má að þeir séu þöglir sem gröfin um svoleiðis „smámál". Þó var ein hressileg undantekning nýlega, þ.e. a.s. skelegg útvarpsprédikun Einars Gíslasonar prests, þar sem hann upplýsti, að þjóðin væri búin að eyða um hálfum milljarði króna í brennivín frá síðustu áramótum og ekki óliklegt að að brennivínsreikn- ingurinn fyllti milljarðinn um næstu áramót, þegar jóla- og ára- mótafylleríið væri afstaðið. Fyrr- nefndur prestur benti líka á hina gegndarlausu heimtufrekju á flest- um sviðum, meðan 500 milljónir jarðarbúa þola hungur og hungur- dauði vofir yfir 15 milljónum barna. Sjónvarpið hefir sýnt okkur margar myndir af hörmungum þriðja heimsins, nú fyrir nokkru myndina um læknana, sem ekki hika við að hætta lífi sínu til að reyna að lina hinar ólýsanlegu hörmungar, sem fólkið í þessum löndum verður að þola. Er þetta ekki í himinhrópandi mótsögn við okkur, sem heimtum stöðugt fleiri, stærri og fullkomnari heilbrigðisstofnanir, þar með tald- ar brennivínsafvötnunarhallir. Og þótt nokkru fé sé safnað í stofn- kostnað, verður almenningur að bera allan kostnað af rekstrinum og viðhaldi húsanna. Ef við aðeins rennum augum yfir tvær „heilsuborgir" hér í Reykjavík, Borgarsjúkrahúsið og Landspítal- ann, og íhugum þetta, hvað þá ef allt landið er tekið með, þá koma áreiðanlega út hrikalegar fjárhæð- ir. Við gætum margt lært af þjóð- um, sem við teljum að standi okkur að baki í mörgu. Víndrykkja er nú orðin eitt mesta böl þjóðarinnar. Skemmtistöðum, þar sem óhófsdrykkja er þreytt um hverja helgi, fjölgar frekar en fækkar, og það er þröngt setinn bekkurinn inni í stórmenguðu and- rúmslofti af tóbaksreyk og ærustu. Útiskemmtanir sumarsins eru margar með svipuðu sniði. Landeig- andi nokkur sem leyfði útiskemmt- un á landi sínu, um verslunar- mannahelgi gaf upp, að ölæði unga fólksins þarna hefði náð til um 99% samkomugesta. Talið er að um 70—80% unglinga drekki og fer það hlutfall stöðugt vaxandi. Ef heldur sem horfir eru allar líkur á því, að hin nýja afvötnunarhöll í Grafar- voginum verði fljótlega fullsetin og þörf verði á fleiri álíka. Segja má, að útvarp en þó alveg sérstaklega sjónvarp séu skóla- stofnanir í víndrykkju. Leikarar út- varps láta gjarnan klingja vel í glösum, svo að athöfnin sé öllum augljós. Varla er kvikmynd sýnd í sjónvarpi, svo að ekki séu vínskálar á lofti við hvert tækifæri. Minni að- eins á dönskukennslu sjónvarps, þar sem stöðugt vínþamb átti sér stað næstum allan tímann. Það nýjasta í brennivínsmálum okkar er tilurð stofnunar er nefnist „kvennaathvarf" og á að bjarga eiginkonu og börnum frá meiðing- um og háska af völdum drykkju heimilisföðurins. Konan og börnin verða þá að víkja af sínu eigin heimili, en friðarspillirinn gengur laus, þrátt fyrir að stórhætta stafi af honum. I fyrrnefndri grein dr. Gunnlaugs telur hann, aö vísindin hafi sannað nauðsyn brennivíns fyrir heilsu manna, en með þeirri undantekn- ingu þó, að barnshafandi konur hefðu ekki gott af því og ekki ólík- legt að umferðarslys hlytust af, ef ungir ökumenn ækju undir áhrifum víns. Það er vægast sagt óhugnanlegt, þegar jafn ágætur og hálærður maður og Gunnlaugur Þórðarson, gerir sér ekki grein fyrir því, að hann og skoðanabræður hans eru beinlínis að blása í glæður þess vít- Sigríður Hannesdóttir skrifar: „Velvakandi. Nú er sitthvað að gerast á stjórnarheimilinu. Öll fyrirtæki eiga að spara og einstaklingar að herða sultarólina. Nú síðast eiga sjúklingar að fara að borga með sér á sjúkrahús. En hvað um isbáls ofdrykkjunnar, sem nú teygir loga sína um landið allt. Eða halda þessir blessaðir menn, að fólk, ungt og gamalt, taki ekkert mark á þeim? En það er tvennt, sem ég tek heilshugar undir með Gunnlaugi. Annað er að fjáröflunaraðferð SÁÁ-manna til byggingar afvötn- unarstöðvar sé hneyksli og ekki samboðið siðuðum mönnum. Og hitt er varðandi vinnubrögð templara nú. í þeim herbúðum þyrfti að endurvekja baráttugleðina, sem skilaði miklum árangri og gæfu til þjóðarinnar upp úr aldamótum. Það þarf áreiðanlega meira en skemmt- anir, bænir og sálmasöng, ef takast á að draga úr því vínflóði sem nú flæðir yfir. Ef nokkur árangur á að nást í viðureigninni við brennivíns- drauginn og brennivínsauðvaldið nú, þarf dáðrakka menn sem „þora“ jafnvel að leggja sig í nokkra áhættu. Ég skora á alla íslendinga að sleppa nú fyrir komandi jól öllum vínkaupum og óhófsgjöfum til þeirra sem engra gjafa þarfnast, en leggja í stað þess eitthvað af mörk- um til að draga úr þeim miklu hörmungum sem eiga sér stað víða um heim, t.d. á jarðskjálftasvæðun- um í Tyrklandi. Það mun áreiðan- lega veita meiri jólagleði en vín- þamb og óhófsgjafir til þeirra sem eiga ofgnótt alls sem hugurinn girnist. Óska öllum gleðilegra vínlausra jóla.“ gamla fólkið? Með hverju á það að borga? Nei, ég held að stjórnin og þing- menn ættu að herða sína eigin sultaról og hafa vit á því að hækka laun hinna verst settu í þjóðfélag- inu og þar á meðal eru millistétt- irnar. Almenningur mundi meta það að verðleikum." Þessir hringdu . . . Ætti að byrja eftir seinni kvöldfréttir Halla Jónsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég las það í dálkum þínum 15. þ.m., að kona nokkur óskaði eftir því, að þáttur Jónasar Jón- assonar, Kvöldgestir, yrði færð- ur yfir á fimmtudagskvöld. Þar er ég á annarri skoðun. Það er einmitt ágætt að hafa þennan þátt á föstudagskvöldum. Á fimmtudagskvöldum er fólk svo mikið að heiman; það eru saumaklúbbar, spilakvöld og fundahöld, svo að eitthvað sé nefnt. En hitt er rétt sem fyrr- nefnd kona nefnir, að þátturinn byrjar of seint. Hann ætti að byrja strax eftir seinni kvöld- fréttir og gæti það, ef dægur- lagasyrpan, sem þá er á dagskrá, yrði færð aftur fyrir. Með hverju á gamla fólkið að borga?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.