Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 44 Theta — eftir Kristian Ottesen Jóhanna Kristjónsdóttir Kristian Ottosen: Theta Útg. Universitetsforlaget 1983 Norðmenn hafa haft mikla þörf fyrir að skrifa sig frá reynslu styrjaldaráranna þegar nasistar hersátu landið. Bækur um störf andspyrnuhreyfingarinnar í Nor- egi, flestar byggðar á sönnum at- burðum, en einnig hefur efnið ver- ið fært í beinan afþreyingarbóka- búning og hefur streymt þannig á markaðinn. Er bersýnilegt að ekki hafa allir lokið máli sínu. Kristian Ottosen er einn þess- ara mörgu sem hafa séð sig knúða til að tjá sig um myrk styrjaldar- árin. Hann mun hafa verið mjög andsnúinn nasistum frá öndverðu og Gestapo handtók hans árið 1942. Og mátti síðan dúsa í hinum ýmsu fangelsum fram til ársins 1945 er Noregur varð frjáls á ný. Eins og alkunna er voru Norð- menn fljótir til að koma á laggirn- ar hópum sem unnu gegn her- námsliði nasista og ekki þarf held- ur að fjölyrða um, að menn sýndu oft og tíðum ótrúlega hetjulund og útsjónarsemi og tiltölulega fáir menn gerðu þýska hernámsliðinu óteljandi skráveifur og unnu skemmdarverk á stöðvum Þjóð- verja, sem vakti mikla reiði herra- þjóðarinnar. Oft og einatt urðu Kristian Ottesen saklausir menn, jafnvel konur og börn, að gjalda fyrir þessi skemmdarverk andspyrnuhóp- anna með lífi sínu, en það kom ekki í veg fyrir að neðanjarðar- hreyfingarnar héldu iðju sinni fram við hinar ömurlegustu að- stæður. Frá einum slíkum hópi segir I bók Kristians Ottesen. Hópurinn gekk undir nafninu Theta-hópur- inn og liðsmenn hans urðu frægir fyrir hugrekki og hlutu margskon- ar heiður að stríðinu loknu. Allt þetta er gott og gilt og bók Otte- sens bara læsileg og spennandi f senn. Frá ýmsu er sagt sem virðist býsna ótrúlegt, ber vott um ótrú- legan kjark eða ótrúlega grimmd — það fer dálítið eftir því hvernig á málin er litið. Og þótt þessar bækur séu sem fleiri sinnar gjörð- ar og hafa verið skrifaðar víðar en í Noregi, væri nú kannski tími til kominn að Norðmenn færu að ljúka því að skrifa sig frá þessum árum. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgeklúbbur Skagastrandar Skagaxtrönd, 21. nóvember. Nýlega lauk þriggja kvölda tvímenningskeppni hjá Bridge- klúbbi Skagastrandar. Leikar fóru þannig að efstir urðu Gunn- ar Sveinsson og Kristófer Árna- son með 413 stig, í öðru sæti urðu Ólafur Bernódusson og Magnús Ólafsson með 393 stig og í þriðja sæti lentu Bjarney Valdimarsdóttir og Kristinn Jó- hannsson með 362 stig. AIls tóku 12 pör þátt í keppn- inni sem jafnframt var firma- keppni. Meðalskor var 330 stig. ÓB. Bridgefélag kvenna Mánudaginn 28. nóv. var spil- uð 8. umferð í barómeterkeppni félagsins. Stigatala 9 efstu para í keppninni er nú þessi: Ása Jóhannsdóttir — Lilja Guðnadóttir 733 Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsd. 555 Guðríður Guðmundsdóttir — Kristín Þórðardóttir 536 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigríður Pálsdóttir 504 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ingunn Bernburg 403 Sigrún Ólafsdóttir — Elín Jor.sdóttir 398 Rósa Þorsteinsdóttir — Vigdís Guðjónsdóttir 377 Júlíana Isebarn — Margrét Margeirsdóttir 350 Esther Jakobsdóttir — Anna Þóra 335 Næst verður spilað mánudag- inn 5. des. á Hótel Heklu. Félag- ið hélt bridgekeppni (tvímenn- ing) í Drangey, Síðumúla 35, sl. laugardag. Spilað var í tveimur 10 para riðlum. Kfstir í A-rióli voru: Hrólfur Hjaltason — Björn Halldórsson. Efstir í B-riðli voru: Eysteinn Einarsson — Ragnar Halldórsson. Bridgefélag Blönduóss Mánudaginn 7. nóv. hófst firmakeppni, spilaður er fimm kvölda tvímenningur með þátt- töku 15 fyrirtækja og stofnana. Staðan þegar þrem kvöldum er lokið. Óskaland 710 Guðmundur Th. — Ævar Rögn- valdss. Kaupfélag Húnvetninga 693 Hallbjörn Kristjánss. — Ari Einarss. Blönduósshreppur 691 Vilhelm Lúðvíkss. — Unna Agn- arss. Sölufélag A-Húnvetninga 664 Jón Arason — Þorsteinn Sig- urðss. Hjólbarðaviðg. Hallbjörns 660 Kristján Jónsson — Sigurður Ingþórss. Bridgefélag Sauðárkróks Tveggja kvölda tvímenningur var haldinn hjá félaginu dagana 7. og 14. nóvember og urðu úrslit átta efstu para þessi: Halldór og Sigurgeir 253 Skúli og Einar 252 Björn og Margrét 248 Árni R. og Jón J. 247 Bjarki og Halldór T. 237 Stefán og Hákon 236 Páll og Garðar 232 Hrafnhildur og Elín 230 HORPU-JOL Byrjaðu jólaundir- búninginn vel - Málaðu með Hörpusilki og færðu heimilið í sannkallaðan jólabúning HÖLDUM PÓSTKRÖFUÞJÓNUSTA! ALLT í GARNI OG PRJÓNAVÖRUM SENDUM DAGLEGA GARN OG PRJONAVÖRUR M. A. FRA EFTIRTÖLDUM FRAMLEIÐENDUM: FRÁ NATURWOLLE: SHAN: ull/silki (jurtalitað) LESHOTO: mohair MONTANA MÉLAGE: ull/ramie IZMIR: mohair/ull FRÁ WELCOMME: L’HISPANIO: bómull/mohair LE TWEDÉ SPORT: ull/acryl LE SHETLAND ET ALPAGA No 5: ull/lamaull LE BEAU SAUVAGE: mohair/acryl/ull/polyamid LA FADETTE: ull/acryl/polyester FRÁ SCHEEPJESWOL: SUPERWASH OPORTO: ull FLAMMÉ COLORI: ull TWEED MOHAIR: mohair/ull/acryl HEBRIDA: Ull (superwash) COTTON COLORI: bómull COTTON FANTASIE: bómull FRÁ AU VER ASOIE: SOIE THAI: silki TUSSAH:silki FRÁ PINGOUIN: CONFORTABLE SPORT: ull/acryl COTON NATUREL8 FILS: bómull EINNIG LOPI FRÁ ÁLAFOSSI, PRJÓNAR, ÝMSAR PRJÓNAVÖRUR, UPPSKRIFTIR OG BLÖÐ. HRINGIÐ OG FÁIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 2 04 31. OPIÐ MÁNUDAGA — FIMMTU- DAGA KL. 9 -19 / FÖSTUDAGA 9 - 20 / LAUGARDAGA9 -16. PLACE VENDOME: viscose/polyester PINGOFINE: acryl/ull PINGOLAINE: ull (superwash) SPORT LAINE: ull (superwash) SUÉDINE: rúskinnslíki FRÁ HJERTEGARN: HJERTE SETA: silki HJERTE AGRA: ull/bómull HJERTE FLEUR: mohair/acryl HJERTE LINO: hör/bómull HJERTE TWEED: mohair/polyacryl/nylon HJERTE TWIST: bómull/acryl HJERTE FLAMÉ: bómull/acryl HJERTE SPEED: bómull/acryl HJERTE SOFT: ull/angora FRÁ BUSSE: PLATIN: bómull OPAL: bómull/viscose FRÁ RONDO: JULIETTE: polyacryl/ull/polyester FANTASÍA: mohair/ull ALLT f GARNI JL-portinu, 107 Reykjavík Sími: 20431

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.