Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 49 Eiríkur Hauksson Einar Jónsson Kunnir þungarokkar- ar saman í eina sæng „Viö ætlum að reyna að komast af staö um áramótin, helst ekki síðar,“ sagöi Einar Jónsson, gít- arleikari, er Járnsíöan rabbaöi við hann í vikunni. Þau stórtíöindi geröust nefni- lega fyrir fáum dögum, aö hann og Eiríkur Hauksson, söngvari, ákváöu aö stofna hljómsveit og hafa þegar fengið Sigurö Reynis- son til liös viö sig. Óþarfi ætti aö vera aö kynna þessa þrjá. Eiríkur hefur um árabil veriö talinn í fremstu röö söngvara á Islandi og söng síöast meö Deild 1. Einar var nú síöast í Tíví og þar áöur í Þrumuvagninum. Siguröur lék einnig í þeirri sveit um tíma. Aö sögn Einars er ekki nokkur vafi á því hvaöa tónlist ræöur ferö- inni innan veggja nýju sveitarinnar. Bárujárnsrokk skal þaö heita. „Viö höfunn allir þrir góöa reynslu í þessari tónlist og nú vant- ar okkur bara tvo menn til viöbót- ar, sem hafa áhuga á þessari teg- und tónlistar. Okkur vantar enn bassaleikara og svo helst fimmta mann, sem gæti þá leikiö á hljómborð og gítar jöfnum hönd- um,“ bætti Einar viö. Fljótlega eftir aö sveitin, sem enn hefur ekki hlotiö nafn, verður komin á fullt skriö er ætlunin aö huga aö plötuútgáfu. Til stóö aö Deild 1 gæfi út hljómplötu meö haustinu, en ekkert varö af útgáfu vegna ágreinings innan sveitarinn- ar. Hver veit nema Eiríkur fái aö láta Ijós sitt skína á nýrri plötu áö- ur en langt um liður? Þeir, sem áhuga hafa á aö ná í þá Eirík og Einar ættu aö slá á þráöinn hiö fyrsta. Einar hefur vinnusíma 81555 og Eiríkur heima- síma 46807. Alfa óhresst meö ummæli Frakkanna „Viö erum nú ekki alls kostar sáttir við ummæli Frakkanna á Járnsíöunni á sunnudag," sagði Steinn Steinsen hjá plötupress- unni Alfa er hann haföi samband viö umsjónarmann síöunnar í vik- unni. „Málið er, aö þeir hringdu til okkar frá London og spuröu hvort viö gætum pressað plötuna fyrir þá. Viö játtum því. Þeir sögöust myndu „droppa" inn hjá okkur áö- ur en viö færum af staö. Enginn þeirra lét sjá sig, en hins vegar kom einhver meö pakka til okkar frá þeim. Að sjá var þetta eins og „stamperar“, en þegar viö loksins opnuöum hann kom í Ijós, aö þetta voru „mömmurnar" (þ.e. frumein- tök pressumótsins). Viö gátum ekki notaö þær og þar sem viö höfum ekki tök á því aö gera „stampera" eftir þeim var ekki hægt aö bjarga þessu fyrir umbeö- inn tíma. Þeir í Frökkunum hafa hátt vegna þess aö við vildum fá trygg- ingu fyrir greiöslu. Ég held að okkar viöbrögö séu ekkert óeöli- legri en hvers annars, sem heföi verið í sömu aöstööu. Viö höfum annars alltaf veriö tilbúnir til samn- inga ef út í þaö hefur veriö farið, þótt auövitaö viljum viö eins og allir aðrir fá sem mest af vinnu okkar greitt sem fyrst,“ sagði Steinn Steinsen. Stuttar fréttir úr erlendum poppheimi Lítiö hefur heyrst af högum Chrissie Hynde og félögum hennar i Pretenders undanfarna mánuöi. Sveitin er nú aö vinna aö þriöju breiðskífu sinni, sem væntanleg er snemma á nýju ári. Auk hennar er Martin Chambers, trommari, enn í sveitinni. Tveir nýir menn hafa á hinn bóginn bæst viö. Þeir eru Rob Mclntosh, gitarleikari, og Malcolm Foster á bassa. Sjálf leikur Chrissie Hynde á gítar auk þess aö syngja. Tónleikar á geðdeildinni Psychic TV hélt tónleika sína á miövikudag í MH eins og frægt er orðið. Þeir áttu upp- haflega aö halda tónleika í geösjúkrahúsinu í Prestvík á Hjaltlandseyjum, en þeim varö aö fresta vegna andmæla for- ráöamanna sjúkrahússins. i breska poppritinu Sounds er skýrt frá því aö sveitin hafi átt aö leika í Manchester þann 6. nóvember þannig aö tónleikarn- ir í MH viröast ekki hafa veriö fyrsta uppákoma sveitarinnar á sviöi, eins og látið haföi veriö liggja aö. Enn meira húðflúr Ástralska sveitin Rose Tattoo hefur sennilega ekki náö aö vekja neina athygli hér heima til þessa, en í Bretlandi eru vin- sældir hennar miklar. Hún hefur reyndar haft hljótt um sig und- anfarna mánuöi og skyldi engan undra. Þrír af fimm meölimum TAT7Ö0 TOt Angry Anderson, söngvari Rose Tattoo. hafa nefnilega hætt á þessu ári og þaö hefur tekið nokkurn tíma fyrir höfuöpaurinn, Angry And- erson, aö smala saman nýjum mönnum. Báöir gítarleikararnir, Pete Wells og Robbie Riley, hættu svo og trommarinn Digg- er Royal (meö öllu óskyldur nafna sínum Barnes úr Dallas- dellunni). Sæti hans tók Robert Bowren og þeir Greg Jordan og John Meyer taka viö gítarleik- arastööunum. Bassaleikarinn, Gerodie Leech, veröur um kyrrt. Ný breiðskífa er væntanleg meö vorinu. Rokkið æsti hann upp Fjöldamoröinginn Dennis Nilsen hefur veriö nokkuö í fréttum í Englandi. Eftirfarandi frásögn er aö sjá í nýlegu Sounds: „Nilsen hefur boriö því viö í yfirheyrslum, aö hann hafi oröið æstur viö aö hlusta á rokktónlist og þaö hafi veitt honum kjark til aö leggja til at- lögu við fórnarlömbin. Þegar hann var beöinn aö útskýra hvers kyns rokktónlist þetta hafi veriö svaraði hann því til, aö þaö hefði veriö t.d. tónlist Rick Wakeman. Ef þaö er rokk í hans augum (Nilsen) er ekki aö undra þótt hann hafi veriö dæmdur geðveikur.“ Margir kallaðir en fáir útvaldir Nokkuö er umliöiö frá því Járnsíöan skýröi frá þeim til- raunum Einars Jónssonar aö komast i tæri viö Whitesnake- flokkinn meö þaö fyrir augum aö komast a.m.k. aö í „test“ í tengslum viö ráöningu nýs gít- arleikara. Illa gekk aö fá ein- hvern til aö svara í uppgefnu númeri og er þaö ekki aö undra þegar haft er í huga, aö meira en 300 manns vildu komast aö, sá yngsti 14 ára. Búiö er aö ráöa mann, en ekki hefur veriö skýrt frá þvi hver sá heppni er. í dag kynnum við jólahangikjötið frábæra úr Þykkabænum (Að sjálfsögöu af nýslátruðu) Opið til kl. 20.00. Vörumarkaðurinn hl. I I Ávallt á undan ÁRMÚLA 1a EÐISTORG111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.