Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 43 Ástarsögur frá aldamótum HELO - Sauna Bókmennfir Erlendur Jónsson Þorgils gjallandi: RITSAFN. II. 237 bls. Jóhanna Hauksdóttir og Þórður Helgason sáu um útg. Skuggsjá Hafnarf. 1983. Jón Stefánsson hét hann en skrifaði undir heitinu Þorgils gjallandi. Það mátti vera tákn- rænt. Rödd hans skyldi vera hvell og hljómmikil. Hér var ekki á ferðinni skáld sem vildi svæfa með kliðmjúkri hrynjandi. Verk hans skyldu þvert á móti vera — vekj- andi! Fertugur byrjaði hann að skrifa. Og þá lá honum svo mikið á hjarta að frásagnarþörfin entist honum ævilangt. Stíltækni hans var í fyrstunni áfátt. En honum var fyrirgefið meira en öðrum vegna þess að hann meinti það sem hann sagði. í þessu bindi ritsafnsins eru skáldsögurnar Gamalt og nýtt og Upp við fossa. f báðum sögunum brennur höfundinum hið sama á vörum: ástin andspænis hjóna- bandinu og venjunni. í báðum sög- unum kemur fram prestaádeila. f báðum gætir sterkra áhrifa frá skandínaviskum raunsæisbók- menntum, einkum norskum. í fyrri sögunni setur höfundurinn stefnuna ofar listinni. Þar er for- skrift raunsæisstefnunnar fylgt út í æsar. Ungur prestur, drykkfelld- ur og heldur ráðlaus í flestum greinum, vélar unga, saklausa og góða stúlku með fagurgala til að giftast sér. Hún trúir á ástina. En sem hún er föst i hnappheldu hjónabandsins þarf presturinn ekki lengur að smjaðra fyrir henni en sýnir þá sitt rétta innræti. Hann hættir ekki að drekka eins og hann lofaði. En hitt var kannski verra » ... hann trúði ekki því sem hann kenndi.* Þessi drykkfelldi, kvensami og trúlausi prestur er síður en svo einsdæmi í þessari sögu, hann birtist, lítt breyttur, í tugum íslenskra og er- lendra skáldsagna frá þessu tíma- bili. Gamalt og nýtt verður aldrei talið til meiriháttar skáldverka. Öðru máli gegnir um Upp við fossa. Þar fylgir höfundurinn formúlunni ekki eins stíft. Og þar kemur í ljós að fleira getur orsak- að vandræði en kvensemi sókn- arprestsins — þó svo að hún gegni ærnu hlutverki í þeirri sögu. Sem formælandi ástarinnar hafnaði Þorgils gjallandi hvers kyns málamiðlun. Hræsni og yfir- drepskapur var líka eitur í hans beinum. Og framhjáhald var hon- um viðurstyggð — ekki vegna þess að það væri ókristilegt (samleið með lúterskri heittrúarstefnu átti Þorgils gjallandi enga) heldur sakir hins að það útheimti lygi og laumuspil. Ástin átti að vera hrein. Hún átti að fá að njóta sín óspillt og náttúrleg. Það er því engin tilviljun að hlutverk prestsins hefst ekki strax í Upp við fossa; fyrst varð að bregða upp almennara dæmi: Ung kona giftist til fjár, góðum bónda og gegnum en fremur luralegum og lítið töfrandi fyrir ungan og nokkuð blóðheitan kvenmann. En svo tekur hún að halda fram hjá honum með tápmiklum myndar- pilti. Pilturinn vill meira en ástar- atlot a afviknum felustöðum. Hann vill að hún skilji við mann- inn og fylgi sér. Það vill konan ekki. Hún treystir sér ekki til að varpa frá sér góðu heimili, þokka- legum efnahag og álitlegri hús- freyjustöðu fyrir ást sem ekki býður upp á annað en hrakning og fyrirlitning samfélagsins. Það er þá fyrst er ástarævintýri þeirra er lokið að kvensami presturinn tek- Þú svalar lestrarþörf tlagsins ásíöum Moggans! Þorgils gjallandi ur að spinna örlagavefi kringum persónur sögunnar. Með sögum Þorgils gjallanda var vissulega komið fram lífsgæðamat sem átti eftir að hafa drjúg og varanleg áhrif á hugmyndir almennings um makaval og hjónaband. Ádeilan skilst þó tæpast nema horft sé til ástandsins í Skandínavíu áratug- ina fyrir aldamótin. Þar var mikil ólga í pólitíkinni. En hér voru í raun engin stjórnmál í þess konar skilningi sem þar var lagður í orð- ið. Prestastéttin á Norðurlöndum var pólitísk valdastétt. Svo var því hreint ekki varið hér. íslenskur sveitaprestur var öllu heldur fremstur meðal jafningja. Og hvort heldur hann var nú kven- samur og drykkfelldur eður eigi deildi hann kjörum með sínu fólki. Margrómuð vakning Þingeyinga var því að hálfu leyti þýdd úr norsku. Nú eru málefni í sögum Þorgils gjallanda löngu af dagskrá. Eftir stendur skáldskapurinn. Og hann ætlar að standast tímans tönn. Það besta, sem Þorgils gjallandi lét eftir sig, var sannarlega gott — nógu gott til að flokkast með öðr- um úrvalsverkum íslenskra bók- mennta. Höfum ávalt fyrirliggjandi Saunaofna og klefa á mjög hagstæöu verði. Benco, Bolholti 4, sími 21945. KARTOFLUVERKSMIÐJA ÞYKKVABÆJAR HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.