Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 Mörgum þykir Bubbi bestur þeg- ar hann er einn meö gítarinn sinn. Alþýðu- tónlist í Gamla Bíói Bubbi Morthens og fleiri góðir skemmta í kvöld FYRSTU tónleikarnir af fimm fyrirhuguðum til styrktar Sól- heimum í Grímsnesi, en þar er aö finna elsta samastað vangefinna hérlendis, verða haldnir í Gamla Bíói í kvöld undir yfirskriftinni Al- þýðutónlist. Margt góöra gesta veröur á fjöl- um Gamla Bíós aö þessu sinni. Fyrstan ber aö telja Bubba Morth- ens, sem margir telja að sé aldrei betri en þegar hann er einn á sviö- inu meö kassagítarinn. Þá kemur Aldrei aftur-hópurinn meö þau Bergþóru Árnadóttur, Tryggva Hu- bner, Pálma Gunnarsson og Gísla Helgason innanborðs fram, svo og Hrím, Rúnar Júlíusson og Ólafur Þóröarson. Verö miöa á þessa skemmtun í kvöld, sem og allar hinar fjórar sem fylgja á eftir (skýrt var ítarleg- ar frá þessu á Járnsíöunni á þriöju- dag), er kr. 250. Allur ágóöi af tón- leikunum fimm rennur til uppbygg- ingaraöstööu fyrir félagslega starf- semi á Sólheimum. Þriðja lota Músíktil- rauna í kvöld Músíktilraunir SATT og Tóna- bæjar eru nú hálfnaóar og fer þriðjí hluti þeirra fram í kvöld (í Tónahæ art sjálfsögðu). Kimm sveitir mæta til leiks í kvöld: Butl- er, 89 á saleminu, Tekk, Hvers vegna, Svefnpurrkur og Kök. Þegar hafa fjórar sveitir tryggt sér sæti á úrslitakvöld- inu, sem fram fer á Kjarvals- stöðum þann 9. desember. Af fyrsta kvöldinu eru það Þarma- gustarnir og %, en það voru Dúkkulísurnar og Bylur, sem komust áfram sl. fimmtudag. Þá var troðfullt hús og mikil stemmning. Áhugi á Músíktilraunum hef- ur reynst mikill í ár, jafnvel enn meiri en í fyrra, þegar fyrst var reynt að brydda upp á þessari nýjung. Nokkrar hljómsveitir eru á biðlista vegna kvöldsins í kvöld svo og lokakvöldsins í undankeppninni nk. fimmtu- dag. Sérstakir gestir hafa verið bæði þau kvöld, sem þegar hafa farið fram. Fyrst var það Tappi Tíkarrass, þá BARA-flokkurinn og í kvöld eru það Frakkarnir, sem kynna lögaf væntanlegri piötu sinni, 1984. Virtasti reggae-kappi heims leikur í Sigtúni annað kvöld ÞAO HEFUR lítíð farið fyrir skrifum um Linton Kwesi John- son á Járnsíðunni þrátt fyrir þá staðreynd, að þessi líkast til virtasti reggae-tónlistarmaður heimsins í dag efnir til tónleika « Sigtúni annað kvöld, föstudag, kl. 22. Fyrir alla þá er unna reggae-tónlist œtti þetta aö veröa heilmikil upplifun, því það er hreint ekki á hverjum degi að færir menn á þessu sviói sæki okkur mörlandana heim. Linton Kwesi Johnson er rúm- lega þrítugur aö aldri, fæddur ár- iö 1952 á Jamaica. Hann fluttist 11 ára gamall til móöur sinnar í London, sem haföi flust þangaö nokkru áöur. Linton Kwesi hélt heföbundna leið í gegnum breska skólakerfiö og lauk aö endingu háskólaprófi í þjóöfé- lagsfræði. Eftir aö skólagöngu hans lauk starfaöi hann um tima meö hreyfingu Svörtu hlébaröanna í Bretlandi, en hefur undanfarin ár starfaö viö tímaritiö Race Today. Þaö var einmitt í því tímariti, sem fyrstu Ijóöin eftir Linton Kwesi birtust. Fyrsta Ijóöabók hans, „Raddir hinna lifandi og dauöu", kom hins vegar út 1973. Síöan hefur hann sent frá sér 2 Ijóða- bækur og þrjár breiöskífur. Innlegg í baráttu svartra Yrkisefni Linton Kwesi er eink- um daglegt líf innflytjenda frá Vestur-lndíum í Bretlandi. Stund- um er í Ijóöunum vitnaö beint til ákveöinna atburöa í samfélagi svartra í Bretlandi. Einn textinn fjaliar t.d. um mál 33 ára verka- manns frá Jamaica, sem var dæmdur sekur og sat í fangelsi i heilt ár fyrir innbrot, sem hann haföi ekki framiö. Var texti Lint- on Kwesi innlegg hans í baráttu svartra viö aö fá verkamanninn lausan. Sjálfur hefur Linton Kwesi sagt aö reggae-tónlistarformið hafi oröiö til upp úr áhrifum af völd- um þeirra breytinga, sem áttu sér staö í samfélaginu á Jamaica á sínum tíma. Tónlistarmennirnir hafi veitt hinum nýju þvingunum og spennu inn í tónlistina og þannig tjáð á huglægan hátt sögulega reynslu af kúgun og uppreisn. Hiö sama má reyndar segja um kveöskap Linton Kwesi. Hann einkennist af þess- ari innri spennu í ríkum mæli. Hún birtist bæöi í rími og hrynj- andi Ijóöanna og einnig í sjálfu yrkisefninu, sem gjarnan snýst um þá togstreitu sem átt hefur Linton Kwesi Johnson sér staö á milli samfélags inn- flytjenda og hvítra í Bretlandi. „Þaö sem ég skrifa og hvernig ég skrifa er afleiöing af spenn- unni á milli kreólamállýsku Jam- aica og Jamaica-ensku og svo aftur á milli tveggja þessara mál- lýska og enskrar ensku. Og allt þetta er í raun afleiöing af þvt aö alast upp í nýlendu og koma síö- an til Englands og ganga þar í skóla. Spennan hleöst upp. Þaö má sjá hana í skrifum mínum. Þaö má heyra hana. Ljóö mín kunna e.t.v. aö líta dálítiö flatneskjuiega út á prenti. Þaö er vegna þess aö þau eru í raun og veru munnlegur kveöskapur. Þau voru beinlínis samin til þess aö vera lesin upp- hátt á meöal fólksins,“ segir Lint- on Kwesi Johnson. Dennis Bovell Á tónleikunum á morgun mun Linton Kwesi njóta aöstoöar hljómsveitar Dennis Bovell. Bov- ell þessi hefur komiö viö sögu á öllum plötum Linton Kwesi til þessa. Þá hefur hann gefiö út a.m.k. eina plötu sjálfur. Bovell er talinn mjög fjölhæfur tónlistar- maöur. Hann semur lög og texta, leikur á hljóöfæri og er jafnframt mjög fær upptökumaöur og „pródúser" í hljóðveri. Þaö var einmitt Bovell, sem stofnaði reggae-sveitina Matumbi fyrir um áratug í Bretlandi. Sveit þessi vakti óskipta athygli á sínum tíma. Sem fyrr segir ættu reggae- unnendur aö fá mikiö fyrir sinn snúö í Sigtúni annaö kvöld. Verö aögöngumiöa er kr. 400, en þaö ætti ekki aö aftra mönnum frá því aö berja virtasta reggae- kappa heimsins í dag augum. — SSv. Rabbað við Þorleif og Mikka í Frökkunum: „Ég hef komist í betra samband við sjálfan mig“ — segir Mike Pollock um áhrif soul-tónlist- ar á sig „Ég „fíla“ þaö fínt aö vera laus viö gítarinn og snúa mér eingöngu aö söngnum," sagöi Mike Pollock er Járnsíðan ræddi við hann og Þorleif Guö- jónsson, bassaleikara Frakk- anna, um nýju plötuna, 1984, sem vonandi lítur dagsíns Ijós innan tíöar þrátt fyrir ómælda erfiðleika. „Það er gaman að vera svona „front“ í hljómsveit og það að sleppa gítarnum, sem ég hef reyndar ekki snert aö meira eða minna leyti í tvö ár, gefur mér tækifæri til að breyta algerlega til. Það má eiginlega segja aö maður hafi öðlast þekkingu á líkamanum í nýju Ijósi. Ég hef komist í betra samband við sjálfan mig eftir að ég fór að helga mig söngn- um alfarið. Auk þess nær mað- ur betra valdi yfir röddinni þegar ekki þarf að einbeita sér að því að leika á gítar um leið,“ sagði Mike. Á plötu Frakkanna sér Mike um allan söng, en snertir ekki á gítar. Sú hlið er að mestu leyti í höndum Finns Jóhanns- sonar og Björgvins Gíslasonar. Björgvin og Ásgeir Óskarsson koma Frökkunum til aðstoöar á þessari plötu og sagöi Mike, að þeir og Júlíus Agnarsson ættu stóran þátt í heildarút- komunni. Járnsíðan spurði Mike hvers vegna hann hefði allt í einu snúið sér að grjóthörðu fönki. Frakkarnir undir skæöadrífu af heröatrjém. „Ég hef alltaf „fílað“ soul- tónlist, þú veist þennan mo- town-„fíling“, og undanfarið hefur verið að koma upp ný tegund af þessari tónlist og það er meira rokk í henni en áður var. Annars er ég alltaf opinn fyrir allri tónlist á meðan „fílingurinn” kemur beint frá hjartanu." „Ég hef smám saman vakn- að til meðvitundar um aö þetta er mín tónlist,” sagöi Þorleifur við Járnsíðuna um leið og hann dreypti á kampavíni úr þar til gerðu glasi. Auövitað hefur þessi „fílingur" eflaust alltaf verið í manni, en þegar viö fórum að „jamma“ í Frökk- unum kom smám saman í Ijós hversu vel ég kunni að meta þessa tegund tónlistar. í fönk- inu gefast miklu meiri mögu- leikar á „impróvíseringum" heldur en í rokkinu, sem er bundnara í ákveöna „frasa". Ég átti t.d. oft í útistööum við Bubba þegar ég var í Egóinu út af bassaleiknum. Hann vildi t.d. að ég notaöi nögl til þess að ná fram harðara „sándi" úr bassanum, en ég setti mig á móti því. í fönkinu er maður laus við nöglina, og alla „fras- ana“ vel að merkja, og getur leyft sér miklu meira. Fyrir vik- ið er þetta skemmtilegra." Áöur en ég skildi viö þá kumpána spuröi ég Mike hvaöa lag hann héldi mest upp á á plötunni. „Það er alltaf erfitt að gera upp á milli afkvæma sinna," sagöKhann og brosti. „Þessa dagana er ég mjög hrifinn af titillaginu, 1984, ekki hvaö síst vegna þess að ég hef fengiö svo áþreifanlegar sannanir fyrir því að framtíðarspá George Orwell var aö miklu leyti rétt. Enda hef ég sungið þaö lag af meiri innlifun en nokkru sinni að undanförnu. Þessi reynsla að undanförnu hefur verið okkur dýrkeypt, en upp frá þessu vitum viö, að það er ekki á neinn að treysta nema sjálfan sig.“ — SSv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.