Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 47 Fyrirtækið er í dag til húsa að Suðurlandsbraut 20. Ólafur Kristinsson, framkvæmdastjóri Kristins Guðnasonar hf. meira jafnvægi á í fyrirtæki. Það eru alltaf gríðarlegar sveiflur í bílainnflutningi, sem er í raun mjög erfitt að búa við. Það er því stefnan að jafna reksturinn veru- lega á næstu árum með auknum almennum innflutningi." Fjármögnunin erfiðust Ólafur var inntur eftir því hvaða þættir væru erfiðastir í rekstri fyrirtækja í dag. „Það fer ekkert á milli mála, að fjármögn- un fyrirtækja er það vandamál, sem hvílir þyngst á mönnum í dag. Hér á íslandi búum við í raun við mjög vanþróaðan fjármagnsmark- að. Þar verður að verða breyting á í nánustu framtíð. Vandamálið hér áður fyrr voru höftin, það er innflutnings- og gjaldeyrishöft. Svona rekstur er því alls ekki allt- Kristinn Guðnason, annar frá hægri, ásamt starfsmönnum sínum. ætlað að selja vinnuna á sama verði og önnur ólík verkstæði, sem þurfa að standa undir mun minni föstum kostnaði. Á þessum verður að verða breyting á næstu misser- um.“ Undir sama þak 1973 „Þegar við stofnuðum okkar eig- ið verkstæði á árinu 1970 sáum við að nauðsynlegt væri að koma öllu fyrirtækinu fyrir undir sama þaki. Það var því farið að leita að heppi- legri lóð, sem síðan fannst hér við Suðurlandsbraut 20, þar sem öll starfsemi fyrirtækisins er í dag. Við hófumst þegar handa við byggingu og á árinu 1971 flutti bílaverkstæðið inn. Önnur starf- semi fyrirtækisins flutti síðan inn á árinu 1973. Það ár, þegar fyrir- tækið varð 40 ára, ákvað faðir minn, Kristinn Guðnason, að láta af starfi sem framkvæmdastjóri, enda orðinn 75 ára gamall. Þá var ákveðið að ég tæki við fram- kvæmdastjórninni," sagði Ólafur. Vaxandi almennur innflutningur Það kom fram í samtalinu við ólaf Kristinsson að síðustu þrjú árin hefði orðið umtalsverð breyt- ing á starfi fyrirtækisins í þá veru, að almennur innflutningur varahluta hefði farið mjög vax- andi á nýjan leik, en megináherzl- an hafði um langt árabil verið lögð á bílainnflutning. „Það er í raun nauðsynlegt að auka þennan al- menna innflutning til að koma af dans á rósum. Það sem hefur hins vegar gert það að verkum, að rekstur okkar hefur gengið jafnvel og raun ber vitni, er sú staðreynd að hér hefur starfað afbragðs starfsfólk í gegnum tíðina, en án þess væri þetta ómögulegt," sagði Ólafur Kristinsson, framkvæmda- stjóri Kristins Guðnasonar hf., að síðustu. Veriö velkomin.' athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, lástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opið fra kl. 9—18 á virkum dögum og kl. 9—12 á laugardögum. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. DULARFULLT ÍVAF íslenskur Baader Meinhoí maður, hin unga og dularíulla Sara, aðlaðandi skipstjóraekkja, konsúlsíólkið, sögumaður og elskhugi, og dstarœvintýri. Eldgos í Eyjum rýíur gömul tengsl íólks og ný myndast, sum ndin. Kallaður heim er spennandi saga með dularíullu ívaíi. Gylmir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.