Morgunblaðið - 30.12.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 30.12.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 Vatnsfellsvirkjun ódýrasti kosturinn? EINN allra ódýrasti virkjunar- kostur fslendinga felst í því vatni, sem fellur úr Þórisvatni niður í Krókslón við Sigöldu, eða í svo- nefndri Vatnsfellsveitu, að því er segir í grein eftir Björn Jónasson jarðfræðing í nýjasta Fréttabréfi Orkustofnunar (FO). Björn segir að ýmsar leiðir komi til greina við nýtingu fall- vatnsins. „Sú sem nú er efst á baugi er virkjun í einu þrepi um miðbik Vatnsfellsveitu (Vatnsfell II). Einnig hefur ver- ið litið nokkuð til þess mögu- Leika að virkja í eða við núver- andi lokuvirki Vatnsfellsveitu við úrrennslið úr Þórisvatni. Sú virkjun virðist nokkuð dýr, auk erfiðleika sem skapast gætu vegna rekstrar Vatnsfellsveitu á byggingartímanum, en gefur jafnframt þann möguleika að nýta heildarfallið eins og það er á hverjum tíma," segir Björn í FO. Hann segir að frárennslis- skurður skv. þessari tilhögun yrði allt að fimm km langur og allt að 60 metra djúpur. „Miðað við kostnaðaráætlanir, sem nú liggja fyrir, virðist Vatnsfell II hagkvæmasti kosturinn," segir Yfirlitsmynd af Vatnsfellsvirkjun. Myndin er fengin úr Fréttabréfi Orkustofnunar nr. 4, 1983. hann. Afl virkjunarinnar er áætlað um 100 megawött í tveimur vélasamstæðum og orkuvinnslugetan um 470 gíga- wattstundir. Umhverfisáhrif virkjunarinnar eru mjög lítil, segir Björn, og er ekki búist við neinum vandkvæðum af þeim sökum. Jarðfræðilegar aðstæður á svæðinu hafa verið kannaðar rækilega á undanförnum tveimur árum af Vatnsorku- deild Orkustofnunar. Sl. sumar var hafist handa við kjarnabor- un en þá var komið að rann- sóknum fyrir verkhönnun, sem ætlað er að ljúka í vetur. „Vettvangsathuganir benda til að hér hafi tekist vel til og að grafa megi frárennslisskurðinn að langmestu leyti með vatni. Þó þarf að hjálpa til með því að sprengja eða rippa höft jafnóð- um og þau koma í ljós eftir því sem skurðurinn dýpkar," segir Björn Jónasson að lokum í grein sinni. Starfsmannaráð um stöðu póstmeistara í Revkjavík: Mælir með Birni Bjarna- syni og Sig- urði Ingasyni SETNING í stöðu póstmeistara í Reykjavík bíður væntanlega fram yf- ir áramót að sögn samgönguráð- herra, Matthíasar Bjarnasonar, en hann kvað úr vöndu að ráða þar sem margir hæfir umsækjendur hefðu sótt um stöðuna. Starfsmannaráð Pósts og síma hefur fjallað um um- sóknirnar. Niðurstaða þess var sú, samkvæmt heimildum Mbl., að mæla með tveimur í stöðuna. Umsækjendur eru tíu og mun starfsmannaráð Pósts og síma mæla með þeim Birni Bjarnasyni og Sigurði Ingasyni, en báðir eiga langan starfsaldur að baki hjá stofnuninni. Aðrir umsækjendur eru: Axel Sigurðsson, Ari Jóhann- esson, Árni Þór Jónsson, Gylfi H.S. Gunnarsson, Jóhann Hjálm- arsson, Magnús H. Magnússon, Rafn Júlíusson og Reynir Ár- mannsson. Bjarni Bragi Jónsson ráðinn aðstoðarbanka- stjóri Seðlabankans BJARNI Bragi Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarbankastjóri við Seðla- bankann frá og með 1. janúar nk., en hann hefur verið hagfræðingur bank- ans og forstöðumaður hagfræðideild- ar hans frá septemberbyrjun 1976. Bjarni er fæddur 1928 og lauk námi við Háskóla íslands árið 1950. Hann stundaði framhaldsnám I hagfræði við háskólann í Cam- bridge og hefur víðtæka starfs- reynslu bæði hérlendis og erlendis auk afskipta af félagsmálum. Hann starfaði meðal annars hjá Sambandi íslenskra samvinnufé- laga og við Framkvæmdabanka ís- lands. Hann starfaði síðan við Efnahagsstofnunina og var for- stjóri hennar frá 1969 til 1971. Frá stofnun Framkvæmdastofnunar ríkisins var hann forstöðumaður áætlanadeildar hennar fram til ágústloka 1976, er hann varð hag- fræðingur Seðlabankans. i J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.