Morgunblaðið - 30.12.1983, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.12.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 5 Oldin okkar 1971—1975: Yfirlýsing frá bóka útgáfunni Iðunni Veiðar í þorsknet mega hefjast þegar eftir áramót — eru þó háðar leyfi ráðuneytisins Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður birtir í Morgunblað- inu 22. desember Yfirlýsingu um aðild sína að bókinni Öldin okkar 1971—1975, sem Iðunn gefur út og samskipti sín við forlagið í því sambandi. Af þessu tilefni, svo og vegna ummæla í Sandkorni DV 27. desember, vill forlagið taka eftir- farandi fram: Með samningi við Iðunni, dag- settum 1. febrúar 1983, tók Hildur Helga Sigurðardóttir að sér „að semja og skrifa ásamt Gils Guð- mundssyni hluta af Öldinni okkar 1971—1975“, eins og segir í fyrstu grein samningsins. Þar er verk- efni hennar ennfremur skilgreint á þessa leið: „Er henni einkum ætlað að skrifa um íþróttamál, skemmtanalíf æskunnar, stúd- entapólitík og skylda málaflokka. Áætlað er að hér sé um að ræða ca. 50 blaðsíður í prentaðri bók, eða ca. ‘4 af öllu verkinu. Hildur mun vinna í nánu samráði við Gils Guðmundsson og fylgja fyrirmæl- um hans og ábendingum. Hún mun ennfremur aðstoða við útveg- Beöizt afsökunar í MORGUNBLAÐINU í gær birtist grein eftir Pál Vil- hjálmsson, formann Skákfé- lags Keflavíkur, með fyrir- sögninni: „Napurlegar kveðjur til efnilegs skákmanns". í greininni gagnrýnir Páll frétt, sem birtist á blaðsíðu 2 í Morg- unblaðinu sunnudaginn 18. desember. Gagnrýni Páls Vil- hjálmssonar er réttmæt og biður Morgunblaðið afsökunar á því hvernig fréttin var skrif- uð og óskar Björgvini Jónssyni góðs gengis á Evrópumeistara- mótinu og framvegis á skák- brautinni. Ritati un mynda sem fylgja hennar skrifum. Hildur les ennfremur fyrstu og síðustu próförk síns texta og aðstoðar við umbrot ef þurfa þykir." Önnur grein samningsins hljóð- ar svo: „Fullfrágengið, vélritað handrit skal afhendast í seinasta lagi 15. apríl 1983 og mynda skal aflað innan þriggja mánaða frá þeim degi.“ Það má öllum ljóst vera, ekki síst blaðamönnum, að vinnsla rits eins og öldin okkar er tímafrekt verk og vandasamt, einkum að því er tekur til umbrots textans. Af þeim sökum lagði forlagið ríka áherslu á að handrit lægju tíman- lega fyrir eins og samningurinn ber með sér. Því miður fór svo að Hildur Helga stóð engan veginn við sinn hluta samningsins. Hand- ritum sínum tók hún ekki að skila fyrr en löngu eftir umsaminn frest, þegar komið var fram í sept- ember. Handritin voru ekki heldur „fullfrágengin" eins og áskilið var. 27. september staðfesti hún við forlagið að sá hluti sem hún þá hafði afhent væri ekki svo að á hann mætti líta sem prentsmiðju- handrit. Síðasta hluta handrits síns skilaði Hildur Helga ekki fyrr en nokkuð var liðið á október og voru þá liðnir nærfellt sex mánuðir fram yfir umsaminn skilafrest. Þegar hér var komið sögu var vinnslutími bókarinnar orðinn næsta naumur og hafði forlagið, svo og Gils Guðmundsson, haft margvíslegt óhagræði af þeim langa drætti sem orðinn var vegna vanefnda Hildar Helgu Sigurðar- dóttur. Varð nú að hraða vinnu við bókina sem mest og af þeim sök- um þurfti að standa að prófarka- lestri textans með sérstökum hætti. Voru prófarkir lesnar í nokkrum lotum á vegum forlags- ins jafnótt og vinnu í prentsmiðju miðaði áfram. Hefur ekki komið annað fram en prófarkalestur bókarinnar sé vel af hendi leystur þrátt fyrir knappan tíma og örð- ugar aðstæður. Hlutur Hildar Helgu í bókinni reyndist þegar upp var staðið all- miklu minni en samningurinn hafði kveðið á um og hún hefur haldið á loft í Yfirlýsingu sinni. Mæling eftir að bókin lá fyrir leiddi í ljós að frá henni er runnið efni, texti og myndir, sem svarar til 18 blaðsíðna eða um 7% af bók- inni, í stað fjórðungs. Af þessu má ljóst vera að Gils Guðmundsson er aðalhöfundur bókarinnar og framan á titilblaði stendur því aðeins hans nafn. En aftan á titilblaðinu er aðildar Hildar Helgu getið svo: „Hildur Helga Sigurðardóttir tók saman efni um íþróttir og æskulýðsmál." Er það í fullu samræmi við samn- inginn við hana eins og rakið hef- ur verið. í þessu orðalagi felst að sjálfsögðu ekki annað en orðanna 'hljóðan gefur til kynna. Hér er ekki gefið í skyn að Hildur Helga hafi lítið sem ekkert skrifað eigin hendi heldur verið „einhvers kon- ar sendill hjá Gils Guðmunds- syni“, eins og hún telur í yfirlýs- ingu sinni að lesa megi út úr orð- unum. Vegna ummæla í Sandkorni DV þess efnis að Gils Guðmundsson hafi gengið á rétt Hildar Helgu „til þess eins og hygla sjálfum sér svolítið“, skal það skýrt tekið fram að titilsíður eru á ábyrgð forlags og aðdróttanir að Gils Guð- mundssyni í þessu sambandi með öllu tilhæfulausar. Bókaútgáfan Iðunn vísar því á bug staðhæfingum í þá átt að hlutur Hildar Helgu Sigurðardótt- ur í umræddri bók hafi á nokkurn hátt verið falsaður eða minna úr honum gert en efni standa til. Forlagið telur að eðlilega hafi ver- ið að því staðið að kynna aðild hennar að bókinni eins og hún varð. 29. desember 1983. SAMKVÆMT upplýsingum sjávarút- vegsráðuneytisins mega veiðar í þorskanet hefjast þegar eftir áramót- in, að því tilskyldu, að sótt hafi verið um tilskilin leyfi til ráðuneytisins og þau hafi verið veitt. Þeir, sem neta- veiðarnar stunda, mega síðan búast við því, að þorsk- og ýsuafii þeirra verði reiknaður inn í væntanlegt afla- mark, en ekki ufsaafli til þess tíma, sem afiamarkið tekur gildi, 20. febrú- ar. Línuveiðar eru hins vegar ekki leyfisbundnar og því geta menn far- ið til línuveiða án þess að sækja um leyfi til þess, en helmingur þess afla, sem á linuna veiðist þar til aflamarkið tekur gildi, reiknast inn Á MORGHN, gamlársdag, hafa Flug- leiðir áætlað ferðir frá Reykjavfk til Vestmannaeyja, ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða. Innanlandsfiugi lýkur um kl. 15.00 er síðasta vél kemur til Reykjavíkur, að því er segir í frétt, sem Morgunblaðinu hefur borist. Flugleiðavél kemur til Keflavík- urflugvallar siðdegis á gamlársdag frá Luxemborg og heldur áfram til New York. Hún fer aftur frá New York að kvöldi nýársdags til Kefla- víkur og áfram til Luxemborgar að í væntanlegt aflamark. Aðrar veið- ar, sem stunda mætti á þessum tíma, eru úthafsrækjuveiðar, en til þeirra þarf lejfi ráðuneytisins. Þá eru dragnótarveiðar heimilaðar allt árið, en eru einnig leyfisbundnar og hafa ekki verið stundaðar fyrr á þessum árstíma. Reglur um þær eru nú í mótun og verða leyfi því varla gefin út fyrr en kemur fram i janú- ar. Þá má geta þess, að togveiðar eru ekki leyfisbundnar og geta menn því stundað þær veiðar, sam- kvæmt gildandi reglum og gildir þá, að þorsk- og ýsuafli fram til 20. febrúar reiknast inn í væntanlegt aflamark. morgni 2. janúar. A nýársdag kemur Flugleiðavél til Keflavíkur frá Lux- emborg og heldur áfram til Chicago. Ekki er flogið til Evrópu á gaml- ársdag eða nýársdag, en 2. janúar er flogið samkvæmt áætlun til Óslóar, Stokkhólms, London, Kaupmanna- hafnar og Chicago. Mikið annríki verður í innanlandsflugi Flugleiða mánudaginn 2. janúar og hafa lið- lega 1.100 manns pantað far þann dag. Þá er áætlað að fljúga 21 ferð frá Reykjavík og 15 ferðir þriðju- daginn 3. janúar. 1100 manns eiga pantað far hjá Flugleiðum hf. Svína- hamborgarhryggir Svínakótelettur Svinalundir Lamba- hamborgarhryggir Lambasviö hreinsuö Ali grágæsir Nautaschnitzel Nautagullasch Nautalundir Nautafillet Beinlausir fuglar Roast Beef Hakkafillet Hamborgarar Nautahakk Nautahakk, 10 kg Folaldaschnitzel Folaldagullasch Folaldalundir Folaldafillet Roast Beef 2 I MS Skafís 1 I MS súkkul.bitaís 255,00 364,70 247,00 335,00 355,00 427,oo 128,00 224,00 63,90 82,70 325,00 375,00 364,00 465,oo 296,00 358,oo 427,00 500,00 427,00 500,00 360,00 465,00 360,00 465,00 230,00 3i5,oo 12,00 26,00 168,50 231,00 138,00 267,00 230,00 268,00 210,00 245,00 255,00 305,00 255,00 305,00 230,00 268,00 107,00 131,00 60,00 71,75 JiIIiIF . nmsflmmmnRR!** Opið til kl. 8 í kvöld til kl. 8 á föstudag og til kl. 12 laugardag Veriö velkomin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.