Morgunblaðið - 30.12.1983, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
9
hlutverki sínu. Bestur þótti mér
hann í Kaupmannahöfn sem
talsmaður mannlegra kennda, en
hann lék einnig Hallgrím vel að
leiðarlokum þegar skáldið stend-
ur andspænis þjáningu sinni og
dauðadómi.
Sum hlutverkin eru þannig að
það er ekki sanngjarnt að ætlast
til persónusköpunar af hálfu
leikara. Ég nefni síra Jón Þor-
steinsson sem Baldvin Halldórs-
son lék. Það hlutverk var of ein-
strengt. Sama er að segja um
Jón Jónsson Þórhalls Sigurðs-
sonar og Jón Ásbjarnarson Jóns
S. Gunnarssonar og þannig
mætti reyndar lengi telja.
Hákon Waage nær aftur á
móti að gæða persónu hins for-
smáða Ólafs mannlegu svipmóti.
Og létt var yfir túlkun þeirra
Vilborgar Halldórsdóttur, Lilju
Guðrúnar Þorvaldsdóttur og
Guðrúnar Þ. Stephensen. Einnig
mætti nefna góðan leik Árna
Tryggvasonar, Margrétar Guð-
mundsdóttur og Tinnu Gunn-
laugsdóttur. Krakkarnir í leik-
ritinu stóðu sig með prýði, ekki
síst smástúlkurnar tvær Brynja
Gísladóttir og Karen María
Jónsdóttir. Ekki skal heldur
gleymt leik Hrannars Más Sig-
urðssonar í hlutverki hins sjúka
íslenska drengs í Algeirsborg.
Leikmynd Sigurjóns Jó-
hannssonar var Tyrkja-Guddu
mikill styrkur, fagmannlega
unnið verk sem naut lýsingar
Ásmundar Karlssonar. Tónlist
Leifs Þórarinssonar var til
áhersluauka og líkt og skreyting.
Tyrkja-Gudda mun hafa verið
endurunnin og töluvert breytt
frá því að hún var fyrst sýnd í
Þjóðleikhúsinu 1952. Að mínu
viti hefur leikstjórinn, Benedikt
Árnason, unnið afrek með þessri
uppfærslu, dregið fram helstu
kosti verksins og gert það í alla
staði aðgengilegt. Hann hefur
lika verið fundvís á þá hluti sem
bera dramatískri skáldgáfu höf-
undarins vitni.
Grunur minn er sá að Tyrkja-
Gudda þeirra Jakobs Jónssonar
og Benedikts Árnasonar muni
verða langlíf. Hér er komið verk
sem fer bil beggja alþýðlegrar
leikritunar og vilja til drama-
tísks skáldskapar. Gallar verks-
ins skyggja ekki á kosti þess.
Það er að mörgu leyti fróðlegt að
ganga til fundar við Guðríði
Símonardóttur og Hallgrím Pét-
ursson í Þjóðleikhúsinu.
Kirkjan
gamla varð
brennuvörgum
að bráð
Bad Orb, Vfstur l'V.skalandi. 25. deæmber. AP.
ÆVAGÖMUL kirkja í vestur-þýska
bænum Bad Orb varð cldhafi að
bráð skömmu eftir að jóla-
guðsþjónustu þar lauk á jóladag.
500 manns voru við guðsþjónust-
una. Kirkjan var frá 14. öld og
rómversk-kaþólskir sóttu þar mess-
ur allt til jóladags 1983.
Talið er víst, að brennuvargar
hafi verið á ferðinni, einn eða
fleiri, því það sannaðist fáeinum
dögum áður, að kveikt væri í
leikskóla örskammt frá. Er vanda-
lanna nú leitað með logandi ljós.
Fjöldi slökkviliðsmanna barðist
við eldhafið, en fékk lítið við ráðið.
Þrír þeirra slösuðust illa, einn
fékk heilar svalir í höfuðið, er þær
hrundu ofan á hann. Höfuðkúpu-
brotnaði hann illa og er vart hug-
að eðlilegt líf. Þá beinbrotnuðu
tveir til viðbótar talsvert er
brunaslanga fór hamförum vegna
of mikils þrýstings. Slóst hún í fé-
laganna með umræddum afleið-
ingum.
Tilraunastöðin á Reykhólum:
Mótmæla ákvörð-
un um að leggja
niður sauðfjárbúið
Reykhólmsveit, 28. desember.
Fréttaritari Morgunblaðsins hefur
haft santband við nokkra aðila og
beðið þá að tjá sig um þá ákvörðun
stjórnar Kannsóknarstofnunar land-
búnaðarins að leggja niður sauð-
fjárbú tilraunastöðvarinnar á Reyk-
hólum og fara umsagnir þeirra hér á
eftir.
Valdimar Gíslason, formaður
Búnaðarsambands Vestfjarða,
hefur eftirfarandi að segja:
„Stjórn Búnaðarsambands Vest-
fjarða mótmælir þessum ráða-
gerðum að leggja niður sauð-
fjárbúið á Reykhólum. Tilrauna-
stöðin á Reykhólum á að þjóna
landbúnaði á Vestfjörðum og
bendir stjórnin á, að landbúnaður
þar standi höllum fæti vegna
slæms árferðis, sauðfjársjúkdóma
og framleiðsluskerðinga. Það er
því eindregin ósk bænda þar að sú
þjónusta verði efld en ekki dregið
úr henni, þannig að starfsemi til-
raunastöðvarinnar á Reykhólum
styrki byggðina á Vestfjörðum
enn frekar en verið hefur. Land-
búnaður á Vestfjörðum byggir að
stórum hluta á sauðfjárrækt. Því
er ekki óeðlilegt að þar fari fram
tilraunir í þeirri búgrein. Gott
samstarf hefur verið á milli til-
raunastöðvarinnar á Reykhólum
og Búnaðarsambandsins og hefur
tilraunastjórinn á Reykhólum
komið á Búnaðarsambandsfundi
og sagt frá því, sem þar er að ger-
ast.“
Þórarinn Sveinsson, ráðunautur
Búnaðarsambands Vestfjarða,
hefur eftirfarandi að segja:
„Ég tel það fráleita ákvörðun
hjá stjórn RALA að leggja niður
sauðfjárbúið á Reykhólum vegna
þess að ull og gærur eru að verða
stærri hlutinn í verðmætum
sauðfjárafurða. Ég tel að Reyk-
hólaféð búi yfir miklum verðmæt-
um í ullar- og skinngæðum. Það
hefur komið í ljós að þegar notað
hefur verið sæði frá sauðfjársæð-
ingastöðvum, þá hafa illhærur
aukist og ullin orðið gulari en á
vestfirska fénu yfirleitt."
Þórður Jónsson, bóndi í Árbæ og
formaður Sauðfjárræktarfélags
Reykhólahrepps, hefur eftirfar-
andi að segja:
„Að mínu áliti er hvíta féð á
Reykhólum mjög verðmætur fjár-
stofn. Búið er að ná fram miklum
ullar- og gærugæðum, sem er
mjög mikilvægt fyrir sauðfjár-
ræktina í landinu. Ef sú staða
kemur upp, að farið verður að
greiða umtalsvert meira fyrir ull
og gærur af slíku fé, er mjög mik-
ilvægt að bændur geti fengið fé af
þessum stofni til kynbóta. Ég tel
það því mikið hagsmunamál sauð-
fjárbænda að rekstur tilrauna-
stöðvarinnar á Reykhólum verði
tryggður áfram, svo hægt verði að
halda áfram þeirri kynbótastarf-
semi, sem unnið hefur verið ötul-
lega að fram að þessu."
Jónas Samúelsson, ráðsmaður
sauðfjárbúsins á Reykhólum, seg-
ir:
„Ég er búinn að vinna hjá til-
raunastöðinni á Reykhólum frá
1969 og er nýbúinn að byggja íbúð-
arhús yfir mig og fjölskylduna. Ég
sé ekki í svip að hér sé nokkra
atvinnu að fá og það sýnir sig
sjálft, að ég er algjör strandaglóp-
ur ef sauðfjárbúið verður lagt
niður."
Þá barst eftirfarandi greinar-
gerð frá Jóhanni T. Bjarnasyni,
fyrir hönd Fjórðungssambands
Vestfjarða:
„Hjá Fjórðungssambandi Vest-
fjarða er ekki fyrir fagþekking til
að meta árangur starfsemi til-
raunastöðvarinnar á Reykhólum.
Verður því að vísa til álits og
þekkingar sérfróðra manna, til
dæmis dr. Stefáns Aðalsteinsson-
ar, varðandi árangur af sauðfjár-
ræktun. Það er hins vegar álit
Fjórðungssambandsins, að það
muni hafa mjög neikvæð áhrif á
byggðaþróun í Austur-Barða-
strandarsýslu ef tilraunastöðin á
Reykhólum yrði lögð niður eða
starfsemi hennar mjög raskað frá
því sem nú er. Það er reyndar
einnig að segja um mörg önnur
byggðasvæði á Vestfjörðum. 1 því
sambandi má benda á að árabilin
1971 — 1982 hefur fækkað ársstörf-
um í landbúnaði úr 968 í 500 eða
um 48,4%. Forráðamenn Fjórð-
ungssambands Vestfjarða leggjast
því eindregið gegn hvers konar
áformum eða ákvörðunum af
opinberri hálfu, sem geta veikt
stöðu landbúnaðar á Vestfjörð-
um.“ — Sveinn
Bjarni Arason stjórnarformaður RALA:
„Erum að færa áherslu frá
sauðfjárrækt yfir á grasrækt“
„VIÐ erum með þessu að leggja
meiri áherslu á jarðræktartilraunir
því við teljum að það sé brýnasta
verkefnið í landbúnaðinum að efla
fóðurframleiðslu og túnræktun,"
sagði Bjarni Arason ráðunautur í
Borgarnesi, formaður stjórnar
Kannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins, í samtali við Morgunblaðið er
hann var spurður af hverju stofnun-
in hefði ákveðið að leggja niður fjár-
búskap á tilraunastöðinni á Reyk-
hólum, en það mál hefur verið nokk-
uð til umfjöllunar hér í blaðinu að
undanförnu.
„Tilraunastöðin á Reykhólum
var upphaflega stofnuð sem til-
raunastöð í jarðrækt," sagði
Bjarni. „Það er ekkert launung-
armál að fjárveitingar til rann-
sóknarstarfsemi í landbúnaðinum
hafa verið skornar ákaflega mikið
við nögl síðari árin og þá sérstak-
lega til rekstrar tilraunastöðv-
anna. Alltaf hefur gengið verr og
verr að fá nauðsynlegt fjármagn
til að standa undir auknum
rekstrarkostnaði þeirra. Það hef-
ur verið lögð tiltölulega mikil
áhersla á tilraunir í sauðfjárrækt
á undanförnum árum en tilraunir
í grasrækt hafa frekar orðið út-
undan á verkefnalista tilrauna-
stöðvanna. Með því að leggja al-
mennan búskap niður á Reykhóla-
stöðinni erum við að færa áherslu
frá sauðfjárrækt yfir á grasrækt.
En með því erum við á engan hátt
að gera lítið úr þeim athyglis-
verðu tilraunum sem gerðar hafa
verið í sauðfjárrækt á Reykhólum
og þeim árangri sem þar hefur
náðst í þá átt að rækta fjárstofn
með verðmæta eiginleika. Einnig
má geta þess að stjórn Búnaðar-
sambands Vestfjarða hefur lagt
mikla áherslu á að meiri rækt
Reykhólastofn-
inum verður hald-
ið í hreinræktun
verði lögð við grasræktartilraunir
á Vestfjörðum en gert hefur verið
undanfarið."
— Hvað verður gert við féð þeg-
ar hætt verður fjárbúskap á
Reykhólastöðinni?
„Ekki er búið að ganga endan-
lega frá því máli og get ég því ekki
skýrt frá því hver niðurstaða þess
verður, en lögð verður áhersla á
að varðveita stofninn."
— Verður stofninum ekki stefnt
í voða vegna hættu á blöndun ef
féð verður flutt af tilraunastöð-
inni á Reykhólum?
„Við leggjum áherslu á að
stofninum verði haldið í hrein-
ræktun og það verður gert, þó
ekki sé búið að ganga frá því hver
verði endanlegur samastaður
Reykhólastofnsins."
— Hvað á mikill sparnaður að
verða við flutning fjárins frá
Reykhólum?
„Við ætlumst ekki til að dregið
verði úr framlögum til tilrauna-
stöðvarinnar á Reykhólum. Við
viljum að til þess verði veitt jafn-
miklu fé og áður, en við ráðum því
þó ekki. Stöðin er á B-lið fjárlaga
og er sérstaklega skammtað fé á
fjárlögum."
— Væri ekki hægt að ná þeim
sparnaði sem um er talað annars
staðar með minni áhættu?
„Spurningin er alls ekki sú, því
eins og ég sagði áðan fær Reyk-
hólastöðin sérstaka fjárveitingu.
Hins vegar er alltaf hægt að
spara í rekstri sem þessum og er-
um við alltaf opnir fyrir ábend-
ingum af því tagi enda reynum við
ávallt að haga starfi okkar á þann
hátt að það komi að sem mestu
gagni fyrir landbúnaðinn á hverj-
um tíma. Ekki er rétt að vera að
tala um sparnað í þessu sambandi
því fjárveitingarvaldið úthlutar
hverri tilraunastöð beint og við
reynum síðan að haga starfsem-
inni á hverri stöð fyrir sig á þann
hátt sem við teljum að komi land-
búnaðinum að sem bestum notum
í nútíð og framtíð. Okkur finnst
hins vegar að fjárveitingarvaldið
hafi gefið tilraunastarfseminni
alltof lítinn gaum og sérstaklega
tilraunastöðvunum."
— Dr. Stefán Aðalsteinsson,
búfjárfræðingur, lætur að því
liggja í viðtali við Morgunblaðið
nýlega að barist sé gegn Reyk-
hólafénu af því nú sé lögð áhersla
á ræktun lágfætts fjár, sem hann
telur að sé röng stefna, en Reyk-
hólaféð falli ekki inn í það munst-
ur og gjaldi þess.
„Þessu hafna ég algerlega. Með
þessari ákvörðun okkar erum við
ekki á neinn hátt að taka afstöðu
til þeirra deilna sem eru meðal
sauðfjárræktarmanna um stefnur
og markmið í sauðfjárræktinni
enda vil ég í þessu sambandi taka
það fram að við viljum að þessi
stofn varðveitist og ræktun hans
haldi áfram."
„Ég vil leggja áherslu á það,“
sagði Bjarni Arason að lokum, „að
ekki er verið að leggja niður starf-
semi tilraunastöðvarinnar á
Reykhólum, heldur er aðeins verið
að færa frá sauðfjárrækt yfir til
grasræktar og fóðurframleiðslu
sem við teljum að komi að meira
gagni fyrir landbúnaðinn á Vest-
fjörðum."
S‘-azB
Staðgreiðsla í boði
Höfum kaupanda aö góöri sérhæö, t.d.
í Háaleiti eöa Hvassaleiti. Há útborgun
eöa staögreiösla í boöi
Við Espigerðí
Glæsileg 4ra—5 herb. 130 fm ibúö á 7.
hæö í lyftuhúsi. Ný eldhúsinnr. Verö 2,4
millj.
Við Álfaskeið Hf.
5 herb. góö 135 fm íbúö á 1. hæö.
Bilskúrsréttur. Verd 1,9—2,0 millj.
í Hólahverfi m. bílskúr
5 herb. 4ra—5 herb. 110 fm ibúö á 1.
hæö. Bílskúr.
Við Vesturberg
4ra hrb. mjög góö 110 fm ibúö á 3.
hæö. Verö 1650 þúe.
Við Hörpugötu
3ja herb. falleg íbúö á 1. hæö. Sérinng.
Verö 1350 þús.
Við Asparfell
2ja herb. góö íbúö á 7. hæö. Glæsilegt
útsýni. Góö sameign Verö 1250 þús.
VANTAR - KÓPAVOGUR
4ra herb. eöa rúmgóöa 3ja herb. ibúö i
Kópavogi t.d. viö Fannborg, Furugrund
eöa nágrenni. Góöar greiöslur i boöi.
25 EicnflmióLunm
TtiSf/j? ÞINGHOLTSSTRÆTI 3
SlMI 27711
Sölustjóri Sverrir Kristinsson
Þorieifur Guómundsson sölumaður
Unnsteinn Beck hrl., sími 12320
Þórólfur Halldórsson lögfr.
Kvöldsimi sölumanns 30483.
Einbýlishús Arnarnesí
225 fm fallegt vandaö einbýlishús á
sunnanveröu Arnarnesi. 3 svefnherb..
stórar stofur. Innb. bílskúr. Mjög falleg-
ur garöur. Húsiö er til afh. aö hausti
1984. Teikningar og nánari uppl. á
skrifst. (ekki i sima).
Raöhús í
Hvömmunum Hf.
140—180 fm raöhús sem afh. fullfrá-
gengin aö utan en fokheld aö innan.
Frágengin lóö. Teikn. og uppl. á skrifst.
3-íbúðir í sama húsi
á Melunum
Vorum aö fá til sölu 2 þriggja og 1
tveggja herb. ibúö í sama húsi á Melun-
um. Ibúöirnar seljast saman eöa hver
fyrir sig. Nánari uppl. á skrifst.
í Þingholtunum
5—6 herb. 136 fm falleg efri hæö og ris.
A hæöinni eru þrjár stofur og eldhús. í
risi 2 svefnherb., sjónvarpsstofa og
baðherb íbúóin er mikiö endurnýjuó.
Veró 2,2 millj.
Á Ártúnsholti
4ra—5 herb. 110 fm fokheld íbúö á 1.
hæö ásamt 25 fm hobbý-herb. í kjall-
ara. Innb. 28 fm bilskúr Veró 1600 þúe.
Til afh. strax. Teikn. á skrifst.
Við Krummahóla
3ja herb. 92 fm góö ibúö á 1. hæð
(jaröhæö). Fokhelt bílskyli Verö 1600
þús.
Við Rofabæ
3ja herb. 85 fm góö íbúö á 2. hæó Laus
fljótlega. Veró 1500 þúe.
Við Meðalholt
3ja herb. 75 fm íbúö á 1. hæö ásamt
ibúóarherb. i kjallara Veró 1350 þús.
Við Asparfell
2ja herb. 65 fm góö ibúó á 6. hæö.
Þvottaherb. á hæóinni. Veró 1200 þús.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
Óðinsgötu 4,
símar 11540 — 21700.
Jón Guómundsson, sölustj.,
Leó E. Löve lögfr.,
Ragnar Tómasson hdl.
Höfóar til
„fólks í öllum
starfsgreinum!